Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 53
Í FRÆÐUM mannauðsstjórn-
unar er lögð áhersla á að gera grein-
armun á starfsmannastjórnun og
mannauðsstjórnun,
ekki endilega vegna
þess að hið síð-
arnefnda sé eitt-
hvert algerlega nýtt
fyrirbæri, heldur til
þess að undirstrika
breytta nálgun að
starfsmannamálum. Hugtakið
„mannauðsstjórnun“ felur reyndar í
sér hina nýju sýn á starfsmennina:
að líta á starfsfólk sem verðmæti er
þurfi að hlúa að og efla. Hin nýja sýn
felur í sér að komið er fram við
starfsfólk af heiðarleika og virðingu
og stuðlað að góðum árangri með því
að gera fólki kleift að blómstra í
starfi. Hugmyndir manna eins og
Peters Druckers um þekkingarsam-
félagið og þekkingarstarfsmanninn
ýta enn frekar undir nauðsyn þess
að menn tileinki sér ný viðhorf í
þessum efnum. Drucker telur m.a.
það eitt af helstu verkefnum nýhaf-
innar aldar að auka framleiðni þekk-
ingarstarfsmannsins.
Starfsmannastefna Stjórnarráðs-
ins er dæmi um hina nýju nálgun í
starfsmannamálum í anda nútíma-
mannauðsstjórnunar. Starfs-
mannastefnunni er m.a. sett þau
markmið að tryggja ráðuneytunum
hæfa, áhugasama og trausta starfs-
menn, gera ráðuneytin að áhuga-
verðum vinnustöðum, en jafnframt
að stuðla að því að starfsmenn
Stjórnarráðsins leggi sitt af mörkum
til þess að bæta opinbera þjónustu. Í
starfsmannastefnunni er áhersla
lögð á að starfsmenn eigi kost á
fræðslu og endurmenntun sem eyk-
ur þekkingu þeirra í starfi og auð-
veldar þeim að takast á við ný og
breytileg viðfangsefni og að þeir fái
jafnframt tækifæri til að eflast í
starfi.
Hér er leitast við að svara spurn-
ingunni: hvernig tryggjum við op-
inberri stjórnsýslu hæfustu starfs-
menn sem völ er á hverju sinni og
hvernig förum við að því að halda
þeim? Hvort tveggja er viðfangsefni
sem mannauðsstjórnun fæst við og
eru til ýmsar kenningar um það
hvernig ná má árangri á þessu sviði.
Viðfangsefnið er brýnt í starfsum-
hverfi þar sem starfsmannavelta
hefur verið allt að 25% á und-
anförnum árum og þætti há í hvaða
fyrirtæki sem er. Mjög algengt er að
ungt, vel menntað fólk ráði sig til
starfa í Stjórnarráðinu, starfi þar í
2–3 ár og hverfi síðan út á almenna
vinnumarkaðinn með verðmæta
reynslu í farteskinu. Á tímum hefur
það gerst að heilu skrifstofurnar
hafa horfið í einu vetfangi út úr ein-
stökum ráðuneytum.
Ein skýring þess að Stjórn-
arráðinu helst illa á fólki er vafalítið
sú að laun eru þar lægri en gengur
og gerist á almennum vinnumarkaði,
en lág laun ein og sér skýra ekki hið
háa hlutfall starfsmanna sem gera
stuttan stans hjá okkur. Þekkt er sú
skýring sem heyrst hefur að starfs-
menn kjósi að láta af störfum vegna
óánægju með stjórnun á vinnustað
sínum. Þessi skýring er þó ekkert
frekar bundin við opinberar stofn-
anir en einkafyrirtæki.
Almennt má segja að mikilvægt sé
að starfsmenn séu vel upplýstir um
það sem gerist á vinnustað, að þeir
þekki vel vinnuskyldur sínar og þær
kröfur sem til þeirra eru gerðar, að
traust ríki á vinnustað, jafnréttis sé
gætt milli kynja og að starfsmenn
eigi kost á að þróast í starfi.
Við lestur starfsmannastefnu
Stjórnarráðsins virðist sem leitast
sé við að mæta þeim sjónarmiðum
sem ég nefndi hér að ofan. Því kem-
ur frumvarp fjármálaráðherra um
breytingu á lögum um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins eins og
skrattinn úr sauðarleggnum. Þar er
ekki leitað lausna á því hvernig megi
best stuðla að trygglyndi starfs-
manna ríkisins, heldur hvernig megi
gera brottrekstur þeirra hvað auð-
veldastan. Þessi aðferðafræði geng-
ur algerlega í berhögg við þá hug-
myndafræði sem liggur til
grundvallar starfsmannastefnunni
og þeim sjónarmiðum sem fylgt hef-
ur verið um samskipti stjórnvalda og
starfsmanna ríkisins á undanförnum
missirum.
