Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 63 KEFLVÍKINGAR eiga tvo stiga- hæstu leikmennina í Vesturdeild Evrópubikarsins í körfuknattleik, bandarísku leikmennina Nick Bradford og Derrick Allen. Brad- ford hefur skorað 24,7 stig að meðaltali í þremur leikjum Kefl- víkinga í keppninni og Allen 24,3 stig. Þeir félagar eru líka í fremstu röð meðal þeirra sem tekið hafa flest fráköst. Bradford er í 2.-3. sæti á því sviði með 10 að með- altali í leik og Allen er fjórði með 9,7. Keflvíkingar hafa skorað flest stig allra liða í deildinni, 101 að meðaltali í leik, þeir hafa líka tek- ið flest fráköst, 37, og fengið á sig flestar villur, 24 að meðaltali í leik. Magnús Gunnarsson og Falur Harðarson hafa verið iðnir við að mata félaga sína á stoðsendingum. Magnús er með 5,3 í 5. sæti og Falur með 4,7 í 9. sæti. Þess ber að geta að Falur er annar af þjálfurum liðsins. Í Vesturdeildinni leika átta lið í tveimur riðlum og koma þau öll frá Frakklandi og Portúgal, að Keflvíkingum undanskildum. Riðlakeppninni lýkur í desember og í janúar er leikið til úrslita í deildinni. Sigurliðið leikur síðan í úrslitakeppni um Evrópubikarinn við sigurliðin úr Norður-, Mið- og Suður-Evrópu. Keflvíkingar með stigahæstu mennina  BJARNI Þorsteinsson var í byrj- unarliði norska liðsins Molde sem tapaði 2:0 á heimavelli gegn Benfica frá Portúgal í UEFA-keppninni. Molde tapaði samanlagt 1:5. Ólafur Stígsson kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í liði Molde.  ÞAÐ gekk illa hjá þýsku liðunum í 2. umferð UEFA-keppninnar í knatt- spyrnu í gær. Þýska liðið Dortmund beið afhroð á útivelli gegn Sochaux frá Frakklandi, 4:0, og samanlagt 6:2. Á sama tíma féll Schalke úr keppninni er liðið tapaði gegn danska liðinu Bröndby, eftir víta- spyrnukeppni.  NEWCASTLE komst áfram í 3. umferð UEFA-keppninnar með því að leggja Basel frá Sviss, 4:2 sam- anlagt en sjálfsmark frá Boris Smilj- anic á 14. mínútu tryggði enska lið- inu 1:0 sigur á heimavelli í gær.  NORSKA liðið Vålerenga náði að komast í 3. umferð UEFA-keppninni með því að leggja pólska liðið Wisla á útivelli eftir vítaspyrnukeppni. Ekk- ert mark var skorað í leiknum né í framlengingunni. Lars Bohinen tryggði norska liðinu sigur.  MJÖG góður árangur náðist á nóv- embermóti UFA í frjálsíþróttum sem haldið var í Boganum á Akur- eyri hinn 22. nóvember. Tvö aldurs- flokkamet voru slegin en það gerðu þeir Aðalbjörn Hannesson, UFA, og Þorsteinn Ingvarsson HSÞ. Aðal- björn hljóp 60 m á 7,75 sekúndum og bætti þar með fyrra met 13–14 ára pilta um 1 hundraðasta úr sekúndu. Þorsteinn stökk 6,84 m í langstökki og bætti fyrra met í flokki 15–16 ára sveina um 20 cm.  AÐALBJÖRN Hannesson gerði sér lítið fyrir og bætti aftur Íslands- metið í 60 m hlaupi pilta á móti sem fram fór í Reykjavík daginn eftir að hann hafði sett metið í Boganum. Aðalsteinn kom í mark á 7,61 sek. og bætti með því fyrra metið um 14 hundruðustu úr sekúndu.  