Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR Reykvíkingar eiga það sameiginlegt að bera hag höfuðborgarinnar fyrir brjósti og það sama má reyndar segja um alla lands- menn. Framtíð þess- arar borgar er held- ur ekki neitt einkamál stjórn- málamanna sem fara með tímabundin völd í það og það sinnið, heldur skiptir þessi framtíð bæði einstaklinga og fyrirtæki mjög miklu hvort heldur um er að ræða ein- stakar byggingar eða stærri mál. Í Reykjavík eru þannig nokkrar bygg- ingar sem gera borgina að því sem hún er – nokkurs konar andlit borg- arinnar. Þær eru m.a. Austurbæj- arbíó, Sundhöllin við Barónsstíg, Þjóðleikhúsið, Alþingishúsið, Ráð- húsið og Perlan. Hugsanlega eru þeir þó til sem vilja rífa einhverjar af þessum byggingum eða allar, en þá yrði Reykjavík bara allt önnur borg. Hér er því ákveðin íhaldssemi æski- leg ef við viljum ekki fórna dýr- mætum sérkennum okkar fyrir oft sviplítil gler-, stál- og álhús samtím- ans. Horft til framtíðar Þótt varðveisla ofangreindra bygginga skipti okkur miklu eru samt önnur og stærri mál sem varða framtíðarþróun borgarinnar mun mikilvægari, sérstaklega ef litið er til lengri tíma. Undanfarna áratugi hef- ur byggð í Reykjavík verið að þróast til austurs. Á þessum tíma hafa þús- undir manna flutt úr gömlum hverf- um borgarinnar innan Hringbrautar / Snorrabrautar í ný íbúðarhverfi á austurhluta borgarlandsins. Sama máli gegnir um verslanir og önnur fyrirtæki. Fólk hefur viljað meira rými og fyrirtæki hafa verið að renna saman og stækka og þurfa meira pláss. Þarna hafa þessir aðilar fundið rólegra umhverfi, meira landrými, ódýrari lóðir, betra aðgengi (access- ibility) og bílastæði en í gamla borg- arhlutanum. Í aðalskipulagi Reykja- víkur 1962–1983 gerðu menn sér grein fyrir því að væntanlegt versl- unar- og skrifstofuhúsnæði myndi ekki rúmast í gamla miðbænum og að öllum líkindum eyðileggja það um- hverfi sem þar var fyrir, auk þess sem skrifstofur sköpuðu enn meiri þörf á bílastæðum en verslanir. Af þessum sökum var ákveðið að byggja nýjan miðbæ, Kringluna, en einnig voru uppi hugmyndir um að byggja nýtt verslunarhverfi nálægt Elliða- ám. Þétting byggðar Lengi vel voru menn nokkuð sam- mála um að fara varlega í að þétta byggð umtalsvert vestan Elliðaáa og auka ekki umferðarrýmd mikið. Nú er hins vegar stefnt að umtalsverðri þéttingu byggðar á þessu svæði með tilheyrandi umferðarmannvirkjum, aðallega í sparnaðarskyni. Þetta er þó engin allsherjarlausn og hugs- anlega hefði verið skynsamlegra að leggja meiri áherslu á þéttingu byggðar í austurhluta borgarinnar. Samhengið milli umhverfisgæða, fjármagns og aðgengileika er löngu þekkt og líklegt er að umhverfis- gæðum á þessu svæði hnigni veru- lega ef ekki verður varið þeim mun meira fjármagni til þessara mála, sem engin vissa er fyrir. Það er held- ur ekki vænlegt til friðs ef verið er að taka útsýni til Esjunnar bótalaust af þeim sem hafa haft það um áratuga skeið og úthluta því öðrum. Nýr þróunarás Það sem líka hefur gerst und- anfarin ár er að á höfuðborgarsvæð- inu hefur myndast nýr umferðarás sem liggur frá Mosfellsbæ / Kjalar- nesi í norðaustri til Hafnarfjarðar í suðvestri (sjá mynd). Þetta hefur gerst vegna þess að þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu til austurs eru sett ákveðin takmörk. Á þessari öld mun aðalþróun höfuðborgarsvæð- isins því að öllum líkindum verða á þessum ás og staðarval fyrirtækja og íbúðarhúsnæðis í góðum tengslum við hann