Með frumvarpinu er snúið inn á
óheillavænlega braut og afar brýnt
að þegar verði snúið við og teknar
upp viðræður við samtök starfs-
manna hins opinbera um hvernig
megi taka á þeim vandamálum sem
menn telja að séu til staðar á op-
inberum vinnumarkaði. Það nær
engri átt að einn þáttur, brott-
rekstur starfsmanna, sé tekinn út úr
lögunum og meðhöndlaður sér-
staklega, án þess að trúverðugar
skýringar séu gefnar á ástæðum
þess.
Nú mega menn ekki skilja orð mín
svo að við það sé unandi að hinn op-
inberi vinnumarkaður verði griða-
staður verkkvíða og ákvarðanaang-
istar. Hin forna ímynd opinbers
vinnumarkaðar var sú að hann var
álitinn einkaeign stjórnmálaflokk-
anna og nýttur sem losunarstaður
fyrir pólitíska skjólstæðinga sem al-
menni vinnumarkaðurinn hafði „af-
þakkað“. Vissulega á að gera ítrustu
kröfur til þeirra sem starfa hjá hinu
opinbera. En til þess að það gangi
upp verður að fylgja hlutlægum að-
ferðum við val á starfsfólki: vanda til
starfslýsinga, auglýsa öll störf, vinna
vel úr starfsumsóknum og leggja
hlutlæga mælikvarða til grundvallar
við nýráðningar. Töluvert vantar
upp á að þessu sé fylgt hjá hinu op-
inbera eins og menn geta lesið um í
skýrslu fjármálaráðuneytisins frá
1999, Starfsumhverfi ríkisstarfs-
manna við aldahvörf: „Samkvæmt
niðurstöðum könnunarinnar virðist
nokkuð skorta að vandað sé til ráðn-
inga hjá hluta ríkisstofnana.“
(Starfsumhverfi…, bls. 101.)
Í skýrslunni kemur einnig fram að
einn helsti vandi opinbera vinnu-
markaðarins sé skortur á hæfum
stjórnendum. Þar segir að eitt af
markmiðum starfsmannalaganna
1996 hafi verið að „auka sjálfstæði
forstöðumanna ríkisins og mögu-
leika þeirra til að taka ákvarðanir er
varða stjórnun og starfsmanna-
hald“. Ennfremur segir að reynslan
af framkvæmd laganna gefi tilefni til
endurskoðunar þeirra. Hér eru
nefnd með varfærnislegum hætti
meginrökin fyrir fram kominni
breytingartillögu: ríkið er að súpa
seyðið af röngum hugmyndum eða
aðferðum við val á stjórnendum hjá
hinu opinbera. Þeir sem valdir eru
til forystu eru ekki endilega góðir
stjórnendur, þeir hafa hins vegar yf-
ir að búa faglegri þekkingu, hafa
sýnt dugnað á sínu sviði, en umfram
allt beðið lengi og af þolinmæði eftir
framgangi í starfi.
Auðvitað geta komið upp að-
stæður á vinnustað sem ekki verða
leystar með öðrum hætti en starfs-
lokum einhvers hlutaðeigandi starfs-
manna. Þetta á hins vegar að vera
algjört neyðarúrræði. Og það þarf
að búa svo um hnútana að það verði
ekki misnotað. En þegar menn taka
núverandi ástand stjórnunarmála
hjá hinu opinbera og bæta við hinu
nýja leyfi fjármálaráðherra, a li-
cence to kill, svo við bregðum fyrir
okkur heimslitteratúrnum, tel ég að
frumvarpið í núverandi mynd sinni
jafngildi því að hlaðið skotvopn sé
sett í hendurnar á óvitum, sem vinna
oft meinlegustu verk sín í besta
ásetningi. Hið opinbera þarf að
spyrja sig: hvernig eigum við að
halda í fólk? Spurningin á ekki að
vera: hvernig eigum við að losna við
fólk?
Uppbyggilegri nálgun
að starfsmannamálum
hins opinbera
Eftir Ólaf Grétar Kristjánsson
Höfundur er formaður Félags há-
skólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins.
