Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ jóðir hafa skyldum að gegna ekki síður en einstaklingar. Þar kallast heildin á við eininguna og einingin við heildina í síkvikri orðræðu samtímans. Þegar horft er yfir sviðið og þess freistað að leggja efnislegt mat á skyldur Íslendinga við upphaf nýrrar aldar verður ljóst að fram hefur þróast vitund, skilningur og samstaða um að þær séu einkum af tvennum toga. Þar ræðir um menningarlegar skyldur gagnvart öðrum þjóðum. Þar ræðir um skyldur Íslend- inga á vettvangi alþjóðamála. Um skyldur íslenskrar þjóðar á vettvangi al- þjóðlegrar menningar- starfsemi hef- ur áður verið rætt á þessum vettvangi. Ef til vill verður hann á ný nýttur í þessu skyni þegar fram líða stundir. Menningarleg sérstaða þjóð- arinnar verður henni sífellt dýr- mætara djásn eftir því sem áhrif hnattvæðingarinnar, ógnir henn- ar og ögranir, verða greinilegri. Íslendingum ber skylda til að gefa öðrum tækifæri til að njóta þess besta sem einstök menning- ararfleifð þjóðarinnar getur af sér á hverjum tíma. Ánægjulegt er að skilningur á menningarlegu hlutverki Íslendinga fer vaxandi hér á landi. Nýstofnuð Útflutn- ingsstofa ríkismenningar (sem kostar ásamt fleiri aðilum skrif þessa höfundar) skapar í raun nýjan grundvöll fyrir þessa nauð- synlegu starfsemi. Mikilvægt er að Útflutningsstofu ríkismenn- ingar sé gert kleift að uppfylla hlutverk sitt þannig að fulltrúar Íslands geti jafnan tekið virkan þátt í þeirri fjölþjóðlegu orðræðu, sem fram fer á menningarsviðinu á hverjum tíma. Á síðustu misserum hafa stór skref og söguleg verið stigin á vettvangi íslenskra utanríkis- mála. Þegar horft er yfir sviðið og efnislegt mat lagt á þau um- skipti sem orðið hafa má segja að þau séu einkum af tvennum toga. Stóraukin áhersla hefur verið lögð á persónuleg samskipti við helstu ráðamenn austan hafs og vestan. Sérstöðu þjóðarinnar hefur verið haldið til skila af auknum þrótti. Aukin áhersla hefur verið lögð á að íslensk þjóð eigi erindi sem fullgildur þátttakandi í al- þjóðasamfélaginu. Í ræðu á Alþingi Íslendinga fyrr í mánuðinum vék Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að því hlutverki sem Íslendingar gætu leikið á alþjóðavettvangi m.a. í ljósi þess hve traustu sam- bandi komið hefði verið á milli ís- lenskra ráðamanna og valdhafa í mörgum öflugustu ríkjum heims- ins. Í ræðu sinni sagði utanríkis- ráðherra m.a: „Ísland hefur sér- staka aðstöðu sem efnað smærra ríki með góð tengsl við helstu áhrifavalda í heiminum.“ Þessi yfirlýsing utanríkis- ráðherra er mikilvæg. Stóraukin persónuleg sam- skipti við helstu ráðamenn heimsins hafa skilað Íslendingum miklu á undanliðnum misserum. Samskiptin við valdamenn í Rússlandi hafa verið treyst m.a. með opinberri heimsókn forseta lýðveldisins. Eðlilegt er að þau samskipti séu ofarlega á verk- efnalista ríkisstjórnar Íslands. Þróunin á Íslandi og í Rússlandi hefur haldist í hendur á flestum sviðum samfélagsins á síðustu ár- um. Stjórnvöld í ríkjunum tveimur hafa beitt áþekkum aðferðum við markaðsvæðingu efnahagslíf- isins, alþýðu manna allri til óum- deilanlegra heilla. Sömu grund- vallarhugmyndir hafa mótað réttinn til nýtingar náttúru- auðlinda