Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 20
ERLENT
20 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ALLIR 219 íbúarnir í smábænum Geuda í
Kansas í Bandaríkjunum hafa fengið skip-
un um að vopnast. Hér eftir verður hvert
heimili að sjá til þess, að þar sé nóg af
byssum og skotfærum.
Í samþykkt bæjarstjórnarinnar sagði,
að til þessa hefði orðið að grípa vegna
þess, að í bænum er engin lögreglustöð.
Jafnframt var ákveðið, að sekta skyldi þá,
sem hlýddu ekki fyrirmælunum. Andlega
veiklað fólk og þeir, sem eru á móti vopna-
burði af samviskuástæðum, eru þó undan-
þegin lögunum.
Snemma beygist
krókurinn
LÍTIL stúlka, aðeins tveggja ára, í smá-
bænum Steinen í Þýskalandi vildi hafa sjón-
varpið út af fyrir sig og þess vegna læsti
hún mömmu sína inni í svefnherberginu.
Síðan lét hún fara vel um sig í stofunni þar
sem hún gat horft á sjónvarpið í friði.
Móðir hennar gat vakið athygli nágrann-
ans á sér en stelpan sat við sinn keip og
neitaði að afhenda lykilinn. Gaf hún sig ekki
að heldur þótt kallað væri á lögregluna en
að lokum fannst annar lykill að svefn-
herberginu.
Baðvogin sýnir
skattinn
FEITLÖGNUM Austurríkismönnum verð-
ur hugsanlega gert að greiða meira til
heilbrigðiskerfisins en þeim, sem eru í
eðlilegum holdum.
Hefur Walter Trancsits, talsmaður
Þjóðarflokksins, annars stjórnarflokksins,
í félagsmálum, lagt þetta til en hann telur,
að „tengja eigi greiðslurnar við líkams-
þyngdarstuðulinn“. Trancsits segir, að
feitlagið fólk auki álagið á heilbrigðis-
kerfið og eigi þess vegna að borga meira.
Muna kylfuna
LÖG, sem gera hverjum manni skylt að
fara í bað einu sinni á ári, eru aðeins ein af
mörgum skrítnum lögum, sem enn eru í
gildi í Kentucky í Bandaríkjunum.
Önnur lagagrein er á þessa leið: „Engin
kona má vera í baðfötum einum klæða á
þjóðvegum ríkisins nema henni fylgi a.m.k.
tveir lögreglumenn eða hún sé vopnuð
kylfu.“ Þessum lögum var síðar breytt
þannig: „Ákvæði þessarar greinar eiga ekki
við um konur, sem eru léttari en 35 kg eða
þyngri en 100 kg. Þá eiga þau ekki við um
merar.“ Flest eru þessi lög frá því á 19. öld
og í einum segir til dæmis, að bannað sé að
lita kjúkling, andarunga eða kanínu og
bjóða síðan til sölu nema sex eða fleiri séu
til sölu á sama tíma.
Lofsvert úthald
DÓMARI nokkur í Melbourne í Ástralíu
dæmdi nú í vikunni 82 ára gamlan mann,
Raymond Lewis Oughton, í tveggja og
hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja út úr rík-
inu um 14 millj. ísl. kr. Gerði hann það
með því að innheimta bætur fyrir öldruð
hjón, sem hann bjó sjálfur til þegar á átt-
unda áratug síðustu aldar.
Við dómsuppkvaðninguna fór dómarinn
samt nokkrum viðurkenningarorðum um
Oughton: „Ég get ekki annað en dáðst að
úthaldinu,“ sagði dómarinn en Oughton
var nú að fá sinn 22. fangelsisdóm frá
1939. „Að öðru leyti held ég, að þú sért
einn af þeim óheiðarlegustu og fyrirlitleg-
ustu mönnum, sem ég hef dæmt um dag-
ana.“
ÞETTA GERÐIST LÍKA
Allir til vopna
EINN af vinsælustu kvikmyndaleikurum
Filippseyja, Fernando Poe yngri, hefur kunn-
gjört að hann hyggist gefa kost á sér í forseta-
kosningum í landinu í maí á næsta ári. Talið er
að víst að í kosningabaráttunni muni hann
draga dám af tveimur öðrum kvikmyndagoð-
um: Joseph Estrada, fyrrverandi forseta
Filippseyja, og Arnold Schwarzenegger, ríkis-
stjóra Kaliforníu.
Fernando Poe er nýgræðingur í stjórnmál-
unum og náinn vinur Estrada sem er nú í fang-
elsi og hefur verið ákærður fyrir spillingu.