MÉR kemur fátt á óvart í seinni
tíð þegar menntun fréttamanna er
annars vegar, a.m.k. síðan ég fylgd-
ist af sívaxandi
áhuga og undrun
með fréttum þeirra
af flóðum í „Danúbe-
fljóti“ fyrir nokkrum
árum.
Ég hélt þannig að
allir vissu, einnig
fréttamenn, að bæði taugagas og
sýklavopn eru tiltölulega einföld og
ódýr í framleiðslu, og ekki aðeins
Írakar, heldur flestar sæmilega
menntaðar þjóðir, þar á meðal Ís-
lendingar, hafa nóg af mönnum sem
geta búið þau til. Þannig má kaupa
helstu efni sem þarf til að framleiða
frægasta taugagasið, Sarin, í Bykó
en afganginn í næsta apóteki, res-
eptlaust. „Verksmiðjunni“ má síðan
koma upp í hentugum bílskúr.
Enn heyrist þó í fréttum, að
Bandaríkjamenn hafi vopnað Sadd-
am Hussein og þar á meðal selt hon-
um gereyðingarvopn. Þetta er fá-
sinna. Hann framleiddi þau að
sjálfsögðu sjálfur. Raunar er það al-
kunn staðreynd, sem of sjaldan er
bent á, að ekki aðeins Ísraelar, held-
ur einnig flest allar helstu þjóðir við
botn Miðjarðarhafs ráða yfir ger-
eyðingarvopnum, þar á meðal Sýr-
lendingar, Íranir og Tyrkir. Saddam
var, eins og Assad í Sýrlandi, ávallt
náinn bandamaður Sovétríkjanna og
fékk vopn sín þaðan. Þegar hann svo
réðst á Íran tóku Bandaríkjamenn
því að sjálfsögðu fagnandi, sam-
kvæmt þeirri reglu sem er algildust
allra í stjórnmálum, nefnilega:
„Óvinur óvinar míns er vinur minn.“
Þeir voru honum innan handar um
skeið, en vopn Saddams komu ávallt
nánast öll frá Sovétríkjunum og öðr-
um löndum fyrrverandi og núver-
andi sósíalista, en dálítið frá Frakk-
landi og öðrum Vesturlöndum.
Meginskýring þess er afar einföld:
Kílóið af bandarískum eða öðrum
vestrænum vopnum kostar iðulega
meira en tonnið af rússneskum,
norður-kóreskum eða kínverskum.
Ég var og er lítið hrifinn af her-
hlaupi Bush forseta í Írak, þótt
vissulega sé landhreinsun að Sadd-
am. Skynsamlegast væri fyrir Bush
að lýsa nú yfir sigri (það hefur hann
enn ekki gert), afhenda næsta Íraka
völdin og forða sér.
Það er eðlilegt, að um innrásina
séu skiptar skoðanir, svo sem fram
kom í fréttaflutningi sjónvarps-
stöðvanna sem ekkert var at-
hugavert við. Fréttastofa hljóð-
varps, þ.e. „Hljóðviljinn“ virðist hins
vegar í seinni tíð horfin aftur til þess
tíma, þegar „hlutleysi“ þessarar
stofnunar fólst í því, samkvæmt
kenningunni um „stórveldin tvö“, að
gera lygaáróðri frá Tass eða Pravda
nákvæmlega jafn hátt undir höfði og
alvöru fréttum frá Reuters, New
York Times eða öðrum vestrænum
fjölmiðlum. Kunnugir segja mér, að
Útvarpsráð hafi að mestu lagt niður
störf, en ef meðlimir ráðsins hafa
tíma til, ættu þeir að fá prentaðar út
fréttir „Útvarps allra landsmanna“
af herförinni til Íraks. Þar var, þrátt
fyrir ábúðarmikið yfirskin „hlut-
leysis“, að mestu stuðst við „Þjóð-
vilja“ þeirra Breta, þ.e. öfga- vinstri-
blaðið „Independent“, en kryddað
með furðu- og fáránsfrásögnum og
ekki- fréttum um stríðið héðan og
þaðan að, meira að segja frá Rúss-
landi eins og í gamla daga.
En af hverju allt þetta tal um sig-
ur og stríðslok?
Svo vill til, að ég fylgdist með því í
beinni útsendingu hinn 1. maí s.l.,
þegar Bush, klæddur flugmanns-
búningi (hann flaug orrustuþotum á
yngri árum) flutti ræðu sína á flug-
móðurskipinu Abraham Lincoln.
Sjóliðar, sem voru að koma í heima-
höfn eftir margra mánaða úthald
höfðu hengt upp borða, þar sem á
stóð „Mission Accomplished“. Er
það þessi borði, sem er skýringin?
