Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖRYRKJABANDALAGIÐ telur að með því að uppfylla samkomulag um hækkun á grunnlífeyri öryrkja og breytingar á kerfi örorkulífeyris í áföngum sé ríkisstjórnin að brjóta eða a.m.k. að fara á sveig við sam- komulagið sem heilbrigðisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, gerði við Öryrkjabandalagið í vor. Bæði heilbrigðis- og fjármálaráð- herra hafna því að verið sé að brjóta samkomulagið en af svörum þeirra í Morgunblaðinu á föstudaginn virðast mega ráða að þeir líti málið mismun- andi augum. Eftir því sem næst verður komist stóð til að málið yrði rætt á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun en svo fór að málið var ekki á dagskrá. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er vinna í gangi á milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og fjár- málaráðuneytisins. Fer málið ekki fyrir ríkisstjórnina fyrr en lausn hef- ur fundist á því og vonir standa til að það geti þó orðið á þriðjudaginn. Nær tvöföldun eða rúmur milljarður? Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, segir menn standa við sam- komulagið, þ.e.a.s. eins mikið og hægt er miðað við þá fjárveitingu sem fyrir hendi sé í fjárlagafrum- varpinu (einn milljarður) en það sé einmitt sú upphæð sem tilgreind hafi verið í samkomulaginu frá því vor. Á fjármálaráðherra er því að skilja að það sé heildarupphæðin, einn eða rúmur einn milljarður króna, sem kveðið er á um í samkomulaginu sem ráði úrslitum. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, lítur svo á að standa beri við loforð um „allt að tvöföldun grunnlíf- eyrisins“ en þar sem í ljós hafi komið að kostnaðurinn sé meiri en ráð var fyrir gert verði að gera það í áföng- um. Ráðherra tekur þó fram að aldrei hafi annað staðið til af sinni hálfu en að uppfylla samkomulagið að fullu. Sá milljarður, sem gert sé ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, verði greiddur út nú um áramótin en það sem upp á vanti verði greitt tólf mánuðum síðar. Samkomulag sem enginn mun rokka við „Á blaðamannafundinum í fyrra- dag var spurt hvort samkomulagið nú væri nokkuð annað en rétt og slétt kosningabomba,“ sagði heilbrigðis- ráðherra í grein í Morgunblaðinu 27. mars eða tveimur dögum eftir að samkomulagið var gert. „Ekkert er eðlilegra en fréttamenn spyrji spurn- inga af þessu tagi í aðdraganda kosn- inga. Það sem athyglisvert var á fundinum með blaðamönnum var að báðir aðilar, bæði sá sem þetta ritar og Garðar Sverrisson, formaður ÖBÍ, lýstu yfir að þannig bæri ekki að skilja niðurstöðuna og báðir sögð- umst við sannfærðir um að enginn stjórnmálaflokkanna myndi einn eða í samráði við aðra flokka reyna að rokka við því samkomulagi sem gert hefur verið,“ sagði í grein ráðherra. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, segir samkomu- lagið alveg skýrt og í því komi fram að hækkunin eigi að koma til fram- kvæmda 1. janúar árið 2004. Garðar er því alveg ósammála fjár- málaráðherra og segir ummæli hans nú til marks um misskilning eða rangtúlkun á samkomulaginu. Garð- ar er sömuleiðis ósammála túlkun heilbrigðisráðherra og segir það hafa legið fyrir þegar samkomulagið var gert að kostnaðurinn væri hærri en einn milljarður. Afstaða Öryrkjabandalagsins er því skýr, það vill að staðið verði við loforð um „nær tvöföldun grunnnlíf- eyris“ og krefst þess að þau loforð eigi að fullu að koma til framkvæmda 1. janúar næstkomandi. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur tekið fram að af fenginni reynslu taki hann umræðu um áfanga og skref með miklum fyrirvara og hefur í því sambandi vísað til fyrri lof- orða Framsóknarflokksins um afnám skerðingar vegna tekna maka í áföngum. Mest hækkun til yngri öryrkja Í samkomulaginu átti að hækka grunnlífeyri allra öryrkja en mismik- ið eftir því hvenær menn yrðu fyrir örorku. Gert var ráð fyrir allt að tvö- földun grunnlífeyris hjá þeim sem yngstir verða öryrkjar en að hækk- unin yrði minni hjá þeim sem verða öryrkjar síðar á lífsleiðinni. