Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 76
ÍÞRÓTTIR
76 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NORSKIR fjárfestar sem hafa lagt fé í rekst-
ur úrvalsdeildarliða þar í landi hafa tapað
yfir 11 milljörðum ísl. kr. frá árinu 1993 og
fram til ársins 2002. Í síðasta tölublaði Økon-
omisk Rapport er fjallað um þetta mál og þar
kemur fram að í norsku úrvalsdeildinni hafi
tapast yfir 3,3 milljarðar frá árinu 1999.
Það eru John Fredriksen í Vålerenga, Kjell
Inge Røkke í Molde og Wimbledon og Atle
Brynestad í Lyn sem hafa tapað mestu á þess-
um viðskiptum. Þríeykið hefur tapað samtals
2,2 milljörðum kr. af því sem tapast hefur frá
árinu 1999 til ársins 2002.
Røkke hefur tapað
yfir einum milljarði
Kjell Inge Røkke hefur verið iðinn við að
leggja Molde til fé í gegnum dótturfyrirtæki
Aker RGI, Wyndmore. Samtals hefur Røkke
sett rúmlega 1,2 milljarða kr. í Molde-liðið.
Með því liði hafa margir íslenskir leikmenn
leikið og má þar nefna Bjarka Gunnlaugsson,
Bjarna Þorsteinsson, Ólaf Stígsson og Andra
Sigþórsson. Rökke keypti einnig enska liðið
Wimbledon ásamt félaga sínum.
Eigandi Lyn hefur
einnig tapað miklu
Atle Brynestad hefur notað fyrirtæki sitt
CG Holding til þess að bjarga rekstri Lyn frá
Osló og segir í Økonomisk Rapport að Bryne-
stad hafi lagt rúmlega 550 millj. kr. í rekst-
urinn. Teitur Þórðarson þjálfaði Lyn á
keppnistímabilinu en var sagt upp störfum
um mitt keppnistímabil. Helgi Sigurðsson og
Jóhann B. Guðmundsson sem léku með liðinu
á tímabilinu eru á förum frá því.
Sá þriðji í röðinni er John Fredriksen en
hann hefur lagt um 800 milljónir í rekstur
Vålerenga sem er einnig frá Osló.
Hafa tapað rúmum 11 milljörðum
á norskri knattspyrnu
NORSKA knattspyrnufélagið Stabæk vill fá
Veigar Pál Gunnarsson, landsliðsmann úr
KR, í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Félagið
hefur boðið honum samning en Veigar Páll
sagði við Morgunblaðið í gær að hann ætti
eftir að taka endanlega afstöðu til þess hvaða
stefnu hann vildi taka í sínum málum.
Samningur Veigars Páls við KR rennur út
um áramótin og hann kvaðst hafa rætt laus-
lega við KR-inga um framhaldið. „Ég á von á
því að við setjumst niður fljótlega og ræðum
um hvernig þetta verður ef ég verð á Íslandi.
Það er alveg öruggt að þá spila ég hvergi
annars staðar en með KR. Stabæk hefur
fylgst með mér síðan í sumar, allt frá því
maður frá þeim kom á leikinn okkar gegn
Fylki í ágúst. Þeir eru tilbúnir með samning-
inn handa mér en boltinn er hjá mér, ég á eft-
ir að ákveða mig.“
Veigar Páll sagði að Stabæk væri eina er-
lenda félagið sem hann væri í samband við og
að orðrómur sem hefði verið í gangi og
tengdi hann við Stuttgart í Þýskalandi ætti
ekki við rök að styðjast. „Ég held öllu opnu,
það gerist hvort eð er ekkert fyrr en opnað
verður fyrir félagaskiptin í janúar og hef því
nógan tíma,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson.
Hann hefur reynslu af því að spila í Noregi
en Veigar lék með Strömsgodset í úrvals-
deildinni árið 2001, eftir að hafa leikið með
Stjörnunni fram að því. Hann kom heim aftur
eftir ársdvöl og hefur verið í röðum KR-inga
undanfarin tvö tímabil.
