Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGTAKIÐ ung- lingur er tiltölulega ungt hugtak og er ung- lingamenning með öllu tilheyrandi sífellt að verða fyrirferðameiri. Unglingar hlusta á sér- staka tónlist, klæðast sérstökum fötum og eru hrifnari af sumum bíó- myndum en öðrum. Þeir eru sem sagt orðn- ir neytendur. Þetta hafa auglýsendur uppgötvað og hafa því farið að beina spjótum sínum að ungu fólki í meira mæli en áður, með skýr skilaboð um hvernig eigi að vera og hvað á að kaupa. Því hefur líklega aldrei verið jafnflókið að vera ung- lingur og einmitt í dag. Það er kannski ekkert skrýtið að sjálfs- myndin, jafnbrothætt og hún oft er á þessum árum, týnist í öllu þessu skilaboðaflóði. Í bókinni Hvað er mál- ið er leitast við að gefa upplýsingar og svör um margt sem brennur á ung- lingum í dag. Bókinni er skipt í 8 hluta: Hver ert þú?, Fjölskyldan, Útlit, líkami, fegurð og tíska, Að vera saman, Kynþroski og kynlíf, Kynferðisofbeldi, Heilsan og Skóli og framtíð. Hverjum hluta er skipt niður í kafla svo auðvelt er að fletta upp í bókinni og í enda hvers kafla er vísað á hvar frekari upplýs- ingar um hvert mál er að finna. Hver opna er ein lífleg heild og helst að of margt sláist um athyglina á hverri síðu. Hver hluti bókarinnar hefur sinn lit og myndskreytingar oft á tíð- um skemmtilega skrýtnar. Höfundar eru ekki feimnir við að feitletra stórum stöfum það sem þeir vilja leggja áherslu á og myndskreytingar ríma skemmtilega við efnistökin hverju sinni. Textinn er hispurs- laus og algerlega laus við tepruskap, enda- þarmsop er t.d. útskýrt sem ,,Krumpað op á rassinum“ (bls 118). Ritstíllinn er líkur eðli- legu talmáli og talað er til lesanda sem jafn- ingja. Höfundar setja sig aldrei í neinar stell- ingar og textinn því sér- lega læsilegur. Stund- um er gert góðlátlegt grín að mögulegum áhyggjum lesandans og bent á skoplegu hliðar málsins, án þess þó að gera nokkurn tímann lítið úr áhyggjum lesanda. Húmorinn er sjaldan langt undan jafnt í texta sem myndskreytingum. Fjölmargar skemmtilegar og áhuga- rverðar tilvitnanir eru í bókinni, t.d. vitnað í Britney Spears, Pink Floyd, Simma á Popp Tíví, Andreu Róberts og fjölmarga aðra. Oft er einnig vitn- að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barna og unglinga. Það eru aðeins örfá atriði sem hægt er að fetta fingur út í. Þó að hlutar séu skrifaðir sérstaklega fyrir stráka og aðrir sérstaklega fyrir stelpur, virðist á köflum sem bókin sé skrifuð frekar með kvenkyns lesanda í huga. Sem dæmi má taka kaflann um líkamslög- un, þar sem eru sýndar myndir af al- gengu vaxtarlagi kvenna og dæmi nefnd um frægar konur með hvert vaxtarlag, en aðeins örfáum orðum eytt í hvort ákveðið vaxtarlag sé al- gengt meðal karla eða ekki. Í kafl- anum Heilsan er ítarleg umfjöllun um sjúkdómana anorexíu og búlemíu en ef til vill hefði sú umfjöllun betur átt heima í kaflanum Algengar geðrask- anir, enda anorexía og búlemía geð- rænir sjúkdómar þótt þeir hafi vissu- lega áhrif á heilsuna. Í köflunum Áfengi og Fíkniefni er hvergi minnst einu orði á landa, en þar hefðu upp- lýsingar um landa vissulega átt heima. Læsilegur texti, skemmtileg upp- setning og myndskreytingar hjálpast að við að gera bókina sérlega að- gengilega og skemmtilega. Bók sem leitast við að svara spurningum getur að sjálfsögðu aldrei verið tæmandi. En eins og höfundar segja í inngang- inum; ,,Ef þú, fjölskylda þín eða vinur á í einhverjum erfiðleikum getur þú kannski fundið svörin hér. Ef ekki finnur þú örugglega hvar leita má svara.