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins líta ráðherrar svo á að með orðunum „allt að“ sé settur ákveðinn fyrirvari og í ljósi þessa orðalags sé ekki hægt að halda því fram að um svik á sam- komulaginu sé að ræða. Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir hækkunin/lækkun um rúmar 400 krónur fyrir hvert ár á aldursskeið- inu 18-67 ára. Sá sem varð öryrki 18 ára eða yngri fékk á þessum tíma 20.630 krónur í grunnlífeyri en átti samkvæmt samkomulaginu að fá 41.260; grunnlífeyrir hans átti því að hækka um tæpar 21 þúsund krónur. Sá sem yrði fyrir örorku 56-57 ára gamalll átti að fá fjögur þúsund króna hækkun, 36-37 ára átti að fá tæplega þrettán þúsund króna hækk- un og 26-27 ára átti að fá nær 17 þús- und krónum meira. Hvað er rúmur milljarður? Þá var miðað við að þeir sem yrðu öryrkjar 67 ára eða eldri fengju grunnlífeyri sem næmi sömu upphæð og ellilífeyri. Samkvæmt útreikningum sérfræð- inga í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu var kostnaður við hækkunina og kerfisbreytinguna áætlaður rúm- ur milljarður á ári eins getið er um í samkomulaginu. Hér vaknar auðvit- að spurningin: Hvað er rúmur millj- arður? Er það 1,1 milljarður eða get- ur það verið 1,2 milljarðar? Eða jafnvel 1,4 milljarðar? Af hálfu Öryrkjabandalagsins hef- ur því verið haldið fram að legið hafi fyrir þegar samkomulagið var gert að kostnaðurinn myndi verða nokkru hærri en einn milljarður eða um 1,2 milljarðar eða jafnvel hærri. Þetta stangast á við ummæli heil- brigðisráðherra í Morgunblaðinu á föstudag þess efnis að „nokkrum mánuðum eftir að samkomulagið var gert“ hafi komið fram nýjar upplýs- ingar um að breytingin yrði dýrari en gert var ráð fyrir þegar samkomulag- ið var kynnt. Öryrkjabandalagið hefur einnig bent á að það skjóti skökku við að aðeins sé gert ráð fyrir sléttum millj- arði í fjarlagafrumvarpinu þegar allt- af hafi verið talað um rúman milljarð og bæði fjármálaráðuneytið og heil- brigðisráðuneytið hafi vitað þegar vinna við gerð fjárlagafrumvarpsins hófst að kostnaðurinn yrði mun meiri. Mismunandi túlkun á sam- komulaginu við öryrkja HINN 25. mars í vor sendi heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá sam- komulagi milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og for- manns Öryrkjabandalagsins. Til- kynningin var svohljóðandi: „Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, hafa fyrir hönd ríkisstjórnar og Öryrkja- bandalagsins, gert samkomulag um hækkun grunnlífeyris öryrkja frá 1. janúar 2004. Er með sam- komulaginu komið sérstaklega til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni, en gert er ráð fyrir allt að tvöfaldri hækkun grunnlífeyris til þeirra sem yngstir verða öryrkjar. Ríkisstjórnin samþykkti sam- komulagið á fundi sínum í morgun. Það er gert í framhaldi af form- legum og óformlegum viðræðum heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og forsvarsmanna Öryrkjabandalags Íslands sem staðið hafa frá í febrúar 2002, eða í rúmt ár, og hefur Öryrkjabanda- lagið lagt sérstaka áherslu á það í viðræðunum að sérstaða þeirra sem yngstir verða öryrkjar verði bætt. Samkomulagið er einnig gert í tilefni Evrópuárs fatlaðra. Samkvæmt samkomulaginu er lagt til að skipaður verði starfs- hópur sem geri endanlegar tillögur að breytingum á lögum um al- mannatryggingar í samræmi við samkomulagið sem taka gildi 1. janúar 2004, eins og áður sagði, og tillögur sem eiga að auka mögu- leika öryrkja til atvinnuþátttöku. Starfshópurinn skal miða störf sín við framangreint samkomulag sem felur í sér eftirfarandi: Stigið verði fyrsta skref til við- urkenningar á hinni margvíslegu sérstöðu þeirra sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni. Þeir sem yngstir verða öryrkjar til lífstíðar fá þannig hækkun á nú- verandi grunnlífeyri frá Trygg- ingastofnun ríkisins, sem nemur allt að tvöföldun grunnlífeyrisins. Þeir sem verða öryrkjar síðar á lífsleiðinni fá hins vegar hækkun á núverandi grunnlífeyri með hlið- sjón af aldri, þannig að þeir sem verða öryrkjar 67 ára fá grunnlíf- eyri sem nemur sömu upphæð og ellilífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins. Hækkunin kemur til fram- kvæmda 1. janúar 2004. Í samkomulaginu er sömuleiðis gert ráð fyrir að starfsendurhæf- ing öryrkja verði efld og taki mið af þeim margvíslegu möguleikum sem nú hafa skapast með breyttum atvinnuháttum. Er þetta gert til að ýta undir og opna möguleika ör- yrkja til að taka þátt í atvinnulífinu á sínum forsendum. Samkvæmt útreikningum sér- fræðinga heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins verður kostnaðurinn við þessa hækkun grunnlífeyris og kerfisbreytinguna rúmur einn milljarður króna á árs- grundvelli.