Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 65
BÓFABÆLI Mikka er ekki ný teiknimynd sem slík heldur ný um- gjörð í kringum safn af þessum gömlu og góðu stuttu teiknimynd- um með Mikka, Andrési, Guffa og félögum. Þessi umgjörð á rætur sínar að rekja til sjónvarpsþátta sem gengið hafa vestra um nokkurt skeið þar sem Mikki er gestgjaf- inn á skemmtistað þar sem allir gömlu kunningj- arnir vinna. Í hverjum þætti mæta svo nýir og nýir gestir og svæðið í samræmi við það þema sem ríkir hverju sinni. Hér er það hrekkjavakan sem ræður ríkjum og því samanstendur gestalistinn af öllum helstu bófum Disney-mynd- anna fyrr og síðar. Ágætishugmynd sem fellur vel í kramið hjá þeim yngri enda þekkja þau allar persónurnar með tölu og hafa á þeim sterkar skoðanir. Skemmtilegastar eru þó gömlu teiknimyndirnar og það eru þær sem gefa þessari útgáfu gildi fyrst og fremst. Talsetning er til stakrar fyrir- myndar eins og endranær. Bófabæli Mikka Mickey’s House of Villains Teiknimynd Bandaríkin 2002. Sammyndbönd VHS/ DVD. (70 mín.) Öllum leyfð. Talsett. Myndbönd Árshátíð Disney- bófanna FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 65 Skarphéðinn Guðmundsson Konungur veginn To Kill A King Sögulegt drama Bretland 2003. Skífan VHS/DVD. (110 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn Mike Barker. Aðalhlutverk Tim Roth, Dougray Scott, Olivia Williams, Rupert Everett. KVIKMYNDIR byggðar á sögu- legum viðburðum skiptast gjarnan í tvo flokka; þær sem gerðar eru með það eitt í huga að gera framvinduna aðgengilega fyrir nútímaáhorfendur og hinar sem gerðar eru með það eitt að markmiði að gera merkisviðburði sögunnar ljóslifandi og í sem sann- astri mynd. Konungur veg- inn sem fjallar um byltingu Olivers Cromwells í Eng- landi og aðdrag- andann að aftöku Karls I konungs árið 1649 fellur í síðari flokkinn. Hún er hreint ekk- ert léttmeti og alls ekki fyrir þá sem skortir þolinmæði þegar mannkyns- sagan er annarsvegar. Þar að auki er hún eitt af þessum fátíðu kvik- myndaverkum þar sem reynt er að draga fram ný sannindi í krafti þessa sterka miðils. Reynt að koma á fram- færi nýrri söguskýringu, vissulega djarfri, hugsanlega hæpinni en samt mjög áhugaverðri sem slíkri. Mynd- in gengur nefnilega að mestu út á samskipti Cromwells og nánasta samstarfsmanns hans Sir Thomas Fairfax, yfirmanns hers hins lýðræð- issinnaða arms þingsins. Eins og gjarnan þegar sögulegir viðburðir eru færðir í dramatískan leikbúning stjórnast örlagavaldarnir af per- sónulegum hvötum, fremur en ytri aðstæðum og þannig er gefið í skyn að þessir tveir miklu samherjar hafi átt í ólgandi stríði sín á milli, þar sem lafði Anna, eiginkona Fairfax, lék stórt hlutverk. Má jafnvel greina mjög ákveðnar vísanir til þess að drifkraftur Cromwells – túlkaður sem áköf tilfinningavera af Tim Roth hafi verið heiftúðug afbrýðisemi, í garð þeirra hjóna, en vísvitandi gert óljóst til hvors þeirra hugur hans leitaði. Á heildina litið er hér á ferð vel leikin og fróðleg tilraun, einkum fyr- ir þá sem gaman hafa af sagnfræði og eru tilbúnir að sætta sig við hæfi- legt skáldaleyfi. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Kenndir Cromwells Friðrik Karlsson heldur útgáfutónleika/fyrirlestur þann 30. nóvember frá kl 17-19 í tilefni af nýútkominni geislaplötu FULLKOMIN KYRRÐ í Saga Heilsa & Spa heilsumiðstöð Nýbýlavegi 24. Friðrik mun kynna plötuna og ýmsar aðferðir í sambandi við slökun, hugleiðlu og sjálfshjálparfræði (NLP). Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar. Nýbýlavegi 24 • 200 Kópavogi sími 511-2111 Fjölmennum á fjörugan dansleik Harmonikufélags Reykjavíkur í Ásgarði, Glæsibæ, annað kvöld frá kl. 22:00. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.200. HARMONIKUBALL Í ÁSGARÐI Harmonikufélag Reykjavíkur Eyjólfur Kristjánsson & ÍSLANDS EINA VON leikur á dúndurdansleik í kvöld Leikhúsgestir 15% afsláttur, munið spennandi matseðil Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.