Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 13 Í OKTÓBERMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 15,8 milljarða króna og inn fyrir 18,6 milljarða króna fob. Vöruskiptin í október voru því óhag- stæð um 2,8 milljarða króna en í október í fyrra voru þau hagstæð um 1,9 milljarða. Um er að ræða áttunda mánuðinn í röð sem halli mælist á vöruskiptum við útlönd en afgangur reyndist flesta mánuðina í fyrra. Fyrstu tíu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir tæpa 152,9 milljarða króna en inn fyrir 167,1 milljarð króna fob. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 14,2 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 12,9 milljarða. Vöruskiptajöfnuður- inn var því 27,1 milljarði lakari en á sama tíma árið áður. Mesti halli síðan árið 2000 Fara þarf aftur til ársins 2000 til að finna meiri halla á vöruskiptajöfn- uði en verið hefur í ár en þá var hall- inn ríflega 30 milljarðar króna á fyrstu tíu mánuðum ársins, að því er fram kemur í morgunkorni Íslands- banka. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu tíu mánuði ársins var 152,9 milljarð- ar sem er samdráttur upp á 7,4% frá sama tímabili árið áður. Sjávarafurð- ir voru 62% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 9% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í verðmæti fiskimjöls, frysts fisks og saltfisks en á móti kom að aukning varð í verðmæti útflutts lýs- is. Í október síðastliðnum voru fluttar út vörur fyrir 15,8 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 18,6 millj- arða króna. Verðmæti útflutnings dróst saman um 17% frá október í fyrra til október í ár og þar af dróst verðmæti sjávarafurða saman um 20%, að því er fram kemur í morg- unkorni Íslandsbanka. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara var 4% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Útflutningur á áli dróst saman en á móti kom aukning á útfluttu kísiljárni, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu tíu mánuði ársins var 167,1 milljarð- ur eða 9,3% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á fjárfestingarvör- um, fólksbílum, flutningatækjum til atvinnurekstrar og neysluvörum en á móti kom að kaup á flugvélum, reikn- uð á föstu gengi, urðu 5,8 milljörðum minni í ár en í fyrra. Hallinn á vöruskipt- um 14,2 milljarðar                                    !""#   $                                          !    "!#    !  "  # $ $% !  $   $! % &' " &     (   )  & &!   '   (              *+ +,-. / /,// 0 01-2  . 1.*-      3--+/ /* 10/0   3 ,**. .+ /.2/    1 1/0/ . ,213 3 -,*1 0 322/          32 ./3- - -1+1   ,-./      3 11*0 /3 *3./    3 ,+1+ .+ /133   .+ 3+-0 - ./,* 3 1*12 . .*-+    !  !"      4125 6*..5 4125 43,-5 4//35  "    6.+/5 63-5  6/05 6135     613*5 6025 4,*15     #$%&' () *  + ),#*-                (7!' ! '   8    STÖKUR ehf. á Akureyri hafa keypt allt hlutafé Loðskinns Sauðárkróki ehf. af Kaupþingi Búnaðarbanka hf. Í samkomulagi vegna kaupanna, sem undirritað var í fyrrakvöld, eru fyrirvarar um niðurstöður áreiðanleikakönn- unar og samþykki bankastjórnar Kaupþings Búnaðarbanka. Í tilkynningu frá Stökum og Kaupþingi Búnaðarbankanka segir að fyrirvörunum skuli rutt úr vegi fyrir 12. desember næst- komandi. Þrátt fyrir fyrirvarana hafa Stökur nú þegar tekið við stjórn fyrirtækisins og hefur Ormarr Örlygsson, framkvæmda- stjóri Staka, tekið við fram- kvæmdastjórn Loðskinns Sauðár- króki. Búnaðarbanki Íslands stofnaði Loðskinn Sauðárkróki árið 1999 eftir