“ Allt að tvöföldun grunnlífeyris Morgunblaðið/Jim Smart Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, kynntu samkomulagið á fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í mars sl. Öryrkjabandalagið seg- ir það skjóta skökku við að gert sé ráð fyrir sléttum milljarði í fjár- lagafrumvarpi vegna hækkunar á grunnlíf- eyri þar sem bæði fjár- mála- og heilbrigð- isráðuneyti hafi lengi vitað að kostnaðurinn yrði töluvert meiri. Arnór Gísli Ólafsson kynnti sér málið. ÍSLENDINGAR voru á meðal fárra þjóða sem var boðið að vera stofn- aðilar samstarfsverkefnis á sviði vetnis í Washington á dögunum. Á þeim fundi var og ákveðið að vinna að gerð viljayfir- lýsingar á milli Íslands og Bandaríkjanna um nánara sam- starf þjóðanna í orkumálum, eink- um að því er varðar vetni og jarðvarma. „Þetta var stór atburður og ég held að menn geri sér ekki alveg grein fyrir hvaða stöðu Ísland hefur náð í alþjóðasamfélaginu í vetnis- málum,“ segir Hjálmar Árnason al- þingismaður sem sótti fundinn í Washington ásamt iðnaðarráðherra o.fl. Mikilvægt að almenningur fylgist vel með „Við höfum náð þessari sterku og um leið skemmtilegu stöðu vegna þess að við erum að bjóða Ísland sem tilraunavettvang eða sem eina allsherjar tilraunastofu í vetnismál- um. Þess vegna er það afskaplega mikilvægt, og ég hef lagt áherslu á það alveg frá byrjun, að almenning- ur sé vel upplýstur um það sem er að gerast. Við getum ekki boðið aðgang að okkar samfélagi með tilraunir á sviði nýrrar tækni ef almenningur er ekki meðvitaður um málin því þarna eiga einnig í hlut almenningsfarar- tæki eins og bílar og strætisvagnar auk fiskiskipa o.s.frv.“ Hjálmar segist telja að nokkuð vel hafi tekist að upplýsa almenning á Íslandi um vetnismálin en hann þurfi einnig að vita hver staða Íslands í al- þjóðasamfélaginu sé orðin. „Til marks um það hvað þessi staða er skemmtileg má nefna tvennt,“ segir Hjálmar. „Bara á þessu ári hafa komið hingað um 170 erlendir fjölmiðlamenn gagngert til þess að fjalla um vetnisáform Ís- lendinga. Við höfum fengið umfjöll- un í öllum þekktustu fjölmiðlum heimsins, s.s. Discovery Channel, BBC, stærstu sjónvarpsstöðvarnar í Japan, Newsweek, Times, Econom- ist o.s.frv. Þessum frásögnum fylgja yfirleitt skemmtilegar náttúrulífs- myndir frá Íslandi þannig að Ísland fær mjög jákvæða alþjóðlega kynn- ingu, bæði fyrir hugmyndina um vetnissamfélagið en ekki síður fyrir náttúruna. Enda hafa menn í ferða- þjónustu orðið varir við þetta.“ Ísland valið ásamt stærstu þjóðum heimsins Hjálmar segir að hinn þátturinn sem sýni sterka alþjóðlega stöðu Ís- lands á þessu sviði sé að til ráðstefn- unnar í Washington hafi verið kallað af Bandaríkjastjórn. „Hverjum er þá boðið? Jú, fjórtán ríkjum var boðið að koma til þess að skrifa undir átak til þess að hraða þróuninni í vetn- ismálum. Í þessum hópi eru helstu stórþjóðir heims, s.s. Bandaríkin, Kína, Rússland, Ástralía, Brasilía, Evrópusambandið sem heild auk stærstu Evrópuþjóðanna s.s. Bret- lands, Þýskalands og Frakklands. Og svo Ísland.“ Hjálmar segir fólk hafa komið til íslensku sendinefndarinnar og þakk- að Íslendingum fyrir að hafa tekið frumkvæðið og ýtt við alþjóðasam- félaginu. „Á þessu sviði líta menn á okkur sem stórveldi. Fyrirtæki voru með sýningarbása í tengslum við ráðstefnuna og í básnum hjá Shell, þessu stóra alþjóðlega fyrirtæki, voru aðeins sjónvarpsmyndir, ljós- myndir og texti um Ísland.“ Ísland stórveldi á sviði vetnis- mála Hjálmar Árnason alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.