Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 71 Jólavörur frá Svíþjóð Klapparstíg 44, sími 562 3614 Jóladúkkur Verð frá kr. 3.500. . SOS-jólakúlur Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, alþingiskona, setur í dag, laugardag, fyrstu jólakúluna á Jólatré allra barna fyrir utan Deb- enhams á 1. hæð í Smáralind. SOS– jólakúlurnar eru seldar í Deben- hams til styrktar starfsemi SOS– barnaþorpanna fyrir börn sem hafa misst foreldra sína af völdum al- næmis í Afríku. Hera tekur einnig lagið við tilefnið og kór Hjallaskóla syngur. Fólk getur keypt SOS– jólakúluna og hengt á tréð í Smára- lind. Jólatréssala Landakots ehf. er að hefja jólatréssölu sína til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna eins og und- anfarin ár og rennur allur ágóði söl- unnar til félagsins. Sölustaðir eru við Landakotskirkju, hjá IKEA í Holtagörðum, á Smára- torgi og við Gróðrarstöðina Birki- hlíð í Fossvogi. Grenisala hefst nú um helgina en jólatréssalan í næstu viku. Í DAG Málþing í Háskóla Íslands í til- efni af Evrópuári fatlaðs fólks Þriðjudaginn 2. desember verður haldið málþing á vegum rektors Há- skóla Íslands undir yfirskriftinni Ríki mennskunnar – eitt samfélag fyrir alla. Siðferðileg áhersla 21. aldarinnar. Málþingið er haldið í samstarfi við félagsmálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Sam- tök atvinnulífsins, í tilefni af Evr- ópuári fatlaðs fólks 2003 og fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 15– 17.30. Páll Skúlason háskólarektor setur þingið og Árni Magnússon félags- málaráðherra flytur ávarp. Einnig halda erindi: Finnur Geirsson, for- stjóri Nóa-Síríus hf., Jón Hlöðver Áskelsson tónlistarmaður, Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco hf. og Rannveig Traustadóttir, dósent við félagsvísindadeild HÍ. Pallborðs- umræður verða undir stjórn Páls Skúlasonar háskólarektors, aðrir þátttakendur eru Anna Geirsdóttir, heimilislæknir Heilsugæslunni Grafarvogi, Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, Magnús M. Norðdahl, lögfræð- ingur Alþýðusambands Íslands, Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skipafélags Íslands hf. og Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmanna- félags Íslands. Á NÆSTUNNI Aðalfundur Hverfafélags Sam- fylkingarinnar í Breiðholti verður á morgun, sunnudaginn 30. nóvem- ber kl. 16, í félags- og þjónustumið- stöðinni Árskógum 4, 2. hæð. Á MORGUN EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Alnæmissamtökunum á Ís- landi: „Að gefnu tilefni vilja Alnæmis- samtökin á Íslandi taka fram að fjár- söfnun sem nú stendur yfir í nafni HIV–info er samtökunum alls óvið- komandi. Er þetta ítrekað vegna fjölda fyrirspurna. Rétt er að geta þess til að fyrirbyggja misskilning að tímarit Alnæmissamtakanna Rauði borðinn er nýkomið út og var fé safn- að á vegum Alnæmissamtakanna til styrktar þeirri útgáfu.“ Söfnun HIV– info ekki á vegum Alnæmis- samtakanna ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason mun formlega taka við starfi sveitar- stjóra í Hruna- mannahreppi með aðsetur á Flúðum 1. desember nk. Ísólfur Gylfi var alþingismaður frá árinu 1995–2003. Áður var hann sveitarstjóri á Hvolsvelli frá árinu 1990–1995. Þar á undan var Ísólfur Gylfi kennari m.a. við Samvinnuskól- ann á Bifröst og starfsmannastjóri. Sveitarstjóri Hrunamanna- hrepps Ísólfur Gylfi Pálmason Laugavegi 54, sími 552 5201 Peysur 2 fyrir 1 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fjórir bílar lentu í óhappi Alls lentu fjórir bílar í óhappi á mótum Hafnarfjarðarvegar og Ný- býlavegar í fyrradag í hálku en mis- hermt er í frétt blaðsins í gær að þrír bílanna hafi lent saman. Tildrögin voru þau að fyrsti bíllinn ók á vegrið og annar bíll ók aftan á hann. Þriðji bíllinn sem kom aðvífandi lenti hins vegar utan vegar án þess að aka aft- an á hina bílana. Að nokkrum tíma liðnum kom síðan fjórði bíllinn og ók einnig út af, en lenti ekki í árekstri við neinn hinna þriggja bílanna. Skv. upplýsingum lögreglu var mikil hálka á staðnum. Þær aðstæður hafi líklega myndast að hálka sem saltið á götunni bræddi hafi frosið aftur og þá myndast fljúgandi hálka. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.