Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁHERSLA Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar varðandi HIV/alnæmi á þessu ári er baráttan gegn fordómum og útskúfun. Það er ekki að tilefnislausu að þetta er áhersla stofnunarinnar ann- að árið í röð. Hinn 1. desember er alþjóð- legur baráttudagur gegn HIV/alnæmi og langar mig í því tilefni að skoða hvernig staða HIV-jákvæðra er á hinum íslenska atvinnumarkaði. Eru þeir í vinnu? Með tilkomu nýrra lyfja 1996 urðu allflestir HIV-jákvæðir lík- amlega hressir. Þeir endurheimtu styrk sinn og gátu því hafið vinnu að nýju. Fyrir marga, sem höfðu verið öryrkjar lengi, varð það mikil þrautaganga að útvega sér vinnu, því þeir kviðu því að mæta for- dómum og höfnun. Því miður varð það veruleiki sumra. En áhugi þeirra á að komist aftur út í sam- félagið og verða nýtir þjóðfélags- þegnar var einlægur. Langflestum HIV-jákvæðum hef- ur nú tekist að komast út á atvinnu- markaðinn. Það var mikill persónu- legur sigur fyrir marga, að geta yfirgefið líf sem öryrki og hafið nýtt sem venjulegur starfskraftur. Eitt af eftirsóknarverðustu gildum í samfélagi okkar er að hafa starf. Það er ekki bara fjárhagslegur ávinningur heldur líka mikilvægur hluti af sjálfsmynd okkar. Það er því góð tilfinning að geta lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Það hefur verið mikill fengur í starfs- kröftum HIV-jákvæðra því þeir sinna margvíslegum sérhæfðum störfum sem koma samfélaginu vel. Þeir sem hafa greinst með HIV eftir að nýju lyfin komu á mark- aðinn hafa engar læknisfræðilegar ástæður til þess að hætta í störfum. Það er því undantekning ef við njót- um ekki þeirra starfskrafta í dag. Hvernig vegnar þeim í starfi? HIV-jákvæðir eru ekki ólíkir öðru fólki til vinnu. Það sem skilur þá frá öðrum er það að þeir eru hræddir við að segja frá sjúkdómi sínum. Það er reynsla mín að fæstir segja frá smiti sínu á vinnustaðnum. Ástæðan er ótti við einelti, útskúf- un, uppsögn og það að fá ekki aftur vinnu í sinni sérgrein. Því miður er þessi ótti oft ekki af ástæðulausu. Ákvörðun þeirra að segja ekki frá smiti sínu ber því að virða. Lagalega þurfa þeir ekki að láta vita um HIV-smitið frekar en þeir vilja. Til þess er smithættan allt of lítil. Smithætta er engin nema kyn- mök séu viðhöfð í vinnutíma, smokkalaus kynmök. HIV smitast nefnilega ekki í daglegri umgengni, t.d. með snertingu, faðmlögum, kossum, klósettsetum, hand- klæðum, glösum, og því að deila mat. Ótti við smitun á vinnustað ætti því ekki að þurfa að vera til staðar. Ákjósanlegt væri að fólk þyrfti ekki að vera hrætt við að tjá sig um sjúkdóm sinn. Marga langar til þess að geta talað um hann eins og allt annað í tilverunni. Þeir þora oftast ekki að taka slíka áhættu. Þeir heyra hvernig fólk tjáir sig um sjúk- dóminn á vinnustaðnum, sem oft á tíðum byggist á óþarfa ótta og van- þekkingu, fordómum. Það tekur kjarkinn frá mörgum að opna sig um hann. Þeir sem hafa trúað yf- irmanni eða samstarfsfólki fyrir smiti sínu og mætt skilningi og trausti, finna fyrir miklum létti og hvað samskiptin verða miklu óþvingaðri og eðlilegri. Tillaga um áramótaheit! Segjum fordómunum stríð á hendur! Hugum vel að því hvað við hugsum og segjum, þannig getum við sýnt meðborgurum okkar meiri skilning og sanngirni. Stuðlum að því að HIV-jákvæðir geti tjáð sig jafnopinskátt um sjúkdóm sinn og fólk sem er haldið öðrum sjúkdóm- um. Enginn á að þurfa að afneita hluta af sjálfum sér í samskiptum sínum við annað fólk. Með örlítilli sjálfskoðun getum við bætt líf fólks og vellíðan. Látum þekkinguna gera okkur öll að betri manneskjum. Blásum fordómunum burt! Blásum fordómunum burt! Eftir Sigurlaugu Hauksdóttur