Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR
62 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, RE/MAX-deildin,
norður-riðill:
Varmá: Afturelding – Víkingur............19.15
suður-riðill:
Asturberg: ÍR – Selfoss ........................19.15
BLAK
1.deild kvenna:
Neskaupstaður: Þróttur N – KA .........20.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Haukar - Njarðvík 80:88
Ásvellir, Hafnarfirði, úrvalsdeild karla, Int-
ersport-deildin, fimmtudaginn 27. nóvem-
ber 2003.
Gangur leiksins: 0:2, 4:2, 11:8, 11:15, 16:17,
16:24, 18:24, 18:28, 25:38, 38:38, 43:48,
47:51, 47:65, 58:73, 61:77, 70:77, 73:79, 73:84,
78:84, 80:88.
Stig Hauka: Mike Manciel 23, Marel Guð-
laugsson 11, Halldór Kristmannsson 10,
Kristján Jónasson 10, Ingvar Guðjónsson 8,
Þórður Gunnþórsson 6, Sævar Haraldsson
6, Sigurður Einarsson 5, Þorsteinn Gunn-
laugsson 1.
Fráköst: 21 í vörn - 18 í sókn.
Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 20,
Brenton Birmingham 18, Páll Kristinsson
16, Friðrik Stefánsson 14, Guðmundur
Jónsson 8, Halldór Karlsson 7, Kristján
Sigurðsson 3, Ólafur Invarsson 2.
Fráköst: 30 í vörn - 9 í sókn.
Villur: Haukar 22 - Njarðvík 19.
Dómarar: Helgi Bragason og Erlingur
Snær Erlingsson. Ágætir.
Áhorfendur: Um 60.
Tindastóll - Hamar 78:81
Sauðárkrókur:
Gangur leiksins: 2:4, 13:10, 20:13, 24:21,
29:23,39:34, 45:36, 49:41,54:47, 58:54, 66:55,
70:57, 71:64, 76:71, 78:77, 78:81.
Stig Tindastóls: Nick Boyd 17, Clifton Cook
15, Adrian Parks 14, Helgi Rafn Viggósson
10, Kristinn Friðriksson 11, Axel Kárason
4, Friðrik Hreinsson 4, Óli Barðdal 3.
Fráköst: 24 í vörn - 15 í sókn.
Stig Hamars: Cris Dade 23, Lárus Jónsson
19, Faheem Nelson 17, Svavar Páll Pálsson
11, Marvin Valdimarsson 8, Hallgrímur
Brynjólfsson 3.
Fráköst: 24 í vörn - 12 í sókn.
Villur: Tindastóll 16 - Hamar 13.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og
Rögnvaldur Hreiðarsson. Dæmdu vel.
Áhorfendur: 290.
KFÍ - ÍR 91:84
KR - Þór Þ. 109:88
DHL-höllin, Reykjavík:
Gangur leiksins: 0:6, 3:9, 9:9, 15:11, 15:15,
23:17, 26:19, 32:24, 32:29, 41:29, 43:37, 48:43,
48:45, 58:47, 62:47, 68:51, 76:56, 81:57, 86:60,
88:63, 95:65, 100:69, 100:78, 107:84, 109:88.
Stig KR: Chris Woods 29, Ólafur Már Æg-
isson 16, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 13,
Steinar Kaldal 11, Skarphéðinn Ingason 10,
Jóel Sæmundsson 9, Magnús Helgason 7,
Steinar P. Magnússon 5, Jesper Sörensen 5,
Hjalti Kristinsson 4.
Fráköst: 29 í vörn - 16 í sókn.
Stig Þórs: Leon Brisport 29, Svavar Birg-
isson 21, Raymond Robins 13, Rúnar Pálm-
arsson 12, Gunnlaugur Erlendsson 11,
Grétar I. Erlendsson 2.
Fráköst: 22 í vörn - 20 í sókn.
Villur: KR 20 - Þór Þ. 24.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Björgvin
Rúnarsson.
Áhorfendur: Um 145.
Snæfell - Breiðablik 80:77
Stykkishólmur:
Gangur leiksins: 4:5, 8:12, 12:19, 14:25,
16:29, 18:33, 24:35, 27:40, 31:43, 35:44, 43:47,
43:56, 49:57, 52:57, 54:58, 56:62, 64:64, 68:68,
73:72, 75:74, 78:77, 80:77.
