Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 43
og villibráðarhlaðborð. Valentínus- armessa verður 14. febrúar og í mars verður fuglahlaðborð og vín- smökkun. Dekurhelgi í tilefni vor- komunnar verður 3. apríl. Í febrúar og mars verða annars vegar Ven- usargleði og hins vegar Marsgleði. TENGLAR ..................................................... www.uptownres.co.uk www.homelink.org www.gtyrfingsson.is www.itferdir.is www.hotelhekla.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 43 Hvað varstu að gera í Túnis? „Erindið var þríþætt. Ég sat stjórnarfund heilsulindasamtaka Evrópu, ESPA, svo ráðstefnu um svokölluð thalasso-böð, sem eru böð í heitum sjó og í þriðja lagi var stjórn heilsulindasamtaka Evrópu að und- irrita samstarfssamning um stofnun samtaka til þróunar og uppbygg- ingar thalasso-baða.“ Með hverjum fórstu? „Ég fór frá Frankfurt með öðrum félögum mínum úr stjórn ESPA sem koma frá tíu Evrópulöndum.“ Hvar dvaldir þú? „Ég var í bæ, sem heitir Hamma- met og hótelið ber nafnið Royal Az- ur.“ Hvernig var aðbúnaðurinn og hvað var í boði á hótelinu? „Aðbúnaðurinn á hótelinu var mjög góður. Í fyrstu virtist þetta vera svona venjulegt baðstrand- arhótel en í raun er þetta heilsu- lindahótel þar sem kjarninn í starfseminni er thalasso-böðin. Það kom mér á óvart að í Túnis er töluverður jarð- hiti og er hann m.a. nýttur til að hita upp sjó til heilsubaða. Þarna eru starfandi þrír læknar og kemur fólk þangað fyrst og fremst til heilsubótar og lækn- inga. Helstu þættir meðferðanna eru böð í heitum sjó, bæði í laug og pott- um. Rannsóknir sýna að heitur sjór hefur töluverðan lækningamátt. Maður, sem er 100 kíló að þyngd, er aðeins 10 kíló í sjó. Sjórinn leiðir bet- ur hitann inn í líkamann en venjulegt vatn og getur stuðlað að efnaskiptum milli líkama og sjávar sem talið er af- ar hollt. Þá voru þarna í boði margs konar meðferðir, leirböð og bakstrar, fimm til sex gerðir af nuddi, hug- leiðsla og slökun og meðferðir gegn streitu og offitu. Þá voru þarna margskonar fegrunarmeðferðir í boði. Flestir gestanna voru þarna sér til hressingar en einnig fólk, sem var þarna undir læknishendi, helst gigt- arsjúklingar, fólk sem var í megrun og í fegrunar- og lýtalækningum.“ Hvað er hægt að gera sér til dægrastyttingar í Túnis? „Túnis er forn menningarþjóð. Það eru því merkilegar fornminjar í land- inu. Ekki má svo gleyma því að í Túnis skín sólin 300 daga á ári og ströndin er 1.300 km löng. Túnis er því tilval- inn áfangastaður fyrir þá sem vilja njóta sjávar, sands og sólar. Landið er rúmir 163.000 km² að stærð og auðvelt að ferðast um það, t.d. á bíla- leigubíl. Landið er frekar slétt og gróðri vaxið. Þar eru einstaklega fal- legir garðar og svo eyðimerkur. Lítil vinaleg þorp og höfuðborgin Túnis er iðandi af litríku mannlífi. Í Túnis gætir franskra áhrifa, allir lands- menn eru því frönskumælandi en flestir tala þó góða ensku. Túnis er á menningarsvæði Mið- jarðarhafslandanna. Þess gætir m.a. í matargerð en það kom mér á óvart hve mikið úrval var af góðu sjáv- arfangi í Túnis og þar er gríðarlegt úrval af frábæru grænmeti og ávöxt- um. Eins og áður sagði gætir franskra áhrifa í Túnis en einnig ítalskra. Það má benda á að Sikiley er aðeinsí 150 km fjarlægð frá Túnis.“ Hvernig var veðrið og hvaða árs- tími er bestur þarna fyrir íslenska ferðalanga? „Ég tel að vetrarmánuðirnir séu besti árstíminn fyrir Íslendinga, eða frá október fram í apríl. Túnis er til- valinn áningarstaður fyrir þá sem vilja njóta hvíldar, slaka á og safna orku. Það er ódýrt að vera í Túnis og þjónusta við ferðamenn er ein- staklega góð.“ Hvernig virkuðu land og þjóð á þig? „Túnis kom mér ánægjulega á óvart. Ég hef heimsótt nokkur araba- lönd og verð að segja það að ég hef jafnan verið aðdáandi arabískrar menningar, en kosturinn við Túnis er að efnahagur fólksins virðist vera nokkuð jafn. Þar virðist vera töluvert frelsi ef miðað er við önnur lönd múslima. Fólkið er hlýlegt og stolt af landi sínu. Menning landsins, einkum þó á sviði tónlistar, er mjög áhuga- verð, sömuleiðis eldhúsið. Baðmenn- ing Túnisbúa er einnig forvitnileg, góður múslimi á að baða sig einu sinni á dag, karlar á morgnana og konur á kvöldin. Það er með baðhúsin eins og heitu pottana hér í Reykjavík, þar skiptist fólk á kjaftasögum og spjallar saman um daginn og veginn. Þá kom mér verulega á óvart að Tún- isbúar framleiða mjög áhugaverð léttvín. Í mínum huga er Túnis tilval- inn áningarstaður fyrir þá sem vilja hvíla sig á næðingnum, skammdeg- ismyrkrinu og streitunni á Íslandi.“  HVAÐAN VARSTU AÐ KOMA? Túnis í skammdeginu Hótelið: Í boði voru margskonar meðferðir, leirböð, bakstrar, nudd, hugleiðsla og slökun. Matargerð: Túnis er á menning- arsvæði Miðjarðarhafslandanna og þess gætir m.a. í matargerð. Sigmar B. Hauksson, verkefnastjóri og for- maður Skotveiðifélags Íslands, er nýlega kom- inn frá Túnis. Sigmar B. Hauksson mbl.isFRÉTTIR gisting í Kaupmannahöfn frá DKK 90,- www.gisting.dk sími: 0045 32552044 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.