Poe hefur verið lýst sem John Wayne
Filippseyja og einnig verið kallaður „Konung-
urinn“. Stjórnmálaskýrendur telja að hann
geti veitt Gloriu Arroyo forseta harða keppni í
kosningunum.
Framboð hans hefur valdið titringi meðal
kaupsýslumanna sem hrýs hugur við því að
hann verði næsti forseti landsins. Þeir óttast
að fari hann með sigur af hólmi leiði það til
pólitísks umróts og efnahagslegs óstöðugleika
í landinu eins og í forsetatíð Estrada sem var
kjörinn forseti 1998 en neyddist til að láta af
embætti þremur árum síðar þegar hann var
sakaður um stórfellda spillingu.
Nýtur stuðnings flokks Estrada
Poe, sem er 64 ára, kvaðst hafa látið undan
þrýstingi almennings. „Frá því í fyrra, þegar
ég ferðaðist um Filippseyjar, hef ég séð það
sem þjóðin þarf og heimtar og ég get ekki snú-
ið baki við henni,“ sagði hann við stuðnings-
menn sína og fjölmiðlamenn þegar hann til-
kynnti framboð sitt. „Reyndar snýst þetta ekki
um metnað, heldur um að þjóna fólkinu og
helga líf sitt þjóðinni.“
Poe kvaðst ekki enn hafa stjórnmálaflokk á
bak við sig en forystumenn í flokki Estrada
segjast ætla að styðja hann.
„Hann vill einingu og höfðar til allrar þjóð-
arinnar,“ sagði Basil de Mesa, einn af forystu-
mönnum flokksins í Bulacan-héraði. „Honum
hann myndi sækjast eftir því að verða valinn
forsetaefni stærsta stjórnarandstöðuflokksins.
„Hvers vegna ekki, ef þeir samþykkja mig sem
forsetaefni?“ bætti hann við.
Vinsæll meðal fátækra
Poe ákvað að gefa kost á sér eftir að tvær
milljónir kjósenda höfðu skrifað undir áskor-
un um að hann byði sig fram. Hann hefur ekki
fengið mikið fylgi í skoðanakönnunum til
þessa en stuðningsmenn hans rekja það til
þess að hann var í fyrstu tregur til að bjóða sig
fram. Hann nýtur mestra vinsælda meðal fá-
tækra íbúa í borgunum, eins og Estrada.
Poe hætti námi í menntaskóla, var á ung-
lingsaldri þegar hann hóf ferilinn sem kvik-
myndaleikari og hefur leikið í mörgum
spennumyndum. Hann hefur aldrei gegnt
opinberu embætti.
Þegar Poe var spurður hvers vegna hann
væri rétti maðurinn til að gegna forsetaemb-
ættinu svaraði hann: „Vegna þess að ég er
ekki stjórnmálamaður. Ég er einlægur, heið-
arlegur, traustur og ann landinu mínu.“
Estrada skoraði á Poe að gefa kost á sér og
var á meðal þeirra sem fögnuðu sigri
Schwarzeneggers í ríkisstjórakosningunum í
Kaliforníu. „Menntafólkið svokallaða, með all-
ar háskólagráðurnar sínar, hefur ekki einka-
rétt á völdunum,“ sagði Estrada í vikunni sem
leið þegar Schwarzenegger tók við ríkis-
stjóraembættinu.
Á meðal annarra sem nefndir hafa verið
sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur stjórn-
arandstöðunnar eru fyrrverandi ríkislög-
reglustjóri Filippseyja, Panfilo Lacson, sem
hefur sakað eiginmann Arroyo forseta um
spillingu, og Raul Roco, fyrrverandi mennta-
málaráðherra. Kaupsýslumaðurinn Eduardo
Cojuangco, stjórnarformaður matvæla- og
drykkjarvörufyrirtækisins San Miguel, kvaðst
í fyrradag ekki lengur hafa hug á því að gefa
kost á sér í forsetaembættið.
mun vegna vel með hjálp þjóðarinnar svo
fremi sem leiðtoginn nýtur trausts og virð-
ingar.“
Leiðtogi minnihlutans á þinginu, Vicente
Sotto III, sem hvatti Poe til að gefa kost á sér,
sagði að stjórnarandstaðan vonaðist til þess að
geta sameinast um eitt forsetaefni til að auka
líkurnar á sigri hennar. Poe sagði líklegt að
John Wayne Filippseyja
í forsetaframboð
Manila. AP, AFP.
AP
Kvikmyndaleikarinn Fernando Poe, „kon-
ungur hasarmyndanna á Filippseyjum“, til-
kynnir framboð sitt í Manila.
