Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 49 ✝ Gunnar ÞórarinnSigurjónsson fæddist á Lambalæk í Fljótshlíð 12. nóv- ember 1914. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 18. nóvem- ber síðastliðinn. Gunnar ólst upp hjá foreldrum sínum á Lambalæk, þeim Guðbjörgu Gunnars- dóttur, f. 2.11. 1888, d. 15.1. 1973, og Sig- urjóni Þórðarsyni, f. 22.8. 1891, d. 18.10. 1971. Systkini Gunn- ars eru sjö, þau eru Ingibjörg, f. 5.3. 1916, d. 16.1. 2001, Ingileif Þóra, f. 16.6. 1917, d. 5.1. 2003, Pálína, f. 14.7. 1918, gift Óskari Hraundal, f. 28.10. 1915, Guðrún Ágústa, f. 20.10. 1919, gift Guð- mundi Gunnarssyni, f. 26.3. 1916, Sigurbjörg, f. 8.9. 1921, gift Oddi Þórðarsyni, f. 2.1. 1915, d. 3.11. 1987, Jónína Guðrún, f. 31.1. 1923, d. 28.1. 1966, gift Kristjáni Sæmundssyni, f. 20.8. 1926, d. 3.3. 1973, og Ólafur Gústaf, f. 28.10. 1925, d. 29.9. 1996, sambýliskona Krist- ín Stefánsdóttir, f. 13.12. 1931. Gunnar var kvæntur Arnbjörgu Baldursdóttur, f. 16.8. 1907, d. 19.2. 1980. Þau áttu ekki börn en ólu upp frá tólf ára aldri ná- frænku Gunnars, Ingileifu Þóreyju Jónsdóttur, f. 28.12. 1934, gift Hilmari Sigurvini Vigfús- syni, f. 14.12. 1936. Gunnar starfaði nær allan sinn starfsaldur hjá Mjólkursamsöl- unni eða frá 1941 til 1986. Gunnar bjó tvö fyrstu árin í Reykjavík hjá föðursystur sinni, Maríu Þórðar- dóttur, á Bjargarstíg 3, síðan bjuggu þau Gunnar og Arnbjörg á Hverfisgötu 88 til 1980 er þau fluttu að Leifsgötu 21. Útför Gunnars verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns Gunnars Þórarins Sigur- jónssonar frá Lambalæk í Fljótshlíð, síðast búsettur á Leifsgötu 21 Reykjavík. Konan mín og Gunnar voru systkinabörn (tvímenningar). Hann og kona hans Arnbjörg Bald- ursdóttir ólu hana upp frá tólf ára aldri en þá lést móðir hennar, þetta var 1945. Arnbjörg Baldursdóttir kona Gunnars lést 19. febrúar 1980. Ein mesta gæfa í lífi konu minnar var er þau hjónin Gunnar og Arn- björg tóku hana að sér móðurlausa. Hún hefur sagt mér að hún hafi aldr- ei getað fullþakkað þeim það. Eins og áður er getið var Gunnar ættaður frá Lambalæk í Fljótshlíð, bónda- sonur sem byrjaði snemma að hjálpa foreldrum sínum við bústörfin. Síðar þegar hann hafði aldur til var hann sendur í verið á vertíðir frá Vest- manneyjum, til að afla tekna fyrir búið á Lambalæk. Árið 1941 fer hann suður til Reykjavíkur og fær vinnu sem bílstjóri hjá Mjólkursamsöl- unni. Við það starfar hann í þrjú ár. Síðan gerist hann bílaviðgerðarmað- ur hjá sama fyrirtæki og starfar óslitið við það til 71 árs aldurs. Gunnar hélt heimili á Leifsgötu 21, þar til hann veiktist 27. ágúst sl. að hann lagðist á Landsspítala í Fossvogi og lá þar til dauðadags 18. nóvember sl. Allar minningar um samveru með Gunnari eru okkur, mér og Ingileifu konu minni, einkar ljúfar. Við fórum mikið í ferðalög saman eftir að hann missti konu sína. Við fórum fjögur sumur í bústað vestur á Barðaströnd í Hrísnes sem við eigum þar. Sjaldan sá ég Gunnar glaðari en fyrir vestan. Hann var svo rammíslenskur í sér og kunni svo vel að meta íslenska nátt- úru, sérstaklega fannst honum fjöll- in á Vestfjörðum tignarleg. Og geng- um við þrisvar á Hrísneshnúpinn sem er 330 metra hár. Síðustu tutt- ugu árin reyndum við að fara sem oftast í Fljótshlíðina, til að skoða æskustöðvarnar hans. Þar fórum við oft í kaffi í bústað hjá vinafólki okkar niður á aurunum. Þaðan var svo gott að horfa upp til Fljótshlíðarinnar og njóta fegurðar hlíðarinnar. Eins og nafni hans Hámundarson gerði á landnámsöld. Á árunum 1987-1988 stofnuðum