Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 10
GARÐAR Sverrisson, for- maður Öryrkja- bandalags Ís- lands, segir samkomulagið sem gert var á milli heilbrigðis- ráðherra og Ör- yrkjabandalags Íslands um hækkun á grunnlífeyri ör- yrkja og breytingar á kerfi örorkulíf- eyris, alveg skýrt. Þar sé kveðið á um að hækkunin komi til fram- kvæmda 1. janúar 2004. Garðar er algerlega ósammála þeim ummælum Geirs H. Haarde fjármálaráðherra í fjölmiðlum í gær, að um misskilning og rangtúlkun á samkomulaginu sé að ræða þegar gagnrýnt er að hækkunin komi til framkvæmda í áföngum. „Það er þá ekki bara misskilning- ur og rangtúlkun okkar og allra sem að þessu samkomulagi koma og frambjóðenda flokkanna, heldur er hann þarna að halda því fram að sjálfur heilbrigðis- og trygginga- málaráðherrann sé að misskilja og rangtúlka þann samning sem hann gerði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar. Mér finnst hann ekki maður að meiri að grípa til röksemda- færslna af þessu tagi,“ segir Garðar. Garðar Sverrisson, formaður ÖÍ Gagnrýnir ummæli ráðherranna Garðar Sverrisson FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segist vera staðráðinn í að fullnusta sam- komulagið um breytingar á kerfi ör- orkulífeyris og hækkun á grunnlíf- eyri ungra öryrkja frá í mars sl. Komið hefur í ljós að kostnaður vegna breytinganna er meiri en áætlað var í mars og koma hækkanir til framkvæmda í áföngum, að tveimur þriðju hlutum um næstu áramót og afgangurinn ári síðar. – Í samkomulaginu um breyting- arnar sem kynnt var 25. mars sl. segir að hækkunin komi til fram- kvæmda 1. janúar 2004. Nú er ljóst að það verður ekki að öllu leyti. Hver er ástæða þess? „Samkomulagið var handsalað af okkur Garðari Sverrissyni [for- manni Öryrkjabandalags Íslands] í mars. Það var kynnt sem tímamóta- samkomulag, sem felst í því að kerf- inu er breytt og teknar upp aldurs- tengdar örorkubætur, sem var baráttumál Öryrkjabandalagsins um árabil. Sú breyting gengur í gegn og það er verið að vinna að gerð frumvarps um breytingar á lögum þannig að þessi breyting geti tekið gildi. Þetta er að mínu mati stærsta skrefið í réttindamálum ör- yrkja sem hefur verið stigið um ára- bil,“ segir Jón. Einn milljarður greiddur út til öryrkja um áramót „Þegar ég lagði þetta fyrir rík- isstjórnina, eins og kemur fram í fréttatilkynningu sem við sendum út eftir handsal okkar, þá lágu fyrir upplýsingar um að kostnaðurinn yrði rúmlega milljarður króna. Það fékk ég samþykkt í ríkisstjórn og það voru þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar þetta var gert. Sá millj- arður mun verða greiddur út til ör- yrkja um áramótin í samræmi við nýja löggjöf þar um,“ segir Jón. Hann segir að nokkrum mánuðum eftir að samkomulagið var gert hafi komið fram nýjar upplýsingar um að breytingin verði dýrari en gert var ráð fyrir þegar samkomulagið var kynnt. „Það breytir því ekki að ég vil uppfylla þetta samkomulag og greiða þá það sem upp á vantar til að nær tvöfalda grunnlífeyrinn eftir tólf mánuði. Það er mín ætlan,“ segir ráðherra. Jón leggur áherslu á að breytingin sem mun taka gildi um næstu áramót sé rétt- indabreyting sem ör- yrkjar hafa sóst eftir um langt árabil. „Þetta samkomulag var metið mjög mikils. Við erum að verja í þetta einum milljarði króna og ég tel að með því séum við að upp- fylla meginþátt þessa samkomulags og það hefur aldrei staðið til annað af minni hálfu en að uppfylla það að fullu,“ segir hann. Að sögn Jóns var samkomulagið í mars sl. ekki skriflegt heldur byggð- ist það á handsali hans og formanns Öryrkjabandalagsins. Jón segir það hins vegar ekki skipta máli í þessu sambandi þó samkomulagið hafi ekki verið undirritaður skriflegur samningur. „Við tókumst í hendur um þetta, ég og Garðar, og kynntum þetta sem samkomulag okkar á milli, sem ég lagði fyrir ríkisstjórn, á þeim forsendum sem þá lágu fyrir. Þá lá fyrir kostnaðarmat upp á einn milljarð eins og tekið var fram í fréttatilkynningunni.