Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Diðrik Jónssonfæddist á Hamri í Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu 3. maí 1914. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt 18. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar Diðriks voru Jón Diðriksson, f. í Gras- húsum á Álftanesi 5. júlí 1875, d. 30. des- ember 1954 og Guð- rún Guðnadóttir, f. á Sarpi í Skorradal 8. apríl 1881, d. 25. febr- úar 1959. Diðrik var sjötti í röð 13 systkina, en af þeim komust 12 upp. Systkini hans voru Guðni, Margrét, Ásgeir, Guð- mundur, Jóhanna, Ásgrímur, Soffíu, Halldóra, Helgi, Ásta, Eð- varð og Lilja. Eftirlifandi eru þau Jóhanna, Ásgrímur, Soffía, Ásta og Lilja. Diðrik fluttist 9 ára með fjöl- skyldu sinni frá Akranesi til Bjarnastaða á Álftanesi í Bessa- staðahreppi, þar sem fjölskyldan var með búskap og réri til fiskjar. Hann fluttist árið 1943 á Lindar- götu 44 í Reykjavík og á Kirkju- teig 11 flutti hann 18. júní 1947, þar sem hann hélt heimili með Guðna bróður sínum og fjölskyldu hans. Á Kirkjuteig bjó hann til 1996, þegar hann fluttist í þjónustuíbúð að Dal- braut 27. Diðrik gekk í barnaskóla Bessa- staðahrepps að Bjarnastöðum á Álftanesi og naut þar kennslu Klemensar Jónssonar sem hann bjó að alla tíð. Hann fór til sjós um 14 ára gamall, í fyrstu á bát- um Ólafs í Gestshús- um og annarra. Hann var til sjós á síðutogaranum Tryggva gamla, með Snæbirni Ólafssyni sem skipstjóra. Hann sigldi öll stríðsárin til Englands með fisk. Eftir stríð var hann á ný- sköpunartogaranum Hvalfelli, fyrst sem háseti og síðar sem neta- maður. Hann smíðaði tvo trillu- báta með Braga bróðursyni sínum, annan í bakgarðinum að Kirkju- teig. Þeir, ásamt Geir Guðjónssyni, gerðu trillurnar út frá Reykjavík í mörg ár. Síðustu starfsárin vann hann í landi, við trésmíðar, einkum með Herði Runólfssyni. Útför Diðriks fer fram frá Laug- arneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er skrítin tilfinning að kveðja hinstu kveðju mann sem hefur verið stór hluti af lífi mínu allt frá fæð- ingu. Í rauninni er maður að að missa hluta af sínu eigin lífi og þarf að byggja upp tilveruna aftur án hans. Þetta er tilfinningin við að kveðja í dag afabróður minn Diðrik Jónsson eða Didda frænda, eins og hann var alltaf kallaður. Diddi lést aðfaranótt þriðjudags- ins 18. nóvember sl. á heimili sínu á Dalbraut 27 í Reykjavík, 89 ára að aldri. Dauða hans bar að skyndilega og fyrirvaralaust, eins og hann hafði sjálfur óskað sér. Hann var ekki „saddur lífdaga“ eins og stund- um er sagt, heldur var hann með sterkan lífsvilja og naut lífsins af fullum krafti, eftir aðstæðum. Þeg- ar hann lést hafði hann nýlega lagt kjölinn að báti eftir nýrri teikningu og var spenntur að halda áfram með hann. Diddi elskaði að segja sögur og maður drakk í sig frásagnir hans og lifði sig inn í þær. Hann lýsti því þegar fjölskyldan flutti frá Akra- nesi til Bjarnastaði á Álftanesi þeg- ar hann var 9 ára og hann fékk að sitja aftan á hestvagninum. Systk- inahópurinn var stór og hann þurfti eins og aðrir að taka þátt jafnt í sveitastörfunum og að róa til fiskj- ar. Viðfangsefnin urðu lifandi í lýs- ingum hans, til dæmis þegar Guðni afi skaut fugla til matar. En lífið var ekki bara vinna. Hann sagði okkur frá leikjum og prakkarastrikum með félögum sínum og hafði óþrjót- andi sögur af Dogginum, hundinum þeirra. Guðrún mamma hans var bókhneigð og mikið til af bókum á heimilinu á þeirra tíma mælikvarða, sérstaklega ljóðabókum, sem Diddi fékk dálæti á. Diddi fékk tækifæri til að menntast hjá Klemens Jóns- syni í Barnaskóla Bessastaða- hrepps og bjó að því alla ævi. Hann fékk hjá honum undirstöðugóða menntun, ekki síst í að leita sér frekari þekkingar með lestri. Hann lærði líka á þessum árum á Álfta- nesinu að lesa í náttúruna og veðrið. Diddi fór til sjós fljótlega eftir fermingu, fyrst á smærri bátum, meðal annars með Ólafi