Höfundur er yfirfélagsráðgjafi á sóttvarnarsviði Landlæknisemb- ættisins. BINDINDISDAGUR fjölskyld- unnar er haldinn hátíðlegur í dag. Yfirskrift dagsins í ár er „jól án áfengis – fyrir börn- in“. Það er ekki að ástæðulausu að þessum degi er valin dagsetning í byrjun aðventu en áfengi, vímuefni og jólahald eiga enga samleið. Okkur er flestum ljóst að börnum líður oft illa þegar foreldrar þeirra eru undir áhrifum áfengis. Ekkert foreldri hefur leyfi til að hafa gleði jólanna af barni sínu og því munu ýmis samtök minna á í dag hversu mikilvægt það er fyrir börn að foreldrar þeirri neyti ekki áfengis á jólunum. Í þessu tilliti eru forvarnir afar mikilvægar og má aldrei slaka á í þeim málum. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að fyr- irmyndir skipti mestu máli. Fyr- irmyndir barna eru eðlilega foreldr- arnir og því er heimilisuppeldið öðru fremur lykill að farsæld uppvaxandi kynslóðar. Oft er sagt að fjölskyldan sé horn- steinn samfélagsins, það er mikið rétt. Því er hlutverk okkar allra að treysta þennan hornstein með öllum tiltækum ráðum. Jólamánuðurinn reynir mikið á fjölskyldur og alla einstaklinga. Hraðinn verður mikill í samfélaginu næstu vikur, kröfur miklar og væntingar fram úr öllu hófi. Allt aukaáreiti eins og of- drykkja og vandræði henni tengd verður enn erfiðara um jól en á öðr- um tímum. Tökum höndum saman, stöldrum við og tryggjum öllum möguleika á að njóta jólanna þar sem ríkir öryggi og kærleikur. Börn eiga rétt á gleði jólanna Eftir Dagnýju Jónsdóttur Höfundur er alþingismaður. MAÐURINN er herra jarð- arinnar með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Því fylgja fyrst og fremst skyldur. Framferði okkar og framferði stjórn- valda kemur fram í íslenska lífríkinu. Það á við um það sem við gerum og ekki síður það sem við gerum ekki. Hvort heldur eru at- hafnir einstaklinga eða stjórnvalda má lesa það í lífríki landsins, gróðurfari og dýralífi. Mann- gerðar breytingar veðurfars, sem sé hlýindi vegna koltví- sýrings, raska gróð- urríki og dýralífi nú þegar á víðlendum svæðum. Nú bæt- ist við aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart eyðingu vargs, einkum refs, sem hefur orðið til þess að okk- ar heittelskuðu fuglar eiga undir högg að sækja hvað varðar varp og afkomu. Það felst engin mannúð í að hlífa einni dýrategund við drápi uns fjölg- un hennar kemur fram í stórdrápi hennar á öðrum tegundum. Öll rösk- un á jafnvægi sem var fyrir, hvort heldur hún er tilkomin fyrir atbeina mannsins eða annars, er stórslys þeim tegundum sem eiga í hlut, hvort heldur það verður til fjölgunar eða fækkunar. Ríkið hefur nú um skeið talið sér sæma að hætta að styðja við eyðingu refs með þeim afleiðingum að fjölg- unin er farin að koma illa niður á fuglalífi á þeim svæðum sem við þekkjum til. Það eru stór svæði. Við dveljum langdvölum á kjörlendi mó- fugla. Fyrir aðeins áratug var lóan einkennisfugl í hinum forna Gnúp- verjahreppi og sveitin staðsett þann- ig að í september var eins og lóuflug- floti alls heimsins ætti hér leið um til suðausturs. Um þetta þarf ekki taln- ingar við. Það er orðin fækkun í varpi og fækkun í farflugi. Nóg er að hafa augu og eyru til að sjá það. Lóan er þögnuð á þessu svæði og á stórum svæðum öðrum. Sökudólgurinn, ref- urinn, hefur dansað hér fyrir augum okkar ár eftir ár. Hann virðist hætt- ur þeirri hógværð að óttast um sig, eins og hann telji sjálfgefið að mað- urinn sé samherji sinn en ekki óvin- ur. Hann sést á varptíma að leita fanga í gæs og mófugli, fara með skipulegri nákvæmni yfir varpsvæði, sikksakka milli hreiðra og ekki miklu logið að hann brosi framan í þá menn sem standa hann að verki. Lóan