við hjónin og Gunnar þriggja manna gönguklúbb og geng- um á sunnudögum á fjöll. Stundum slógust fleiri í hópinn. Við gengum á öll fjöll í kringum Reykjavík, Suð- urnes og austur á Kömbum. Gunnar var stór maður vexti, dökkhærður og fríður og með milda ásjónu. Ég og öll mín fjölskylda færum starfsfólki A- deildar Landspítala í Fossvogi alúð- arþakkir, fyrir frábæra umönnun í veikindum Gunnars. Kona mín, Ingi- leif, vill koma á framfæri þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hana. Kæri Gunnar, nú skiljast leiðir að sinni hjá okkur, hafðu þökk fyrir þá bestu viðkynningu sem ég gæti ósk- að mér frá hendi nokkurs manns. Að lokum votta ég systrum hans, sem eftir lifa og öðrum aðstandend- um mínar dýpstu samúð. Hilmar Sigurvin Vigfússon. Elsku afi, Gunnar Þ. Sigurjónsson er nú látinn. Okkur systkinin langar að minn- ast afa, með nokkrum orðum. Það var alltaf gaman að heim- sækja afa og ömmu á Hverfisgötuna. Þau nutu þess að taka á móti gestum og veita ríkulega. Alltaf var tekið fram sparistellið og silfur þó við vær- um ung að aldri. Alltaf tóku þau fagnandi á móti okkur og sýndu áhuga á öllu sem við vorum að gera. Afi hafði lag á því að segja skemmtilega frá. Hann sagði okkur iðulega skemmtilegar sögur frá þeim tíma þegar hann var að alast upp í Fljóts- hlíðinni. Flestar fjölluðu þær um bú- skap og þegar hann stundaði vertíðir frá Vestmannaeyjum. Afi var mjög barngóður maður og langafabörnin hændust mjög að hon- um. Vor Guð hafði ljósið í hendi sinni og eyddi myrkrinu með orðum sínum! Verði ljós. Og það varð til hinn fyrsta dag himins og jarðar án elds. En sá er fæddist í fjárhúsi fann orðum sínum stað; „Ég er ljós heimsins.“ (Höf. ók.) Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér elsku afi. Það er gott að hugsa til þess að nú ertu á himnum með Boggu þinni sem þú unnir svo mikið. Þú lifir í minningu okkar um ókomna tíð. Þín dótturbörn, Guðbjörn, María, Vigfús, Þuríður og fjölskyldur. Hér sitjum við hjónin og látum hugann reika og rifjum upp minn- ingar um nafna eins og hann var svo oft kallaður á okkar heimili. Fyrstu minningarnar voru ferðir á Hverfisgötuna til Gunnars og Boggu í sandköku og reyktan lax og ekki var leiðinlegt að komast í öll bíla- blöðin hans afa. Síðar lágu leiðir okk- ar nafnanna saman sem vinnufélaga hjá mjólkursamsölunni. Gaman var að heyra hvað kallinn var í miklum metum hjá vinnufélögum sínum og aldrei var sagt styggðaryrði um hann. Einnig rifjast það upp að aldr- ei heyrði maður hann hallmæla nokkrum manni, sem segir margt um hans persónu. Þegar leiðir okkar hjóna lágu sam- an kynnist Berglind Gunnari afa. Fór mjög vel á með þeim. Um það leyti sem skíra átti eldri dóttur okk- ar fannst okkur við hæfi að biðja Gunnar afa að halda á henni undir skírn þar sem Gunnar yngri er skírður í höfuðið á þeim hjónum Gunnari og Arnbjörgu. Margar gleðistundir áttum við saman á Langholtsvegi, m.a. um ára- mót. Þar ljóstraði hann upp pólitísk- um skoðunum sínum (sem hann alla jafna flíkaði ekki), en „Allt er vænt sem vel er grænt!