Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 55
FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands
hefur gefið út þrjú ný jóla- og tæki-
færiskort með ljósmyndum eftir
Daníel Bergmann og Jóhann Óla
Hilmarsson og eru þeir félagar í
Fuglaverndarfélaginu.
Myndirnar eru af erni, og er það
kort gefið út í tilefni af 40 ára af-
mæli félagsins, glókolli í grenitré og
hrafni í skafrenningi. Kortin eru
12x17 cm að stærð og prentuð hjá
Grafík/Gutenberg. Hægt er að
skoða kortin og eldri kort á heima-
síðunni fuglavernd.is.
Kortin má panta hjá félaginu með
tölvupósti: fuglavernd@fuglavernd-
.is, á heimasíðu félagsins:
www.fuglavernd.is eða senda pönt-
un í pósthólf 5069, 125 Reykjavík.
Kortin eru einnig til sölu í afgreiðslu
Náttúrufræðistofnunar við Hlemm,
þriðju hæð til vinstri. Kortin kosta
kr. 200 með umslagi, ef keypt eru
fleiri en 20 kosta þau 150 krónur.
Jólakort Fugla-
verndarfélagsins
Áfengisneysla aukist um 48%
Vegna fréttar í blaðinu á miðviku-
dag um neyslu áfengis er rétt að taka
fram að síðastliðin 15 ár hefur neysl-
an, mæld í hreinum alkóhóllítrum á
mann, aukist um 48%. Árið 1998
drakk hver Íslendingur 3,39 lítra af
hreinum vínanda að meðaltali en í
fyrra var neyslan 5,02 lítrar á mann.
Mælt í seldum lítrum (allar tegundir
áfengis) er rétt að neyslan hafi fimm-
faldast, árið 1988 var hún 12,91 lítri á
hvert mannsbarn en í fyrra var hún
64,8 lítrar.
Hæfileikakeppni Skrekks
Rangt var farið með nafn eins
keppanda í Laugalækjarskóla í hæfi-
leikakeppni Skrekks, í blaðinu sl.
miðvikudag. Rétt er nafnið Nancy
Pantazis. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
6,95% en ekki 5%
Í aðsendri grein eftir Magnús Ein-
arsson sem birtist í blaðinu í gær
stóð að Dagskrá vikunnar hefði 5%
meiri meðallesningu en Birta, fylgi-
rit Fréttablaðsins. Hið rétta er að
hún hefur 6,95% meiri meðallesn-
ingu en Birta.
LEIÐRÉTT
MATARAÐSTOÐ Hjálparstarfs
kirkjunnar í desember er hafin. Tekið
er við umsóknum á skrifstofu Hjálp-
arstarfsins á Vatnsstíg 3, í Reykjavík,
alla mánudaga og þriðjudaga til jóla,
kl. 11–12 og 13–16. Úthlutað er á
fimmtudögum og föstudögum, til
þeirra sem sótt hafa um, kl. 10–12 og
13–16. Aðstoðin felst í heimilismat og
getur hver fjölskylda fengið aðstoð
einu sinni í desember. Matarpakkar
eru sendir til umsækjenda af lands-
byggðinni í samvinnu við presta á
hverjum stað en Hjálparstarf kirkj-
unnar sinnir öllu landinu.
Í ár hefur í fyrsta sinn tekist sam-
starf við Mæðrastyrksnefnd Reykja-
víkur auk hefðbundins samstarfs við
Reykjavíkurdeild Rauða krossins og
Öryrkjabandalagið. Felst það í því að
Mæðrastyrksnefnd mun sem fyrr
einkum aðstoða einstæðar mæður í
Reykjavík en Hjálparstarfið veitir
öðrum aðstoð hvaðan sem er af land-
inu. Hjálparstarf kirkjunnar og
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
stefna að auknu samstarfi um málefni
einstaklinga á nýju ári og að sameig-
inlegri úthlutun í desember 2004, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Hjálparstarf
kirkjunnar
Matarað-
stoð hafin
DOKTORSVÖRN fer fram við
læknadeild Háskóla Íslands laug-
ardaginn 29. nóvember kl. 13.30. Þá
ver Jóhann Elí
Guðjónsson
læknir dokt-
orsritgerð sína
Psoriasis: Erfðir,
klínísk einkenni
og meingerð.
