Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 33
Þ
að má segja að í mál-
verkum mínum gangi
ég út frá ljósinu, veðra-
brigðunum, hughrif-
unum og þeirri
stemmningu sem ég er í þá og þá
stundina, ásamt því sem sjálft
vinnuferlið framkallar hverju
sinni,“ segir Bragi Ásgeirsson list-
málari en sýning á verkum hans
verður opnuð í forkirkju Hall-
grímskirkju í dag kl. 17. Sýningin
markar upphaf nýs starfsárs List-
vinafélagsins.
Á vinnustofu sinni í einu háhýsi
borgarinnar hefur Bragi vítt útsýni
yfir sundin annars vegar og svo til
Bláfjalla hins vegar, eiginlega allan
sjónhringinn. „Framkallaði svo
ósjálfrátt fyrsta hvíta tímabilið í
list minni þegar ég flutti inn á út-
mánuðum 1964, hjarn yfir öllu. Hef
svo meira og minna haldið mig inn-
an þeirra marka, satt að segja af
nógu að taka allan ársins hring í
ljósi íslenzkra veðrabrigða, og þessi
fjölbreytni á vel við mig. Gengur
allar götur aftur til námsáranna á
akademíunni í Kaupmannahöfn.
Þar tók ég fljótlega eftir að nem-
endur allra málunardeilda skólans
komu sér upp ákveðnu litakerfi
sem þeir unnu út frá, gjarnan und-
ir áhrifum lærimeistara sinna.
Þetta þótti mér hálfgerður iðnaður
því ég vildi einbeita mér að rann-
sóknum í ríki hins óþekkta en ekki
samefli og endurtekningum, tók því
til bragðs að nota aldrei alveg
sama litakerfi þegar ég málaði fyr-
irsæturnar,“ segir Bragi.
Þetta var ekki par vinsælt hjá
prófessornum hans, Borgund-
arhólmsmálaranum Kræsten Iver-
sen, sem málaði mikið í grænum
jarðlitum þ.e. minna rauðleitum og
brúnum til að mynda Siena og
Úmbru og lentu þeir stundum í
smásennum út af því, einkum ef
Bragi notaði mikið rautt. „En ég
var kominn til að læra og vildi
rannsaka allt litakerfið, ekki loka
að mér í einhverjum bás, vinna mig
út í horn. Allt annað upp á ten-
ingnum er ég kom til Osló, enda
prófessorinn þar fyrrum nemandi
Matisse og skólabróðir Jóns Stef-
ánssonar, þar var ég á réttu róli
því Jean Heiberg hafði góðan
skilning á þessum vinnubrögðum
og fylgdist með þeim af lifandi
áhuga.“
Haldið sínu striki
Bragi kveðst hafa haldið sínu
striki fram að þessu, einnig á tíma-
bili fundinna hluta sem hann stað-
setti á myndflötinn, leggur örveik
blæbrigði sem sterkar lita-
andstæður að jöfnu, ásamt há-
marks hvítu og hámarks svörtu
ásamt öllu þar á milli.
„Þegar ég svo gerði mér ferð til
Weimar og Frankfurt í tilefni 250
ára fæðingarafmælis Goethes 1999
kynntist ég litakerfi hans í sjón og
raun og varð uppnuminn. Um
rannsóknir á skynrænum áhrifa-
mætti lita að ræða á skjön við há-
vísindalega greiningu Newtons, hér
kominn sértækur heimur sem tekið
hafði þetta mikla skáld húmanista,
náttúruskoðanda og einn af risum
upplýsingastefnunnar 40 ár að
rannsaka og vitjöfurinn taldi mesta
afrek sitt. Allar götur fram að því
hafði ég ekki gert mér fulla grein
fyrir hinum drjúga mun né á hve
vísindalegan hátt Goethe gekk á
sinn hátt til verks, með alla sína
yfirburða andagift í farteskinu.
Hér var einnig um að ræða að gera
það ósýnilega sýnilegt, eitthvað í
þá áttina að menn þreifa á púls-
inum, finna og skynja hjartsláttinn
en sjá hann ekki.“
Bragi segir þetta ekkert sem
menn tileinki sér í einu vetfangi,
heldur birtingarmynd skynræns
þroskaferlis, skylt því sem menn
nefna þjálfun tóneyrans og hér
komin skýringin á því að svo marg-
ir málarar vilja meina, að þeir hafi
lært mest af því að skoða söfn,
málverk annarra og nema brigði
náttúrunnar. „Einungis er mögu-
legt að opna dyr og vísa mönnum
til vegar því um persónubundnar
lifanir er að ræða, hver og einn býr
þannig að sjónrænu vitundarsviði
sem hann getur útvíkkað og þrosk-
að.“
Myndirnar í forkirkju Hallgríms-
kirkju eru allar nýjar af nálinni,
sumar rétt þornaðar og gerðar frá
því seinni hluta júlímánaðar á
þessu ári, og Bragi telur þær gott
sýnishorn af vinnubrögðum sínum
á undangengnum árum. „En eins
og jafnan eftir að hafa unnið í ljós-
um og dökkum tónum bíða sterku
litaandstæðurnar mín við næsta
horn, einnig hefur ljórinn að hinu
hlutvakta lokist upp á hálfa gátt.
Hvort þessar myndir hafi trúarlegt
inntak skal ég ekki segja, en allar
skapandi hvatir eiga sér samsvörun
í guðdómi svo sem fram kemur í
öllum trúarbrögðum og er svoköll-
uð heiðni ekki undanskilin. En mál-
verkin eru ekki gerð í sérstöku til-
efni eða með ákveðið rými í huga,
það er ekki minn háttur í list-
sköpun nema um ákveðið markað
verkefni sé að ræða. Málverkin
verða einfaldlega að standa fyrir
sínu.“
Bragi lætur vita að hann sendir
sjálfur engin boðskort út á opn-
unina sem verður klukkan 17 í dag,
en allir séu velkomnir.