er allt að horfin, spóa hefur fækkað, svo og stelk. Af einhverjum orsökum virðist hrossagauk ganga betur að komast undan eyðingu. Það er jafnmikill eða meiri ábyrgðarhluti að hlífa og að hlífa ekki, þar sem tófan á í hlut. Dýrið vegur margfalt og tekur margfalt til sín á við mink. Þessi árin er ójafn- vægi á milli stofnstærðar tófu annars vegar og mófugla hins vegar. Meira er en íhugunarvert hvaða þátt tófan á í minnkun rjúpnastofnsins. Bænd- ur tilkynna um fjölgun dýrbíts. Það er spurning hvort eitthvað af þeim skordýraplágum sem herja á gróður, einkum fyrir norðan, geti að ein- hverju leyti stafað af minni fugla- stofnum. Stjórnvaldsaðgerðir hafa komið harkalega niður á viðgangi vorboð- ans rómantíska og tófunni er enginn greiði gerður heldur. Stór tófustofn er engu æskilegri en minni stofn. Æskilegt ástand er jafnvægi, þar sem breytingum af hálfu mannsins er komið nógu hægt á til að ekki verði skyndilegt ójafnvægi og að fylgjast megi skipulega með að ekki sé svo. Vitaskuld þarf að fylgjast með stofnstærð dýra sem eiga hér í hlut. Það sem hér hefur verið dregið fram er svo skýrt, að ekki þarf að velkjast í vafa. Því þarf að vinda að því bráðan bug að koma á einhverju sem líkist hinu fyrra jafnvægi að nýju. Fækka þarf ref með ein- hverjum virkari aðferðum en að setja hann á launaskrá hjá Impregilo. Ís- lenskt samfélag hefur efni á að fylgj- ast með hvað hér er að gerast – og að hlutast til á viðeigandi hátt. Refurinn, herra dýra- ríkisins undir verndar- væng mannsins Eftir Hjalta Gunnarsson og Egil Egilsson Hjalti er ferðabóndi og Egill er eðlisfræðingur. Hjalti Gunnarsson Egill Egilsson NÝLEGA sat utanríkisráðherra okkar fyrir svörum í kastljósi Sjónvarpsins. Umsjónarfólk þáttarins hlífðist ekki við að bera fram óþægilegar spurningar, m.a. um Íraksstríðið og ráðherrann varðist vonum betur miðað við þann málstað sem hann hafði að verja. En eftir að hafa hlustað á þessar skylm- ingar í orðum koma upp í huga manns margar spurningar, sem gjanan hefði mátt bera fram. Var áratuga viðskiptabann með flug- banni, hótunum, ögrunum og minniháttar sprengjuárásum lík- legasta leiðin til þess að koma harðstjóranum Saddam frá? Og hvað fórust mörg írösk börn úr vannæringu eða vegna skorts á lyfjum á tímum viðskiptabannsins? Gat hugsast að skilyrt efnahags- aðstoð græfi frekar undan of- urveldi harðstjórans? Þótt slíkar spurningar hefðu vel komið til greina, þykir mér samt meiri furða, að ekki skyldi vikið einu orði að afstöðu ráðherrans til framferðis Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Af hverju þarf ekki að beita Gyðingaríkið neinum þvingunaraðgerðum til að hlíta samþykktum Sameinuðu þjóð- anna? Af hverju horfir alþjóða- samfélagið uppá það, að verið er að innrétta stærstu útrýming- arbúðir í heimi með því að múra inni 3,5 millj. manna án þess svo mikið sem afþakka vináttu- samskipti við gerandann? Kannski er ástæðan fyrir því, að ekki var spurt um þennan sorg- arreit almenn þreyta af að hlusta á stöðuga síbylju um landrán og níðingsverk á fólki, sem t.d. hefur misst einhvern nákominn vegna gruns um aðild að hryðjuverki, þá er heimili fjöskyldunnar jafnað við jörðu. Allt er þetta dyggilega tí- undað í fréttum og vorkunnarmál þótt ekki sé það líka dregið inn í „kastljósið“. En einhvern veginn er þeirri afstöðu smeygt inn á okkur að þetta sé nú vorkunn- armál fyrir Ísraelsmenn, ákafi Palestínumanna sé slíkur í að fyr- irgera lífi sínu í sjálfsmorðs- árásum. Jafnvel kunni að vera réttlætanlegt að byggja landa- merkjamúr til þess að stemma stigu við því. Athugum þetta nánar. Múrinn er hervirki, sem ætlunin er að reisa allt í kringum lítinn hluta af því landi (um 12%) sem