Stig Snæfells: Corey Dickerson 27, Dond-
rell Whitmore 18, Hlynur Bæringsson 16,
Sigurður Þorvaldsson 12, Hafþór I. Gunn-
arsson 6, Lýður Vignisson 1.
Fráköst: 19 í vörn - 15 í sókn.
Stig Breiðabliks: Mirko Virijevic 23, Ce-
drick Holmes 22, Pálmi F. Sigurgeirsson
14, Loftur Þ. Einarsson 10, Jónas P. Ólafs-
son 6, Þórarinn Ö. Andrésson 2.
Fráköst: 25 í vörn - 7 í sókn.
Villur: Snæfell 9 - Breiðablik 19.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Einar Þór
Skarphéðinsson, dæmdu með miklum
ágætum.
Áhorfendur: 193.
Staðan:
Grindavík 7 7 0 614:566 14
Njarðvík 8 6 2 735:675 12
Snæfell 8 6 2 664:608 12
Keflavík 7 5 2 695:605 10
KR 8 5 3 757:698 10
Hamar 8 5 3 652:670 10
Haukar 8 4 4 641:670 8
Tindastóll 8 3 5 761:735 6
KFÍ 8 2 6 742:809 4
Þór Þorl. 8 2 6 729:804 4
Breiðablik 8 1 7 658:721 2
ÍR 8 1 7 661:748 2
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Philadelphia - Detroit............................ 90:86
Orlando - Boston.................................... 92:94
Atlanta - Toronto ................................... 97:99
Eftir framlengingu.
New Orleans - Cleveland...................... 82:72
Minnesota - New York.......................... 92:97
San Antonio - Chicago......................... 109:98
Utah - Houston ...................................... 83:76
Phoenix - Dallas................................... 121:90
LA Lakers - Washington.................... 120:99
KNATTSPYRNA
UEFA-bikarinn
2. umferð, síðari leikir:
Levski Sofia - Slavia Prag .........................0:0
Levski Sofia áfram, 2:2 samanlagt.
Groclin (Pól) - Manchester City................0:0
Groclin áfram, 1:1 samanlagt.
Debrecen (Ung) - PAOK (Grikk)..............0:0
Debrecen áfram, 1:1 samanlagt.
Dnipro (Úkr) - Dinamo Zagreb ................1:1
Dnipro áfram, 3:1 samanlagt.
Torpedo Moskva - Villarreal .....................1:0
Villarreal áfram, 1:2 samanlagt.
Parma - Salzburg........................................5:0
Parma áfram, 9:0 samanlagt.
Teplice (Tékk) - Feyenoord.......................1:1
Teplice áfram, 3:1 samanlagt.
Bröndby - Schalke......................................2:1
Bröndby áfram, 6:4 samanlagt, eftir víta-
spyrnukeppni.
Lens - Gaziantepspor (Tyrk).....................1:3
Gaziantepspor áfram, 1:6 samanlagt.
Dinamo Búkarest - Spartak Moskva........3:1
Spartak Moskva áfram, 3:4 samanlagt.
Rauða stjarnan - Rosenborg .....................0:1
Rosenborg áfram, 1:0 samanlagt.
Aris (Grikk) - Perugia ................................1:1
Perugiaáfram, 1:3 samanlagt.
Molde - Benfica...........................................0:2
Benfica áfram, 1:5 samanlagt.
Wisla (Pól) - Vålerenga..............................0:0
Vålerenga áfram, 4:3 samanlagt eftir
vítaspyrnukeppni.
Auxerre (Fra) - Utrecht (Hol) ..................4:0
Auxerre áfram, 4:0 samanlagt.
Newcastle - Basel .......................................1:0
Newcastle áfram, 4:2 samanlagt.
Sochaux - Dortmund ..................................4:0
Sochaux áfram, 6:2 samanlagt.
Hajduk Split - Roma ..................................1:1
Roma áfram, 1:2 samanlagt.
Hearts - Bordeaux......................................0:2
Bordeaux áfram, 1:2 samanlagt.
Liverpool - Steaua Búkarest .....................1:0
Liverpool áfram, 2:1 samanlagt.
Mallorca - FC Köbenhavn .........................1:1
Mallorca áfram, 3:2 samanlagt.