gjaldþrot samnefnds fyrir- tækis. Yfirtók bankinn þá eignir og rekstur þrotabúsins og hefur rekið fyrirtækið sem skuldaskila- eign undanfarin ár. Í tilkynning- unni segir að ítrekað hafi verið reynt að selja fyrirtækið, en án ár- angurs fyrr en nú. Ormarr Ör- lygsson segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvernig rekstri Loðskinns Sauðárkróki verði hagað til framtíðar. Hálfum mánuði verði varið í að fara yfir rekstur og efnahag fyrirtækisins og ákvörð- un verði tekin í framhaldi af því. Ormarr segir að staðan í skinnaiðnaðinum sé bærileg. Nokkur niðursveifla hafi verið undanfarið en það sjái fyrir end- ann á því. Reksturinn á Akureyri hafi gengið ágætlega. Hann vill ekki upplýsa hvaða verð Stökur greiða fyrir Loðskinn Sauðár- króki. Stökur ehf. á meirihluta hluta- fjár í Skinnaiðnaði hf. á Akureyri. Hjá því fyrirtæki starfa um 65 manns og um 40 manns hjá Loð- skinni Sauðárkróki. Stökur kaupa Loðskinn Sauðárkróki Kaupþing Búnaðarbanki hefur ítrekað reynt að selja Ormarr Örlygsson FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) tilkynnti í gær að ákvörðun kæru- nefndar hefði fellt úr gildi ákvörðun FME frá 16. júní sl. um að leggja bann við að Fjárvernd-Verðbréf hf. stundi starfsemi erlendis. Fjárvernd kærði ákvörðun FME til kærunefndar og felldi hún ákvörð- unina úr gildi 26. nóvember sl. sam- kvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í tilkynningu FME er tekið fram að samkvæmt lögum skuli fjármála- fyrirtæki sem hyggst stunda starf- semi á Evrópska efnahagssvæðinu tilkynna Fjármálaeftirlitinu það fyr- irfram. Að uppfylltum tilteknum skil- yrðum sendir Fjármálaeftirlitið slíka tilkynningu áfram til fjármálaeftirlita viðeigandi landa. Jafnframt er tekið fram að Fjárvernd-Verðbréf hf. hafi ekki sent slíka tilkynningu til Fjár- málaeftirlitsins. Breytir litlu fyrir Fjárvernd Ingólfur Arnarson, framkvæmda- stjóri Fjárverndar, segir þetta breyta litlu fyrir starfsemi Fjárverndar. Fjárvernd hafi lagt fram kæruna á sínum tíma til að eyða ákveðinni rétt- aróvissu. Ekki standi til að Fjárvernd sæki um heimild til að stunda við- skipti erlendis að svo stöddu en fyr- irtækið hafi nú sama rétt í viðskiptum og önnur fjármálafyrirtæki. Kærunefnd um Fjárvernd-Verðbréf Mega stunda starfsemi erlendis ÚR VERINU ÁRSÞING Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands mótmælir hverskonar sértækum aðgerðum stjórnvalda við úthlutun aflahlut- deildar og bendir á að hlutdeild smá- báta í afla hafi aukist jafnt og þétt en sú aukning verið tekin frá öðrum. „Slík mismunun er með öllu ólíðandi. Sú línuívilnun sem nú er í um- ræðunni myndi enn auka forréttindi smábáta á kostnað annarra skipa- flokka. Þingið skorar því á stjórn- völd að láta af þeirri undanlátsstefnu við smábáta sem stunduð hefur verið undanfarin ár,“ segir í ályktun þingsins sem lauk í gær. Í ályktuninni segir jafnframt að með lögfestu ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir sjávar séu sameign þjóðarinnar sé erfitt að færa rök sem dugi fyrir leiguframsali aflaheimilda innan fiskveiðiársins. Lagði þingið áherslu á að þeim, sem hafi yfir afla- heimildum að ráða, skuli skylt að nýta þær og að um leigu á kvóta sé ekki að ræða. Taka verði sérstaklega á þeim tilvikum sem upp komi ef skip stöðvist vegna ófyrirsjáanlegra at- vika. Jafnframt krafðist þingið þess að að stjórnvöld skýri nú þegar reglur um hámarks yfirráð aflahlutdeildar, þannig að einstök fyrirtæki geti ekki í skjóli óskýrra reglna og með beinni eða óbeinni