frá Gest- húsum og seinna á togurum. Utan vertíða vann hann við ýmis störf. En fiskveiðar voru það sem hann valdi sér að lífsstarfi. Hann var á Tryggva gamla, sem var gamall síðutogari og aflaði vel, en skip- stjóri var Snæbjörn Ólafsson. Síðar voru þeir á Hvalfelli, sem var einn af nýsköpunartogurunum sem komu til Reykjavíkur eftir stríð. Hann var í fyrstu háseti og síðar netamaður og lagði alúð í það starf. Það var ævintýri líkast að heyra frásagnir hans af lífinu um borð og kjörum áhafnarinnar. Hann sýndi mér gamla launamiða og uppgjör og glæddi þannig frásagnir sínar lífi og heimildagildi. Til dæmis var ótrú- legt að heyra um lífsreynsluna við að sigla með Tryggva gamla í myrkvuðum og talstöðvarlausum skipalestum til Englands í stríðinu og geta átt á hverri stundu von á árásum þýskra kafbáta. Í landi var farið til Blackpool á glæsileg kvik- myndahús, tónleikastaði og menn- ingin teiguð. Diddi lét þar klæð- skerasauma á sig fatnað úr vönduðum efnum sem hann bjó að lengi. Hann keypti þar líka Harley Davidson mótorhjól sem hann not- aði í Reykjavík. Á tímabili dreymdi mig um að fara til sjós; lærði netasplæsingar, netagerð og beitingar af Didda og las siglingafræði. Ekkert varð þó af því sökum annarra viðfangsefna. En það var í kjölfar margra frá- sagna hans af togaralífinu að ég ákvað að skrifa BA ritgerð mína í sagnfræði um aðbúnað togarasjó- manna og breytingar á þeim með nýrri togurum. Áður hafði ég tekið löng viðtöl við Didda um lífið um borð. Diddi aðstoðaði mig á alla lund við rannsóknarvinnuna og veitti mér ómetanlega aðstoð. Diddi starfaði lengst af á togur- um. Hann hafði mikinn áhuga á bátasmíðum, enda kominn af báta- smiðum í karllegg. Hann og Bragi bróðursonur hans smíðuðu sér trillu, RE Þorstein, í bakgarðinum á Kirkjuteig 11 og gerðu hana síðan út í mörg ár. Diddi var ótrúlega naskur á miðin og veðrið og kom honum það að sérstaklega góðum notum á þessum árum. Segja má að hann hafi þekkt Faxaflóamiðin og -botninn eins og lófann á sér. Síð- ustu árin starfaði hann í landi við ýmsa trésmíðavinnu. Hann var ein- staklega handlaginn og hafði mikla tilfinningu fyrir formi og hlutföll- um. Diddi kvæntist aldrei og eignað- ist ekki eigin börn. Hann hélt heim- ili með Guðna bróður sínum og fjöl- skyldu hans frá 1943, fyrst á Lindargötu og síðan frá 1947 á Kirkjuteig 11 og var heimilið oft fjölmennt. Segja má, að við krakk- arnir á Kirkjuteignum í gegn um árin höfum í raun verið börnin hans og hann vildi allt fyrir okkur gera. Eftir að Guðni afi dó í bílslysi, ann- aðist hann ömmu okkar Kristínu. Diddi hafði stórt herbergi á mið- hæð hússins á Kirkjuteig 11. Það var búið fallegum húsgögnum, bók- um og munum. Eiginlega er ekki hægt að lýsa í orðum hvers virði Diddi var okkur, á öllum æviskeiðum. Hann hjálpaði okkur að taka fyrstu sporin, las fyr- ir okkur, kenndi okkur um náttúr- una og veðrið, fór með okkur í bíl- túra og veiðiferðir, spilaði óperu- tónlist fyrir okkur, kenndi okkur á spil og var alltaf til í að svara spurn- ingum okkar. Kannski má segja að hann hafi verið til staðar og gefið okkur af tíma sínum. Verið vinur og félagi, frekar en uppalandi. Diddi studdi okkur einarðlega í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og fylgdist vel með. Hann var spenntur að heyra ferðasögur og hvað á dagana hefði drifið. Ég naut þeirra forréttinda að búa á ný í húsi með honum frá 1987 til 1996 og umgangast hann þá daglega sem var frábært. Dætur mínar Jóhanna Vigdís og Kristín Helga fæddust 1991 og 1993. Diddi var alsæll með að fá börn aftur í húsið og hjálpaði mér mikið með þær. Þær sóttu í að fara til hans og Kristín skreið upp til hans áður en hún var farin að ganga. Hann las fyrir þær, söng, sýndi þeim upptökur með Línu og Lottu og hafði tíma fyrir þær. Árið 1996 flutti fjölskylda mín í stærra húsnæði í næstu götu, en sama ár þurfti Diddi að flytja. Það var eiginlega hans