Morgunblaðið - 28.11.2003, Page 65

Morgunblaðið - 28.11.2003, Page 65
BÓFABÆLI Mikka er ekki ný teiknimynd sem slík heldur ný um- gjörð í kringum safn af þessum gömlu og góðu stuttu teiknimynd- um með Mikka, Andrési, Guffa og félögum. Þessi umgjörð á rætur sínar að rekja til sjónvarpsþátta sem gengið hafa vestra um nokkurt skeið þar sem Mikki er gestgjaf- inn á skemmtistað þar sem allir gömlu kunningj- arnir vinna. Í hverjum þætti mæta svo nýir og nýir gestir og svæðið í samræmi við það þema sem ríkir hverju sinni. Hér er það hrekkjavakan sem ræður ríkjum og því samanstendur gestalistinn af öllum helstu bófum Disney-mynd- anna fyrr og síðar. Ágætishugmynd sem fellur vel í kramið hjá þeim yngri enda þekkja þau allar persónurnar með tölu og hafa á þeim sterkar skoðanir. Skemmtilegastar eru þó gömlu teiknimyndirnar og það eru þær sem gefa þessari útgáfu gildi fyrst og fremst. Talsetning er til stakrar fyrir- myndar eins og endranær. Bófabæli Mikka Mickey’s House of Villains Teiknimynd Bandaríkin 2002. Sammyndbönd VHS/ DVD. (70 mín.) Öllum leyfð. Talsett. Myndbönd Árshátíð Disney- bófanna FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 65 Skarphéðinn Guðmundsson Konungur veginn To Kill A King Sögulegt drama Bretland 2003. Skífan VHS/DVD. (110 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn Mike Barker. Aðalhlutverk Tim Roth, Dougray Scott, Olivia Williams, Rupert Everett. KVIKMYNDIR byggðar á sögu- legum viðburðum skiptast gjarnan í tvo flokka; þær sem gerðar eru með það eitt í huga að gera framvinduna aðgengilega fyrir nútímaáhorfendur og hinar sem gerðar eru með það eitt að markmiði að gera merkisviðburði sögunnar ljóslifandi og í sem sann- astri mynd. Konungur veg- inn sem fjallar um byltingu Olivers Cromwells í Eng- landi og aðdrag- andann að aftöku Karls I konungs árið 1649 fellur í síðari flokkinn. Hún er hreint ekk- ert léttmeti og alls ekki fyrir þá sem skortir þolinmæði þegar mannkyns- sagan er annarsvegar. Þar að auki er hún eitt af þessum fátíðu kvik- myndaverkum þar sem reynt er að draga fram ný sannindi í krafti þessa sterka miðils. Reynt að koma á fram- færi nýrri söguskýringu, vissulega djarfri, hugsanlega hæpinni en samt mjög áhugaverðri sem slíkri. Mynd- in gengur nefnilega að mestu út á samskipti Cromwells og nánasta samstarfsmanns hans Sir Thomas Fairfax, yfirmanns hers hins lýðræð- issinnaða arms þingsins. Eins og gjarnan þegar sögulegir viðburðir eru færðir í dramatískan leikbúning stjórnast örlagavaldarnir af per- sónulegum hvötum, fremur en ytri aðstæðum og þannig er gefið í skyn að þessir tveir miklu samherjar hafi átt í ólgandi stríði sín á milli, þar sem lafði Anna, eiginkona Fairfax, lék stórt hlutverk. Má jafnvel greina mjög ákveðnar vísanir til þess að drifkraftur Cromwells – túlkaður sem áköf tilfinningavera af Tim Roth hafi verið heiftúðug afbrýðisemi, í garð þeirra hjóna, en vísvitandi gert óljóst til hvors þeirra hugur hans leitaði. Á heildina litið er hér á ferð vel leikin og fróðleg tilraun, einkum fyr- ir þá sem gaman hafa af sagnfræði og eru tilbúnir að sætta sig við hæfi- legt skáldaleyfi. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Kenndir Cromwells Friðrik Karlsson heldur útgáfutónleika/fyrirlestur þann 30. nóvember frá kl 17-19 í tilefni af nýútkominni geislaplötu FULLKOMIN KYRRÐ í Saga Heilsa & Spa heilsumiðstöð Nýbýlavegi 24. Friðrik mun kynna plötuna og ýmsar aðferðir í sambandi við slökun, hugleiðlu og sjálfshjálparfræði (NLP). Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar. Nýbýlavegi 24 • 200 Kópavogi sími 511-2111 Fjölmennum á fjörugan dansleik Harmonikufélags Reykjavíkur í Ásgarði, Glæsibæ, annað kvöld frá kl. 22:00. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.200. HARMONIKUBALL Í ÁSGARÐI Harmonikufélag Reykjavíkur Eyjólfur Kristjánsson & ÍSLANDS EINA VON leikur á dúndurdansleik í kvöld Leikhúsgestir 15% afsláttur, munið spennandi matseðil Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.