FORRÁÐAMENN NBA-liðsins Chicago Bulls hafa ráðið fyrrum þjálfara Phoenix Suns, Scott Skiles til liðsins og mun hann þjálfa liðið í stað Bill Cartwright sem var sagt upp sl. mánudag. Skiles lék lengi með Orlando Magic í NBA-deildinni og á enn met í flestum stoðsending- um í einum leik, 30 alls.  EIGENDUR NBA-liðsins New Jersey Nets eru í talsverðum vanda eftir að ljóst var að Alonzo Mourn- ing myndi ekki getað leikið framar í deildinni vegna nýrnasjúkdóms. Nú er það ljóst að tryggingafélög munu ekki greiða laun leikmannsins næstu fjögur árin en ekkert tryggingafélag vildi semja um slíkt við félagið er Mourning gekk til liðs við félagið í sumar. Hann hafði glímt við sjúk- dóminn þá þegar í tvö ár og þarf Nets því að greiða honum samtals um 1,6 milljarða ísl. kr. á næstu fjór- um árum. FÓLK LIVERPOOL þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum gegn rúmenska liðinu Steua frá Búkarest í 2. umferð UFEA- keppninnar í knattspyrnu í gær. Fyrri leik liðana lauk með jafntefli 1:1 en á Anfield í gær var það Ástralinn Harry Kewell sem skoraði eina mark leiksins. Kewell stökk hæst allra í vítat- eignum á 49. mínútu og skallaði í fjærhornið – glæsi- legt mark. Gerard Houllier hrósaði liði Steua eftir leikinn. „Við lögðum gott lið að velli og áttum í erfiðleikum gegn þeim. Þeir áttu fín færi í upphafi leiks en þegar á heildina er litið áttum við sigurinn skilið,“ sagði Houll- ier og bætti því við að Mich- ael Owen væri ekki alvar- lega meiddur en hann fór útaf undir lok leiksins. Njarðvíkingar eru með mjög há-vaxið lið og byrjunarlið þeirra er ekki árennilegt; Egill Jónasson, Friðrik Steánsson og Páll Kristinsson auk þeirra Brentons Birminghams og Brandons Woudstra. Haukarnir eru ekki með nærri eins sterkt lið á pappírnum en þeir hafa barist vel og það hefur skilað þeim ágætum stigum. Baráttuandinn var hins vegar ekki nægilegur í gær og eins lék liðið ekki sem heild, allt of mikið um að leikmenn reyndu að gera hlutina einir. Slíkt gengur ekki upp til lengdar. Njarðvíkingar náðu átta stiga for- ystu í fyrsta leikhluta og snemma í öðrum hluta var staðan 25:32 þegar Haukar skiptu í svæðisvörn. Hún gekk alveg ljómandi, byrjaði reynd- ar ekki vel því Guðmundur Jónsson setti niður tvö þriggja stiga skot en svo lokuðu Haukar og gerðu 13 stig í röð, staðan orðin 38:38 og 43:48 í leikhléi eftir þriggja stiga körfu Brentons um leið og flautan gall. Einhverra hluta vegna reyndu Haukar ekki svæðisvörnina á ný, ef til vill vegna þess að Njarðvíkingar eru með góðar skyttur, en þær nýtt- ust ekki í öðrum leikhlutanum gegn svæðisvörninni. Njarðvíkingar breyttu stöðunni úr 47:51 í 49:65 og eftir það var ekki spurning hvar sig- urinn lenti, aðeins hversu stór hann yrði. Heimamenn minnkuðu þó muninn en aldrei þannig að sigur gestanna væri í hættu. „Það er orðið dálítið síðan við höf- um unnið Hauka þannig að þetta var kærkominn sigur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leikinn. „Ég hafði allan tímann á tilfinningunni að við myndum vinna, mér fannst við mun sterkari og það var ágætt að gera það þrátt fyrir að eiga engan stjörnuleik. Mér fannst við dálítið með hugann við leikinn á laugardaginn, en þá