verða mjög mikilvægt. Á þetta var m.a. bent í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 1985–2005. Mjög erfitt og kostnaðarsamt mun verða að gera svæði vestan þessa áss jafn aðgengileg og það land sem ligg- ur að honum og líklegt er að mörgum ofbjóði þau umferðarmannvirki sem þá yrði nauðsynlegt að reisa. Ekki er samt ljóst af umræðum um veg- artengingar yfir Elliðaárvog að menn geri sér almennt grein fyrir þessum breyttu aðstæðum, hvað Reykjavík varðar, eða bregðist við þeim á viðeigandi hátt. Flugvöllurinn Í umræðum um skipulagsmál Reykjavíkur er því nú almennt haldið fram að flutningur flugvallar og frek- ari byggð á því svæði sé ekki á dag- skrá. Hvað sem því líður gæti engu að síður verið skynsamlegt að halda opnum möguleika á vegartengingum þessa svæðis við aðliggjandi byggð, bæði yfir Skerjafjörð við Álftanes og eins við aðliggjandi gatnakerfi. Þeir möguleikar sem nú eru fyrir hendi eru fljótir að hverfa ef ekki er að gáð. Mýrargötusvæðið og miðbærinn Nýlega efndi Reykjavíkurborg til forvals vegna skipulags svonefnds Mýrargötu – Slippasvæðis og skyldi þar leggja sérstaka áherslu á svo- nefnt „samráðsskipulag“. Alls sýndu 19 hópar innlendra og erlendra sér- fræðinga þessu verki áhuga og meðal þeirra sumir þekktustu og hæfustu skipulagsfræðingar og hönnuðir heims. Einhvern veginn tókst borg- aryfirvöldum samt að koma saman þannig mælistiku að þessir heims- þekktu aðilar voru allir útilokaðir frá verkinu jafnvel þótt þeir hefðu hlotið sérstaka viðurkenningu erlendis fyr- ir „samráðsskipulag“. Eins og allir skipulagsfræðingar vita er samráð við þolendur skipu- lags engin ný bóla í faglegri skipu- lagsvinnu og hefur tíðkast í mismun- andi mynd um áratuga skeið bæði hér á landi og erlendis. Það sem er hins vegar nýtt er að heyra borgar- fulltrúa Reykjavíkur halda því fram að þetta sé einhver nýjung. Það er líka erfitt fyrir íslenska sérfræðinga á þessu sviði að þurfa að segja sam- starfsmönnum sínum erlendis að í höfuðborg Íslands sé það ekki þekk- ing, alþjóðleg viðurkenning eða starfsreynsla sem ræður vali á skipu- lagsráðgjöfum. Íslenskir skipulags- fræðingar vita líka að ekki er raun- hæft að líta á Mýrargötusvæðið sem afmarkað skipulagssvæði án þess að horfa jafnframt á allt þetta strand- svæði, austur fyrir Seðlabanka. Hvað er skipulag? Í siðareglum Skipulagsfræðinga- félags Íslands segir: „Skipulagsfræð- ingar skulu setja almannahagsmuni ofar öðrum hagsmunum við gerð og framkvæmd skipulags.“ Sams konar ákvæði er að finna í siðareglum Evr- ópusambands skipulagsfræðinga og í siðareglum skipulagsfræðinga í Bandaríkjunum. Starfsheitið skipu- lagsfræðingur er lögverndað hér á landi og að baki því þarf að búa ákveðin menntun og starfsreynsla sem ætti að vera almenningi ákveðin trygging fyrir faglegum vinnubrögð- um. Eitt af því sem skortir á þessu sviði hér á landi er skilgreining á því hvaða vinna eða áætlun geti staðið undir heitinu skipulag og ekki van- þörf á að á því verði tekið. Hönnuður, sem t.d. vinnur fyrir lóðarhafa eða landeiganda teikningu af því hvernig hægt sé að hámarka nýtingu á lóð, er fyrst og fremst að gæta hagsmuna lóðarhafa og því er ekki hægt að kalla þannig uppdrátt skipulag. Þó eru þess dæmi að sveitarstjórnir kalli svona teikningu „skipulag“ og leggi hana fram til samþykktar og stað- festingar eins og um skipulag væri að ræða. Einn aðaltilgangur skipulags er að vernda gagnkvæma hagsmuni fólks og almenningur á ekki að þurfa að mótmæla svona vinnubrögðum opinberra aðila til að ná fram sjálf- sögðum rétti sínum eins og mörg dæmi eru um. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur atriði sem ef til vill væri rétt að hugleiða. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það samt ekki einstakar byggingar eða deiliskipulag ein- stakra svæða sem skipta mestu máli heldur heildarstefnan í þróun borg- arinnar og hvernig að henni er staðið. Hvort við viljum nýta tiltæka sér- fræðiþekkingu á þessu sviði eða hvort við viljum segja að þetta sé bara allt saman eintóm pólitík. Reykjavík, framtíðarborg Eftir Gest Ólafsson Höfundur er arkitekt og skipulagsfræðingur. Nýr umferðarás er að verða til á höfuðborgarsvæðinu og staðsetn- ing fyrirtækja og íbúðarhúsnæðis í grennd við hann mun að öllum lík- indum verða eftirsótt á komandi ár- um. (Svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins 1985–2005.) Kenning C.A. Doxiadis um æskilega framtíðarþróun borga („Dynapolis, the city of the future“, 1960). Í meginatriðum hefur þróun Reykjavíkur undanfarna áratugi stefnt í austurátt. Nú er verið að reisa nýjan „miðbæ“ Reykjavíkur vð Borgartún og spennandi verður að sjá hvar næsti miðbær höfuðborgarinnar rís. Í SEPTEMBER sl. benti stjórn SÍK mér á að halda ætti „ráðstefnu“ þar sem þau mál yrðu rædd sem varða 60/40 skipti- regluna, og skoraði á mig að mæta. Að því ég best veit er samráðsfundur boð- aður af Kvikmynda- miðstöð Íslands (KMÍ) og Sam- tökum íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK). Í dag laugardag 29. nóvember er sá fundur, og góð tíðindi það þar sem vettvangur umræðunnar er ekki áberandi, en vegna fjarveru vildi ég koma eftirfararandi spurningum á framfæri. 1. Telja stjórnendur KMÍ að það fé sem kemur inn í íslenska kvik- myndagerð úr „iðnvæddu“ kvik- myndaumhverfi, eða almennum markaði, hafi neikvæð áhrif á menningarlegt og listrænt gildi íslenskra kvikmynda? 2. Eru stjórnendur KMÍ reiðubún- ir að skilgreina hugtökin „menn- ing“ og „íslenskur veruleiki“ í kvikmyndagerð? 3. Hafa stjórnendur KMÍ tillögur um hvernig auka megi veltu ís- lenskrar kvikmyndagerðar og efla gerð kvikmynda á íslensku án aukins framlags frá ríkinu? 4. Ef KMÍ skilgreinir sig ekki sem kvikmyndagerð, heldur sem þjónustuaðila fyrir kvikmynda- gerð, telur forstöðumaður það möguleika að einhverskonar sjálfvirkni (skiptiregla) í úhlutun auki samkeppni, fjölbreytni í framleiðslu og hleypi nýju blóði í íslenska kvikmyndagerð, og minnki miðstýringu, einhæfni og hættuna á misnotkun? Auk þess að geta dregið lærdóm af „kerf- inu“. 5. Mun KMÍ setja reglur um „áfrýjun“ og kynna þær fag- fólki? 6. Undanfarin misseri hefur vil- yrðastefna Kvikmyndasjóðs fengið áfellisdóma hjá fagfólki þar sem hún skapaði atvinnu- leysi og deyfð í faginu, og hefur stjórn SÍK sagt, að „það hjálpar líka ekki baráttunni fyrir auknu fjármagni í Kvikmyndasjóð að við skulum ekki koma út hraðar því fjármagni sem í sjóðnum er“. Nú eru á annað hundrað millj- ónir bundnar í vilyrðum Kvik- myndasjóðs, þ.á m. tvö stór vil- yrði. Telur forstöðumaður og Sveinbjörn I. Baldvinsson kvik- myndaráðgjafi það þjóna heild- arhagsmunum fagsins að koma því í umferð sem fyrst og hvort réttur hins almenna kvikmynda- gerðarmanns á Íslandi til at- vinnu vegi þyngra en huglægt mat KMÍ á menningarlegu gildi íslenskra kvikmynda? 