við úthlut- uðum Palestínumönnum 1948, þar sem megnið af íbúunum býr (ath.:Við erum Sameinuðu þjóð- irnar). Ekki á hann þó að verða einfaldur hringur, heldur er þess- um landsvæðum skipt niður í dilka, gettó, með takmörkuðum samgangi á milli svæða, eftir geð- þótta varðmanna. Á kynningar- og baráttufundi í Norræna húsinu 9/11 s.l. gerðu nokkrir Íslendingar sem ferðast höfðu og starfað á þessum slóðum grein fyrir reynslu sinni. Um- ræddur aðskilnaðarmúr er þegar risinn á 150 km. kafla. Þetta er gífurlegt mannvirki, um 8 m. á hæð. Hver km. talinn kosta 2 millj. bandaríkjadollara. Full- byggður á hann að verða um 600 km. Grunur minn er sá að kostn- aðurinn teljist vera þróunaraðstoð frá U.S.A. Í Lundúnaheimókn sinni lýsti Bush því yfir að hann væri á móti því að reisa girðingar á þessum slóðum. Var hann að lýsa þar eigin valdaleysi? Eða þeirri hræsni sem alltaf hefur virst skína í gegnum allt tal um frið á þessu svæði, hvort sem það hefur verið friðarferli byggt á Oslóarsamningunum eða á vegvísi til friðar. Það hefur einfaldlega ekki samræmst markmiðum Shar- ons og félaga, sem þurfa að hafa viðvarandi stríðsástand til þess að eyðileggja hægt og bítandi alla sjálfsbjargarmöguleika hinnar pal- estínsku þjóðar. Nú síðast með því að múra hana inni. Er það til- viljun, að í hvert skipti sem hillt hefur undir árangur í samninga- viðræðum hefur brostið á sjálfs- morðsárás, sem látin var réttlæta slit á samningaviðræðum og hefndaraðgerðir? En ekkert myrkur er svo svart að ekki geti kviknað í því ljós. Þ. 15/11 s.l. var þetta forsíðufrétt í Mbl.: Vilja hætta hernámi Vest- urbakkans og Gaza. Þeir sem þetta vildu, voru fyrrverandi yf- irmenn ísraelsku öryggislögregl- unnar, sem segja umbúðalaust að Ísraelar séu að síga dýpra og dýpra niður í blóðugt fen og muni gjalda þess dýru verði. Þennan sannleik vildi maður heyra frá leiðtogum okkar og annarra frjálsra þjóða. Að óbreytt stefna hlýtur að leiða af sér algert sið- gæðishrun fyrir Ísraelsmenn og raunar hvern þann sem ekki mót- mælir á marktækan hátt framferði þeirra. Vissulega eru fleiri hreyf- ingar innan Ísrael sem frið- arsinnar ættu að reyna að vera í sambandi við. Nú langar mig lesandi góður að biðja þig að hverfa með mér u.þ.b. 60 ár aftur tímann. Þá var Nor- egur o.fl. ríki hernumin af herjum nasista. Alls staðar voru mynd- aðar andspyrnuhreyfingar og reynt að vinna hernámsliðinu það ógagn sem kostur var. Voru það hryðjuverkasamtök? Um þetta spyr ég til þess að lýsa vanþóknun á orðanotkun í fréttaflutningi. Þó oft kunni að vera erfitt að skil- greina hvað er frelsishetja og hvað er hryðjuverkamaður vil ég eindregið hvetja okkar menn til að leggja eigið mat á hverja frétt. Mannslíf ber að meta jafnt, hvert sem þjóðernið er. Mér finnst t.d. skipta meira máli hvort féllu frek- ar 25 eða 35 þús. Írakar nú á þessu ári heldur en hvort féllu frekar tvö eða þrjú hundruð af innrásarherjunum. Og aftur til Noregs, þar var leppstjórn á stríðsárunum kennd við foringja sinn Qvisling. Verður það ekki álíka vonlaust og óhugn- anlegt að fylkja Palestínumönnum og Írökum um stjórnendur sem valdir eru af vesturlandabúum, eins og það var á sinni tíð að fylkja Norðmönnum að baki Qvisl- ings? Að lokum þetta. Látum ekki of- urveldi áróðursins blinda okkur. Höldum áfram að spyrja krefjandi spurninga. T.d.: Hvað eru framlög til þróunarhjálpar og hver eru framlög til varnarmála hjá grann- þjóðum okkar? Fleira getur skipt máli til velfarnaðar í einu sam- félagi heldur en hagvöxturinn einn. Þjóðríki eða útrýmingarbúðir Eftir Sævar Sigbjarnarson Höfundurinn er bóndi og félags- málamaður á Fljótsdalshéraði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.