Andmælendur
eru Vilmundur
Guðnason, for-
stöðulæknir
Rannsóknastöðvar Hjartaverndar,
og Lionel Fry prófessor, Imperial
College, London. Stefán B. Sigurðs-
son, forseti læknadeildar, stjórnar
athöfninni sem fer fram í sal 101,
Lögbergi.
Doktorsritgerðin er að miklu leyti
byggð á niðurstöðum rannsókn-
arsamvinnu sem hefur verið á milli
Íslenskrar erfðagreininar og Helga
Valdimarssonar prófessors, á erfð-
um psoriasis.
Psoriasis er krónískur bólgu-
sjúkdómur í húð en hluti psoriasis-
sjúklinga fær einnig bólgusjúkdóm í
liði. Orsakir sjúkdómsins eru enn að
mestu óþekktar, en ljóst er að um
samspil erfða- og umhverfisþátta er
að ræða. Ritgerðin byggist á sex
greinum sem fjalla um genaleit í
sjúkdómnum, klínísk einkenni sjúk-
dómsins í tengslum við erfðamörk
og umhverfisþætti í psoriasis.
Í doktorsnefnd sátu Bárður Sig-
urgeirsson húðlæknir, Björn Rúnar
Lúðvíksson læknir, dósent, sérfræð-
ingur í ónæmisfræði, prófessor
Helgi Valdimarsson forstöðulæknir,
Jeffrey R. Gulcher læknir, fram-
kvæmdastjóri rannsókna- og þróun-
arsviðs Íslenskrar erfðagreiningar,
og Augustine Kong, framkvæmda-
stjóri tölfræðisviðs Íslenskrar erfða-
greiningar. Allir velkomnir.
Doktors-
vörn í lækn-
isfræði
Málþing um þjónustu við fötluð
börn og fjölskyldur þeirra verð-
ur í dag, föstudaginn 28. nóv-
ember, kl. 9–16, á Grand hóteli.
Greiningar- og ráðgjafarstöð rík-
isins og félagsmálaráðuneytið
standa að málþinginu og er hluti
af dagskrá sem skipulögð er í til-
efni af Evrópuári fatlaðra 2003.
Ávarp flytur Árni Magnússon fé-
lagsmálaráðherra og erindi halda:
Sigrún Júlíusdóttir prófessor, Sól-
veig Guðlaugsdóttir geðhjúkr-
unarfræðingur, Hanna Björg Sig-
urjónsdóttir háskólakennari, Dögg
Pálsdóttir lögmaður o.fl. Fund-
arstjóri er Drífa Hjartardóttir al-
þingismaður.
Í DAG
Basar KFUK verður laugardag-
inn 29. nóvember kl. 14. í húsi
KFUM og KFUK við Holtaveg. Á
boðstólum verða margir munir,
auk jólaskreytinga. Einnig verða
seldar kökur, tertur og smákökur
og hægt verður að kaupa sér kaffi
og vöfflur á staðnum. Hópur fé-
lagskvenna hefur hist reglulega
um nokkurt skeið til að útbúa
muni sem þær leggja fram sem
gjafir á basarinn, en hann er ein
aðalfjáröflun félagsins. Ágóðinn
rennur til reksturs barna- og
æskulýðsstarfs KFUM og KFUK í
Reykjavík og nágrannasveit-
arfélögunum.
Jólamarkaður í Bjarkarási verð-
ur á morgun, laugardaginn 29.
nóvember kl. 13–16, í Stjörnugróf
9. Til sölu verða listmuni úr
Smiðjunni. Einnig verða léttar
veitingar á boðstólnum gegn vægu
verði.
Styrktarfélag vangefinna rekur
hæfingarstöðina Bjarkarás fyrir
fullorðið fólk með fötlun. Þar fer
fram þjálfun fyrir ýmis störf á
vernduðum vinnustöðum, í Smiðj-
unni eru skapaðir listmunir, m.a.
úr leir og tré og í gróðurhúsinu er
framleitt lífrænt ræktað grænmeti
yfir sumartímann.
