Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hvað segirðu um að koma þessari skepnu næst fyrir kattarnef, Sigmar minn. Æskulýðsmál í Reykjavík Ungt fólk virkt og skapandi Nú er rétt nýlega af-staðin lokuð ráð-stefna sem ÍTR hélt um stöðu æskulýðs- mála í Reykjavíkurborg. Forstöðumaður æskulýðs- sviðs ÍTR er Soffía Páls- dóttir og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins vegna þessa. Hvert var tilefni ráð- stefnunnar og tilgangur hennar? „Íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur sam- þykkti í september síðast- liðnum að standa fyrir ráðstefnu um stöðu æsku- lýðsmála í Reykjavík. Ráð- stefnan bar yfirheitið: Fagstarf í frítíma barna og ungmenna í Reykjavík. Markmiðið var að vekja athygli á, og hvetja til umræðu um frítíma- þjónustu við íbúa Reykjavíkur.“ Hverjar voru helstu áherslurn- ar á ráðstefnunni? „Áhersla ráðstefnunnar var á fagstarf í frítíma barna og ung- menna í Reykjavík, starf ÍTR á æskulýðssviði var kynnt og nýj- ustu rannsóknir á högum ungs fólks í Reykjavík voru kynntar.“ Hverjir komu þarna fram og hverjir höfðu rétt til setu á ráð- stefnunni? „Formaður ÍTR, Anna Krist- insdóttir, opnaði ráðstefnuna. Sýnd var stuttmynd úr fjöl- breyttu starfi æskulýðssviðs ÍTR til að ráðstefnugestir gætu fengið innsýn í starfið. Kynntar voru áherslur og hugmyndafræði ÍTR í frítímaþjónustu við mismunandi aldurshópa, þ.e. frístundaheimili ÍTR með þjónustu við börn 6 til 9 ára, félagsmiðstöðvar ÍTR sem starfa með 13 til 16 ára unglingum og Hitt húsið með 16 til 25 ára ald- urshópinn. Nokkur sértæk verk- efni sem ÍTR rekur víðs vegar um borgina voru kynnt. Rödd unga fólksins í Reykjavík er Birgir Ás- geirsson sem situr í Reykjavík- urráði ungmenna og sagði hann frá reynslu sinni úr starfi á vegum ÍTR. Rannsóknir á högum ungs fólks voru kynntar af fyrirtækinu Rannsóknir og greining. Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, annaðist samantekt í lokin. Ráðstefnugestir voru borgar- fulltrúar í Reykjavík og embætt- ismenn ýmissa stofnanna borgar- innar. Einnig ýmsir samstarfsaðilar ÍTR, m.a. starfs- menn lögreglunnar í Reykjavík, menntamálaráðuneytisins, Há- skóla Íslands o.fl. auk starfs- manna ÍTR.“ Hver er staða æskulýðsmála í Reykjavík? „Viðfangsefni ungs fólks eru mjög fjölbreytileg og möguleikar til alls konar tómstundarstarf- semi aldrei verið meiri. Ungt fólk er upp til hópa afar virkt í sínum frítíma og skapandi en um leið mjög leitandi og virðist óhrætt við að taka áhættu. Sú ver- öld sem blasir við ung- um Reykvíkingum í dag er engu að síður flókin og að mörgu leyti vægðarlaus og margt sem ungt fólk upplifir sem ógnun við sig sem einstaklinga. Þetta á við um allan heim.“ Hvert stefnir með æskulýðs- málin í borginni? „ÍTR mun á næstunni beita sér fyrir umfangsmikilli stefnumótun varðandi frítímaþjónustu í borg- inni. Fyrirhugað er að þessi vinna nái ekki einungis til þeirra sem standa fyrir starfsemi á vegum borgarinnar heldur einnig til sem flestra þeirra sem hlutverki hafa að gegna á vettvangi frítímans og bera hag ungs fólks fyrir brjósti. Opin umræða um nýja framtíðar- sýn í málefnum frítímans er ekki síst nauðsynleg vegna þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað í samfélaginu öllu. Meiri tími er nú en áður fyrir einstaklinginn til þess að sinna áhugamálum sín- um og ekki er lengur litið á frítím- ann sem tíma afþreyingar og hvíldar, heldur einnig sem vett- vang uppeldis, menntunar og lýð- ræðislegrar þátttöku.“ Eru embættismenn og stofnan- ir borgarinnar ánægðar með stöð- una? „Það er erfitt að svara fyrir borgina í heild en almenningur og unga fólkið sem nýtir sér þjón- ustu ÍTR gefur okkur mjög góða einkunn. Sveitarfélögin í landinu hafa tekið að sér sífellt stærri hlut af frítímaþjónustu við börn og unglinga. Þessi þjónusta krefst sérhæfingar á mörgum sviðum, sérstakrar menntunar og fag- mennsku. Í raun má tala um nýja starfsstétt. ÍTR hefur alltaf haft það hlutverk að ná til ungs fólks sem ekki finnur sig í hefðbundnu félags- og íþróttastarfi, en starf- semin er fyrir löngu orðin miklu umfangs- meiri en það. Sumir forsvarsmenn frjálsra félaga hafa séð í þessari þjónustu samkeppni við félögin. Ég er þessu algerlega ósammála og lít á okkur sem bandamenn sem vinna að velferð ungs fólks. Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin að vinna með hverjum sem er að vel- ferð ungs fólks og höfum beitt okkur fyrir samstarfi þeirra sem tengjast ungu fólki.“ Soffía Pálsdóttir  Soffía Pálsdóttir er fædd 1962 á Akranesi. Stúdent frá Mennta- skólanum við Sund 1983 og B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands 1986 með stærðfræði og samfélags- fræði sem sérgreinar. Kenndi við Snælandsskóla 1986–87 og starf- aði í félagsmiðstöðinni Bústöðum samhliða námi og kennslu. Hefur unnið að æskulýðsmálum hjá ÍTR frá 1987, forstöðumaður fé- lagsmiðstöðvarinnar Fjörgynjar í Grafarvogi 1987–97 og æsku- lýðsfulltrúi frá 1997, stýrir m.a. æskulýðssviði ÍTR, sem er m.a. Hitt húsið, Sumarstarf ÍTR, fé- lags- og frístundamiðstöðvar, tómstundastarf ÍTR og frí- stundaheimili ÍTR. Maki er Hall- dór Jónsson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs HÍ og eiga þau tvær dætur, Helgu Láru og Sig- rúnu Soffíu. Ungt fólk virðist óhrætt við að taka áhættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.