Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 41 Í NORRÆNA húsinu verður á morgun dagskrá á Alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til kl. 15.30. Ávörp flytja Omar Kitmitto sendiherra Palest- ínu, Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar, Katrín Jak- obsdóttir varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hjónin Marta G. Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanó- leikari flytja nokkur lög. Listamenn gefa verk sín Í anddyri verður opnuð myndlist- arsýning kl. 13–17 þar sem málverk eftir 20 listamenn verða til sýnis og til sölu með 30% afslætti. Sýningin er framhald af List fyrir Palestínu sem haldin var í Borgarleikhúsinu 13. maí 2002. Listamennirnir sem gefa verk sín eru Anna Eyjólfs- dóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Guð- björg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Sig- urðardóttir, Jóhanna Bogadóttir, Jón Axel Björnsson, Jón Reykdal, Kristín Geirsdóttir, Ósk Vilhjálms- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sigrid Valtingojer, Sigurður Magnússon, Sigurður Þórir Sigurðsson, Stein- unn Marteinsdóttir, Tryggvi Ólafs- son, Valgarður Gunnarsson, Val- gerður Hauksdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Andvirði málverkanna rennur óskipt til hjálparstarfs á herteknu svæðunum. Palestínsk börn bregða á leik á herteknu svæðunum. Samstöðudagur með palestínsku þjóðinni UNDANFARIN ár hafa menn reynt að brúa það bil sem var og er kanske enn milli klassískrar tónlist- ar og þeirrar sem mest heyrist í um- hverfi nútímans. Popp og djassmús- ík er nú hægt að læra í tónlistar- skólum ekkert síður en tónlist gömlu meistaranna og virðulegar sinfóníu- hljómsveitir eru farnar að spila með alþýðumúsíköntum eða þá að leika verk þeirra í „sinfónískum búningi“. Allt er þetta tímanna tákn. Sala á geisladiskum með meistaraverkum tónlistarsögunnar fer heldur minnk- andi og ný og ný listform og afþrey- ing keppir stöðugt við það kikk sem menn fá út úr því að gleyma sér í perlum sígildra tónbókmennta. Get- ur verið að fólk í dag hafi ekki tíma fyrir langar symfóníur með útþöndu sónötuformi og teygðum hægum kafla – reyni þess vegna að stytta eða sleppa forleikjum og „fá það“ strax? Ef til vill. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur reynt að feta þá braut að ná til fólksins ekki síst unga fólksins með skólatónleikum með að- gengilegri tónlist. Tónleikar hljóm- sveitarinnar í Glerárkirkju á Akur- eyri sl. sunnudag voru í þessum anda og báru yfirskriftina fjölskyldutón- leikar. Efnisskráin var sumpart efni frá skólatónleikum undanfarinna ára, skemmtileg og fjölbreytt. Einn hljóðfæraleikari var í hverri rödd og píanó með, þannig að hljómsveitin var ekki stór en hún reyndist ágæt- lega samstillt. Fyrst gat að heyra, Ég er vinur þinn, úr Toy Story- myndinni í útsetningu stjórnandans, Guðmundar Óla Guðmundssonar. Klarínett var í sólóhlutverki í laginu og hljómaði vel en hefði mátt vera aðeins sterkara, milliraddir voru of áberandi. Melódían er synkóperuð og sveifla í laginu og umhugsunar- efni hvort ekki hefði átt að hafa lagið seinna á efnisskránni þegar spila- mennskan var orðin heitari. Næst kom menúett eftir Bizet með fallega leiknu flautusólói Unu Hjartardótt- ur og góður bragur var á spila- mennskunni í heild. Hið sama má segja um verkin sem á eftir komu: Andante nr. 2 eftir C. Franck með flottu óbósólói Gunnars Þorgeirsson- ar, Les dragons d’Alcala eftir Bizet með þokkafullum fagottleik Dag- bjartar Ingólfsdóttur og Tokkötu eftir Stravinskíj, kraftmikið og skemmtilegt stykki. Tónleikarnir voru öðrum þræði einskonar hljóð- færakynning, verkin voru gjarna með mismunandi hljóðfærum í aðal- hlutverki og Guðmundur Óli kynnti þau fagmannlega með stuttum inn- gangi áður en hljómsveitin hóf að leika hvert verk. Þetta skapaði meiri nánd við áheyrendur og án efa virk- ari hlustun. Pavan eftir Ravel sem hljómsveitin lék næst skilaði hún þokkalega en Vivo eftir Stravinsky þar sem kontrabassinn var í sjald- heyrðu laglínuhlutverki, og Íslensk rímnadanslög Jóns Leifs voru betur leikin. Þegar hér var komið sögu var skotið inn í efnisskrána útsetningu stjórnandans á Hani, krummi hund- ur, svín, með góðri kynningu hans á breytilegum takti íslenskra þjóðlaga sem sumir segja að eigi rætur að rekja til íslenska þúfnagöngulagsins. Útsetningin var skemmtileg, ekki síst Karls þáttur Petersens slag- verksleikara sem spann að hluta til hvissmikinn slagverkspartinn á bremsuskál og hjólkopp og fleira. Síðasta verkið fyrir hlé, Nautabana- söngurinn úr Carmen, var ágætlega spilað. Seinni hluta tónleikanna hóf hljómsveitin með Finale úr Seren- öðu eftir Dvorák, en síðan kom And- ante, nr. 6 eftir C. Franck, og músík úr myndunum um Hringadróttins- sögu eftir H. Shore. Sú músík er hrífandi og dularfull og írskættaður bodhran-trommuslátturinn gaf henni magnaðan lit. Öll verkin eftir hlé voru mjög vel flutt. Síðustu fjög- ur lögin á tónleikunum voru Á Sprengisandi og Suðurnesjamenn eftir Kaldalóns, barnalagið um Óska- steinana, og James Bond-stefið öll útsett af stjórnandanum. Útsetning- arnar eru fjölbreytilegar og lifandi og hljómsveitin var í góðu stuði, ekki síst í Bond-laginu þar sem m.a. kraftmikil básúnustrófa Ingibjargar Guðlaugsdóttur naut sín vel. Sinfó fyrir alla TÓNLIST Glerárkirkja á Akureyri Sinfóníuhjómsveit Norðurlands. Fjöl- skyldutónleikar. Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Sunnudagur 23. nóv- ember. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ívar Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.