Stabæk hefur verið með íslenska leikmenn
í sínum herbúðum samfellt frá 1997 þegar
Helgi Sigurðsson gekk til liðs við félagið. Síð-
an komu þangað þeir Pétur Marteinsson,
Marel Baldvinsson og Tryggvi Guðmundsson,
en Tryggvi er nú einn eftir og er væntanlega
á förum.
Veigar Páll er með tilboð frá
norska félaginu Stabæk
NJARÐVÍKINGAR tryggðu sér
fyrsta titilinn sem var í boði á leik-
tíðinni í körfuknattleik er liðið
lagði granna sína úr Keflavík í
Hópbílabikarkeppni Körfuknatt-
leikssambands Íslands sl. laugar-
dag. Og er við hæfi að byrja á því
að óska Njarðvíkingum til ham-
ingju með titilinn.
Keppnisfyrirkomulag fyrir-
tækjabikarkeppni KKÍ er með
öðrum hætti en tíðkast í bikar-
keppni KKÍ þar sem dregið er um
hverjir mætast en í Hópbílabikar-
keppninni er liðunum raðað upp
eftir árangri í deildarkeppninni á
síðustu leiktíð.
Lið nr. 1 mætir liði nr. 16 og svo
koll af kolli. Liðin mætast í tví-
gang og samanlögð úrslit ráða úr-
slitum. Þegar fjögur lið eru eftir
eru undanúrslitaleikirnir leiknir á
sama stað, sama kvöldið og úr-
slitaleikurinn fer fram daginn eft-
ir. Hátíð liða sem kallast „hin fjög-
ur fræknu“ sem er vel heppnuð
þýðing á „Final four“-helginni
vestur í Bandaríkjunum þar sem
úrslit ráðast í keppni háskólaliða.
Fyrirtækjabikarkeppnin fór
fram í Laugardalshöll í fyrsta sinn
árið 1996, þar fór úrslitakeppnin
fram fyrstu þrjú árin, næstu þrjú í
Smáranum í Kópavogi, í fyrra í
Keflavík og í ár í Laugardalshöll á
ný.
Fyrstu árin mættu stuðnings-
menn liðanna nokkuð vel í „Höll-
ina“, nýtt keppnisfyrirkomulag
vakti forvitni margra. En það er
ekki hægt að segja það sama um
keppnina í ár.
Á úrslitaleikinn sjálfan mættu
um 300 áhorfendur og á undan-
úrslitaleikjunum á föstudags-
kvöldinu var svipaður fjöldi.
Bekkurinn var ekki þéttsetinn, en
liðin sem áttust við voru „utan af
landi“, þrjú af Suðurnesjum og
eitt frá Sauðárkróki.
Í fyrra fór keppnin fram á
heimavelli Keflvíkinga sem unnu
reyndar keppnina á þeim tíma.
Eftir þá reynslu var ákveðið á árs-
þingi KKÍ að halda úrslitakeppn-
ina ávallt á hlutlausum velli, nema
að því gefnu að öll liðin væru sam-
þykk því að leika t.d. á heimavelli
Tindastóls eða Njarðvíkur. Í ár
voru forráðamenn liðanna ekki á
sama máli og keppnin fór fram í
Laugardalshöll.
Að mínu mati er Laugardalshöll
ekki góður vettvangur fyrir slíka
keppni. Stemningin og umgjörðin
í kringum leikina var slök, og eft-
irspurnin eftir miðum á leikina
var lítil, en framboðið mikið. Tóm-
ir áhorfendabekkir í beinni sjón-
varpsútsendingu var ekki til þess
að auka vægi keppninnar sem enn
hefur ekki slitið barnsskónum.
En það er auðvelt að gagnrýna
og erfiðara að finna lausnir á
vandamálinu. „Final four“ í
Bandaríkjunum er til að mynda
aldrei á sama stað frá ári til árs.
Viðburðurinn vekur gríðarlega
athygli vestanhafs – fyr-
irkomulagið er það sama hér á
landi en athyglina vantar.
