Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LOGI Geirsson, handknattleiksmaður úr FH, gengur til liðs við þýska meistaraliðið Lemgo á næsta tímabili. Logi átti fund með forráðamönnum Lemgo í Þýskalandi í gær og þar fékk hann í hendur tilboð sem hljóð- ar upp á þriggja ára samning sem hann skrifar undir í næstu viku. Logi er 21 árs gamall og fékk eldskírn með íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári, en hæfileikana hefur hann ekki langt að sækja því faðir hans er Geir Hallsteinsson, sem var á árum áður besti handknattleiksmaður þjóðarinnar. Lemgo er eitt af sterkustu handknatt- leiksliðum heims en það varð þýskur meist- ari síðastliðið vor. Logi á leið til Lemgo  Logi fer/78 Logi Geirsson í leik með FH gegn ÍR. SKISSUR að tónverkinu Fróni, sem Sinfóníu- hljómsveit Íslands mun leika á fimm tónleikum í Þýskalandi í byrjun des- ember, gerði höfundur- inn, Áskell Másson, í sumarbústað finnska tón- skáldsins Jeans Sibelius- ar í bænum Loviisa í Finnlandi í fyrra. „Mér var sýndur sá óvænti heiður að fá afnot af sumarbústað Sibeliusar en mér skilst að þar hafi ekki verið kompón- erað frá dögum eigandans. Það var ákaflega skemmtileg reynsla. Það er sterkur andi í þessu fallega húsi,“ segir Áskell. Samið í sumarbústað Sibeliusar  Titrandi/Lesbók 16 Áskell Másson Þriðja og síðasta umræða um fjár- lögin fer fram nk. föstudag. Í fjár- lögum næsta árs er gert ráð fyrir 500 milljónum til LSH, en Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ljóst að það sé ekki nóg. Því sé nú starfandi starfshópur sem meta á fjárþörf LSH á næsta ári, og mun hann skila af sér í næstu viku. Aukinn rekstrarkostnaður Skýrsla Ríkisendurskoðunar um árangur af sameiningu sjúkrahús- anna í Reykjavík, sem kom út í gær, var kynnt fjárlaganefnd fyrir fáum vikum. Samkvæmt skýrslunni hefur rekstrarkostnaður spítalans aukist verulega, eða um 36% frá árinu 1999, síðasta rekstrarári Sjúkra- húss Reykjavíkur í Fossvogi, áður Borgarspítalans, og Landspítalans við Hringbraut, til ársins 2002. Jókst rekstrarkostnaður á þessum árum um sjö milljarða króna, úr rúmum 19 milljörðum árið 1999 í rúma 26 milljarða á síðasta ári. Fyr- ir sameininguna var uppsafnaður rekstrarhalli 186 milljónir, þ.e. út- gjöldin voru 186 millj. umfram fjár- framlög, en hallinn var kominn í 840 millj. um síðustu áramót. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir 26,3 milljarða króna framlagi til LSH. Einar Oddur segir skýrslu Rík- isendurskoðunar draga tvær stað- reyndir fram í dagsljósið, annars vegar þá að Landspítalinn sé góður spítali og hins vegar að hann sé mjög kostnaðarsamur í rekstri. Varðandi umræðu um framlög til spítalans segir Einar Oddur að í raun hafi aldrei vantað neitt þar upp á. „Grundvallaratriði til að átta sig á þessu er að meta þörfina. Á Íslandi er það ekki til siðs. Menn hafa skautað framhjá þessu grundvallar- atriði, að meta þörfina. Ef menn halda því fram að þörfin sé eftir- spurnin þá er eftirspurnin þannig að hún stefnir alltaf á hið óendan- lega. Miðað við þetta viðhorf vantar alltaf óendanlega peninga,“ segir Einar Oddur og telur að frekar sé skortur á meira og betra skipulagi og stjórnun heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar Landspítalinn fær ekki auk- in fjárframlög EINAR Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir það ekki standa til við þriðju umræðu á Alþingi um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2004 að hækka framlög ríkisins til Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH). „Þetta er ásetningur okkar í dag. Menn þurfa að laga sig að þeim veruleika, í þessari stofnun eins og öðrum,“ segir Einar og telur að spít- alinn verði að forgangsraða verkefnum og takmarka, annars stefni fjár- heimildir í „hið óendanlega“, segir Einar Oddur. Ríkisendurskoðun segir ekki ávinning af sameiningu spítalanna  Rekstrarkostnaður/6 ÞEGAR Borís Spasskí og Bobby Fischer leiddu saman hesta sína í heimsmeist- araeinvíginu í skák í Reykjavík var tor- tryggnin slík að sovéska leyniþjónustan, KGB, lét senda sýnishorn af