“ Spurningum svarað BÆKUR Fræðsla Berglind Sigmarsdóttir og Sigríður Birna Valsdóttir JPV Útgáfa. 203 bls. Myndskreytingar og umbrot Þórarinn Leifsson, ljósmyndir eft- ir Thorsten Henn. HVAÐ ER MÁLIÐ? Hildur Knútsdóttir Hildur Knúts- dóttur er 19 ára nemi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Hún stefnir að því að ljúka stúdents- prófi í vor. Auk menntaskóla- námsins hefur Hildur lagt stund á spænskunám en aðal- áhugamál hennar er lestur góðra bóka. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að lesa og ég eyði mestum frítíma mínum í það. Ég stefni á það að læra bókmennta- fræði, rússnesku og spænsku í framtíðinni.“ Hildur Knútsdóttir ÞÓRARINN Óskar Þórarinsson, Aggi, ljósmyndari opnar sýningu á verkum sín- um í Listasafni ASÍ kl. 14 í dag, laugardag. Heiti sýningarinnar er „Þórarinn Óskar og hyski hans“. Stærstur hluti verk- anna er svart-hvítar ljósmyndir sem hann hefur tekið af því nán- asta í kringum sig, eins konar fjöl- skyldualbúm sem spannar tímabilið frá 1976 og til dagsins í dag. Þórarinn segir að sér leiðist uppstilltar myndir, hann vilji frekar taka myndir úr laun- sátri þegar viðfangsefnið viti ekki af. Hann hefur gaman af fólki og lítur á myndirnar sem sögur af því. Þórarinn sýnir einnig litljósmyndir, lands- lagsmyndir frá Grand Canyon í Bandaríkjunum. Þórarinn Óskar er sjálfmenntaður ljós- myndari. Hann ólst upp í braggahverfi í Reykjavík þar sem hann byrjaði ljós- myndaraferil sinn ungur að árum. Þór- arinn starfaði um árabil sem ljósmynd- ari hjá mánaðarblaði einu í Árósum í Dan- mörku. Sýningin stendur til 14. desem- ber. Opið er alla daga, nema mánudaga, kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Ein ljósmyndanna á sýningu Agga. Skotið úr launsátri MYNDLISTARMAÐURINN og leikkonan úr kvikmyndinni Salt, Melkorka Þ. Huldudóttir, opnar sýninguna „Myrkraverk“ í Kling & Bang gallerí Laugavegi 23. kl. 16 í dag, laugardag. Sýningin samanstendur af síendurtekinni söfnunaráráttu er hefur verið fönguð í krukkur sem enda í kjallara upp á annarri hæð Kling & Bang. Í þessum myrkraverkum finnst flugan í huganum sem hef- ur blæti fyrir að sitja í kjallara náungans og komast inn í vel falda afkima hans. Sýningin stendur til og með 14. desember. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Morgunblaðið/Kristinn Myndlistar- og leikkonan Melkorka Huldudóttir í vinnustofu sinni. Söfnunarárátta fönguð í krukku Dokaðu við nefnist ný geislaplata með tónlist úr sam- nefndri ung- lingaóperu eftir Kjartan Ólafs- son og Mes- síönu Tómasdóttur. Í óperunni er fjölbreytt tónlist frá ýmsum tíma- skeiðum unglinga. Má þar nefna lög með skírskotunum til bítlatím- ans, íslensk einsöngslög, raf- tónlist, klassíska tónlist, nútíma- tónlist o.fl. Ljóðin eru eftir Pétur Gunnarsson, Þorstein frá Hamri og Theodóru Thoroddsen. Námsgagnastofnun hefur látið gera heimasíðu til tónlistarkennslu á Netinu með efninu úr sýningunni. Þar er að finna tónlistina úr óp- erunni bæði á nótnaformi og sem hljóðskrár með og án söngs. Þar er einnig að finna ljóðin úr óperunni ásamt myndefni Messíönu