’ Menntafólkið svokallaða,með allar háskólagráð-
urnar sínar, hefur ekki
einkarétt á völdunum. ‘
Reuters
Þessi bandaríski kalkúni var dálítið
dapur á svip fyrr í vikunni enda eins
víst, að hann hafi verið aðalréttur
einhverra á þakkargjörðardeginum.
Kvíðafullur kalkúni
TUGIR þúsunda manna voru á götunum og
kröfðust þess, að Eduard Shevardnadze, forseti
Georgíu, segði af sér. Yfirmenn hersins biðu
skipana frá honum en þær
komu ekki. Shevardnadze
var á þessari stundu orðinn
viss um, að tilraunir til að
kveða niður mótmælin
myndu enda með blóðbaði.
„Ég sá það í augum fólks-
ins, að það var ekki hrætt við
neitt,“ sagði Shevardnadze á
fundi með fréttamönnum síð-
astliðinn miðvikudag, þrem-
ur dögum eftir að hann lét af
embætti. „Það var ekki um
annað að ræða fyrir mig en segja af mér.“
Shevardnadze telur hugsanlegt, að önnur öfl
en mótmælendur einir hafi átt þátt í afsögninni.
Nefndi hann til dæmis, að Richard Miles, sendi-
herra Bandaríkjanna í Tbilisi, hefði verið sendi-
herra í Belgrad þegar Slobodan Milosevic var
hrakinn frá en margir hafa bent á, að sama upp-
skriftin hafi verið að atburðunum í Georgíu og
Júgóslavíu.
„Mig grunar, að bandaríski sendiherrann hafi
haft puttana í þessu. Það var augljóslega farið
eftir ákveðinni áætlun,“ sagði Shevardnadze en
þegar leitað var álits bandaríska sendiráðsins á
ummælunum, vildi það ekkert um þau segja.
Kynnti sér mótmælin í Belgrad
Mikhail Saakashvili, leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í Georgíu og líklega næsti forseti lands-
ins, fór fyrr á þessu ári til Belgrad til að kynna
sér mótmælin gegn Milosevic á sínum tíma. Var
ferðin kostuð af National Democratic Institute,
stofnun sem er nátengd Demókrataflokknum
bandaríska. Shevardnadze á samt marga vini
Shevardnadze segir, að sín mestu, pólitísku
mistök hafi verið, að honum skyldi ekki takast
að koma í veg fyrir skiptingu landsins í aðskiln-
aðaröldunni snemma á síðasta áratug. Þá klufu
tvö héruð, Abkhazía og Suður-Ossetía, sig frá
Georgíu og lýstu yfir sjálfstæði, sem enginn hef-
ur þó viðurkennt.
Ætlar að skrifa endurminningar
„Ég kom of seint aftur til Georgíu, það var
ekki hægt að stoppa þetta,“ segir Shevardnadze
en hann kom frá Moskvu 1992 eftir að hafa verið
síðasti utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Segist
hann ætla að vera um kyrrt í landi sínu og vinna
að endurminningum sínum.
„Ég ætla að búa með mínu fólki og leggja mitt
af mörkum við uppbyggingu nýs samfélags,“
sagði hann að lokum.
enn í Bandaríkjunum en hann setur málið upp
svona: „Kannski hafa þeir hugsað sem svo: Jú,
jú, hann er vinur okkar en hann á bara eitt ár
eftir í embætti. Það er því líklega rétt að huga
að eftirmanninum.“
Shevrdnadze segir, að aðferðir stjórnarand-
stöðunnar við að reka hann úr þinginu og neyða
til afsagnar, hafi verið rangar. Hann talar samt
hlýlega um Mikhail Saakashvili. „Ég get ekki
sagt neitt ljótt um Misha,“ sagði hann en Misha
er gælunafn Saakashvilis. „Ég vil þó vara hann
við þeirri upplausn, sem orðin er í landinu.“
Shevardnadze sagði af sér
til að forðast blóðbað
Telur Bandaríkjamenn
hafa tekið þátt í skipu-
lagningu mótmælanna
Tbilisi. AP.
AP
Efnahagslífið í Georgíu má heita hrunið, ríkið gjaldþrota og lífskjörin þau verstu í öllum sovét-
lýðveldunum fyrrverandi. Siela Pasiashvili, fyrir miðju, er að selja sígarettur til að drýgja tekj-
urnar en eftirlaunin hennar eru 14 lari eða sem svarar til 525 ísl. kr. á mánuði.
’ Ég sá það í augumfólksins, að það var ekki
hrætt við neitt. ‘
Eduard
Shevardnadze