Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 63
en hann hefur lengst allra presta þjónað Grensásprestakalli eða í 24 ár. Á sama tíma fer fram barnastarf kirkjunnar. Fyrsti sunnudagur í aðventu er jafnan mikill hátíðisdagur í kirkj- unni. Að þessu sinni er hann sér- staklega hátíðlegur í Grensáskirkju þar sem nú í haust er haldið upp á 40 ára afmæli safnaðarins. Aðventusamkoma í Breiðholtskirkju HIN árlega aðventusamkoma Breið- holtssafnaðar verður haldin í Breið- holtskirkju í Mjódd nk. sunnudag kl. 20. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá sem miðuð er við alla fjölskyld- una: Börn tendra ljós á fyrsta kert- inu á aðventukransinum. Kór Breiðholtskirkju og Eldri barnakór Breiðholtskirkju flytja aðventu- og jólasöngva undir stjórn organistans, Sigrúnar M. Þórsteinsdóttur. Lára Bryndís Eggertsdóttir syngur ein- söng. Undirleikari barnakórsins er Stefán Ólafsson. Fermingarbörn sjá um stutta dagskrá og sr. Lárus Hall- dórsson, sem var fyrsti sókn- arprestur í Breiðholti, flytur að- ventuhugleiðingu. Samkomunni lýkur með helgistund við kertaljós. Að samkomunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimili á vegum Kórs Breiðholtskirkju. Einnig munu fermingarbörn selja friðarkerti til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Aðventusamkomurnar hafa löngum verið miklar hátíðarstundir í safnaðarlífi og mörgum til gleði og uppbyggingar við upphaf undirbún- ings jóla. Vona ég að svo verði einn- ig í ár. Vil ég því nota þetta tækifæri til að hvetja sóknarbúa og aðra þá sem áhuga hafa til að fjölmenna við þessa athöfn og hefja þannig jóla- undirbúninginn með góðri stund í húsi drottins. Sr. Gísli Jónasson. Aðventukvöld – Forseti Íslands ræðumaður AÐVENTUKVÖLD Dómkirkjunnar verður að vanda fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóv. og hefst það kl. 20. Ræðumaður er dr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Dómkór- inn og Barnakór Dómkirkjunnar syngja undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og Kristínar Vals- dóttur. Samleikur á hörpu og selló, Elísabet Waage og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Kirkjunefnd kvenna hefur umsjón með aðventuhátíðinni og að henni lokinni býður hún öllum að þiggja kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Verið velkomin. Dómkirkjan. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgi- hald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kola- portinu fyrsta sunnudag í aðventu 30. nóvember kl. 14. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni predikar og þjónar ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur miðborgarpresti og Bjarna Karlssyni presti í Laug- arneskirkju. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina ásamt konu sinni Margréti Scheving og syninum Þor- valdi Þorvaldssyni. Þau ætla að leiða almennan söng og jafnframt að taka falleg jólalög saman, til að leiða okk- ur inn í jólaföstuna. Áður en Kolaportsmessan hefst kl. 13.40 mun Þorvaldur Halldórsson flytja þekktar dægurperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónustunni áður en stundin hefst. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM&KFUK og kirkjunnar. Sænsk messa – Svensk adventgudstjänst FYRSTA sunnudag í aðventu verður svo sem hefð hefur skapast fyrir að- ventuguðsþjónusta í Dómkirkjunni kl. 14. Guðsþjónustan er á vegum Svenska föreningen på Island. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og Marteinn H. Friðriksson og Maria Cederborg sjá um tónlist. Þeir sem þetta lesa eru vinsamlegast beðnir að gera sænskumælandi ferðamönn- um viðvart um guðsþjónustuna. Aðventutónar í Hafnarfjarðarkirkju AÐVENTU verður fagnað í Hafn- arfjarðarkirkju með tónlistarmessu 1. sunnudag í aðventu sem hefst kl. 11. Auk söngs Kórs kirkjunnar munu þau Hjörleifur Valsson fiðlu- leikari og Antonia Hevesi organisti og píanóleikari leika saman valin verk sem hæfa andblæ aðventunnar og glæða tilhlökkun og vilja til að láta gott af sér leiða og beina hug og hjarta að komanda Guðsríki og fagnaðarboðskap jóla. Aðventusamvera í Kópavogskirkju HIN árlega aðventusamvera Kópa- vogskirkju verður sunnudaginn 30. nóvember kl. 17 og verður til hennar vandað að venju. Efnisatriðin eru m.a.: Aðventuræðu flytur Halla Hall- dórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Elva Ósk Ólafsdóttir, leikari, les jólasögu. Hlín Finnsdóttir og Soffía Sigurðardóttir leika á flautur. Skólakór Kárness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Samverunni lýkur með ritning- arlestri, bæn og blessun. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Helgisöngleikur í Grafarvogskirkju HELGISÖNGLEIKUR verður í Grafarvogskirkju kl. 11 fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóv. Sameiginleg barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta í Grafarvogskirkju. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Helgisöng- leikur „Fæðing frelsarans“ í flutn- ingi Krakkakórs Grafarvogskirkju eftir Hauk Ágústsson. Stjórnadi er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Organisti Hörður Bragason. Kökubasar eftir guðsþjónustu til styrktar Krakkakór Grafarvogs- kirkju. Börnum í Borgarholtsskóla er bent á að barnaguðsþjónustan er í Grafarvogskirkju vegna helgileiks Krakkakórsins. Upphaf aðventu í Hallgrímskirkju VIÐ upphaf aðventu verður mikil hátíð í Hallgrímskirkju. Hátíðin hefst í dag, laugardag, kl. 17 með opnun myndlistarsýningar Braga Ásgeirssonar. Aðventan hringd inn kl. 18 með klukknaspili. Sunnudagurinn hefst með hátíð- arguðsþjónustu og barnastarfi kl. 11, en í guðsþjónustunni verður flutt kantata eftir J.S. Bach. sem samin er fyrir þennan dag kirkjuársins og heitir: Nú kemur heimsins hjálp- arráð, BWV 62. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hró- bjartssyni og dr. Sigurði Árna Þórð- arsyni. Flytjendur kantötunnar eru Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Guð- rún Edda Gunnarsdóttir, alt, Þor- björn Rúnarsson, tenór, Alex As- hworth, bassi, Schola cantorum, Kammersveit Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson, orgel og Hörður Áskelsson, stjórnandi. Í messunni verður tekið á móti gjöfum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Umsjón með barnastarfi hefur Magnea Sverrisdóttir, djákni. Kl. 17 verða Bachtónleikar á að- ventu með Schola cantorum, ein- söngvurum og Kammersveit Hall- grímskirkju (sjá að ofan). Fluttar verða kantöturnar Nun komm der Heiden Heiland og Schwingt freudig euch empor, en einnig verður fluttur sálmforleikurinn Nun komm der Heiden Heiland. Stjórnandi Hörður Áskelsson, kantor. Aðventukvöld í Seltjarnarneskirkju ER það ekki vel til fallið að koma í upphafi aðventu í Seltjarnar- neskirkju sunnudagskvöldið 30. nóv. kl. 20, hlýða á fallega tónlist og boð- skap jólamánaðarins og eiga sam- félag hvert með öðru? Á aðventukvöldinu eigum við stund með Guði og Jesúbarninu, tendrum jólaljós og finnum sálarfrið í amstri hversdagsins. Hugvekju kvöldsins flytur Ágúst Einarsson, prófessor og Nesbúi. Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur undir stjórn Pavels Mana- seks. Flutt verður Magnificat eftir S. Brixi fyrir kór, einsöngvara og kammersveit. Þetta verk verður frumflutt á Íslandi á aðventukvöld- inu. Organleikari er Violeta Smíd. Barnakór Seltjarnarness syngur fal- leg jólalög. Einsöngvarar eru úr Kammerkór kirkjunnar en Zbignew Dubik verður konsertmeistari. Eftir helgistundina verður gest- um boðið af sóknarnefnd í jólakaffi í safnaðarheimilinu gegn vægu verði. Verið öll hjartanlega velkomin. Sóknarprestur og sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju. Jól, hvað vantar? SAMKOMA með fjölbreyttri dag- skrá verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 17 sunnudaginn 30. nóvember, fyrsta sunnudag í að- ventu. Húsið verður komið í hátíð- arbúning og kveikt verður á fyrsta aðventukertinu. Börn úr Undra- landi, barnastarfi KFUM og KFUK á sunnudögum, syngja, Valdís Magn- úsdóttir verður með Undralands- þátt, Ragnhildur Áseirsdóttir og El- ísabet Haraldsdóttir sjá um samtalsþátt sem kemur í stað pré- dikunar og Stopp-leikhópurinn sýn- ir leikþáttinn Jól, hvað vantar? Hefð hefur skapast á undanförn- um árum að samkoman á fyrsta sunnudegi í aðventu sé fjölskyldu- samkoma þar sem allir aldurshópar eru saman og hefur það gefist mjög vel. Sunnudagseldhúsið býður síðan upp á heitan mat á eftir samkomu. Aðventukvöld í Digraneskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu kl. 20.30 verður fyrsta aðventukvöld af þremur í Digraneskirkju. Það er undirbúið af Kór Digraneskirkju. Organisti og kórstjórnandi er Kjart- an Sigurjónsson. Einsöng syngur Vilborg Helgadóttir og undirleikari er Bjarni Þ. Jónatansson. Gestur kvöldsins er séra Guðmundur Þor- steinsson, fyrrverandi dómprófastur og flytur hann hugleiðingu. Auk þess að syngja og flytja ritningarlestra hafa kórfélagar gefið kaffibrauð og meðlæti á kaffihlaðborð eftir stund- ina í kirkju. Allur ágóði rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Aðventusamkoma í Hóladómkirkju AÐVENTUSAMKOMA verður í Hóladómkirkju 1. sunnudag í að- ventu 30. nóvember kl. 20.30. Opnum dyrnar í eigin hjartarúmi og fögnum komu ljóssins í heiminn hér, hlustum á fallega aðventu - og jólasálma flutta af kirkjukór Hóla- dómkirkju, helgileik barna, hug- vekju og syngjum saman. Jóhann Bjarnason er kórstjóri og organisti, Björg Baldursdóttir kenn- ari flytur hugvekjuna, prestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Kaffiveit- ingar í Grunnskólanum á Hólum Verið hjartanlega velkominSókn- arnefndir Hóla- og Viðvíkursókna. Aðventusamkoma í Bessastaðasókn AÐVENTUSAMKOMA Bessa- staðasóknar verður í kirkjunni sunnudag kl. 17. Almennur safn- aðarsöngur leiddur af kór kirkj- unnar, Álftaneskórnum. Skólakór Álftanesskóla syngur einnig undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Þver- flautuleikari: Kristjana Helgadóttir. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Talað orð: Birgir Thomsen, sr. Friðrik J. Hjartar, Gréta Konráðsdóttir djákni og sr. Hans Markús Hafsteinsson. Mætum vel og og byrjum aðventuna í gleði Drottins. Prestarnir. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.