“. Þegar kom að brúðkaupi okkar (2001) var hann orðinn nokkuð las- inn. Jú, í kirkjuna ætlaði hann að koma, en alls ekki neitt meir. Á brúð- kaupsdaginn kom hann í kirkjuna, veisluna og út að borða með okkur um kvöldið og fór manna seinastur heim. Eigum við ómetanlegar minn- ingar um þennan dag og ekki síst vegna nærveru Gunnars afa. Þegar hugsað er til baka hefðum við átt að vera duglegri að heim- sækja hann en hratt flýgur stund og alltaf telur maður sig hafa tíma næsta dag þar til allt er um seinan. Samt erum við fegin að hafa fengið tækifæri að eiga með honum síðustu daga hans og kveðja hann. Við vitum að hann skildi við mjög sáttur og fer með miklum friði. Vonandi er hann núna búinn að hitta hana Boggu sína. Hvíl í friði, kæri vinur. Kveðja, Gunnar Arnar, Berglind og dætur. Elsku Gunnar langafi, ég sakna þín svo mikið, þú varst svo góður við alla. Manstu hvað var gaman að hitt- ast hjá afa og ömmu í Hvassaleitinu á sunnudögum og stórhátíðum, eins á sumrin í Hrísmóum í Grímsnesi. Manstu þegar við afi og þú fórum í Bónus á sunnudögum og ég bar inn- kaupakörfuna fyrir þig, þá varst þú nú glaður. Ég vona að þér líði vel núna eftir allar þær þjáningar sem þú máttir þola síðustu mánuðina. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Far þú í friði, kæri langafi. Kær kveðja, Hilmar Örn Hafsteinsson. GUNNAR ÞÓRARINN SIGURJÓNSSON Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, HERDÍS EINARSDÓTTIR HÖJGAARD, Lyngbergi, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugar- daginn 22. nóvember, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00. Ólöf Díana Guðmundsdóttir, Njáll Sverrisson, Jón Guðmundsson, Viðar Guðmundsson, Lára L. Emilsdóttir, Sæunn Helena Guðmundsdóttir, Haraldur Haraldsson, Fanney Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Guðbrandur Eiríksson, Már Guðmundsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, BJARNI ÞÓRHALLSSON frá Breiðabólsstað, Suðursveit, andaðist á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturslands, Hornafirði, laugardaginn 22. nóvember. Jarðsett verður frá Kálfafellsstaðarkirkju laug- ardaginn 29. nóvember klukkan 14.00 Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, Steinn Þórhallsson, Anna Guðmundsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Gunnar Jóhannsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar og tengda- föður, SIGURODDS MAGNÚSSONAR rafverktaka, Miðleiti 5, áður Brekkugerði 10. Magnús G. Siguroddsson, Guðrún R. Þorvaldsdóttir, Einar Long Siguroddsson, Sólveig Helga Jónasdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Guðný M. Magnúsdóttir, Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, Halldór Jónasson, Bogi Þór Siguroddsson, Linda Björk Ólafsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFRED EUGEN ANDERSON, Strandgötu 17B, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 20. nóvember. Útför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 28. nóv- ember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Húsnæðissjóð Íslensku Kristkirkjunnar, kt. 431097-2739, reikningsnr. 0139-26-83. Sigríður Ragnheiður Ólafsdóttir, Hendrikka J. Alfreðsdóttir, Pétur Ásgeirsson, Ólöf P. Alfreðsdóttir, Friðrik Hilmarsson, Sveinn Alfreðsson, Valdís Ólöf Jónsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTBJÖRN BJÖRNSSON bifreiðastjóri, Einholti 10a, Akureyri, lést á heimili sínu að kvöldi miðvikudagsins 26. nóvember. Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Birna Kristbjörnsdóttir, Guðmundur Jónsson, Birgir Kristbjörnsson, Gunnlaug Jóhannsdóttir, Sigrún Kr. Kristbjörnsdóttir, Þórólfur Egilsson, Þorsteinn Kristbjörnsson, María K. Óskarsdóttir, Erla Kristbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum vináttu og faðmlög vegna andláts móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR H. PETERSEN, Hátúni 15. Willy Petersen, Ragnheiður Arnkelsdóttir, Pétur Henry Petersen, Klara Björg Jakobsdóttir, Guðrún Nína Petersen, Arnkell Jónas Petersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.