Ég hef skoðað ræðuna í heild á
netinu og þar kemur ekkert fram um
stríðslok, en forsetinn er að sjálf-
sögðu mjög ánægður með sína
menn.
Bush lýsti því hins vegar réttilega
yfir, að meiri háttar hernaðar-
aðgerðum (major combat opera-
tions) væri lokið. Fallbyssurnar voru
þagnaðar, en hann lýsti hvorki yfir
lokasigri eða stríðslokum yfirleitt.
Ég minnist þess einmitt, að frétta-
skýrendur CNN höfðu orð á þessu
atriði strax eftir að ræðan var flutt.
Bush segir hins vegar, að þótt meiri
háttar bardögum sé lokið þurfi að
friða landið og hefja enduruppbygg-
ingu (securing and reconstructing
the country).
En nú kemur að því, sem mér
finnst undarlegast: Hvers vegna er
því lýst yfir daglega og oft á dag í út-
varpsfréttum RÚV, í hvert sinn sem
bandarískir hermenn eru felldir í
Írak, að Bush hafi lýst yfir „sigri“
eða því að „styrjöldinni væri lokið“
fyrir svo og svo mörgum dögum, vik-
um eða mánuðum? Þetta er vænt-
anlega til að sýna fram á vonsku og
heimsku Bush forseta. En kunna
mennirnir ekki ensku? Hvaðan kem-
ur þetta? Á að senda þeim orðabók?
Skilja þeir ekki, hvað „major combat
operations“ þýðir?
Það var að sjálfsögðu „Hljóðvilj-
inn“ sem byrjaði (það er sjálf frétta-
stofan, miklu frekar en „Spegillinn“
sem verðskuldar þetta nafn). En ef
það er nokkuð sem einkennir fjöl-
miðlamenn, hina „sjálfumglöðu
stétt“ öðru fremur, þá er það hjarð-
hvötin. Hver apar eftir öðrum eða,
eins og kerlingin sagði: „Þá ein kýrin
pissar, er annarri mál“. Þetta er far-
ið að sjást oftar og oftar í blöðum, sí-
endurtekið, ótt og títt, og heyrist
jafnvel í sjónvarpi.
Hættið þessu!
Þá ein kýrin pissar…
Eftir Vilhjálm Eyþórsson
Höfundur stundar ritstörf.
OPIÐ bréf til ritstjóra og frétta-
stjóra íslenskra fjölmiðla.
Mér brá nokkuð í brún er ég
heyrði umfjöllun um
könnun í morg-
unfréttatíma út-
varpsstöðvar fyrir
skömmu. Það sem
ýtti við mér var
hvernig fjallað var
um niðurstöður sem
byggðu á svörum 15% þess hóps
sem könnunin var send til. Þrátt
fyrir afar lágt svarhlutfall fékk
könnunin einnig ítarlega umfjöllun í
aðalfréttatíma í hádegi sama dag.
Nú er það svo að niðurstöður
kannana sem þessarar hafa ein-
ungis gildi að því marki sem þær
endurspegla skoðanir, reynslu eða
félagslega og sálfræðilega eiginleika
vel skilgreinds hóps. Í þessu tilfelli
átti könnunin að endurspegla „vilja“
eða „hug“ félagsmanna ákveðinna
samtaka til mikilvægra aðgerða
samtakanna. En „hug“ hverra end-
urspegla niðurstöður könnunar þeg-
ar einungis 15% þeirra sem hlut
eiga að máli lýsa sinni skoðun? Eng-
in rök eru fyrir því að að þar megi
sjá „hug“ hins almenna fé-
lagsmanns. Tölfræðilegar forsendur
sem gera kleift að draga ályktun um
almenna skoðun út frá tölulegum
niðurstöðum könnunar eru full-
komlega brostnar í þessu tilviki.
Óljóst er hversu hátt svarhlutfall
þarf að vera til að unnt sé að draga
almennar ályktanir um rannsókn-
arviðfangsefni. Oft verður að meta
hvaða ályktanir má draga af nið-
urstöðunum í ljósi svarhlutfalls og
fleiri þátta eða hvort má yfir höfðuð
draga einhverjar ályktanir. Ófáar
rannsóknir þar sem svarhlutfall var
mun hærra en í könnuninni sem
nefnd var að ofan hafa endað ofan í
skúffu eftir mjög takmarkaðar eða
þröngar ályktanir vegna slakrar
svörunar. Sumar lenda hreinlega í
ruslafötunni.
