Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 42
Síðastliðin tíu ár hafa Mar-entza Poulsen og Ida Dav-idsen séð saman um aðsetja upp jólahlaðborð, fyrst á Hótel Borg og nú síðustu árin á Hótel Loftleiðum. Jólahlaðborðið er sett upp að dönskum hætti og á borðum er það sama og á veitingastað Idu Davidsen í Kaupmannahöfn. En hvað greinir að smekk Dana og Íslendinga þegar jólamatur er annarsvegar? „Í raun ekkert,“ segir Ida. „Þeir eru hrifnir af sama matnum, reyktu öndinni okkar, patéum, laxinum, síldarréttunum, smurbrauðinu og allir heitu réttirnir eru vinsælir.“ Ida segir að Danir gefi sér góðan tíma til að borða, þeir fá sér lítið á diskinn í einu og eru að borða í 3-5 klukkustundir. „Mér finnst þetta nú vera að koma hér með árunum að Íslendingar taki sér góðan tíma þegar þeir fara á jólahlaðborð. Ég legg mig fram um að kenna gestunum okkar hvernig á að borða af jólahlaðborði,“ bætir Marentza við. „Fólk á að minnsta kosti að fara sex sinnum að borðinu og helst tíu sinnum. Fyrst fer fólk í rólegheitum og fær sér síld og kannski snafs með ef það er fyrir slíkt. Eftir nokkra stund fer það og bragðar á köldu fiskrétt- unum. Í þriðja skiptið fær það sér paté, smurbrauð og kannski kalda skinku. Á milli ferða lætur fólk mat- inn sjatna aðeins og notar stundina til að spjalla og hafa það huggulegt. Þegar komið er að fjórðu og fimmtu ferð er vanalega komið að heitu rétt- unum eða aðalréttunum á hlaðborð- inu. Í lokin bragðar fólk á eftirrétt- unum og fer kannski einu sinni til tvisvar. Margir halda að með því að fara svona oft að borðinu þá veki fólk á sér athygli fyrir græðgi. Það er al- gjör misskilningur. Fólk fær sér lítið í einu og nýtur hvers bita og það er langt í frá að gestir séu að velta því fyrir hversu oft þessi eða hinn fari að borðinu. Stór hluti af því að fara á jólahlað- borð er að njóta samvista við fjöl- skyldu og vini og taka sér góðan tíma.“ Marentza og Ida gefa hér upp- skriftir að réttum sem eru á ekta dönsku jólahlaðborði, síldarrétti, smurbrauði og danskri eplaköku. Dönsk eplakaka 1 krukka eplamauk 4 epli smjör til steikingar 1 poki eplakökuraspur (fæst t.d. í Nóatúni) 10 makkarónukökur kanill 1 peli rjómi, þeyttur jarðarberjasulta Flysjið eplin og skerið í þunna báta. Mýkið aðeins á pönnu í smjöri, stráið smá kanil yfir og kælið. Brytj- ið makkarónukökurnar í botninn á skál eða djúpu fati. Má skvetta smá sjerrí yfir ef vill. Gerir gott bragð. Stráið síðan smá eplakökuraspi yfir makkarónukökurnar. Þar næst er eplakökumauki hellt yfir og þá kanil- bragðbættu eplunum og aftur smá af eplamaukinu. Magn fer eftir smekk hvers og eins. Síðan er eplaköku- raspi stráð yfir eplamaukið og þar næst þeyttur rjómi settur ofan á. Skreytt með jarðaberjasultu; rönd- um eða doppum. Gott er að láta kök- una standa í kæli í 2-3 klst. fyrir notkun. H.C. Andersen-smurbrauð ½ sneið maltbrauð með smjöri 5 sneiðar stökkt beikon ½ sneið lifrarkæfa 1 sneið kjöthlaup 3 sneiðar tómatar 1 msk fersk, rifin piparrót ½ tsk fínt söxuð steinselja Raðið stökka beikoninu horn í horn. Tómötum er raðað hægra megin á brauðsneiðina og lifrar- kæfusneiðinni vinstra megin. Kjöt- hlaupið sett á samskeytin og pipar- rótin er sett á hægra megin, ofan á samskeyti tómatanna og kjöthlaups- ins. Steinseljunni stráð ofan á pip- arrótina. Hótel Loftleiða-síld 6 flök kryddsíld 1 stk. rauðlaukur ½ kg. kartöflur Sósa: 1 dl. majónes 1 dl. 18% sýrður rjómi 2 tsk. HP sósa 3 msk. dijon sinnep 2 tsk. Worchestersósa salt og pipar eftir smekk Hrærið öllu vel saman, sjóðið kartöflurnar, skerið í bita og blandið saman við sósuna. Setjið á fat eða í skál. Skerið kryddsíldina í bita og raðið ofan á kartöflurnar. Saxið rauðlaukinn og setjið ofan á síldina. Skreytt með dillkvisti.  