Spurningin er ekki hvort „var-
an“ sé nógu góð. Körfuknattleiks-
liðin reyna sitt besta en stuðnings-
menn hafa ekki áhuga á að sjá
leikina. Af þeim sökum veltir mað-
ur því fyrir sér hvort keppninni sé
hreinlega ofaukið, deildakeppnin
tekur sinn tíma, hin upprunalega
bikarkeppni er enn fyrir hendi og
síðan tekur við úrslitakeppni.
Eitt gæti þó vakið meiri áhuga á
Hópbílakeppninni að mínu mati.
Ef fyrirfram væri ákveðið að
úrslitakeppnin færi fram á
ákveðnum stöðum á landinu gæti
vægi keppninnar aukist. T.d. yrði
keppnin haldin á Ísafirði árið
2004, í Þorlákshöfn 2005, í Stykk-
ishólmi 2006, í Grindavík 2007 og í
Seljaskóla í Reykjavík árið 2008.
Svo nokkur dæmi sé tekin.
Viðburðurinn yrði í höndum
heimamanna sem myndu ekki
ganga að því vísu að þeirra lið
kæmist alla leið. Að mínu mati
myndi keppnin vekja meiri athygli
fyrir vikið.
Ferðin á leikstað yrði sérstök
upplifun fyrir stuðningsmenn
þeirra liða sem kæmust í undan-
úrslit.
Eflaust myndu ekki eins margir
fylgja liðunum út á land en ég er
sannfærður um að heimamenn á
þeim stöðum myndu mæta þeim
mun betur á svæðið. Bein sjón-
varpsútsending yrði eflaust frá
úrslitaleiknum og þar myndu þeir
sem ekki hafa kost á því að fara á
leikinn geta fylgst með.
Það var „nálykt“ af keppninni
þetta árið og ef framhald verður á
verður ekki langt þar til að þeir
aðilar sem leggja nafn sitt við fyr-
irtækjakeppnina verði vandfundn-
ari – enda alþekkt að erfitt er að
finna styrktaraðila fyrir slíka
keppni.
Sigurður Elvar Þórólfsson.
Hópbílabikarinn á villigötum?
seth@mbl.is
Ferguson sagði við Daily Mirror ígær að Chelsea hefði byrjað
frábærlega og það væri ekki annað
hægt að segja en að liðið ætti mikla
möguleika á titlinum.
„Þeir hafa lítið misstigið sig frá
upphafi tímabilsins. Menn bíða eftir
því að þeir lendi í erfiðum kafla en
það hefur ekki gerst ennþá. Það
hefði mátt búast við því að það tæki
sinn tíma að móta liðið eftir allar
þessar breytingar en hlutirnir hafa
gerst ótrúlega hratt. Þeim tókst að
byrja á sigurgöngu, rétt eins og þeir
þurftu, og hafa haldið sínu striki.
Þar með hafa allir náð góðri fótfestu
hjá félaginu og um leið hefur press-
an minnkað. Heppnin hefur komið
við sögu, en það gerist hjá öllum lið-
um og jafnast út yfir tímabilið.
Þessi byrjun liðsins hefur eytt öll-
um vangaveltum um leikmennina
sem keyptir voru í sumar og hvort
tækist að halda þeim öllum ánægð-
um. Chelsea hefur líka farið vel af
stað í Meistaradeild Evrópu, og
miðað við hvernig liðið hefur spilað
þar er ekki annað hægt en að telja
það í hópi mögulegra sigurvegara,“
sagði Ferguson.
Hann þekkir betur en flestir
hversu erfitt er að ná árangri í
meistaradeildinni. United vann
hana undir hans stjórn árið 1999 en
hefur ekki tekist að komast í úrslita-
leikinn frá þeim tíma. „Það er gíf-
urlega erfitt að vinna þessa keppni,
og til að átta sig á því nægir að
skoða listann yfir þau lið sem það
hefur tekist.“
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir ógn stafa af Chelsea
Hlutirnir hafa
gerst ótrúlega
hratt hjá Chelsea
Reuters
Þessir tveir menn hafa eldað grátt silfur á síðustu árum í kapp-
hlaupinu um enska meistaratitilinn, Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, og Sir Alex Ferguson, kollegi hans hjá
Manchester United. Nú er Claudio Ranieri, starfsbróðir þeirra
hjá Chelsea, farinn að veita þeim alvarlega keppni.
ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að liði
sínu stafi mikil ógn af Chelsea, sem komi til með að veita United og
Arsenal harða keppni um enska meistaratitilinn í vetur. Eiður Smári
Guðjohnsen og félagar í Chelsea taka á móti Manchester United í
sannkölluðum stórleik á Stamford Bridge í London á morgun.
Chelsea er stigi á undan United, í öðru sæti deildarinnar, en Arsen-
al er efst, einu stigi á undan Chelsea.
FORRÁÐAMENN norsku meist-
aranna í knattspyrnu, Rosenborg,
sögðu í gær að baráttan um Åge
Hareide væri töpuð. Hann hefur
fengið tilboð frá norska knatt-
spyrnusambandinu um að taka við af
Nils Johan Semb sem landsliðsþjálf-
ari en Hareide á tvö ár eftir af samn-
ingi sínum við Rosenborg.
HAREIDE stýrði Rosenborg til
óvænts útisigurs á Rauðu stjörnunni
í Belgrad, 1:0, í fyrrakvöld og þar
með er norska liðið komið í 3. umferð
UEFA-bikarsins. „Við náðum öllum
okkar markmiðum, unnum deildina,
bikarinn, og höldum áfram í UEFA-
bikarnum,“ sagði Hareide.
OLA By Rise aðstoðarþjálfari er
talinn líklegur sem eftirmaður Har-
eides. Ljóst þykir að hann nýtur
mestra vinsælda hjá stuðnings-
mönnum Rosenborg sem fögnuðu
honum sérstaklega þegar liðið kom
heim til Þrándheims í gær.
VÅLERENGA komst einnig í 3.
umferðina og þar með hafa norsk lið
jafnað sinn besta árangur frá upp-
hafi í Evrópumótum félagsliða. Þau
eru komin með jafnmörg stig og
tímabilið 1996–97 þegar Rosenborg
komst í 8 liða úrslit Meistaradeildar
Evrópu og Brann í 8 liða úrslit Evr-
ópukeppni bikarhafa. Með góðum
úrslitum í 3. umferð getur Noregur
unnið sér inn tvö sæti í lokaumferð-
um forkeppni meistaradeildarinnar
næsta haust.
HEIÐAR Helguson verður ekki í
liði Watford sem mætir Ívari Ingi-
marssyni og félögum í Reading í
ensku 1. deildinni í dag. Ray Lew-
ington, knattspyrnustjóri Watford,
vill ekki láta Heiðar byrja of geyst
en hann er að ná sér eftir að hafa
meiðst illa á hné í september.
LEWINGTON sagði að hann
stefndi að því að koma á æfingaleik í
næstu viku þar sem hann myndi
prófa Heiðar og Gavin Mahon, sem
einnig hefur verið meiddur. „Ég þarf
sem betur fer ekki að ýta of mikið á
eftir Heiðari því liðinu hefur gengið
ágætlega í síðustu leikjum,“ sagði
Lewington á heimasíðu Watford.
MARIS Verpakovskis, hetja Letta
í leikjunum um sæti í lokakeppni EM
í knattspyrnu, er nú orðaður við
enska úrvalsdeildarliðið Ports-
mouth. Talið er að Arsenal hafi tals-
verðan áhuga á sóknarmanninum,
sem og Wolves. Verpakovskis, sem
leikur með Skonto Riga í heimalandi
sínu, skoraði í báðum leikjum Lett-
lands gegn Tyrklandi í umspilinu
um EM-sæti á dögunum.
GORDON Strachan, knattspyrnu-
stjóri Southampton, bar í gær til
baka fréttir um að hann hefði hug á
að hætta og taka við stjórn Leeds.
Hann sagði á heimasíðu félagsins að
það væri ekki inni í myndinni.
FÓLK