“ Stóð í þeirri trú að kostnaður- inn yrði einn milljarður – Var sú kostnaðaráætlun for- senda samkomulagsins? „Þetta var sú kostnaðaráætlun sem lá fyrir á þessum tíma. Ég lagði fyrir ríkisstjórnina að breytingin myndi kosta þetta og ég stóð í þeirri trú að kostnaðurinn yrði þessi. En forsendan fyrir samkomulaginu og veigamesti þáttur samkomulagsins er breytingin sem gerð verður. Það var tekin ákvörðun um að breyta lögum í samræmi við baráttu- mál sem Ör- yrkjabandalagið hafði sett á oddinn lengi og ályktaði um á aðal- fundi sínum 1988 ef ég man rétt. Hugmynda- fræðin var sú að hækka verulega bæt- ur til ungra öryrkja á þeim forsendum að þeir hafa ekki sömu tækifæri í lífinu og þeir sem verða ör- yrkjar síðar á lífsleið- inni. Þær upplýsingar sem ég hafði um kostnað vegna þessa á þessum tíma var að þetta myndi kosta milljarð og lagði ég það fyrir ríkisstjórnina. Nokkrum mánuðum seinna kemur svo í ljós að þetta sé þriðjungi dýr- ara en ég var búinn að fá samþykkt.“ Heildarkostnaður nú áætlaður um 1.500 milljónir kr. á ári Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp til að útfæra breyting- arnar og gera endanlegar tillögur að breytingum á lögum. Fór hópurinn m.a. yfir kostnað við breytingarnar og fékk ráðherra nýtt kostnaðarmat í hendur þar sem í ljós kom að heild- arkostnaðurinn er talinn um 1.500 milljónir kr. Niðurstaðan var því sú að sögn ráðherra að greiða þyrfti hækk- anirnar sem um var samið í áföng- um, 66% koma til greiðslu um næstu áramót og afgangurinn ári síðar. Hann var spurður hvort ekki hefði komið til álita að bæta því sem upp á vantar inn í fjárlagafrumvarp næsta árs þar sem það er enn til umfjöll- unar á Alþingi. „Það var ekki nið- urstaðan í meðförum fjárlagafrum- varpsins að auka við minn [útgjalda-]ramma, þannig að þetta varð niðurstaðan í meðförum rík- isstjórnarinnar um fjárlaga- frumvarpið,“ segir Jón. Hef einsett mér að uppfylla samkomulagið – Hverju svarar þú þeirri gagn- rýni sem fram hefur komið, að með því að áfangaskipta þessu sé verið að svíkja samkomulagið? „Ég vísa því á bug að um einhver svik sé að ræða af minni hálfu í þessu efni,“ segir Jón. ,,Ég stend að fullu við það sem ég vissi réttast þá [þegar samkomulagið var gert]. Síð- an hef ég einsett mér að uppfylla samkomulagið. Við munum breyta lögum í samræmi við það sem sam- komulagið kveður á um, við munum borga strax um áramótin það sem samkomulagið hljóðaði upp á þegar það var gert og greiða síðan við- bótina. Kerfisbreytingin verður lög- fest og hún er komin til að vera,“ segir Jón. Lagafrumvarpið sem kveður á um þessar breytingar verður vænt- anlega lagt fyrir ríkisstjórn og al- þingi á næstu dögum. Forsvarsmenn Öryrkjabanda- lagsins hafa brugðist hart við fregn- um um að samkomulagið komi ekki að fullu til framkvæmda um næstu áramót. Aðspurður segist Jón vona að samskipti ríkisvaldsins og Ör- yrkjabandalagsins verði áfram góð þrátt fyrir þessi viðbrögð núna og menn horfi á aðalatriði málsins og þær miklu réttarbætur sem í því fel- ast. „Það hafa fallið nokkuð stór orð í fjölmiðlum, en það truflar mig ekki í því að ég ætla mér að fullnusta þetta samkomulag,“ segir Jón Krist- jánsson. Heilbrigðisráðherra vísar á bug að um vanefndir sé að ræða á samkomulagi við Öryrkjabandalagið Breytingin verður lögfest Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segist ætla að uppfylla það samkomulag sem gert var við Öryrkjabandalagið í mars síðast- liðnum þó að komið hafi í ljós að kostnaður er meiri en talið var og hækkanir komi ekki allar til framkvæmda um næstu áramót. Ráðherra vísar á bug að um vanefndir sé að ræða á samkomulaginu sem gert var. Jón Kristjánsson ARNAR Jónsson, forstöðumaður gjaldeyris- og afleiðuviðskipta Landsbanka Íslands, segir fyrirséð að í árslok 2005 verði erlendar eignir lífeyrissjóða orðnar um 200 milljarð- ar króna. Stjórnendur lífeyrissjóða séu farnir að horfa meira til aðferða fjármálafræða til að lágmarka geng- isáhættu sem felst í þessum erlendu eignum. Arnar lýsir þessari aðferð þannig að sérstakur gjaldmiðlasjóðstjóri stýri gjaldmiðlaáhættunni á eigna- safni lífeyrissjóða með svokölluðum afleiðum. Sjóðstjórinn tekur ákvarð- anir um samsetningu eignanna eins og áður óháð gjaldmiðlaáhættunni. „Horft er á