Aðalfundur Hins íslenska bók-
menntafélags verður haldinn á
morgun, laugardaginn 29. nóv-
ember í bókasal Þjóðmenning-
arhússins við Hverfisgötu kl.
13.30. Að loknum aðalfund-
arstörfum flytur Halldór Guð-
mundsson bókmenntafræðingur
erindi sem hann nefnir „Sagan um
pelsinn“. Fyrirspurnir og umræð-
ur að erindinu loknu.
Gönguferð SJÁ Sjálfboðaliða-
samtök um náttúruvernd (SJÁ)
efna til göngu á morgun, laug-
ardaginn 29. nóvember. Lagt
verður af stað kl. 11 frá stræt-
isvagnaskýlinu í Mjódd og reikna
má með að gangan taki 3–4 tíma.
Félagsvist og dansleikur SÁÁ
verður á morgun, laugardaginn 29.
desember í sal IOGT, Stangarhyl
4 íReykjavík. Félagsvistin hefst
kl. 20 og dansleikur kl. 22.30. Sig-
hvatur Sveinsson leikur fyrir
dansi. Aðgangseyrir er 700 kr.
Dansleikur hjá Harmonikufélagi
Reykjavíkur Um þessar mundir á
Harmonikufélag Reykjavíkur 5
ára starfsafmæli á vettvangi dans-
leikjahalds í Ásgarði, Glæsibæ við
Álfheima í Reykjavík. Í tilefni
þess heldur félagið afmælisball í
Ásgarði á morgun, laugardaginn
29. nóvember kl. 22.
Ljós verða tendruð á Hamborg-
artrénu á morgun, laugardaginn
29. nóvember kl. 17 á Miðbakka
Reykjavíkurhafnar. Gefandi trés-
ins er Hamborgarhöfn. Sorgenfrei,
forstjóri hafnarinnar í Hamborg,
afhendir forsvarsmönnum Reykja-
víkurhafnar tréð á laugardaginn. Í
ár eru 38 ár liðin frá því að fyrsta
tréð barst til landsins. Árleg af-
hending trésins er þakklæt-
isvottur til íslenskra sjómanna
fyrir matargjafir til barna í Ham-
borg sem þeir af myndarskap
færðu stríðshrjáðum börnum eftir
síðari heimsstyrjöldina.
Við afhendinguna syngur barna-
kór Dómkirkjunnar jólalög undir
stjórn Kristínar Valsdóttur.
Frjálshyggjufélagið verður með
opið hús á morgun, laugardaginn
29. nóvember, kl. 20 á Café Rom-
ance í Lækjargötu. M.a. verður
starf félagsins kynnt. Allir vel-
komnir.
Skrifstofa Alþjóðahússins verður
opin virka daga kl. 9 til 17 frá og með
1. desember n.k. Tekið er við túlka-
pöntunum á vefsíðu Alþjóðahússins
www.ahus.is.
Námskeið um áhrif og sannfær-
ingarkraft verður haldið hjá IMG
Deloitte 3. desember kl. 9-13. M.a.
verður fjallað um hvað hægt er að
gera til að hafa áhrif á aðra og
hvernig má nota áhrifamátt og sann-
færingarkraft á jákvæðan hátt.
Þátttakendur læra færni í sam-
skiptum og viðtalstækni og að
greina aðstæður. Leiðbeinandi er
Gunnar Haugen, M.A. atferlisfræð-
ingur. Skráning á www.img.is.
Á NÆSTUNNI
Heimilisfólkið á Grund verður
með basar á morgun laugardaginn
29. nóv kl 13–17 og mánudaginn 1.
des kl 13–16. Það er afrakstur
undanfarandi mánaða sem er til
sölu. Meðal annars eru íþróttapúð-
arnir þ.e. félagsmerki íþróttafélag-
anna sem eru saumuð í grófan
stramma. Það eru karlar – heim-
ilismenn á Grund sem sitja við að
sauma þessa púða
Mikið er líka af fallegri prjóna-
vöru, sokkum, vettlingum, dúkku-
fötum og ýmiss konar föndri og
jólavöru.
Basarinn er í nýuppgerðri handa-
vinnustofu í austurhúsi Grundar
við Hringbraut 50 í Reykjavík.
Boðið verður upp á kaffi.
Á MORGUN
ATVINNA mbl.is