JÓLAHLAÐBORÐ|Fólk á að taka sér mjög góðan tíma og fara mörgum sinnum að fá sér að smakka Stöllurnar: Ida Davidsen og Marentza Poulsen. Sex ferðir lágmark ef borða á af jólahlaðborði og fara eftir kúnstarinnar reglum. Mar- entza Poulsen segir að ferð- irnar á hlaðborðið eigi helst að vera á annan tug. Fólk heldur að með því að fara oft að borðinu þá veki það á sér athygli fyrir græðgi. Það er algjör misskilningur. Morgunblaðið/Sverrir Á alls ekki að hrúga á diskana DAGLEGT LÍF 42 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólaferðir fyrir fjölskyldur Boðið verður upp á fjölskylduvænar jólaferðir á Suðurlandi á aðventunni. Guðmundur Tyrfingsson ehf. í sam- vinnu við Skógrækt ríkisins og Sól- heima stendur fyrir jólaferðunum fyrir hópa og fyrirtæki. Ekið er í Haukadalsskóg og eftir stutta gönguferð um skóginn velur hóp- urinn sér jólatré sem tekið er með til baka. Því næst er ekið að Sól- heimum í Grímsnesi þar sem hlustað er á stuttan fyrirlestur og jólasögur. Farið er í skoðunarferð um vinnu- stofurnar þar sem gestum gefst færi á að sjá hvar og hvernig jóla- gjafirnar verða til. Boðið er upp á léttan hádegisverð og allir fá með sér lítinn jólapakka. Að endingu er farið í Skálholtskirkju þar sem hlýtt er á jólahugvekju og jólalög sungin. Gist hjá Lundúnabúum Þeir sem vilja kynnast daglegu lífi Lundúnabúa ættu e.t.v. að prófa að panta sér gistingu í borginni í gegn- um Uptown Reservations í stað þess að skoða hefðbundið hótel eða „Bed & Breakfast“. Gist er á heimilum fólks í öruggum hverfum Lundúna, t.d. Kensington, Chelsea eða Knig- htsbridge og er boðið upp á eins manns herbergi, tveggja manna eða fjölskylduherbergi. Gestgjafarnir er oft fólk sem hefur aukaherbergi til að leigja út og getur aðstoðað ferða- langa við að kynnast Lundúnum. Verðið er frá 95 pundum fyrir tveggja manna herbergi. Helgarferð til Manchester ÍT-ferðir standa fyrir helgarferð til Manchester 6.–8. febrúar 2004. „Dustið rykið af bítlaskónum, pússið takkaskóna og setjið á ykkur legg- hlífar, því nú verður tæklað og tjútt- að í Manchester,“ segir í tilkynningu frá ÍT-ferðum. Ferðin er sögð tilvalin fyrir árshátíðir fyrirtækja eða smærri hópa. Íslenskur fararstjóri verður með í för og hægt er að fara á fótboltaleiki Bolton-Liverpool eða Everton-Manchester United. Íbúðaskipti um allan heim Íbúðaskipti geta verið ákjósanlegur kostur fyrir ferðalanga. Homelink- samtökin eiga fimmtíu ára afmæli á þessu ári og á þeirra vegum eru nú um 12 þúsund íbúðaskipti á hverju ári. Fólk getur boðið sína íbúð í skiptum fyrir aðra hvar sem er í heiminum. Mörgum þykir þetta fyr- irkomulag þægilegt þar sem þeir hafa aðgang að heimili í öðru landi en ekki bara hótelherbergi, auk þess sem kostnaðurinn er minni. Sumir leiða hugann að áhættu við skipti af þessu tagi en í bæklingi Homelink kemur fram að á þeim fimmtíu árum sem samtökin hafa haft milligöngu um íbúðaskipti, hafa aldrei verið unnin skemmdarverk á viðkomandi íbúðum. Galakvöld og dekurhelgi Hótel Hekla á Brjánsstöðum, Skeið- um kynnir dagskrána eftir áramótin um þessar mundir. Í janúar verður m.a. galakvöld með rómantísku ívafi  VÍTT OG BREITT kringlunni & faxafeni www.tk. is O P I Ð S U N N U D A G Faxafeni 13 - 16 Kringlunni 13 - 17 4 munstur (með og án gulls) TILBOÐ Tvær búðir fullar af vandaðri vöru á góðu verði DÚNDURT I LBOÐ hnífapör fyrir 12 manns ásamt fylgihlutum einstaklega vönduð og falleg 18/10 gæðastál. alls 72 hlutir: GINKO BILOBA FRÁ með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog á frábæru verði Jafnar blóðflæðið H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.