Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hvað segirðu um að koma þessari skepnu næst fyrir kattarnef, Sigmar minn.
Æskulýðsmál í Reykjavík
Ungt fólk virkt
og skapandi
Nú er rétt nýlega af-staðin lokuð ráð-stefna sem ÍTR
hélt um stöðu æskulýðs-
mála í Reykjavíkurborg.
Forstöðumaður æskulýðs-
sviðs ÍTR er Soffía Páls-
dóttir og svaraði hún
nokkrum spurningum
Morgunblaðsins vegna
þessa.
Hvert var tilefni ráð-
stefnunnar og tilgangur
hennar?
„Íþrótta- og tómstunda-
ráð Reykjavíkur sam-
þykkti í september síðast-
liðnum að standa fyrir
ráðstefnu um stöðu æsku-
lýðsmála í Reykjavík. Ráð-
stefnan bar yfirheitið:
Fagstarf í frítíma barna og
ungmenna í Reykjavík.
Markmiðið var að vekja athygli á,
og hvetja til umræðu um frítíma-
þjónustu við íbúa Reykjavíkur.“
Hverjar voru helstu áherslurn-
ar á ráðstefnunni?
„Áhersla ráðstefnunnar var á
fagstarf í frítíma barna og ung-
menna í Reykjavík, starf ÍTR á
æskulýðssviði var kynnt og nýj-
ustu rannsóknir á högum ungs
fólks í Reykjavík voru kynntar.“
Hverjir komu þarna fram og
hverjir höfðu rétt til setu á ráð-
stefnunni?
„Formaður ÍTR, Anna Krist-
insdóttir, opnaði ráðstefnuna.
Sýnd var stuttmynd úr fjöl-
breyttu starfi æskulýðssviðs ÍTR
til að ráðstefnugestir gætu fengið
innsýn í starfið. Kynntar voru
áherslur og hugmyndafræði ÍTR í
frítímaþjónustu við mismunandi
aldurshópa, þ.e. frístundaheimili
ÍTR með þjónustu við börn 6 til 9
ára, félagsmiðstöðvar ÍTR sem
starfa með 13 til 16 ára unglingum
og Hitt húsið með 16 til 25 ára ald-
urshópinn. Nokkur sértæk verk-
efni sem ÍTR rekur víðs vegar um
borgina voru kynnt. Rödd unga
fólksins í Reykjavík er Birgir Ás-
geirsson sem situr í Reykjavík-
urráði ungmenna og sagði hann
frá reynslu sinni úr starfi á vegum
ÍTR. Rannsóknir á högum ungs
fólks voru kynntar af fyrirtækinu
Rannsóknir og greining. Eyþór
Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari
og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun,
annaðist samantekt í lokin.
Ráðstefnugestir voru borgar-
fulltrúar í Reykjavík og embætt-
ismenn ýmissa stofnanna borgar-
innar. Einnig ýmsir
samstarfsaðilar ÍTR, m.a. starfs-
menn lögreglunnar í Reykjavík,
menntamálaráðuneytisins, Há-
skóla Íslands o.fl. auk starfs-
manna ÍTR.“
Hver er staða æskulýðsmála í
Reykjavík?
„Viðfangsefni ungs fólks eru
mjög fjölbreytileg og möguleikar
til alls konar tómstundarstarf-
semi aldrei verið meiri. Ungt fólk
er upp til hópa afar virkt í sínum
frítíma og skapandi en um leið
mjög leitandi og virðist óhrætt við
að taka áhættu. Sú ver-
öld sem blasir við ung-
um Reykvíkingum í
dag er engu að síður
flókin og að mörgu
leyti vægðarlaus og
margt sem ungt fólk
upplifir sem ógnun við sig sem
einstaklinga. Þetta á við um allan
heim.“
Hvert stefnir með æskulýðs-
málin í borginni?
„ÍTR mun á næstunni beita sér
fyrir umfangsmikilli stefnumótun
varðandi frítímaþjónustu í borg-
inni. Fyrirhugað er að þessi vinna
nái ekki einungis til þeirra sem
standa fyrir starfsemi á vegum
borgarinnar heldur einnig til sem
flestra þeirra sem hlutverki hafa
að gegna á vettvangi frítímans og
bera hag ungs fólks fyrir brjósti.
Opin umræða um nýja framtíðar-
sýn í málefnum frítímans er ekki
síst nauðsynleg vegna þeirra
miklu breytinga sem átt hafa sér
stað í samfélaginu öllu. Meiri tími
er nú en áður fyrir einstaklinginn
til þess að sinna áhugamálum sín-
um og ekki er lengur litið á frítím-
ann sem tíma afþreyingar og
hvíldar, heldur einnig sem vett-
vang uppeldis, menntunar og lýð-
ræðislegrar þátttöku.“
Eru embættismenn og stofnan-
ir borgarinnar ánægðar með stöð-
una?
„Það er erfitt að svara fyrir
borgina í heild en almenningur og
unga fólkið sem nýtir sér þjón-
ustu ÍTR gefur okkur mjög góða
einkunn. Sveitarfélögin í landinu
hafa tekið að sér sífellt stærri hlut
af frítímaþjónustu við börn og
unglinga. Þessi þjónusta krefst
sérhæfingar á mörgum sviðum,
sérstakrar menntunar og fag-
mennsku. Í raun má tala um nýja
starfsstétt. ÍTR hefur alltaf haft
það hlutverk að ná til ungs fólks
sem ekki finnur sig í
hefðbundnu félags- og
íþróttastarfi, en starf-
semin er fyrir löngu
orðin miklu umfangs-
meiri en það. Sumir
forsvarsmenn frjálsra
félaga hafa séð í þessari þjónustu
samkeppni við félögin. Ég er
þessu algerlega ósammála og lít á
okkur sem bandamenn sem vinna
að velferð ungs fólks. Við höfum
alltaf sagt að við séum tilbúin að
vinna með hverjum sem er að vel-
ferð ungs fólks og höfum beitt
okkur fyrir samstarfi þeirra sem
tengjast ungu fólki.“
Soffía Pálsdóttir
Soffía Pálsdóttir er fædd 1962
á Akranesi. Stúdent frá Mennta-
skólanum við Sund 1983 og B.Ed.
frá Kennaraháskóla Íslands 1986
með stærðfræði og samfélags-
fræði sem sérgreinar. Kenndi við
Snælandsskóla 1986–87 og starf-
aði í félagsmiðstöðinni Bústöðum
samhliða námi og kennslu. Hefur
unnið að æskulýðsmálum hjá
ÍTR frá 1987, forstöðumaður fé-
lagsmiðstöðvarinnar Fjörgynjar
í Grafarvogi 1987–97 og æsku-
lýðsfulltrúi frá 1997, stýrir m.a.
æskulýðssviði ÍTR, sem er m.a.
Hitt húsið, Sumarstarf ÍTR, fé-
lags- og frístundamiðstöðvar,
tómstundastarf ÍTR og frí-
stundaheimili ÍTR. Maki er Hall-
dór Jónsson framkvæmdastjóri
rannsóknarsviðs HÍ og eiga þau
tvær dætur, Helgu Láru og Sig-
rúnu Soffíu.
Ungt fólk
virðist óhrætt
við að taka
áhættu