gjaldmiðlasafnið sem sérstakan eignaflokk og ég mundi segja að þetta væri ný nálgun hjá líf- eyrissjóðunum,“ segir Arnar og margir hafi vitað af þessu en séu að uppgötva þetta núna. Afleiður eru samningar sem not- aðir eru til að draga úr hættu. Verð í viðskiptum í framtíðinni er þá fest í samningnum, t.d. við kaup á gjald- eyri. Þannig eru viðskiptin varin fyr- ir verðbreytingum. Þetta kom fram á ráðstefnu Landsbanka Íslands í gær sem fjallaði um hvernig lífeyrissjóðir gætu bætt ávöxtun sína. Arnar sagði að gengisvarnir, þar sem helmingur erlendra eigna meðalstórs lífeyris- sjóðs eru varðar fyrir gengisbreyt- ingum, skiluðu 1% betri ávöxtun til langs tíma. Það væri umtalsvert og almenningi til hagsbóta. Jafnframt kom fram að enn væri verið að þróa þessar aðferðir hér á landi og gjaldmiðlastýring hefði far- ið vaxandi á undanförnum árum. Grundvallarþáttur í stýringu eigna- safna hjá Landsbankanum væri nýt- ing vaxtamunar á milli landa sem væri mikill. Eðlilegt væri að nýta hann við gerð framvirkra samninga en einnig væri horft á verðbólgu, við- skiptahalla og raungengi krónunnar. Robert Meijer, sem starfar hjá Royal Dutch/Shell lífeyrissjóðnum í Hollandi, sagði Íslendinga vera að auka erlendar eignir í eignasöfnum og taldi það jákvætt. Hins vegar skapaðist gjaldeyrisáhætta því sam- hliða sem þyrfti að lágmarka. Spurn- ingin væri hvernig það væri gert. Hjá Shell væru 40% fjárfestinga líf- eyrissjóða í öðrum gjaldmiðli en evru og því skapaðist áhætta af verð- breytingum þeirra. Hann sagði að vissulega myndi áhætta íslenskra fjárfesta minnka ef tekin yrði upp evra hér á landi en eftir sem áður breyttist gengið gagnvart jeni, bandaríkjadal eða öðrum gjaldmiðl- um. Það sama ætti við á Íslandi og á alþjóðlegum mörkuðum þegar kæmi að erlendum fjárfestingum. Meijer sagði aðspurður að það ætti að slaka á takmörkunum á er- lendum fjárfestingum lífeyrissjóða hér á landi. Samskonar reglur giltu vissulega annars staðar að einhverju marki. Samt væri það farsælla að auka hlutfall erlendra eigna hægt og bítandi. „Ég er ekki að færa rök fyrir því að það eigi að gerast á einni nóttu. Takið eitt skref í einu yfir ákveðinn tíma,“ sagði Meijer. Gavin White frá Royal Bank of Scotland, sagði frá því hvernig bank- inn keypti og seldi gjaldmiðla sam- kvæmt ákveðnu líkani. Gjaldmiðlar væru ein tegund eigna fyrirtækja og lífeyrissjóða sem hægt væri að bæta í eignasöfn. Því skipti miklu máli að finna þá þætti sem hafa áhrif á gengi þeirra. Á Íslandi hefur mikið verið talað um fyrirferð lífeyrissjóða á fjármálamarkaði. White og Meijer sögðu slíka umræðu staðfesta nauð- syn þess að auka vægi erlendra fjár- festinga. „Faglega séð verða sjóðirn- ir of stórir fyrir markaði heimalandsins. Þess vegna verður að gera þá alþjóðlega,“ sagði Meijer. Æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða Robert Meijer t.v. segir að lífeyrissjóðir eigi að fá meira svigrúm til að fjár- festa erlendis. Gavin White og Arnar Jónsson eru einnig á myndinni. Morgunblaðið/Sverrir „ÞAÐ er ákveð- inn misskilning- ur á ferðinni,“ segir Geir H. Haarde fjár- málaráðherra í tilefni þeirrar umræðu sem orðið hefur eftir að í ljós kom að hækkanir grunnlífeyris sem kveðið er á um í samkomulagi ríkisins og Ör- yrkjabandalagsins koma til fram- kvæmda í áföngum. „Ríkisstjórnin samþykkti í mars- mánuði síðastliðnum að beita sér fyrir eins milljarðs króna framlagi vegna þessa samkomulags, sem var sameiginleg yfirlýsing aðila. Í henni segir að stefnt skuli að því að allt að tvöfalda tilteknar bætur sem nánar eru tilgreindar í samkomulaginu. Ég tel að það sé staðið við þetta samkomulag með þeirri fjárveitingu sem er í fjárlagafrumvarpinu og að verkefnið sé að hækka þessar bætur sem um er talað, allt að tvöföldun þeirra, þ.e.a.s. eins mikið og hægt er miðað við þá fjárveitingu sem fyrir hendi er. Ég tel að það komi líka fram misskilningur um þetta í um- fjöllun leiðarahöfundar Morgun- blaðsins í dag [fimmtudag],“ segir Geir. Geir H. Haarde fjármálaráðherra Staðið við samkomu- lagið með fjárveitingu Geir H. Haarde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.