Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 39
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 39
MAGNÚS Pálsson, öryggisstjóri í
Kringlunni, er mikið á ferðinni í sínu
starfi og hefur oftar en ekki göngu-
mæli á sér. Hann hefur gengið allt
að 200 kílómetra á vinnutímanum í
desember og þá um Kringluna og
fyrir utan hana.
„Kringlan er í raun eins og lítið
þorp og ég er þá lögreglustjóri
þorpsbúanna,“ segir Magnús en
hann hefur starfað sem öryggisstjóri
í Kringlunni frá því hún var enn á
byggingarstigi árið 1987. Áður starf-
aði hann sem lögreglumaður og við
öryggisvörslu í Texas í Bandaríkj-
unum.
„Við erum með fólk á vakt allan
sólarhringinn og þau eru margvísleg
störfin sem við þurfum að sinna.
Stöku sinnum þurfa öryggisverðir
að hafa afskipti af gestum sem eru á
ferð síðla kvölds eða að nóttu til og
einnig þarf að opna fyrir versl-
unarfólki sem er seint á ferð. Þá þarf
að ganga á allar verslanir og athuga
hvort ekki sé allt með felldu. Það
hefur til dæmis komið fyrir að
gleymst hefur að slökkva kertaljós.
Það þarf að lagfæra ýmislegt eftir
nóttina, fara yfir þrif í húsinu, at-
huga hvort allt er með felldu á bíla-
stæðum og veita kaupmönnum
margvíslega aðstoð. Allir þjófnaðir
eru tilkynntir til öryggisdeildar
Kringlunnar og viðskiptavinir leita
einnig með ýmis mál til örygg-
isvarða. Þegar Magnús er spurður
hvort öryggisverðirnir hafi náð að
kynnast föstum viðskiptavinum
Kringlunnar segist hann eiga orðið
marga kunningja sem komi til dæm-
is og fái sér kaffi á morgnana í Kaffi-
tári eða starfi í fyrirtækjum sem eru
í nágrenninu. „Auðvitað heilsar mað-
ur svo upp á fasta viðskiptavini sem
hafa haldið tryggð við Kringluna í
áranna rás og þeir eru margir.“
En hvað gengur Magnús mikið á
venjulegum degi?
„Það er ekki óalgengt að ég gangi
milli fimm og sjö kílómetra á dag.
Þegar mest hefur verið að gera hjá
mér hefur göngumælirinn farið upp
12 kílómetra á dag.“
Morgunblaðið/Júlíus
Magnús Pálsson: Á orðið marga kunningja sem koma daglega í Kringluna.
JÓLAÖS | Gengur 200 kílómetra í desember
Eins og lögreglu-
stjóri í litlu þorpi
Þegar jólaösin hefst í Kringlunni er eins
gott fyrir Magnús Pálsson öryggisstjóra
að vera í góðu formi því hann gengur þá
allt að átta til tíu kílómetra á dag.
AÐVENTUKRANSAR eru líklega
tilbúnir á mörgum heimilum núna,
enda á samkvæmt hefðinni að
kveikja á fyrsta kertinu á morgun,
fyrsta sunnudegi í aðventu.
Aðventukransar eru af öllum
stærðum og gerðum, litum og efn-
um. Það sem þeir eiga yfirleitt sam-
eiginlegt er að vera hringlaga og
með fjórum kertum. Kertin fjögur í
kransinum bera hvert sitt nafn.
Fyrsta kertið heitir spádómskerti,
annað Betlehemskerti, það þriðja
nefnist englakerti og hið fjórða er
fjárhirðakertið.
Eldhætta á aðventu
Eldsvoðar vegna kertabruna eru
áberandi algengastir á aðventunni
af öllum árstíma. Til að sporna
gegn eldhættu af aðventukrönsum
eða kertaljósi eru til fleiri leiðir en
að blása á kertin.
Eldvarnarúði fæst m.a. í blóma-
búðum og er honum þá úðað á
skreytingar með kertum til að
varna því að eldur breiðist út. Um
er að ræða efni sem tefur að eldur
breiðist út en getur ekki komið í
veg fyrir það að öllu leyti. Einnig
fást m.a. í gjafavöru- eða búsá-
haldaverslunum sérstakir hólkar til
að smeygja upp á kerti í aðventu-
krönsum eða kertaskreytingum. Og
þegar kertið er brunnið niður í
miðjan glerhólk slokknar sjálfkrafa
á því.
Forvarnir af þessu tagi geta þó
ekki komið í staðinn fyrir að vera
vakandi yfir kertunum. Mikilvægt
er að yfirgefa ekki logandi kerti og
hafa þau ekki í nágrenni við
gluggatjöld.
AÐVENTA
Kertin í kransinum
Morgunblaðið/Kristinn
Spádómskertið: Kveikið á fyrsta
kertinu á aðventukransinum á
morgun.
TILBOÐ
RAUÐ PAKISTÖNSK TEPPI -
SÓFABORÐSSTÆRÐ - 34.900 kr.
Frábært úrval - Gott verð
10% afsláttur m.v. staðgreiðslu
RAÐGREIÐSLUR
Sími 861 4883
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík
Sölusýning
Í dag, laugardag 29. nóv. kl. 12 - 19
og á morgun, sunnudag 30. nóv. kl. 13 - 19.
Töfrateppið
DAGURINN í gær var enginn annar en „Buy nothing
day“ upp á ensku eða Bindindisdagur neytenda. Það
eru samtök sem kalla sig Adbusters Media Foundation
sem standa fyrir degi þessum og hafa gert síðustu ár.
AMF lýsa sér sem „hnattrænum samtökum lista-
manna, skríbenta, athafnamanna, námsmanna, leið-
beinenda og grallara“. Þeir halda úti myndarlegri vef-
síðu, http://adbusters.org/campaigns/bnd/, og yfirlýst
stefna þeirra er að stokka upp í neysluþjóðfélaginu.
Þeir segja að mikill árangur hafi náðst, til merkis um
það sé vaxandi félagafjöldi samtakanna. Samtökin eru
rekin með samskotum þeirra sem trúa á málstaðinn.
Bindindisdagur
neytenda
Ljósmynd/Kolbrún Kristjánsdóttir