gæfa og okkar að hann fékk leigða þjónustuíbúð á Dalbraut 27. Tekið var frábærlega á móti honum og hann blómstraði þar, enda hafði hann þá einnig fé- lagsskap jafnaldra sinna. Hann eignast góða vini eins og Harald og Hjört. Á Dalbrautinni hélt hann sjálfstæði sínu, gat farið og komið þegar hann vildi, boðið fólki í mat og kaffi og í kjallaranum er tré- smíðaverkstæði sem hann nýtti sér óspart við að smíða líkön af bátum af ýmsum gerðum. Hann hélt á árinu 2001 opinbera sýningu á bátslíkönum á Dalbraut 27, sem var vel sótt. Annars var Diddi sérstaklega verklaginn og ráðagóður með af- brigðum. Stundum þegar maður horfði á hann vinna, til dæmis lakka glugga, var eins og allt léki í hönd- unum á honum. Hann var sérstak- lega smekklegur og listrænn. Reyndar ekki eingöngu á þessu sviði, því hann þekkti mikið til tón- listar og voru óperur og söngtónlist þar fremstar í flokki. Þegar maður komst til vits og ára, skynjaði maður betur hvað Diddi var skarpur og vel lesinn. Það var ekki hægt að koma að gati hjá honum. Hann var fram á síðasta dag vel inni í allri þjóðfélagsum- ræðu og greindi rétt frá röngu. Hann las mikið, ekki síst ljóð og gat farið með heilu ljóðabjálkana. Hann hafði ríka samúð með hinu smáa og var mikill dýravinur, ekki síst hrif- inn af köttum og bjargaði mörgum villikettinum frá hungri. Mér fannst frábært að Diddi fékk að halda sjálfstæði sínu og reisn til síðasta dags. Hann keyrði ennþá bíl sinn, fór á hverjum degi með Hirti niður að höfn, út á Álftanes eða Sel- tjarnarnes og lifði sínu lífi. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur í kring um sig og hélt áfram að hlusta og gefa góð ráð. Dætur mínar voru farnar að leita sjálfar beint til Didda og heimsækja hann eftir skóla. Hann kíkti líka oft við hjá okkur, ekki síst ef honum bárust fregnir um að fiskur eða hvalkjöt væru á borðum. Hann var alveg til í að gera eitthvað óvænt eins og skreppa í bíltúr eða kíkja á aflann eftir veiðiferð. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem aðstoðuðu Didda við að lifa innihaldsríku og sjálfstæðu lífi síðustu árin. Aldur er afstæður; þótt árin hafi verið orðin mörg, var hugurinn ungur og hann bæði naut lífsdagana og gaf okkur hinum með sér. Fyrir mér var Diddi einstakur maður. Vinur, lærifaðir, félagi. Ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta hans öll þessi ár og kveð hann með virðingu og trega. Hann skilur eftir sig fjársjóð í huga okkar og hjarta. Svanhildur Bogadóttir. Diddi frændi okkar er dáinn og okkur langar að kveðja hann. Hann var okkur miklu meira en frændi, hann var vinur, félagi og við gátum alltaf talað við hann. Þegar við kom- um með einhverjar sögur hlustaði hann alltaf á okkur og fannst merkilegt það sem við vorum að segja. Við gátum komið við hjá hon- um eða hringt í hann hvenær sem var. Ef við skildum ekki eitthvað í skólanum, gátum við alltaf hringt í hann og hann vissi svarið. Honum þótti gaman að sjá nýja tækni, eins og til dæmis hlaupahjól og línu- skauta og hvernig það virkaði. Hann hafði dálæti á ljóðum og að lesa bækur. Diddi var einstakur og hann mundi allt úr fortíð sinni. Hann hafði gaman af hlutum sem við gáfum honum frá útlöndum og hélt til dæmis upp á ramma með sandi sem breytti útliti þegar mað- ur hvolfdi honum. Við eigum eftir að sakna þess að geta ekki lengur talað við hann þeg- ar okkur liggur eitthvað á hjarta. Við viljum kveðja Didda frænda okkar og vonum að honum líði vel þar sem hann er núna og sé ekki einmana. Jóhanna Vigdís og Kristín Helga. Elsku Diddi minn, þótt þú hafir verið orðinn þetta gamall, kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þegar ég frétti þetta var varla liðin vika síðan að þú rannst í hlaðið heima, hress eins og alltaf og fékkst með okkur sunnudagskaffi. Þú vild- ir jú eyða tímanum í eitthvað upp- byggilegt líkt og að keyra um og skoða fólkið, frekar en að hírast heima og gera