Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 59 ✝ Herdís Einars-dóttir Höjgaard fæddist á Bakka á Strönd 25. október 1920. Hún lést 22. nóvember síðastlið- inn. Hún var næstelst af tíu alsystkinum. Systkini hennar eru: 1) Járnbrá Elsa, f. 1919, d. 1999. 2) Guð- laug Rósalind, f. 1922, d. 1990. 3) Jón Hróbjartur, f. 1923, d. 2002. 4) Davíð Rú- rik, f. 1924. 5) Friðrik Guðmundur, f. 1926, d. 1995. 6) Ásgeir, f. 1930, d. 1930. 7. Nanna, f. 1931, d. 1990 8. Pálína Sigþrúður f. 1936. 9) Svava, f. 1937. Tvo hálfbræður frá föður átti hún. Þeir eru: Þorsteinn, f. 1950, og Matthías, f. 1952. Árið 1949 giftist Herdís Guð- mundi Guðmundssyni, f. 1905, d. 1981. Hann var sonur Guðmundar Einarssonar og Guðrúnar Þor- finnsdóttur frá Leirum í Eyja- fjarðarsveit. Börn Guðmundar og Herdísar eru: 1) Ólöf Díana, f. 1946, gift Njáli Ölver Sverrisyni, f. 1945, og eiga þau tvö börn, Hall- grím Gísla, f. 1966, og Herdísi Rós, f. 1970. 2) Jón Einar, f. 1950, kvæntur Sólveigu Snorradóttur, f. 1956, d. 1996, og eiga þau tvö börn, Kristin Sólberg, f. 1979, og Snorra Hólm, f. 1990. Fyrir átti Jón dótturina Nikól- ínu, f. 1974. 3) Viðar, f. 1957, kvæntur Láru Emilsdóttur, f. 1955. Þau eiga sam- an Berglindi Björk, f. 1985, en fyrir á Viðar Hrefnu Díönu, f. 1978, og Lára á Ingimar, f. 1970, og Margréti Rós, f. 1974. 4) Sæunn Hel- ena, f. 1960, eigin- maður Haraldur Haraldsson, f. 1962. Börn þeirra eru Guðmundur Daði, f. 1982, Hersir, f. 1997, og Karítas, f. 1997. Börn Guðmundar af fyrra hjónabandi eru: 1) Fanney, f. 1934. 2) Hrefna, f. 1936. 3) Unnur, f. 1938, d. 1997. 4) Már, f. 1939. Herdís kom til Vestmannaeyja árið 1941 og varð ráðskona hjá Guðmundi málara og sá um þrjú af fjórum börnum hans. Hinn 27. mars 1949 giftu þau sig og hófu búskap á Lyngbergi sem var hennar heimili alla hennar tíð. Hún vann hjá Lifrarniðursuðu Vestmannaeyja í nokkur ár fyrir gos og svo í Vinnslustöð Vest- mannaeyja frá árinu 1971 til árs- ins 1990. Barnabörn Herdísar eru tíu og barnabarnabörnin ellefu. Herdís verður jarðsungin frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar ég hugsa til Dísu ömmu minnar verður mér óhjákvæmilega hugsað til þess þegar hún kenndi mér sundtökin í eldhúsinu, þegar ég fékk kringlu og kaffi til að dýfa í, að hún átti alltaf blómaís, að hún átti oft heimatilbúna frostpinna, að hún prjónaði oft á mig ullarsokka, að ég fékk oft perlufesti í jólagjöf frá henni, að heimili hennar var ævin- týrastaður þar sem rennibraut var við hliðina á stiganum, fótskemillinn var bíll, baststóllinn var leynihólf og klósett stundum, steinninn fyrir ut- an var hestur og í kjallaranum héldu draugarnir sig. Aldrei man ég eftir því að hún hafi skammað mig. Í seinni tíðina man ég eftir þögn- inni heima hjá henni, tikkinu í eld- húsklukkunni og kunnuglegu lykt- inni. Þegar ég spurði um það þá sagði hún mér oft frá hvernig hennar líf væri búið að vera, ég hafði mjög gaman af því. „Ja, ég segi nú allt bara svona meinhægt.“ Með þessu svaraði hún oftast þegar ég spurði hvað hún segði nú. Það eru ekki nema tvö ár síðan ég spurði hana hvernig maður hefði það þá. „Ekkert sérlega gott,“ var það þá. Ég og dóttir mín vorum í Eyjum vikuna áður en amma lést, við amma sátum og klöppuðum með Nadíu og borðuðum saman. Mikið er ég glöð yfir því að hafa getað kvatt hana. Já, ég er rík af minningum um þig. Það er gott að vita af þér á betri stað núna, þar sem þú hefur það, án efa, töluvert betra en meinhægt. Ég á eftir að sakna þín, Dísa amma mín. Guð geymi þig. Hrefna Díana. Jæja, mamma mín. Það hlaut að koma að þessu hjá okkur að við þyrftum að kveðjast. Mikið er það erfitt. Þú sem ert búin að vera svo dugleg barðist alveg til hins síðasta. Ég á eftir að sakna þín, það verður svo tómlegt þegar þetta er allt yf- irstaðið. Þú hætt að hringja í mig eins og þú gerðir svo oft. En nú er þetta búið og ég vona að þér líði vel. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Ég elska þig. Þín dóttir Helena. Hinn 25. október árið 1920 í litlum torfbæ sem bar nafnið Bakki á Strönd fæddist pínulítið stúlkubarn tveimur mánuðum fyrir tímann. Móðir hennar fékk hettusótt og því kom barnið svona snemma. Ekki gat móðirin mjólkað sökum veikinda sinna þannig að barnið var lagt í vöggu og beðið og vonað að hún hefði það af. Þetta litla stúlkubarn var amma mín hún Dísa, húð hennar var svo þunn að það sást í gegnum hana en hún barðist fyrir lífi sínu af þeirri hörku og dugnaði sem varð hennar aðalsmerki í gegnum lífið. Amma Dísa átti ekki auðvelda æsku, hún fékk beinkröm og var vart sjáandi sökum erfiðleika og vannæringar sem hvítvoðungur. Amma Dísa var hetja. Þegar hún fékk loks gleraugu, þá orðin tíu ára, opnaðist fyrir henni „himnaríki“ eins og hún sagði sjálf. Amma lærði að lesa þó að hún sæi ekki stafina því þegar hún fékk gler- augun þá var hún læs. Af því að hún sá svo illa þá þjálfaði hún minnið og hún mundi ótrúlegustu hluti svo sem fæðingardaga allra fjölskyldumeð- lima, maka þeirra og barna (jafnvel líka maka barnabarnanna). Amma fór til Vestmannaeyja og kynntist afa Guðmundi. Hann átti þá fjögur börn af fyrra hjónabandi sem amma gekk í móðurstað. Árið 1946 fæddi amma fyrsta barn sitt, Ólöfu (mömmu mína). Það tók hana heila viku að koma henni í heiminn. Nú barðist amma aftur fyrir lífi sínu og dóttur sinnar og að sjálfsögðu hafði amma betur. Árið 1949 giftist hún svo afa. Þau eignuðust þrjú börn til viðbótar, en yngsta dóttir þeirra, Helena, er fædd 1960 og var amma þá orðin fertug. Árið 1972 greindist amma með krabbamein í brjósti og á þessum tíma þótti krabbamein vera hálf- gerður dauðadómur, en amma tók þessu af sömu hörku og dugnaði og öðru mótlæti í lífinu og sigraði dauð- ann í þriðja skiptið. Amma átti mörg góð ár, hún og afi áttu fallegt heimili á Lyngbergi og þar var alltaf pláss fyrir fleiri, hvort sem það voru börn ættmenna eða bræður hennar sem komu á vertíð til Eyja. Amma var alltaf fyrst á fætur á morgnana og síðust inn í rúm á kvöldin. Ég var sjálf orðin fullorðin þegar ég sá hana í fyrsta skiptið setjast niður til þess að borða matinn sinn en þá voru börnin farin að heiman. Afa missti hún 17. september 1981 og ég man að þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég sá hana gráta. Amma hafði ásamt systkinum sín- um fest kaup á jörð nálægt æsku- heimili sínu á Bakka og þangað fór hún oft á sumrin og naut þess að dvelja í heimahögunum þar sem hún þekkti hverja þúfu. Árið 1990 voru tvær systur hennar, mágur og hún á leið heim úr einni slíkri ferð þegar þau lenda í hræðilegu bílslysi, amma háði þarna fjórðu baráttu sína fyrir lífinu og var sú eina sem lifði slysið af í þessum bíl. Þyrlan var kölluð út og flogið var með hana á Borgarspít- alann þar sem læknarnir gerðu það sem þeir gátu fyrir hana. Hún stundi upp nöfnum og símanúmerum barna sinna og þegar þau komu sögðu læknarnir þeim að hún myndi ekki hafa þetta af þar sem hún væri með kransæðastíflu og hjartað næði aldr- ei að hreinsa líkamann. Þetta gerðist í byrjun júní, amma var margbrotin, blá og marin upp að enni. En 25. október það ár héldum við upp á 70. afmælið með henni. Þá var hún stað- in upp úr hjólastólnum og gekk við hækju. Amma náði sér aldrei alveg eftir þetta, en það sem henni þótti þó verst (fyrir utan ásvinamissinn að sjálfsögðu) var að nú varð hún að hætta að vinna. En fyrir slysið vann hún í saltfiski í Vinnsló fullan vinnu- dag og oft fram á kvöld. En þó maður kjósi lífið þá er ekki hægt að sigra dauðann endalaust og amma kvaddi þetta líf eftir stutt veikindi á sjúkra- húsi