Tómasdóttur sem notað er í sýning- unni. Slóðin á heimasíðunni er http:// www.nams.is/dokadu_vid/ index.htm. Útgefandi er ErkiTónlist sf. og Smekkleysa dreifir. Ópera Á AÐVENTUTÓNLEIKUM í Reyk- holtskirkju kl. 20 á morgun, sunnu- dag, koma fram Diddú og dreng- irnir. Þau eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og hljóðfæraleikararnir Kjartan Ósk- arsson og Sigurður I. Snorrason, klarinettur, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson horn, Brjánn Inga- son og Björn Árnason, fagott. Tónleikarnir eru á vegum Tón- listarfélags Borgarfjarðar. Diddú og drengirnir í Reykholti EGILL Sæbjörnsson opnar sýn- inguna „Í garðinum“ í Galleríi Hlemmi kl. 17 í dag, laugardag. Þar mun hann sýna myndbands- og tón- verk auk ljósmynda og teikninga sem ekki hafa verið sýndar áður. Aðal- verkið á sýningunni nefnist „We are flowers“ eða Við erum blóm, og er bú- ið til úr teikningum og tónlist sem sett eru saman í myndbandsverk sem myndar heim mótsagna þar sem feg- urð og „brútalismi“ takast á. Á sýningunni eru einnig teikningar úr verki sem nefnist „Aldan“. Teikn- ingarnar eru að sögn Egils upphaf- lega vinnuteikningar fyrir tónlistar- myndband en eru hugsaðar sem sjálfstætt verk þar sem myndbandið varð aldrei til. Á sýningunni eru þar að auki fimm ljósmyndir úr verkinu „1, 3, blár og ellefu“ sem er hugsað bæði sem ljósmyndaverk og hreyfi- mynd (animation). Egill, sem er einn borgarlistamanna Reykjavíkur 2004, er búsettur í Berlín en hefur tekið drjúgan þátt í listalífi Reykjavíkur síðustu ár. Gallerí Hlemmur er opið fimmtu- daga til sunnudaga frá 14–18. Aðgangur er ókeypis. Teikning og tónlist á Hlemmi THE Chinese European Art Center of Xiamen University hefur gefið út átta bækur um evrópska listamenn. Þar af eru bækur sem fjalla um ís- lensku listmennina Sigurð Guðmundsson og Rúrí. Bækurnar eru á kínversku og ensku og fjalla um líf þeirra og verk. Magnús Bjarnason sendifulltrúi var viðstaddur þegar bækurnar komu út á dögunum en jafnframt var opnuð sýning á verkum Sigurðar og Rúríar. Töluvert var fjallað um þennan viðburð í fjölmiðl- um en svo virðist sem aukinn áhugi sé á evrópskri nútímalist í Kína. Ineke Guðmundsson, eiginkona Siguðar, stofnaði listastofnunina árið 1999 í sam- starfi við Háskólann í Xiamen. Frá þeim tíma hef- ur stofnunin unnið að því að kynna nútímalist frá Evrópu í Suður-Kína. Á næstu mánuðum munu fjölmargir skúlptúrar rísa í Xiamen borg, þar á meðal verk eftir Kristján Guðmundsson, sem verður afhjúpað 20. desember nk. Utanríkisráðuneytið og menntamálaráðuneytið studdu fjárhagslega útgáfurnar um Sigurð og Rúrí en sendiráðið í Peking hefur starfað með Xiamen háskólanum og The Chinese European Art Center að ýmsum verkefnum undanfarið. Bókunum verður dreift í gegnum bókabúðir í Kína. Íslenskir listamenn í kínverskum bókum Listaverkabækurnar um Sigurð og Rúrí. Lífsspeki ber undirtitilinn: Um lífið, tilveruna og manninn og það sem gerir lífið þess virði að því sé lifað. Bókin hefur að geyma ýmsan vísdóm kvenna og karla, dæmisögur og speki. Kaflaheiti eru um 50 talsins og spanna allt frá lífsháska og synd- inni til lífsánægju og vináttu. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 72 bls., prentuð í Ásprenti. Verð: 1.980 kr. Handbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.