ekki neitt. Það lýsti þér mjög vel þegar þú talaðir um lífið á dvalarheimilinu þínu, en það vantaði jú allt líf í tuskurnar þar. Maður fékk á tilfinninguna að þar væri unglingur á ferð. Þó að tæp 70 ár skildu okkur að var samt alltaf hægt að setjast niður með þér og spjalla við þig, en það er jú það sem okkur krökkunum öllum þótti mest vænt um við þig. Þú hefur alltaf verið hlýlegur og góður við börn, og þótt ég hafi ekki verið nema fjögurra ára gamall þegar ég var í pössun hjá þér og ömmu á Kirkjuteignum á ég samt margar hlýjar minningar frá þeim tíma. Ég gleymi því ekki svo lengi er ég lifi þegar ég sat með þér og þú last fyrir mig uppúr uppáhaldsbók- inni minni, Dúrilíus. Þessi saga af litlu forvitnu kisunni sem þú gæddir lífi og gerðir ógleymanlega. Eða svaðilför okkar niður að tjörn, þeg- ar við ákváðum að gefa öndunum, en sú ferð endaði nú með því að Lalli litli missti brauðið í heilu lagi ofan í tjörnina og í von um að ná því aftur lenti hann í því að láta álft bíta sig í fingurna. Þá var nú ekki langt í Didda að bjarga málunum og þegar heim var komið var allt komið í lag, enda hefur þú alltaf haft lag á að tala við smáfólkið. Elsku Diddi minn, þakka þér fyr- ir allt það sem þú hefur gefið mér og allt það sem þú hefur kennt mér. Þakka þér fyrir tímann sem þú eyddir með mér þegar ég var í pöss- un hjá ykkur ömmu, því mun ég aldrei gleyma, það er mikill missir að sjá þig hverfa á braut, þú skilur eftir stórt tóm, sem enginn gæti fyllt. Ég gleymi þér aldrei. Lárus. Diddi frændi minn var af þessari kynslóð sem manni er fyrirmunað að skilja hvernig komst á legg, svo erfið var lífsbaráttan. Hann vann í æsku alla vinnu sem var að hafa. Mokaði þara og sandi upp úr fjör- unum á Álftanesi. Gekk langar leið- ir blautur í fæturna á þessum skinntátiljum sem voru kallaðir skór. Reri til sjós á árabátum, vann seinna á togurum við misslæmar aðstæður. Sigldi til Englands í seinni heimsstyrjöld, Gerði út bát sjálfur og var listasmiður. Hann var bróðir afa míns og bjó hjá ömmu og afa á Kirkjuteignum. Hann var stór hluti æsku minnar. Alltaf til í að spjalla, fara í bíltúra og að veiða. Seinna var ómissandi að koma til Didda og ömmu, lesa Þjóðviljann, drekka kaffi og ræða málin enda fróður maður og vel les- inn. Diddi frændi var vinur strákanna minna alveg eins og hann hefur allt- af verið vinur minn. Hann er sá sem kenndi þeim að heilsa með handa- bandi og smíðaði handa þeim fal- lega báta. Fór með þeim niður í fjöru, sat og skoðaði dýrgripina sem þeir fundu þar, krabba, steina, krossfiska og skeljar. Diddi var líka mín einkaveður- stofa og oft sannspárri en okkar ágæta Veðurstofa Íslands. Ég hringdi alltaf í Didda áður en ég fór í ferðalög og spáði í veðrið með hon- um. Diddi lifir áfram í hjarta okkar allra sem þekktum hann. Það eru forréttindi að hafa umgengist svona góðan mann, með jafneinstaka sýn á lífið og tilveruna. Vonandi tekst okkur að hafa jákvæðnina, seigluna og kímnina hans að leiðarljósi. Kristín Bogadóttir. DIÐRIK JÓNSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts elskulegrar móður okkar og tengda- móður, SVEINSÍNU JÓNSDÓTTUR, Brekkugötu 7, Ólafsfirði, sem andaðist á hjúkrunardeild Hornbrekku í Ólafsfirði fimmtudaginn 6. nóvember. Guðrún Þorvaldsdóttir, Hreinn Bernharðsson, Jón Þorvaldsson, Sigrún S. Jónsdóttir, Þóra Þorvaldsdóttir, Guðbjörn Jakobsson, Ólöf Þorvaldsdóttir, Kjartan Gústafsson, Þorsteinn Þorvaldsson, Gunnlaug Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEFANÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hjaltabakka 28. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir. Jörundur S. Guðmundsson, Anna Vigdís Jónsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristjana Eiðsdóttir, Finnur Guðmundsson, Sigríður S. Guðmundsdóttir, Örn Steinar Sigurðsson, Gísli S. Guðmundsson, Þórdís Baldursdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.