Annað dæmi um gagnrýnislausa
og að mínu mati tilgangslausa um-
fjöllun um kannanir sem ekki stand-
ast eðlilegar aðferðafræðilegar kröf-
ur eru skoðanakannanir á fylgi
stjórnmálaflokka sem gerðar eru
sömu helgi og landsfundur einhvers
flokkanna er haldinn eða nýtt
stjórnmálaafl er stofnað. Eins og
fram kemur í hvert sinn sem lesnar
eru fréttir af niðurstöðum kannana
á fylgi stjórnmálaflokka er eðlileg
túlkun að þær sýni hlutfallslegt
vægi atkvæða „ef kosið yrði nú“. En
reyndin er að á kjördag hafa öll
stjórnmálaöfl átt kost á að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri við
væntanlega kjósendur, ekki bara
einn flokkur sem hefur hlotið sér-
staka kynningu vegna hátíð-
arsamkomu. Þessar kannanir skort-
ir því þá meginforsendu til að álykta
megi um „fylgi stjórnmálaflokk-
anna“ eins og við almennir borgarar
skiljum það hugtak, að væntanlegir
kjósendur gera upp hug sinn í gjör-
ólíku upplýsingaumhverfi en þeir
gera á kjördag. Mig rámar í dæmi
um að niðurstöður slíkra kannana
hafi gefið í skyn að þingstyrkur
nýrra stjórnmálaafla yrði allt að
fimmtungur þingmanna, en efndir
kjósenda við þessum fyrirheitum
hafi einungis orðið upp á fáeina
þingmenn. Og fyrst tilgangur þess-
ara kannana, reynist þegar grannt
er skoðað, ekki vera sá að upplýsa
okkur almenna borgara um gang
mála eiga þær ekkert erindi til okk-
ar með tilstuðlan fjölmiðla.
Og þá er ég kominn að meginefni
mínu. Þegar sjálfstæði fjölmiðla ber
á góma bendið þið fjölmiðlafólk iðu-
lega á að eitt meginhlutverk fjöl-
miðla sé að upplýsa okkur almenna
borgara um innviði samfélagsins og
alþjóðlegt samhengi þess. En hvaða
upplýsingar eru þess eðlis að gefa
okkur innsýn í gang mála? Ofan-
greind dæmi benda að mínu mati til
að fjölmiðlar á Íslandi hafi ekki
svarað þeirri spurningu sem skyldi.
Fjölmiðill sem vill sinna hlutverki
sínu vel verður að leggja mat á trú-
verðugleik og forsendur þess sem
berst inn á borð hverju sinni. Það er
nauðsynlegt að starfsmenn hans
hugi að forsendum upplýsinga og
meti hvort um þær beri að fjalla.
Slíkt á ekki síður við um nið-
urstöður kannana og rannsókna því
þær eru almennt settar fram á þeim
forsendum að þær sýni „skoðanir og
sjónarmið almennings“ (eða ein-
hvers skilgreinds hóps) fremur en
sem skoðun nafngreinds ein-
staklings.
Ég sendi ykkur sem farið fyrir
fréttaumfjöllun á fjölmiðlum þessar
línur því ofangreind frétt er alls
ekki einsdæmi. Svipaðir hlutir ger-
ast á öllum fjölmiðlum. Til að
mynda átti það sér ítrekað stað í að-
draganda síðustu kosninga að
fjallað var um slakar kannanir og
hefði fjölmiðlum ekki veitt af við-
miðunarreglum til að vingsa úr
kannanir sem ættu erindi til okkar
almennra borgara og kannana sem
ekki stóðust aðferðafræðilegar kröf-
ur. Áðurnefnt hlutverk fjölmiðla er
að færa okkur borgurunum upplýs-
ingar, ekki innihaldslaus gífuryrði
sem engin innistæða er fyrir. Þegar
fjölmiðill lætur til leiðast að fjalla
um haldlausar niðurstöður kannana
eins og þar fari vel undirbyggðar
rannsóknir á „hug“ almennings er
hann að bregðast upplýsingaskyldu
sinni en gerist um leið leiðitamt
verkfæri í höndum afla sem sjá sér
hag í að móta skoðanir okkar al-
mennra borgara sér í hag. Áhrifa-
máttur fjölmiðla í nútímasamfélagi
er mikill og skyldunni um að upp-
lýsa fylgir jafnframt skylda til að
forðast að blekkja með villandi
fréttaflutningi.
Eru niðurstöður
ávallt fréttaefni?
Eftir Sigurgrím Skúlason
Höfundur er próffræðingur.