Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 55 FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands hefur gefið út þrjú ný jóla- og tæki- færiskort með ljósmyndum eftir Daníel Bergmann og Jóhann Óla Hilmarsson og eru þeir félagar í Fuglaverndarfélaginu. Myndirnar eru af erni, og er það kort gefið út í tilefni af 40 ára af- mæli félagsins, glókolli í grenitré og hrafni í skafrenningi. Kortin eru 12x17 cm að stærð og prentuð hjá Grafík/Gutenberg. Hægt er að skoða kortin og eldri kort á heima- síðunni fuglavernd.is. Kortin má panta hjá félaginu með tölvupósti: fuglavernd@fuglavernd- .is, á heimasíðu félagsins: www.fuglavernd.is eða senda pönt- un í pósthólf 5069, 125 Reykjavík. Kortin eru einnig til sölu í afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar við Hlemm, þriðju hæð til vinstri. Kortin kosta kr. 200 með umslagi, ef keypt eru fleiri en 20 kosta þau 150 krónur. Jólakort Fugla- verndarfélagsins Áfengisneysla aukist um 48% Vegna fréttar í blaðinu á miðviku- dag um neyslu áfengis er rétt að taka fram að síðastliðin 15 ár hefur neysl- an, mæld í hreinum alkóhóllítrum á mann, aukist um 48%. Árið 1998 drakk hver Íslendingur 3,39 lítra af hreinum vínanda að meðaltali en í fyrra var neyslan 5,02 lítrar á mann. Mælt í seldum lítrum (allar tegundir áfengis) er rétt að neyslan hafi fimm- faldast, árið 1988 var hún 12,91 lítri á hvert mannsbarn en í fyrra var hún 64,8 lítrar. Hæfileikakeppni Skrekks Rangt var farið með nafn eins keppanda í Laugalækjarskóla í hæfi- leikakeppni Skrekks, í blaðinu sl. miðvikudag. Rétt er nafnið Nancy Pantazis. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 6,95% en ekki 5% Í aðsendri grein eftir Magnús Ein- arsson sem birtist í blaðinu í gær stóð að Dagskrá vikunnar hefði 5% meiri meðallesningu en Birta, fylgi- rit Fréttablaðsins. Hið rétta er að hún hefur 6,95% meiri meðallesn- ingu en Birta. LEIÐRÉTT MATARAÐSTOÐ Hjálparstarfs kirkjunnar í desember er hafin. Tekið er við umsóknum á skrifstofu Hjálp- arstarfsins á Vatnsstíg 3, í Reykjavík, alla mánudaga og þriðjudaga til jóla, kl. 11–12 og 13–16. Úthlutað er á fimmtudögum og föstudögum, til þeirra sem sótt hafa um, kl. 10–12 og 13–16. Aðstoðin felst í heimilismat og getur hver fjölskylda fengið aðstoð einu sinni í desember. Matarpakkar eru sendir til umsækjenda af lands- byggðinni í samvinnu við presta á hverjum stað en Hjálparstarf kirkj- unnar sinnir öllu landinu. Í ár hefur í fyrsta sinn tekist sam- starf við Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur auk hefðbundins samstarfs við Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Öryrkjabandalagið. Felst það í því að Mæðrastyrksnefnd mun sem fyrr einkum aðstoða einstæðar mæður í Reykjavík en Hjálparstarfið veitir öðrum aðstoð hvaðan sem er af land- inu. Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur stefna að auknu samstarfi um málefni einstaklinga á nýju ári og að sameig- inlegri úthlutun í desember 2004, seg- ir í fréttatilkynningu. Hjálparstarf kirkjunnar Matarað- stoð hafin DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla Íslands laug- ardaginn 29. nóvember kl. 13.30. Þá ver Jóhann Elí Guðjónsson læknir dokt- orsritgerð sína Psoriasis: Erfðir, klínísk einkenni og meingerð. Andmælendur eru Vilmundur Guðnason, for- stöðulæknir Rannsóknastöðvar Hjartaverndar, og Lionel Fry prófessor, Imperial College, London. Stefán B. Sigurðs- son, forseti læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í sal 101, Lögbergi. Doktorsritgerðin er að miklu leyti byggð á niðurstöðum rannsókn- arsamvinnu sem hefur verið á milli Íslenskrar erfðagreininar og Helga Valdimarssonar prófessors, á erfð- um psoriasis. Psoriasis er krónískur bólgu- sjúkdómur í húð en hluti psoriasis- sjúklinga fær einnig bólgusjúkdóm í liði. Orsakir sjúkdómsins eru enn að mestu óþekktar, en ljóst er að um samspil erfða- og umhverfisþátta er að ræða. Ritgerðin byggist á sex greinum sem fjalla um genaleit í sjúkdómnum, klínísk einkenni sjúk- dómsins í tengslum við erfðamörk og umhverfisþætti í psoriasis. Í doktorsnefnd sátu Bárður Sig- urgeirsson húðlæknir, Björn Rúnar Lúðvíksson læknir, dósent, sérfræð- ingur í ónæmisfræði, prófessor Helgi Valdimarsson forstöðulæknir, Jeffrey R. Gulcher læknir, fram- kvæmdastjóri rannsókna- og þróun- arsviðs Íslenskrar erfðagreiningar, og Augustine Kong, framkvæmda- stjóri tölfræðisviðs Íslenskrar erfða- greiningar. Allir velkomnir. Doktors- vörn í lækn- isfræði Málþing um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra verð- ur í dag, föstudaginn 28. nóv- ember, kl. 9–16, á Grand hóteli. Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins og félagsmálaráðuneytið standa að málþinginu og er hluti af dagskrá sem skipulögð er í til- efni af Evrópuári fatlaðra 2003. Ávarp flytur Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra og erindi halda: Sigrún Júlíusdóttir prófessor, Sól- veig Guðlaugsdóttir geðhjúkr- unarfræðingur, Hanna Björg Sig- urjónsdóttir háskólakennari, Dögg Pálsdóttir lögmaður o.fl. Fund- arstjóri er Drífa Hjartardóttir al- þingismaður. Í DAG Basar KFUK verður laugardag- inn 29. nóvember kl. 14. í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Á boðstólum verða margir munir, auk jólaskreytinga. Einnig verða seldar kökur, tertur og smákökur og hægt verður að kaupa sér kaffi og vöfflur á staðnum. Hópur fé- lagskvenna hefur hist reglulega um nokkurt skeið til að útbúa muni sem þær leggja fram sem gjafir á basarinn, en hann er ein aðalfjáröflun félagsins. Ágóðinn rennur til reksturs barna- og æskulýðsstarfs KFUM og KFUK í Reykjavík og nágrannasveit- arfélögunum. Jólamarkaður í Bjarkarási verð- ur á morgun, laugardaginn 29. nóvember kl. 13–16, í Stjörnugróf 9. Til sölu verða listmuni úr Smiðjunni. Einnig verða léttar veitingar á boðstólnum gegn vægu verði. Styrktarfélag vangefinna rekur hæfingarstöðina Bjarkarás fyrir fullorðið fólk með fötlun. Þar fer fram þjálfun fyrir ýmis störf á vernduðum vinnustöðum, í Smiðj- unni eru skapaðir listmunir, m.a. úr leir og tré og í gróðurhúsinu er framleitt lífrænt ræktað grænmeti yfir sumartímann. Aðalfundur Hins íslenska bók- menntafélags verður haldinn á morgun, laugardaginn 29. nóv- ember í bókasal Þjóðmenning- arhússins við Hverfisgötu kl. 13.30. Að loknum aðalfund- arstörfum flytur Halldór Guð- mundsson bókmenntafræðingur erindi sem hann nefnir „Sagan um pelsinn“. Fyrirspurnir og umræð- ur að erindinu loknu. Gönguferð SJÁ Sjálfboðaliða- samtök um náttúruvernd (SJÁ) efna til göngu á morgun, laug- ardaginn 29. nóvember. Lagt verður af stað kl. 11 frá stræt- isvagnaskýlinu í Mjódd og reikna má með að gangan taki 3–4 tíma. Félagsvist og dansleikur SÁÁ verður á morgun, laugardaginn 29. desember í sal IOGT, Stangarhyl 4 íReykjavík. Félagsvistin hefst kl. 20 og dansleikur kl. 22.30. Sig- hvatur Sveinsson leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir er 700 kr. Dansleikur hjá Harmonikufélagi Reykjavíkur Um þessar mundir á Harmonikufélag Reykjavíkur 5 ára starfsafmæli á vettvangi dans- leikjahalds í Ásgarði, Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík. Í tilefni þess heldur félagið afmælisball í Ásgarði á morgun, laugardaginn 29. nóvember kl. 22. Ljós verða tendruð á Hamborg- artrénu á morgun, laugardaginn 29. nóvember kl. 17 á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Gefandi trés- ins er Hamborgarhöfn. Sorgenfrei, forstjóri hafnarinnar í Hamborg, afhendir forsvarsmönnum Reykja- víkurhafnar tréð á laugardaginn. Í ár eru 38 ár liðin frá því að fyrsta tréð barst til landsins. Árleg af- hending trésins er þakklæt- isvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir til barna í Ham- borg sem þeir af myndarskap færðu stríðshrjáðum börnum eftir síðari heimsstyrjöldina. Við afhendinguna syngur barna- kór Dómkirkjunnar jólalög undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Frjálshyggjufélagið verður með opið hús á morgun, laugardaginn 29. nóvember, kl. 20 á Café Rom- ance í Lækjargötu. M.a. verður starf félagsins kynnt. Allir vel- komnir. Skrifstofa Alþjóðahússins verður opin virka daga kl. 9 til 17 frá og með 1. desember n.k. Tekið er við túlka- pöntunum á vefsíðu Alþjóðahússins www.ahus.is. Námskeið um áhrif og sannfær- ingarkraft verður haldið hjá IMG Deloitte 3. desember kl. 9-13. M.a. verður fjallað um hvað hægt er að gera til að hafa áhrif á aðra og hvernig má nota áhrifamátt og sann- færingarkraft á jákvæðan hátt. Þátttakendur læra færni í sam- skiptum og viðtalstækni og að greina aðstæður. Leiðbeinandi er Gunnar Haugen, M.A. atferlisfræð- ingur. Skráning á www.img.is. Á NÆSTUNNI Heimilisfólkið á Grund verður með basar á morgun laugardaginn 29. nóv kl 13–17 og mánudaginn 1. des kl 13–16. Það er afrakstur undanfarandi mánaða sem er til sölu. Meðal annars eru íþróttapúð- arnir þ.e. félagsmerki íþróttafélag- anna sem eru saumuð í grófan stramma. Það eru karlar – heim- ilismenn á Grund sem sitja við að sauma þessa púða Mikið er líka af fallegri prjóna- vöru, sokkum, vettlingum, dúkku- fötum og ýmiss konar föndri og jólavöru. Basarinn er í nýuppgerðri handa- vinnustofu í austurhúsi Grundar við Hringbraut 50 í Reykjavík. Boðið verður upp á kaffi. Á MORGUN ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.