og Íslendingar hafa einkum horft til Rússlands þegar fjármála- og viðskiptalífinu hafa verið settar reglur. Þær hafa framtakssamir einstaklingar og mannvinir í báðum þessum lönd- um nýtt til að stuðla að aukinni verðmætasköpun. Áþekk sýn stjórnvalda til framþróunar sam- félagsins kallar á frekara sam- starf. Um samskiptin við Bandaríkin gildir að fyrir liggur að Ísland væri nú án trúverðugra varna hefði Davíð Oddsson forsætisráð- herra ekki getað vísað til vináttu- og trúnaðarsambands síns við George W. Bush forseta. Í þriðja lagi er vert að vekja at- hygli á þeim trúnaði sem nú ein- kennir samskipti íslenskra og kínverskra ráðamanna. Gagn- kvæmar heimsóknir hafa getið af sér samskipti sem einkennast af hreinskilni og virðingu. Grunn- urinn var á sínum tíma lagður með heimsókn forseta lýðveld- isins til Kína sem skapaði for- sendur fyrir traustum sam- skiptum á grundvelli kenningarinnar um afstæði mannréttinda. Frá því þetta var hafa ríkin haft tækifæri til að efla og þróa samstarf sitt á mannrétt- indasviðinu, m.a. þegar valdhafar í Kína hafa sótt Íslendinga heim. Líkt og í Kína hefur efnahags- frelsið verið aukið á Íslandi án þess þó að ríkisvaldið hafi horfið frá því viðurkennda hlutverki sínu að tryggja velferð og öryggi þegnanna með því að hafa með þeim víðtækt eftirlit. Óumdeilt er að Íslendingum ber skylda til að nýta þann per- sónulega aðgang, sem ráðamenn eiga að helstu valdhöfum heims, öðrum þjóðum til heilla. Um leið og áfram er unnið að því að kynna sérstöðu íslenskrar þjóðar á erlendri grund kallar hin nýja utanríkisstefna frumkvæðis, samkenndar og ábyrgðar á að rödd þeirra sem ekki njóta sömu gæfu og Íslendingar fái einnig að hljóma. Til er vettvangur sem í senn hentar og sæmir Íslend- ingum í þessu skyni: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. ----------------------------------- Eftirfarandi kosta Viðhorfs- dálka Ásgeirs Sverrissonar: Stigaleigan.is – Með okkur nærðu lengra. Útflutningsstofa ríkismenn- ingar – Ljós úr norðri. Skyldur Íslendinga Sömu grundvallarhugmyndir hafa mót- að réttinn til nýtingar náttúruauðlinda og Íslendingar hafa einkum horft til Rússlands þegar fjármála- og viðskipta- lífinu hafa verið settar reglur. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Látin er í hárri elli einfremsta leikkona okkarum sína daga, GuðbjörgÞorbjarnardóttir. Um langt árabil var hún í forystusveit Þjóðleikhússins í hópi þeirra leik- ara sem gerðu leikhúsinu fært að glíma við hin erfiðustu viðfangs- efni. Það er því meira en við hæfi að minnast hennar með virðingu og þakklæti og rifja upp sitthvað frá farsælum ferli hennar á leiksvið- inu. Guðbjörg var fædd í Bolung- arvík árið 1913 og átti í sumar níu- tíu ára afmæli. Hún kom fyrst á leiksvið á Siglufirði, en fluttist síð- an til Reykjavíkur og rúmlega þrí- tug hóf hún leiklistarnám hjá Lár- usi Pálssyni. Þar var hún í hópi ungmenna sem mörg áttu eftir að setja sinn svip á leiklistina hér á næstu áratugum. Hún lék í fyrstu nokkur smá- hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og fór einnig utan til Norð- urlanda til að kynna sér leiklist þar. En hún vakti fyrst að marki eftirtekt með leikflokknum Sex í bíl, sem