7. Á ýmsum samráðsfundum á sl. ári kom fram eindreginn vilji að taka upp skiptireglu og orðaði stjórn SÍK það t.d. svo: „...Einn- ig þótti mönnum mikilvægt að koma á einhverskonar sjálf- virkni í úthlutun. Þannig að þeir sem geta útvegað 60% fjár- magns geti gengið að því sem nokkuð vísu að Kvikmyndasjóð- ur myndi koma með þau 40% sem upp á vantaði.“ Ekki hefur verið tekið tillit til yfirlýsts vilja fagaðila hvað varðar þetta mál, má treysta því að tekið sé tillit til þess sem fram kemur á þess- um samráðsfundi? 8. Þrátt fyrir fyrirspurnir hefur KMÍ ekki gert grein fyrir hvort 60/40 reglan sé virk eða hvernig hún virkar, eftir að hafa hafnað henni í sinni fyrstu úthlutun. Auk þess hefur komið fram hjá KMÍ að „ekki er von á ítarlegri reglum en finna má í reglugerð um Kvikmyndasjóð“. Erlendir samstarfsaðilar mínir og fjár- festar lögðu fé og fyrirhöfn í 60/ 40 umsókn sl. vor í ljósi yfirlýsts vilja og heimildar í reglugerð (að öðrum kosti hefði það ekki verið gert), en telur KMÍ að þetta sé „einkamál“ okkar, að skortur á skýrri stefnu KMÍ í þessu máli laði að eða fæli frá fjárfesta í ís- lenska kvikmyndagerð, og að það hafi faglegt gildi fyrir alla ís- lenska kvikmyndagerð að þessi mál séu skýrari? 9. Er Sveinbjörn I. Baldvinsson kvikmyndaráðgjafi tilbúinn til að skýra út þau lykilviðhorf sem hann telur eiga erindi til ís- lenskrar kvikmyndagerðar á nýrri öld? (Með tilliti til um- sagna ráðgjafans, er það mitt mat að viðhorf ráðgjafans hafi hugsanlega átt betur við fyrir 15 árum eða svo.) 10. Flestir eru sammála um að mörg alvarleg mistök hafi verið gerð af stjórnendum Kvikmynda- sjóðsins „gamla“. Hefur KMÍ í hyggju að beita sér fyrir að laga þá brengluðu samkeppnisstöðu sem varð til á tímabilinu? 11. Mun KMÍ beita sér fyrir endur- skoðun í útgáfumálum fagsins, þar sem umræða um brýn hags- munamál hefur ekki enn séð dagsins ljós, svo sem löggildingu starfsheitis kvikmyndagerða- manna, miklar heildarskuldir fagsins hjá peningastofnunum og stofnun stéttarfélags? 12. Vegna þess að stuðningur stjórnar SÍK með aftstöðu KMÍ að fella niður 60/40 skiptiregluna sl. sumar var á skjön við vilja að- alfundar SÍK sl. vor, mun stjórn SÍK sækjast eftir endurkjöri? 13. Formaður SÍK skrifar sl. sumar að „Kvikmyndamiðstöð er gler- hús sem mun alltaf safna að sér stórum hópi óánægðra við- skiptavina sem grípa munu hvert tækifæri sem gefst til árása á miðstöðina“. Er for- stöðumaður KMÍ sammála þess- ari fullyrðingu, eða kann þetta að vera aðeins viðhorf gamallar kynslóðar kvikmyndagerðar- manna? 14. Í forystugrein Morgunblaðsins í fyrrasumar sagði m.a. að KMÍ þyrfti að vera „…í stakk búin til að leiða málefnalega og upplýsta umræðu á þessu sviði. Að öðrum kosti er hætta á að framtíð þess- arar ungu listgreinar ráðist af tilviljunum eða hagsmunum ein- stakra aðila fremur en skýrum markmiðum“. Er forstöðumaður KMÍ sammála þessari skoðun, eða kann þetta að lýsa viðhorfi annarrar kynslóðar kvikmynda- gerðarmanna? 15. Í þeirri trú að KMÍ sé sammála því sem formaður SÍK skrifar einnig sl. vor, um að það sé „ ...alltaf mjög mikilvægt að hjá Kvikmyndamiðstöð sé allt gegn- sætt, allt á hreinu og að allir hlutir séu afgreiddir faglega,“ er Sveinbjörn I. Baldvinsson ráð- gjafi reiðubúinn til að skrifa um- sagnir sínar aftur, og forstöðu- maður KMÍ reiðubúinn til að gera grein fyrir því hvað fór úr- skeiðis þegar stjórnendur KMÍ brutu reglugerð sl. haust? Samráðsfundur boðaður af KMÍ og SÍK Eftir Einar Þór Gunnlaugsson Höfundur er kvikmyndagerðar- maður í London. SKOÐUN SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.