Barcelona - Panionios (Grikk)...................2:0
Barcelona áfram, 5:0 samanlagt.
Sporting Lissab. - Genclerbirligi (Tyr)....0:3
Genclerbirligi áfram, 1:4 samanlagt.
Maccabi Haifa (Ísr) - Valencia ...........frestað
Leikið 11. desember.
BORÐTENNIS
1. deild karla
Víkingur B - Víkingur A............................ 6:4
Víkingur C - Víkingur D ........................... 6:1
KR - Víkingur E ........................................ 6:0
Eftir 4 umferðir er Víkingur B með 8 stig,
Víkingur A með 6, KR með 5 og Víkingur C
5 stig.
BLAK
Bikarkeppni kvenna:
Fylkir - HK .................................................1:3
(23:25, 25:21, 16:25, 20:25)
Í KVÖLD
ALLS fóru 24 leikir
fram í 2. umferð
UEFA-bikarkeppn-
innar í knattspyrnu í
gær og var íslenski
landsliðsmarkvörð-
urinn Árni Gautur
Arason í eldlínunni
með liði sínu Rosen-
borg í Belgrad gegn
Rauðu Stjörnunni.
Árni Gautur stóð í
markinu þar sem
Espen Johnsen, mark-
vörður norska lands-
liðsins, er meiddur.
Fyrri leik liðanna lauk með marka-
lausu jafntefli í Þrándheimi og mark
Harald Martin Brattbak dugði
norska liðinu að þessu
sinni. Norskir fjöl-
miðlar segja að Árni
Gautur hafi ekki getað
kvatt með eft-
irminnilegri hætti og
er Morgunblaðið náði
tali af honum eftir leik-
inn í Belgrad sagði
Árni Gautur að leik-
urinn hefði verið algjör
draumur fyrir sig. „Ég
er mjög ánægður að
hafa kvatt liðið með
þessum hætti. Það var
mögnuð stemmning á
leiknum, 55 þúsund áhorfendur og
liðið hafði ekki tapað í UEFA-
keppni á heimavelli í síðustu 13
leikjum. Þetta voru sterk úrslit fyrir
okkur. Ég hef átt sex frábær ár í
herbúðum Rosenborg og þessi leik-
ur var kærkomið tækifæri til þess að
kveðja,“ sagði Árni en hann bjarg-
aði með glæsilegum hætti þremur
mínútum fyrir leikslok. „Það kom
fyrirgjöf og skotið kom á markið af
stuttu færi og ég náði að verja. Það
var frekar rólegt í fyrri hálfleik en
ég þurfti að hafa mikið fyrir hlut-
unum í þeim síðari.“ Árni Gautur
varð eftir í Belgrad í gær en hann
hélt til Austurríkis í dag þar sem
hann mun ræða við forráðamenn
Sturm Graz. Åge Hareide sagði í
gær að hann hefði áhuga á að taka
við norska landsliðinu og vill hann
hætta hjá Rosenborg nú þegar.
Árni Gautur kvaddi Rosenborg
með stórleik í Belgrad
Eriksson með England
fram til ársins 2008?
ENSKA knattspyrnusambandið, FA, hefur boðið þjálfara enska
landsliðsins, Sven Göran Eriksson starfssaming til ársins 2008 en
núverandi samningur hans við FA rennur út í lok ársins. Undir
stjórn Svíans tókst enska liðinu að tryggja sér sæti í úrslitakeppni
EM á næsta ári án þess að tapa leik í undankeppninni. „Sven hefur
náð bestum árangri sem landsliðsþjálfari frá því að Sir Alf Ramsey
stjórnaði liðinu,“ segir framkvæmdastjóri enska knattspyrnu-
sambandsins Mark Palios.„Hann hefur átt stóran þátt í því að efla
ímynd enska landsliðsins í Evrópu og um heimsbyggðina. Tilboð
okkar til Sven sýnir að við höfum mikla trú á því starfi sem hann
hefur unnið til þessa og við viljum halda honum í okkar röðum.“
Tindastólsmenn máttu bíta í þaðsúra epli að hafa verið yfir allt
frá fyrstu mínútu og þar til nokkrar
sekúndur lifðu af
leiknum, en þá
sýndu Hamarsmenn
klærnar og með mik-
illi baráttu og mjög
yfirveguðum leik tókst þeim á loka-
sekúndunum að innbyrða sætan sig-
ur.