var merkilegt framtak ungra leikara að flytja list um land- ið seint á 5. áratugnum, ekki síst fyrir frammistöðu sína sem Cleo í Brúnni til mánans eftir bandaríska leikskáldið Clifford Odets. Það var það sem Danir kalla „gennem- brud“ og við þurfum endilega að finna gott orð yfir; stundum segj- um við að listamaðurinn hafi þá sannað að hann sé kominn til að vera. Síðan tók hún við hlutverki Snæfríðar Íslandssólar af Herdísi Þorvaldsdóttur í einni af opn- unarsýningum Þjóðleikhússins, Ís- landsklukkunni, í leikstjórn Lár- usar Pálssonar 1950 og sannaði að frammistaða hennar í Brúnni til mánans var engin tilviljun, leik- konan var tilbúin að takast á við hin ólíkustu og erfiðustu hlutverk. Næstu árin lék hún einkum með Leikfélagi Reykjavíkur, m.a. hjúkrunarkonuna í Segðu stein- inum eftir John Patrick, prinsess- una í hinni rómuðu sýningu á kín- verska leikritinu Pi-pa-ki og svo t.d. Catherine Sloper í Erfingj- anum. Allar þessar mannlýsingar, sem unnar voru í samvinnu við leikstjórann Gunnar Róbertsson Hansen, mótuðust af næmleika, dregnar finlegum dráttum og af samúð. En Guðbjörg átti líka til léttari strengi sem hún sýndi fyrst í skopleiknum Inn og út um gluggann en til meiri fullnustu sem þingmannsfrúin í þeirri vinsælu sýningu Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson; þar fór saman glettin kímni og milt háð. Guðbjörg hafði líka góða söngrödd og brá sér líka upp í Þjóðleikhús á þessum árum m.a. til að fara með hlutverk Ástu í Skugga-Sveini og tók meira að segja þátt í fyrstu óp- erusýningunni á Íslandi, Rigoletto, þar sem hún var Giovanna, fóstra Gildu. Vorið 1955 lék Guðbjörg Antí- gónu í nútímagerð franska leik- skáldsins Jean Anouilhs af þessari goðsögn sem hann stílaði upp á styrjaldarárin og hernám Þjóð- verja. Og árið 1956 réðst Guðbjörg til Þjóðleikhússins sem fastráðin leikkona. Þó að hún hefði ekki síst verið áberandi í starfi sínu í Iðnó átti hún þá að baki á annan tug hlutverka í Þjóðleikhúsinu. Þar sem hún nú varð burðarleikkona um áratuga skeið uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1983. Og reyndar gott betur, því að hún lék nokkur hlutverk í viðbót á níunda áratugnum. Síðasta hlut- verk hennar mun hafa verið Guð- finna í uppsetningu Bríetar Héð- insdóttur á Fjalla-Eyvindi og konu hans 1989. Síðast unnum við Guð- björg saman í Íslandsklukkunni á 35 ára afmæli leikhússins 1985; þá lék hún móður Jóns Hreggviðs- sonar, en áður hafði hún auk Snæ- fríðar farið með hlutverk konu Ar- næusar, Mettu, í Íslandsklukkunni, sýningu Baldvins Halldórssonar 1968. Hlutverkafjöldinn í Þjóðleikhús- inu var auðvitað stór og af marg- víslegum toga. Undirritaður var svo heppinn að fylgjast með nálega öllum ferli þessarar farsælu leik- konu, en lendir þá líka í vanda hvað nefna skal helst af öllum þeim skara persóna sem hún dró upp á sviðinu. Þeim sem yngri eru finnst trúlega slík nafnaþula fánýt, en þeim sem Guðbjörg yljaði með list sinni kann hins vegar að þykja ein- hvers virði að rifja upp nokkuð af þeirri sögu. Hún var tíguleg Tít- anía í kaldri sýningu á Jóns- messudraumi og beygð Varja í Krisuberjagarðinum. Nýja stærð sýndi Guðbjörg sem Laura í Föð- urnum 1958 eftir