Sýning á nýjum málverkum Braga Ásgeirssonar verður opnuð í dag í forkirkju Hallgrímskirkju
Birtingarmynd skynræns þroskaferlis
Morgunblaðið/Jim Smart
Bragi Ásgeirsson við eitt verka sinna á sýningunni í Hallgrímskirkju.
Góðtemplarahúsið við Suðurgötu
7, Hafnarfirði (bak við Þjóðkirkj-
una): Sýning Leikminjasafns Ís-
lands um frumherjann og fjöl-
listamanninn Sigurð Guðmundsson
málara verður opin frá kl. 14–17.
Einnig á morgun, sunnudag.
Skaftfell menningarmiðstöð
Seyðisfirði kl. 21: Þrír rithöfundar
lesa úr verkum sínum: Sigrún Eld-
járn (Týndu augun), Guðmundur
Andri Thorsson (Náðarkraftur) og
Sjón (Skugga-Baldur en ekkert
Skoffín). Magnús Skúlason, einn
þriggja ritstjóra „Af norskum rót-
um“, kynnir bókina. Magnús Skúla-
son er arkitekt og forstöðumaður
Húsfriðunarnefndar ríkisins.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
TÓNLEIKARNIR hófust á
frumflutningi verks eftir Áskel
Másson sem hann nefnir Frón. Í
þessu verki er fitjað upp á ýmsu,
jafnvel effektum sem sumir minna
á Jón Leifs. Verkið skiptist með
lauslegum hætti á
milli sjálfstæðra þátta
en inn á milli er svo
fléttað brotum og
heildstæðum tónhend-
ingum þjóðlaga, oft á
áferðarfallegan máta.
þjóðlagabrotin eru
ekki útsett eins og á
sér oft stað í þjóðleg-
um verkum, heldur
birtast þau sem sjálf-
stæð tónbrot í hljóm-
umbúnaði, sem oft er
tónall, jafnvel þar sem
ómstreitur ráða ríkj-
um. Gott verk, sem
var mjög vel flutt, svo
sem dæmt verður við fyrstu heyrn.
Annað verkið á efnisskránni var
píanókonsert nr. 2 eftir Rakhman-
ínov. Þetta er ekta rómantískur
konsert og að mörgu leyti ólíkur
þeim konsertum, sem
samdir voru fyrir
aldamótin 1900. Pí-
anóröddin er frábær-
lega glæsilega rituð,
enda var Rakhman-
ínov píanóvirtúós.
Stefin eru sérlega fal-
leg „sönglög“ og út-
færsla þeirra á píanó-
ið oft einkar
áhrifamikil. Einleikar-
inn Lev Viocour flutti
konsertinn á róman-
tískan máta, stundum
einum of látlaust og
ekki með þeim krafti,
sem hæfir þessu
magnaða verki. Stjórnandinn,
Rumon Gamba, fylgdi einleikaran-
um mjög vel, þótt hljómsveitin
væri á köflum of sterk, sérstaklega
í átaksatriðum lokakaflans.
Áfram hélt rómantíkin með
fimmtu sinfóníunni eftir Síbelíus
og þar lék Rumon Gamba sér að
mögnuðum andstæðum í styrk og
fallegri túlkun. Í heild var ein-
kenni tónleikanna mjög skýr mót-
un, bæði hvað varðar hraðaval og
styrkleikaandstæður, sem sérstak-
lega þarf að gæta vel að í sinfóníu
Síbelíusar og hljómsveitin gerði
góð skil. Í lokakaflanum má heyra
sérkennilegt hornstef, sem hefst á
sexundarstökki og minnir það á
stef, sem Khatsjatúrían notar í
ballettinum Spartakusi (1954).
Með þessa rómantísku efnisskrá
mun Sinfóníuhljómsveit Íslands
nesta sig til Evrópuferðar og
fylgja henni góðar kveðjur, með
ósk um gott gengi og farsæla
heimkomu.
Með ósk um
gott gengi
TÓNLIST
Háskólabíó
Flutt voru verk eftir Áskel Másson,
Rakhmanínov og Síbelíus. Hljómsveit-
arstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Lev
Vinocour.
Fimmtudagurinn 27. nóvember.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
Lev Venocour
Eyrarpúkinn,
fyrsta bók Jó-
hanns Árelíuzar í
lausu máli er kom-
in út. Eyrarpúkinn
er gáskafullt
skáldverk sem
gerist á Eyrinni á
Akureyri um miðja
síðustu öld.
„Eyrin er krökk af fólki og lítil hætta
á að lesandinn dotti. Kanelbrún
skíma hvílir yfir hádegislúrnum þegar
Helena Eyjólfs kankast á við Little
Richard og handsaumuð leðurtuðran
er eins og lifrarpylsa í laginu en blóð-
mörskeppur á litinn. Í bakspegli veð-
ursæld Vopnafjarðar en heimshorn
sögunnar mót Ægisgötu og Eyrarvegs
35.“
Jóhann Árelíuz er kunnur fyrir verð-
launabókina Tehús ágústmánans og
Par avion.
Guðmundur Oddur Magnússon
gerði kápuna en prentvinnsla var í
höndum Ásprents á Akureyri. Bókin er
208 bls. Útgefandi er Jöklahreiður.
Leiðbeinandi verð krónur 3.980.
Skáldverk