Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 40
Skagfirsku sveinarnir í Bar-lómum koma saman tvisvarí viku til þess að æfa körfu-knattlistir. Þeim er hins- vegar margt annað til lista lagt og eru sumir hverjir mjög svo liðtækir í matargerðarlist. Öllum finnst þeim nefnilega gott að borða góðan mat, eins og flestum, og við þau tækifæri finnst þeim líka gaman að syngja og skemmta sér ærlega, eins og skag- firskum er gjarnan lagið enda heita þeir ekki Barlómar fyrir ekki neitt. Sú venja hefur skapast að halda haustteiti til að hrista hópinn saman eftir sumarfrí. Að þessu sinni tóku tveir úr hópnum höndum saman í eldhúsinu og hristu fram úr erminni heljarinnar saltfiskveislu, sem félög- unum var boðið í. Arnór Halldórsson lögfræðingur var yfirkokkur og bjó til tvo saltfiskrétti, annan með súr- um keim og hinn með sætum. Að- stoðarkokkurinn Einar Sævarsson, sölustjóri hjá veiðarfærasölunni Dímon, bakaði svo ljúffengt brauð sem meðlæti. En í forrétt buðu þeir upp á hráa hrefnu með soyasósu washabi og súrsuðum engifer. Og auðvitað var skálað í sakí. Hrá hrefna 300 g hrefnukjöt soyasósa washabi (piparrót) eða fínt rifinn engifer súrsaður engifer í þunnum sneiðum (má sleppa) Hrefnukjötið er skorið örþunnt, hálffrosið, og lagt fallega á fat. Ef washabi hefur verið keypt í duft- formi en ekki sem tilbúið deig í túbu, þarf að útbúa þétt deig úr duftinu með því að blanda örlitlu vatni sam- an við allt að tvær msk af duftinu. Washabi látið í litla skál og soya- sósa í aðra og gott getur verið að borða súrs- aðan (pickled) engifer í þunn- um sneiðum með kjötinu eða á milli munnbita. Saltur þorskur á grænmetis- og ávaxtafylliríi 1-1,5 kg af vel útvötnuðum saltfiski (velja helst stórt flak). hálfur til einn laukur 50–200 g smjör til steikingar 10 ferskir tómatar 200–300 g strengjabaunir 200–300 g gulrætur ½ bakki furuhnetur einn hvítlaukur 1 bréf fitulítið beikon 1–2 rauðar paprikur 100–200 g vínber (má einnig nota rúsínur, en þá minni skammt, fersk- ar eða þurrkaðar apríkósur eða aðra ávexti, jafnvel appelsínu í sneiðum) fersk basilika (af u.þ.b. ½ plöntu) svartur pipar Mikilvægt er að saltfiskurinn sé vel útvatnaður. Skola allt laust salt af fyrir útvötnun og skipta nokkrum sinnum á vatninu í a.m.k. tvo daga. Til að tryggja hæfilegt saltbragð er gott að smakka á fiskinum af og til á meðan á útvötnun stendur. Roð og þunnildi skorin frá saltfiskinum. Nota má þunnildin í plokkfisk síðar. Tómatarnir snöggsoðnir í vatni og svo afhýddir. Kjarnarnir fjarlægðir. Paprikan skorin til helminga og grilluð í ofni til að losa hýðið frá. Hægt er að skafa hýðið frá þegar það er við það að brenna. Gulræturnar afhýddar og skornar langsum, í 4–8 strimla hver. Þær ásamt strengjabaununum og furu- hnetunum steiktar í stutta stund í smjöri. Þetta allt sett í eldfast fat. Beikoninu raðað yfir og fatið síðan sett í 180°C heitan ofn skömmu áður en sósan er sett yfir. Laukurinn fín- saxaður og steiktur í smjöri. Hvít- laukinn má fínsaxa og bregða á pönnuna með lauknum örstuttu áður Hægt er að skafa hýðið frá þegar það er við