Strindberg á móti meistaralegum riddaraliðsforingja Vals Gíslasonar, köld, þurr og þóttafull fremur en ómann- eskjuleg. Svo stiklað sé á stóru má nefna næst móðurina, Elísu Gant, í Engill horfðu heim, 1960, leikgerð frægrar skáldsögu eftir Thomas Wolfe, djúpa og grípandi mannlýs- ingu, sem hún var verðlaunuð fyrir, og kostulega frú Ólfer í Strompleik Laxness, uppdráttarsýkin upp- máluð. Iðulega bar Guðbjörg hita og þunga dagsins í burðarhlut- verkum eins og í Sautjándu brúð- inni, forvitnilegu áströlsku leikriti, og í Á undanhaldi (Tchin-tchin) eft- ir Frakkann Francois Billedoux, hvort tveggja leikárið 1962–63. Inn á milli voru minni hlutverk sem ekki voru meitluð af minni natni. Mig langar að nefna hér nokkur slík: hégómleg frú Dale í sýningu Benedikts Árnasonar á Vér morð- ingjar eftir Kamban, einni bestu sýningu á öllum ferli þess ágæta leikstjóra, glettin símamærin í Puntila og Matta Brechts, hinni frábæru sýningu Wolfgangs Pinzka, hlýleg Hanna Kennedy í Maríu Stuart Schillers, Drukkin dimmrödduð dama í Dansleik Odds Björnssonar og hitti þar á hárrétta tóna fáránleikans, ekki síður en sem Lovísa eldri í Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson, á fínustu nótum íroníunnar. Og ekki má gleyma afskræmislegri Nell í tunn- unni í Endatafli Becketts, djarfri túlkun og ólíkri flestu sem Guð- björg alla tíð sýndi, né ömmunni í Sögum úr Vínarskógi, þar sem þessi prúða kona var næsta djöf- ulleg í túlkun sinni. Annars lék hún t.d. með sóma kerlinguna í Gullna hliðinu, móð- urina í Heims um ból á móti trag- ískum Bessa Bjarnasyni í firringu og samúðarleysi nútímans og þá Gizu í því einkennilega ungverska leikriti Kisuleik, þar sem þær Her- dís Þorvaldsdóttir mjálmuðu á óræðum notum samkeppninnar. Annars mun Guðbjörg mörgum ekki síst minnisstæð sem gamla konan í Stundarfriði Guðmundar Steinssonar á móti Þorsteini Ö. Stephensen, annaðhvort af sviði eða úr sjónvarpi, túlkun sem geisl- aði af hlýju og manngæsku. Guðbjörg Þorbjarnardóttir var vönduð kona og kurteis, greind vel og lagði gott til allra. Hún var hóg- vær að eðlisfari; ég minnist þess varla að nokkurn tíma hafi mönn- um dottið í hug að eiga við hana ít- arlegt blaðaviðtal og ekki myndi hún hafa haft sig í frammi til að panta slíkt. Það er ólíkt landslag eða nú þegar ungviðið er varla skriðið úr skóla fyrr en vandlega er tíundað hvað það hafi fyrir stafni hverja helgi, löngu áður en það hef- ur tekið út nokkurn listrænan þroska. Guðbjörg var vinsæl í hópi sinna starfsfélaga og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stétt sína. Hún var mikils virt af áhorfendum, enda ferill hennar allur aðdáun- arverður. Hún var vandvirk með afbrigðum og ákaflega þægileg í samvinnu. Hún var vammlaus og dagfarsprúð og barst lítið á, en kát og skemmtileg þegar þannig lá landið. Allt hennar far helgaðist af trúmennsku við leikhúsið. Á efstu árum Guðbjargar átti hún við van- heilsu að stríða og var þá saknað úr hópnum. Blessuð sé minning Guðbjargar Þorbjarnardóttur. Guðbjörg Þorbjarnardóttir Sveinn Einarsson, þáverandi þjóðleikhússtjóri, ávarpar Guðbjörgu á 40 ára leikafmæli hennar 1979. Eftir Svein Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.