mæt- um við KR-ingum,“ sagði þjálfarinn sem leyfði sér að hvíla Brenton á lokakaflanum. „Það verður að spara hann, tveir leikir í röð er fullmikið orðið fyrir hann og mér fannst þetta nokkuð öruggt þannig að ég hvíldi hann,“ sagði Friðrik. Flestir í liði Njarðvíkur áttu ágætan leik, engan stjörnuleik þó en ágætan. Hjá Haukum var Marel Guðlaugsson sprækur í fyrri hálfleik en lék ekkert í þeim síðari. Mike Manciel var drjúgur við að skora og tók 12 fráköst, en hann hékk stund- um fullmikið á boltanum. KR sleit Þór af sér með hröðum leik Það tók KR-inga hálfan leikinn aðslíta Þór frá Þorlákshöfn af sér þegar liðin mættust í vesturbæ Reykjavíkur í gær- kvöldi. Þá keyrðu KR-ingar upp hrað- ann og á rúmum tíu mínútum fór foryst- an úr 5 stigum í 25 og KR vann 109:88. Gestirnir úr Þorlákshöfn náðu 9:3 forystu en tókst engan veginn að fylgja því eftir, þungir og seinir, svo að KR náði fljótlega yfirhöndinni. Í lok fyrsta leikhluta leit út fyrir að heimamenn væri að stinga af en þess í stað slökuðu þeir á svo að gestunum tókst að minnka muninn í 4 stig. Þá tók Ólafur Már Ægisson við sér og eftir þrjár þriggja stiga körfur náði KR aftur öruggri for- ystu en Þórsurum tókst þó að halda forystu KR í kringum tíu stig. Í byrjun þriðja leikhluta skildu leiðir þegar KR-ingar hófu loks að leika af meiri yfirvegun og þreyttu gestina með góðri vörn. Forystan jókst jafn og þétt og í fjórða leikhluta fengu allir á varamannabekk KR að spreyta sig. Þeim tókst að halda í horfinu. „Okkur hefur vantað að gera rækilega út um leiki en nú gekk það,“ sagði Ingvaldur M. Hafsteins- son KR-ingur, sem stóð sig vel með 11 fráköst og 11 varin skot. Chris Woods var drjúgur með 29 stig og 7 fráköst, Jesper Sörensen átti 7 stoð- sendingar og Steinar Kaldal 8. Gestirnir frá Þorlákshöfn virkuðu frekar þungir enda af þeim dregið er leið að lokum og þeir töpuðu bolt- anum í 26 skipti. Þeir treystu svo til eingöngu á Leon Brisport, sem skil- aði sínu með 23 fráköstum, skoraði úr 10 af 17 skotum inni í teig, einu af sex þriggja skotum og níu af tíu vítaskotum auk þess að verja 6 skot og gefa 6 stoðsendingar. „Við spilum eins og litlar stelpur, sem eru að byrja æfa körfubolta og svo ráðum við ekkert við svona hraðan leik, svona stórir og þungir,“ sagði Guð- mundur Erlendsson, fyrirliði Þórs, eftir leikinn. Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Jónsson skorar hér fyrir Njarðvíkinga án þess að Þórður Gunnþórsson komi vörnum við en Halldór Karlsson, samherji Guðmundar, er við öllu búinn og líklegur til þess að taka frákastið. Loks misstu Haukar tak sitt á Njarðvík NJARÐVÍKINGAR halda öðru sætinu í deildinni eftir tiltölulega átakalítinn sigur á Haukum í gærkvöldi. Haukar, sem hafa haft fín tök á Njarðvíkingum og unnu þá meðal annars í öllum fjórum við- ureignum liðanna í fyrra, léku ekki vel og 80:88 sigur Njarðvíkinga öruggari en tölurnar segja til um. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Stefán Stefánsson skrifar Kewell bjargaði Liverpool
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.