Vestmannaeyja rétt fyrir há- degi laugardaginn 22. nóvember. Elsku amma mín, þú varst hetjan mín, kraftur þinn og lífsvilji endur- speglaði allt þitt æviskeið og þótt þú hafir upplifað margt á þinni ævi þá varstu alltaf sátt við það sem lífið bauð þér upp á. Þú varst stolt af fjöl- skyldu þinni, börnunum þínum, barnabörnum og barnabarnabörn- um. Ég er mjög stolt af að hafa hlotið þann heiður að fá að bera nafnið þitt og vera skírð í höfuðið á svona stór- kostlegri konu. Hvíl í friði. Þín Herdís Rós. Elsku mamma mín. Þegar ég sit hér í bjartri stofunni hjá henni dótt- ur minni og nöfnu þinni og hugsa til baka um ævi þína, strit og þjáningar verður mér minnisstæðast þegar ég sat yfir rúmi þínu á gjörgæslu og svo á sjúkrastofu Borgarspítalans eftir þetta hörmulega slys þar sem þú misstir tvær systur þínar og mág og varst sjálf mikið slösuð. Þar beittir þú töfrakrafti þínum og innri styrk til að komast aftur á fætur. Við höfum aldrei skilið þessa óendanlegu orku sem þú bjóst yfir og endalausan kraft sem þú hafðir alltaf nóg af. Ég held að það sé mikið til í því sem einn vinnufélagi þinn sagði við mig þegar þú varst komin heim eftir þetta allt, aðeins þremur mánuðum seinna og við héldum sam- an upp á 70. afmælið þitt: „Hún mamma þín hlýtur að vera úr stáli.“ Við systkinin sögðum reyndar allt- af að þú hefðir ekki bara níu líf held- ur átján líf, svo oft ert þú búin að rísa upp aftur og aftur. Í 22 ár varst þú búin að vera ekkja og búa ein á Lyngbergi og engan bilbug var á þér að finna þar til þú þurftir að vera tengd súrefni, sem varð reyndar ekki fyrr en frá því seinni part sum- ars. Þá fórstu að þinni eigin ósk inn á elli- og hjúkrunardeild Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Elsku mamma mín, ég trúi því að þinn andlegi fjársjóður sé mjög stór því ekki léstu þitt eftir liggja við góð- verkin. Þau voru svo mörg og stór að mér dygðu ekki opnur Morgunblaðs- ins til að telja þau upp og varst þú heldur ekki sú kona sem vildir hafa hátt um þau. Gleðistundirnar voru líka ótal margar og kýs ég að geyma þær í minningunni. Ég ætla að enda þessa minning- argrein með uppáhaldsbæn þinni, sem þú hefur heklað í ótal milliverk og gefið okkur í minningu þína: Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín dóttir Ólöf Díana. HERDÍS EINARS- DÓTTIR HØJGAARD Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar NÖNNU STEINUNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Baldurshaga, Fáskrúðsfirði. Jón Bergkvistsson, Guðríður Bergkvistsdóttir, Jón Guðmundsson, Rannveig Bergkvistsdóttir, Erlendur Jóhannesson, Bergþóra Bergkvistsdóttir, Tryggvi Karlesson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ARNHEIÐAR RANNVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR, (Ranný), Goðatúni 13, Garðabæ. Sérstakar þakkir til Sinawik og Kiwanis í Garðabæ. Þór Ingólfsson, Karl Rúnar Þórsson, Þórunn Erla Ómarsdóttir, Dagrún Birta Karlsdóttir. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, bróður okkar og frænda, SIGURÐAR A. ÞORSTEINSSONAR, Borgarbraut 65A, áður til heimilis á Haugum í Stafholtstungum. Laufey H. Helgadóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, KÁRA JÓNSSONAR, Skólabrekku 7, Fáskrúðsfirði. Sigríður Jónsdóttir, Ásgrímur Ragnar Kárason, Jóhanna G. Þorbjörnsdóttir, Jón Bernharð Kárason, Þórunn Linda Beck, Friðrik Svanur Kárason, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Unnsteinn Rúnar Kárason, Jóhanna M. Agnarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar frænku okkar, HALLFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Undralandi. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Lísa Birgisdóttir, Birgir Þór Birgisson, Fríða Guðný Birgisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.