Þegar í upphafi var ljóst að bæði
lið ætluðu sér sigur, því baráttan var
mikil, en körfuboltinn sem leikinn
var var hinsvegar hvorki góður né
skemmtilegur.
Mikið var um ónákvæmar send-
ingar beint í hendur andstæðing-
anna, menn hittu illa og hjá báðum
liðum gekk flest á afturfótum.
Heimamenn reyndu að skapa sér
forskot, en jafnharðan náðu gestirn-
ir að svara og hleyptu þannig Tinda-
stólsmönnum aldrei frá sér.
Tindastólsmenn héldu þó frum-
kvæðinu og voru lengstum 5 til 8
stigum á undan Hamarsmönnum, og
náðu mest 13 stiga forskoti í upphafi
fjórða leikhluta 70:57, en þá bitu
gestirnir í skjaldarrendur og mark-
visst söxuðu þeir niður forskot
heimamanna og skoruðu eftir þetta
24 stig á móti 8 stigum Tindastóls.
Þegar 22 sekúndur voru eftir var
staðan 78:77 og Cris Dade lék mjög
vel inn undir körfuna og skoraði af
öryggi, sekúndubrot voru eftir og
brotið var á Svavari Páli Pálssyni
sem fékk tvö vítaskot og skoraði úr
báðum og Hamarssigur var í höfn.
Hvorki heimamenn né gestirnir
léku góðan körfubolta í þessum leik
og raunar má segja að áhorfendur á
Sauðárkróki hafi hér séð einn léleg-
asta leik sinna manna í vetur. Axel,
Kristinn og Friðrik náðu aldrei að
sýna sitt rétta andli, Helgi Rafn
barðist nokkuð vel en það voru út-
lendingarnir Cook og Boyd sem
héldu liðinu á floti, og Parks átti
góða spretti.
Hjá Hamri voru bestir Lárus
Jónsson sem barðist mjög allan leik-
inn, þá var Cris Dade atkvæðamikill
og Nelson illviðráðanlegur í barátt-
unni undir körfunni.
Andri Þór Kristinsson aðstoðar-
þjálfari Hamars var ánægður í leiks-
lok. „Það er alltaf erfitt að koma
beint úr bílnum og fara að spila og
þessvegna vorum við lengi í gang og
náðum ekki að svara pressuvörn
heimamanna í fyrri hálfleik, en þeg-
ar við náðum að spila okkur út úr því
og sáum að við gátum þetta þá náði
vörnin saman og þetta vannst á
vörninni eins og flestir leikir gera.
Við vorum undir allan leikinn, en í
lokin kom svolítið skap í menn og við
vorum ákveðnir að fara með stigin.
Þetta var góður móralskur sigur fyr-
ir okkur, og ég er sko þokkalega
sáttur,“ sagði Andri Þór og hélt til
sinna manna sem létu vel í sér heyra
í klefanum.
Tæpt hjá Snæfelli
Gestirnir úr Kópavogi mættu veleinbeittir til leiks og voru
ákveðnari í öllum sínum aðgerðum
strax frá upphafi.
Það má segja að
Snæfell byrjaði
þennan leik illa eins
og flesta sína leiki.
Það kann aldrei góðri lukku að stýra
að mæta einbeitingarlausir og með
vanmat á andstæðingnum til leiks.
Blikar höfðu yfirhöndina allan fyrri
hálfleikinn, léku agaðan sóknarleik
og sýndu góða baráttu í vörninni og
sáu heimamenn aldrei til sólar fram-
an af. Til marks um baráttuleysið
hjá Snæfellingum voru einungis
dæmdar þrjár villur á allt liðið í hálf-
leiknum. Staðan í hálfleik var 31:43
fyrir gestina.
