Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 41
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 41 TILFINNINGARNAR sem heltaka ástfangið fólk eru áþekkar vímu eit- urlyfjaneytenda. Þetta kemur fram í breskri læknarannsókn. Dr. John Marsden, forstöðumaður National Addiction Center við Maudsley- sjúkrahúsið í Lundúnum, segir að komið hafi á daginn að eiturlyf á við kókaín leysi náttúrulega efnið dópamin úr þeim hluta heilans sem stjórnar nautnum. Það sama gerist við þá andlegu tilfinningu sem fylgir því að verða ástfanginn, dópamín leysist úr læðingi úr nautnamiðstöð heilans og margt í hegðan og fari ástfangins fólks svipi mjög til hegð- unar þeirra sem taka eiturlyf á borð við kókain. „Fólk verður t.d. andstutt og finnst hjartað taka kipp. Það fær einnig fiðring í magann. Það er vegna þess að nautnamið- stöð heilans sendir adrenalín til líkamans, sem örvar blóðflæðið, en vegna ástands- ins álítur heilinn að meira blóðs sé þörf en venjulega á tilteknum svæða, s.s. í kynfærum, og stýrir því meira blóði þangað, á kostnað ann- arra svæði eins og magans. Því fylgir umrædd fiðrilda- tilfinning, sem „dópistar“ finna iðulega einnig. Hins vegar hefur kókaínið aukaverkanir sem ást- fangið fólk fær ekki, dópistar eiga það t.d. til að þjást af ofsóknarbrjál- æði, kvíða, hjarta- og öndunartrufl- unum og getuleysi.“ Þráhyggjan Marsden kemur fram í nýrri heim- ildarmynd BBC sem fjallar um þessi mál. Þar kemur einnig fram dr. Hel- en Fisher við Rutgers-háskólann í New York. Hún segir að eftir því sem ástarsambandið þróist haldi samsvörunin við eiturlyfjatöku áfram. „Á fyrsta stigi þess að verða ástfanginn fer öll orka og öll hugsun einstaklings í að hugsa um mótaðil- ann. Að vinna hylli hans, ást hans og tryggð og verja helst öllum stundum með viðkomandi. Þeg- ar frá líður, og sambandið breytist, koma fram ávana- einkenni, þau hin sömu og ein- kenna eiturlyfjaneytandann. Ef mótaðilinn vill t.d. hitta annað fólk eða breyta sam- bandinu í veigamiklum atriðum, fer heilinn umsvifalaust í vörn og pumpar út meira dópamíni sem jafnvel fær viðkomandi til að þarfnast mótaðilans meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er svipað því og að koma í veg fyrir það sem eiturlyfja- neytandi þekkir sem frá- hvarfseinkenni. Nið- urstaðan er að taumlaus ást geti verið varhugaverð.  ÁSTIN|Fólk verður andstutt, fær fiðring í magann og finnst hjartað taka kipp Elskendur í vímu Kókaín hefur aukaverk- anir sem ástfangna fólkið finnur ekki Fyrsta stig: Öll orka og öll hugsun einstaklings fer í að hugsa um mótaðilann. Reuters Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.