aðild að öðrum fyrir- tækjum haft yfirráð yfir aflahlut- deild sem sé langt umfram þau við- miðunarmörk sem sett hafa verið í einstökum tegundum. Þingið fagnaði gagnrýnum við- brögðum stjórnvalda við gerræðis- legum ákvörðunum stjórnenda fjár- málafyrirtækja við að skara eld að eigin köku en mótælti því að sömu stjórnvöld hafi í engu sinnt eða spornað við þeirri græðgislegu eignamyndun sem orðið hafi til í skjóli stjórnvalda á grundvelli laga um stjórn fiskveiða og óverðskuldað fært einstaklingum hundruð, jafnvel þúsundir, milljóna í vasann. Sjómannaafslátturinn haldi Þá mótmælti þingið harðlega öll- um áformum um skerðingu eða af- nám á svokölluðum sjómannaaf- slætti. „Það vekur furðu að flestir stjórnmálamenn sem tjá sig um mál- ið tala af slíkri vanþekkingu að með ólíkindum er. Sjómannaafslátturin er og hefur verið hluti af kjörum sjó- manna í yfir 40 ár.“ Ennfremur gerði þingið þá kröfu að greitt verði af öllum launum sjó- manna í séreignalífeyrissparnað, enda sjómenn eina stétt launamanna sem ekki njóti þeirra sjálfsögðu rétt- inda í lífeyrismálum. Eins lagði þingið áherslu á að veið- arfærarannsóknir verði stórefldar með nýjustu tækni sem völ er á, svo sem neðansjávarmyndavél og öðrum hátæknibúnaði. Lagði þingið til að þeir fjármunir sem inn komi vegna svokallaðs Hafró-kvóta verði alfarið nýttir til veiðarfærarannsókna. Þá skoraði þingið á stjórnvöld að sjá til þess að hvalveiðar hefjist í atvinnu- skyni eigi síðar en árið 2006. Árni Bjarnason var á þinginu end- urkjörinn forseti FFSÍ til næstu tveggja ára. Undanláts- semi við smá- báta mótmælt EIMSKIP hefur ákveðið að nýta kauprétt í janúar á næsta ári og kaupa Dettifoss, kaup- verðið er um 1,3 milljarðar króna. Dettifoss hefur verið á þurrleigu með kaupréttarheimild frá árinu 2000. Gámaskipið Detti- foss var tekið í þjón- ustu Eimskips í októ- ber 2000 um leið og umtalsverðar breyt- ingar voru gerðar á siglingakerfi félagsins. Dettifoss hefur ásamt systurskipi sínu Goðafossi þjónað Evrópuhöfnum vikulega á sk. norð- urleið (Reykjavík, Eskifjörður, Þórshöfn, Rotterdam, Hamborg, Árósar, Gautaborg og Fredrik- stad). Dettifoss sem er 165 metrar að lengd, hefur 17.034 tonna burðar- getu og er smíðaður í Danmörku 1995. „Skipið er, ásamt Goðafossi, stærsta og fullkomnasta gámaskip sem rekið hefur verið á Íslandi til þessa. Boðið er upp á farþegaflutn- inga yfir sumartímann í systurskip- unum Dettifossi og Goðafossi,“ seg- ir meðal annars í frétt frá Eimskip. Skipstjóri á Dettifossi er Matth- ías Matthíasson og yfirvélstjóri Geir Geirsson. Dettifoss er fimmta skipið með því nafni í flota Eim- skips. Eimskip nýtir kauprétt á Dettifossi FÆREYAR og Evrópusambandið hafa náð tvíhliða samkomulagi um fiskveiðar á næsta ári. Í samkomu- laginu felst gagnkvæmur samingur um veiðar á kolmunna. Færeysk skip fá að veiða 45.000 tonn af kolmunna innan lögsögu ESB, en Evrópusambandið fær að veiða 16.000 tonn innan lögsögu Færeyja. Jafnframt fá Færeyingar að veiða 3.065 tonn af botnfiski, 9.840 tonn af makríl, 1.160 tonn af síld, 10.000 tonn af loðnu, 9.000 tonn af brislingi og hrossamakríl og 18.000 tonn af spærlingi innan lögsögu ESB. Á móti fær ESB að veiða 3.240 tonn af djúpsjávarfiski, 6.300 tonn af karfa, 5.000 tonn af þorski og ýsu, 14.860 tonn af öðr- um botnfisktegundum og 4.469 tonn af makríl. Að mestu leyti er um að ræða endurnýjun á þeim sem samningi sem verið hefur í gildi Færeyjar semja við ESB um kolmunna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.