Bárði Eyþórssyni þjálfara Snæ-
fells tókst að ná upp allnokkurri bar-
áttu í liðið í síðari hálfleik, því tölu-
vert annar bragur var á liðinu strax í
upphafi seinni hálfleiks og náðu þeir
að minnka muninn í fjögur stig um
miðjan fjórðunginn. Breiðablik svar-
aði aftur að bragði og jók muninn í
þrettán stig. Þegar rúmar þrjár mín-
útur voru liðnar af fjórða leikhluta
náðu heimamenn loks að jafna leik-
inn 62:62. Eftir það var nánast jafnt
á öllum tölum, þó voru gestirnir yf-
irleitt fyrri til að skora. Þegar tvær
mínútur lifðu af leik þá komst Snæ-
fell yfir í leiknum 73:72, í fyrsta
skipti frá því á fyrstu mínútunum. 10
sekúndur eftir og Snæfell í sókn,
með eins stigs forskot, Hlynur Bær-
ings tekur skot sem Cedrick Holmes
ver og Blikar geysast í sóknina og
freistast til að komast yfir. 5 sek-
úndur eftir og Corey Dickerson stel-
ur boltanum og skorar síðustu stig
leiksins. Tryggði þar með endanlega
mikilvægan sigur Snæfells sem lék
vægast sagt afar illa lengi framan af
í leiknum. Það er þó styrkur liðsins
að vinna sigur og vera ekki að leika
sinn besta leik. Breiðablik lék allvel í
leiknum þó að það hafi ekki dugað til
sigurs í þessum leik.
Í liði heimamanna léku allir undir
sinni getu að mestu. Corey Dicker-
son kom reyndar með mjög góðan
leik í fjórða leikhluta. Hlynur Bær-
ingsson hefur oft leikið betur bæði í
vörn og sókn. Sigurður Þorvaldsson
kom með ágætan kafla í síðari hálf-
leik. Dondrell Whitmore var með
góða spretti, en á að geta miklu
meira. Hafþór I. Gunnarsson kom
með góða snerpu í liðið þegar hann
var inná. Lýður Vignisson fann sig
engan veginn í þessum leik.
Hjá Breiðabliki átti Mirko Virij-
evic fínan leik, tók alls sextán frá-
köst og skoraði 23 stig, vaxandi leik-
maður þarna á ferð. Pálmi F.
Sigurgeirsson stjórnar leik liðsins af
mikilli festu, er öflugur í vörninni og
ógnandi í sókninni, leikmaður sem
liðið gæti ekki verið án. Cedrick Hol-
mes reyndist drjúgur, sérstaklega
þegar leið á leikinn. Loftur Þ. Ein-
arsson mikill baráttumaður sem
aldrei gefst upp og er liðinu mik-
ilvægur.
KFÍ vann botnslaginn
Á Ísafirði áttust við KFÍ og ÍR í
sannkölluðum botnslag þar sem
bæði lið höfðu aðeins unnið einn leik
það sem af er vetri í Intersportdeild-
inni. Heimamenn fögnuðu sigri
91:84.
KFÍ er með 4 stig en ÍR er með 2
stig líkt og Breiðablik.
Hamarsmenn hirtu
stigin á Króknum
HAMAR úr Hveragerði gerði góða ferð á Sauðárkrók í gær er liðið
lagði Tindastól í Intersportdeild karla í körfuknattleik, 78:81, en
heimamenn voru yfir allt þar til á lokamínútum leiksins. Snæfell
sigraði Breiðablik úr Kópavogi með 80 stigum gegn 77 en sigur
þeirra stóð tæpt. KFÍ hafði betur í botnslagnum gegn ÍR, 91:84.
Björn
Björnsson
skrifar
Ríkharður
Hrafnkelsson
skrifar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta
keppni í 200 m hlaupi innanhúss
á heimsmeistaramótum og verð-
ur greinin í síðasta sinn á dag-
skrá á HM í Búdapest í mars á
næsta ári. Þetta var ákveðið á
fundi tækninefndar Alþjóða
frjálsíþróttasambandsins, IAAF,
í Berlín um síðustu helgi.
Ástæðan fyrir því að 200
metra hlaupið verður strikað út
er sú að keppendur á fimmtu og
sjöttu braut eru nær undantekn-
ingarlaust fyrstir í mark, en það
kemur fram í ítarlegum rann-
sóknum sem IAAF hefur staðið
fyrir. Þar með er ljóst að kepp-
endur í þessari grein sitja ekki
við sama borð og því sé réttast
að hætta keppni í þessari grein.
Ekki er ljóst hvort Frjáls-
íþróttasamband Evrópu, EAA,
ætlar að fylgja í fótspor IAAF
og strika 200 m hlaupið út af
dagskrá Evrópumeistaramót-
anna innanhúss.
Hætt að keppa í 200 m
hlaupi innanhúss