Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 71
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 71
Jólavörur frá
Svíþjóð
Klapparstíg 44, sími 562 3614
Jóladúkkur
Verð frá kr. 3.500. .
SOS-jólakúlur Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, alþingiskona, setur í dag,
laugardag, fyrstu jólakúluna á
Jólatré allra barna fyrir utan Deb-
enhams á 1. hæð í Smáralind. SOS–
jólakúlurnar eru seldar í Deben-
hams til styrktar starfsemi SOS–
barnaþorpanna fyrir börn sem hafa
misst foreldra sína af völdum al-
næmis í Afríku. Hera tekur einnig
lagið við tilefnið og kór Hjallaskóla
syngur. Fólk getur keypt SOS–
jólakúluna og hengt á tréð í Smára-
lind.
Jólatréssala Landakots ehf. er
að hefja jólatréssölu sína til
styrktar Styrktarfélagi krabba-
meinssjúkra barna eins og und-
anfarin ár og rennur allur ágóði söl-
unnar til félagsins.
Sölustaðir eru við Landakotskirkju,
hjá IKEA í Holtagörðum, á Smára-
torgi og við Gróðrarstöðina Birki-
hlíð í Fossvogi. Grenisala hefst nú
um helgina en jólatréssalan í næstu
viku.
Í DAG
Málþing í Háskóla Íslands í til-
efni af Evrópuári fatlaðs fólks
Þriðjudaginn 2. desember verður
haldið málþing á vegum rektors Há-
skóla Íslands undir yfirskriftinni
Ríki mennskunnar – eitt samfélag
fyrir alla. Siðferðileg áhersla 21.
aldarinnar. Málþingið er haldið í
samstarfi við félagsmálaráðuneytið,
Alþýðusamband Íslands, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja og Sam-
tök atvinnulífsins, í tilefni af Evr-
ópuári fatlaðs fólks 2003 og fer fram
í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 15–
17.30.
Páll Skúlason háskólarektor setur
þingið og Árni Magnússon félags-
málaráðherra flytur ávarp. Einnig
halda erindi: Finnur Geirsson, for-
stjóri Nóa-Síríus hf., Jón Hlöðver
Áskelsson tónlistarmaður, Róbert
Wessman, forstjóri Pharmaco hf. og
Rannveig Traustadóttir, dósent við
félagsvísindadeild HÍ. Pallborðs-
umræður verða undir stjórn Páls
Skúlasonar háskólarektors, aðrir
þátttakendur eru Anna Geirsdóttir,
heimilislæknir Heilsugæslunni
Grafarvogi, Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, Magnús M. Norðdahl, lögfræð-
ingur Alþýðusambands Íslands,
Þorkell Sigurlaugsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim-
skipafélags Íslands hf. og Þuríður
Einarsdóttir, formaður Póstmanna-
félags Íslands.
Á NÆSTUNNI
Aðalfundur Hverfafélags Sam-
fylkingarinnar í Breiðholti verður
á morgun, sunnudaginn 30. nóvem-
ber kl. 16, í félags- og þjónustumið-
stöðinni Árskógum 4, 2. hæð.
Á MORGUN
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Alnæmissamtökunum á Ís-
landi:
„Að gefnu tilefni vilja Alnæmis-
samtökin á Íslandi taka fram að fjár-
söfnun sem nú stendur yfir í nafni
HIV–info er samtökunum alls óvið-
komandi. Er þetta ítrekað vegna
fjölda fyrirspurna. Rétt er að geta
þess til að fyrirbyggja misskilning að
tímarit Alnæmissamtakanna Rauði
borðinn er nýkomið út og var fé safn-
að á vegum Alnæmissamtakanna til
styrktar þeirri útgáfu.“
Söfnun HIV–
info ekki á
vegum Alnæmis-
samtakanna ÍSÓLFUR Gylfi
Pálmason mun
formlega taka við
starfi sveitar-
stjóra í Hruna-
mannahreppi með
aðsetur á Flúðum
1. desember nk.
Ísólfur Gylfi var
alþingismaður frá
árinu 1995–2003.
Áður var hann
sveitarstjóri á Hvolsvelli frá árinu
1990–1995. Þar á undan var Ísólfur
Gylfi kennari m.a. við Samvinnuskól-
ann á Bifröst og starfsmannastjóri.
Sveitarstjóri
Hrunamanna-
hrepps
Ísólfur Gylfi
Pálmason
Laugavegi 54, sími 552 5201
Peysur
2 fyrir 1
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Fjórir bílar lentu í óhappi
Alls lentu fjórir bílar í óhappi á
mótum Hafnarfjarðarvegar og Ný-
býlavegar í fyrradag í hálku en mis-
hermt er í frétt blaðsins í gær að þrír
bílanna hafi lent saman. Tildrögin
voru þau að fyrsti bíllinn ók á vegrið
og annar bíll ók aftan á hann. Þriðji
bíllinn sem kom aðvífandi lenti hins
vegar utan vegar án þess að aka aft-
an á hina bílana. Að nokkrum tíma
liðnum kom síðan fjórði bíllinn og ók
einnig út af, en lenti ekki í árekstri
við neinn hinna þriggja bílanna. Skv.
upplýsingum lögreglu var mikil
hálka á staðnum. Þær aðstæður hafi
líklega myndast að hálka sem saltið á
götunni bræddi hafi frosið aftur og
þá myndast fljúgandi hálka.
LEIÐRÉTT