það aðbrenna. Laukurinn fínsaxaður og steiktur í smjöri. Hvít- laukinn má fínsaxa og bregða á pönnuna með lauknum örstuttu áður en ólífurnar og kapersinn bætast útí. Hvítvíni og sýrðum rjóma bætt útí. Fiskflakið skorið í hæfilega bita og þeim raðað yfir það, sem fyrir er á pönnunni. Kryddað með svörtum pipar, skreytt með paprikunni og saxaðri basiliku. Lok sett yfir og lát- ið sjóða í gegn. Mælt með þungu rauðvíni eða hvítvíni með. Brauð 450 g hveiti 1 1⁄2 tsk.sykur 1 1⁄2 tsk salt 1 bréf ger 3 dl vatn Kryddlögur: 50 g grænar ólífur timjanpipar 1 msk matarolía Gerið sett í volgt vatnið og látið standa í nokkrar mínútur. Hveiti, sykriog salti blandað saman í skál. Hnoðað varlega saman við vatnið og látið hefast á volgum stað í 30 mín- útur. Deigið flatt út í ferhyrning á plötu. Kryddlögurinn blandaður. Holur gerðar í deigið með fingri og kryddleginum hellt síðan yfir deigið. Látið hefast á ofnplötu í 30 mínútur. Bakað við 200°C í 20–25 mínútur. Í sjálfu sér má nota hvaða krydd sem er, t.d. hvítlauk og rósmarín.  MATARKISTAN|Hrá hrefna og þorskur Saltfiskur hjá Barlómum Þeir spila körfubolta, syngja saman af og til og hafa gaman af því að borða. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í saltfiskveislu hjá Barlómunum. Barlómarnir: Frá vinstri: Einar Sævarsson, Atli Sveinsson, Stefán Að- alsteinsson og Björn Sigtryggsson. Arnór Halldórsson stendur og er að kynna réttina. Þá eru hinum megin við borðið Sigurður Guðjónsson, Óm- ar Bjarnason og Grétar Friðriksson. Morgunblaðið/Golli Kokkarnir: Einar Sævarsson og Arnór Halldórsson og bakvið þá gægist fram Stefán Aðalsteinsson. en saxaðir tómatarnir eru settir út í. Láta sjóða saman í sósu í nokkrar mínútur. Sósunni hellt yfir það, sem í fatinu er. Fiskflakið skorið í hæfilega bita og þeir kryddaðir með svörtum pipar. Steikt í smjöri á báðum hlið- um, ekki endilega í gegn því þá vill hann losna í sundur. Vínberin skorin til helminga og steikt með. Fiskinum raðað í fatið yfir sósuna og grænmet- ið. Allt soð sem til fellur fari í réttinn. Skreytt með vínberjunum og papr- ikunni sem hefur verið skorin í ræm- ur. Saxaðri basiliku stráð yfir. Fisk- urinn látinn bakast í gegn. Borið fram með brúnum hrísgrjónum, fersku salati og góðu brauði. Mælt er með þungu rauðvíni með og að pipar- kvörnin sé við höndina. Pönnusoðinn saltfiskur – súr í bragði 1–1,5 kg af vel útvötnuðum saltfiski hálfur til einn laukur 50–200 g smjör til steikingar 100–200 g svartar ólífur 100–200 g grænar ólífur ein lítil dós kapers einn hvítlaukur 1–2 rauðar paprikur ½ lítri hvítvín 1 dós sýrður rjómi fersk basilika (af u.þ.b. ½ plöntu) svartur pipar Roð og þunnildi skorin frá fisk- inum. Paprikan skorin til helminga og grilluð í ofni til að losa hýðið frá. Hrá hrefna: Með soja- sósu, Washabi og súr- sætum engifer. Saltaður þorskur: Á grænmetis- og ávaxtafylliríi. Morgunblaðið/Golli DAGLEGT LÍF 40 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið laugardaga, kl. 10-16 Ullarúlpur Heilsársúlpur Hattar og húfur Yfirhafnir í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.