ávaxtasafa, sem Íslendingar höfðu látið heimsmeist- arann hafa, til Moskvu til greiningar á rannsóknarstofu. Sovétmennina grunaði að átt hefði verið við mat Spasskís. Þetta kemur fram í nýrri bók um einvíg- ið, Bobby Fischer Goes to War (Bobby Fischer fer í stríð), eftir David Edmonds og John Eidinow. Bókin kemur út hjá Faber and Faber og var dreift í verslanir á Íslandi í gær, en kemur ekki út formlega á Bret- landi fyrr en eftir áramót. Tortryggni allsráðandi Fischer bar sigurorð af Spasskí og í bók- inni kemur fram að enn þann dag í dag telja ýmsir þeir sem áttu hlut að máli fyrir hönd Sovétmanna að brögð hafi verið í tafli. Mikil tortryggni ríkti í herbúðum beggja aðila fyrir einvígið og ekki bættu duttl- ungar og þrotlausar kröfur Fischers úr skák. Í augum Sovétmanna var mun meira í húfi í Reykjavík en heimsmeistaratitillinn í skák. Í Sovétríkjunum var mikil áhersla lögð á að skara fram úr við skákborðið og Spasskí var afsprengi þess kerfis sem Sov- étmenn höfðu byggt upp til að hlaða undir efnilega skákmenn. Sovéskir skáksnillingar áttu að bera yfirburðum Sovétríkjanna vitni. Tap gegn Fischer þýddi ekki aðeins að Sovétmenn glötuðu heimsmeistaratitli, það var ögrun gegn sovéskum yfirburðum. Hæfni Spasskís tryggði honum ýmis for- réttindi og hann komst upp með að segja og gera hluti, sem komið hefðu öðrum í ónáð. Þótt of langt væri gengið að kalla hann andófsmann voru yfirlýsingar hans iðulega á skjön við línuna frá Kreml. Eitt dæmi um sjálfstæði Spasskís var að hann neitaði að hafa með sér leiðtoga hóps- ins, lækni, matreiðslumann og túlk. Aðstoð- armenn sína valdi hann sjálfur. Þetta vakti gremju skákyfirvalda, sennilega meðal ann- ars vegna þess að það myndi gera KGB erf- iðara fyrir að fylgjast með undirbún- ingnum. Óttuðust geislun, hugsanaflutning og eitrun Einvígið hófst 11. júlí. Þegar leið að mán- aðamótum var andrúmsloftið orðið þannig að Sovétmennirnir vildu kanna hvort um væri að ræða geislun í Laugardalshöllinni. Einnig var talað um að beitt hefði verið dá- leiðslu og hugsanaflutningi til að trufla Spasskí. Hinn 15. ágúst greip um sig ótti vegna matarins sem Spasskí lagði sér til munns. Þann dag drakk hann ávaxtasafa og fylltist dugleysi. Sýni var sent til Moskvu og vísindamenn á vegum KGB tóku það til rannsóknar. Ekkert óvenjulegt fannst. KGB sendi ávaxtasafa Borís Spasskís til rannsókna í Moskvu Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Borís Spasskí og Bobby Fischer tefla um heimsmeistaratitilinn í skák á sviðinu í Laug- ardalshöll sumarið 1972. Sovétmenn óttuðust að eitrað hefði verið fyrir heimsmeistar- anum í einvíginu við Bobby Fischer 1972 NÚ er aðventan á næsta leiti og ekki seinna vænna að setja upp jólaljósin líkt og gert var við Barnaspítala Hringsins í gær. Þó að verslanir hafi flestar verið í jólabúningnum undanfarið taka nú bæir og borg að skrýðast ljós- um og skrauti sem tilheyrir þegar líða fer að jólum og skammdegið er hvað mest. Morgunblaðið/Ásdís Jólaljósin sett upp við Barnaspítala Hringsins NÝJU byggðarmerki Súða- víkurhrepps hefur verið breytt vegna athugasemda frá Einkaleyfastofu. Gerð var athugasemd við lögun merkisins og litanotkun, en ekki mátti nota gulan lit á sólina á merkinu. Hreppsnefnd Súðavíkur- hrepps ákvað að gera breyt- ingar á byggðarmerkinu í haust og fékk Dagbjörtu Hjaltadóttur til að hanna merkið. Merkið var svo sent til skráningar hjá Einka- leyfastofu sem gerði athuga- semdir við nýja merkið. Grétar Ingi Grétarsson, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu, segir sérfræðing í skjald- armerkjafræðum hafa gefið umsögn um merkið og eins og komið hafi fram í máli Óm- ars Jónssonar, sveitarstjóra Súðavíkur, hafi sérfræðingurinn einkum bent á tvennt. Ann- ars vegar að ekki megi hafa gula sól á hvítum grunni vegna þess að báðir litir eru málm- litir – gull og silfur – en þeir litir mega ekki skarast í skjaldarmerkjum. Hins vegar var gerð athugasemd við form merkisins, en skjöldurinn sjálfur var ekki í réttum hlut- föllum. Sólin varð blá ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.