Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldór Sigurðs-son fæddist í Stokkhólma í Skaga- firði 12.5. 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Kumbaravogi við Stokkseyri 18.11. síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Margrétar Þorsteins- dóttur frá Hjaltastöð- um, f. 18.1. 1889, d. 10.11. 1989, og Sig- urðar Einarssonar frá Stokkhólma, f. 4.9. 1890, d. 16.4. 1963. Þau bjuggu mestallan sinn búskap í Stokk- hólma og síðar á Hjaltastöðum. Systkini Halldórs eru: Þorsteinn bóndi í Hjaltastaðahvammi, f. 16.3. 1918, kvæntur Sigríði H. Márus- dóttur, f. 1.3. 1930; Pétur bóndi á Hjaltastöðum, f. 21.3. 1919, kvænt- ur Ragnheiði M. Þórarinsdóttur, f. 13.5. 1919, d. 25.6. 2003, Hjalti bóndi á Hjalla, f. 22.3. 1920, d. 18.11. 1995, kvæntur Ingibjörgu Kristjánsdóttur, f. 8.2. 1928, þau skildu; Leifur rennismíðameistari, f. 31.5. 1921, kvæntur Friðriku Elí- asdóttur, f. 25.2. 1913; Jórunn húsfrú á Frostastöð- um, f. 12.11. 1926, nú búsett á Sauðár- króki, gift Frosta Gíslasyni bónda, f. 14.7. 1926, d. 18.12. 2001. Sonur Halldórs er Hafsteinn Viðar, lög- giltur endurskoð- andi, f. 9.11. 1948. Móðir hans er Þóra A. Þorvarðardóttir. Kona Hafsteins er Erla S. Engilberts- dóttir og eignuðust þau fjögur börn og eiga nú sex barnabörn. Um nokkurra ára skeið var Halldór í sambúð með Eygerði Bjarnfreðsdóttur, en 1968 kvænt- ist hann Þórdísi Jónsdóttur og átti með henni dótturina Margréti, f. 22.9. 1968. Hún er búsett í Þýska- landi, gift Jan Dirk Edzard Elster- mann og eiga þau tvær dætur. Þórdís átti fyrir Helgu, Arngrím og Kára, sem drukknaði 1980. Þórdís og Halldór skildu. Útför Halldórs verður gerð frá Flugumýrarkirkju í Skagafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Halldór, föðurbróðir minn, er nú látinn, saddur lífdaga. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi hann á hjúkrunarheim- ilinu á Kumbaravogi við Stokkseyri eftir að hafa orðið fyrir alvarlegu heilablóðfalli fyrir nokkrum árum sem skerti bæði líkamlega og and- lega atorku hans. Þar hlaut hann góða umönnun í rólegu umhverfi og ég held að hann hafi kvatt þennan heim sáttur við Guð og menn. Halldór ólst upp í Stokkhólma í Vallhólmi í Skagafirði á heimili for- eldra sinna ásamt systkinum sínum við öll venjuleg sveitastörf eins og þá var siður. Í lok stríðsáranna hleypti hann heimdraganum og fór til Reykjavíkur. Réð hann sig í vinnu- mennsku til Gísla Gíslasonar silfur- smiðs er þá bjó efst við Laugaveginn sem þá var í útjaðri bæjarins og stundaði þar þá enn hefðbundinn bú- skap. Þar hefur Dóri sjálfsagt kom- ist í kynni við smíði fagurra gripa en skömmu síðar hóf hann nám í gull- smíði, sem hann lagði síðan fyrir sig sem ævistarf. Fljótlega kom hann sér upp eigin verkstæði og verslun á Skólavörðustíg 2 og setti sá rekstur svip sinn á miðbæjarlífið í Reykjavík í áratugi. Var Dóri m.a. einn af frum- kvöðlum í gerð skartgripa úr ís- lenskum náttúrusteinum sem farið var að nota til skrauts bæði slípaða og ekki síst eins og þeir komu fyrir beint úr náttúrunni. Hestamennskan var Dóra í blóð borin enda alinn upp á því svæði þar sem hestamennska er í hávegum höfð og m.a. eitt merkasta hrossakyn á Íslandi kennt við bæ þann þar sem hann fæddist og ólst upp, Stokk- hólma. Upp úr 1960 kaupir hann þá jörð af föður sínum en á jörðinni hafði þá ekki verið búið um tvo ára- tugi en hún nýtt frá Hjaltastöðum þar sem foreldrar hans og þrír bræð- ur bjuggu. Hóf hann nú rekstur hrossaræktarbús í Stokkhólma með það að markmiði að varðveita það kyn sem kennt var við bæinn og blanda það öðrum stofnum. Hafði hann um margra ára skeið mikið um- leikis bæði í hrossaræktinni og einn- ig í sölu hrossa til Evrópu en þar var hann meðal brautryðjenda hérlend- is. Minnisstætt er viðtal sem sjón- varpsfréttamaður átti við Dóra sennilega skömmu fyrir Landsmót hestamanna á þessum árum. Frétta- maðurinn spurði hversu mörg hross hann ætti, en Dóri svaraði að bragði að svona spurningar þýddi ekki að spyrja skagfirskan hrossabónda þeir vissu það bara ekki. Þú hlýtur að vita hvorum megin við hundraðið þau eru sagði þá fréttamaðurinn, í tilraun til að fá ákveðna tölu uppgefna. Eftir drjúga stund með sitt stríðnislega bros á andlitinu svaraði Dóri: „Já.“ Þrátt fyrir skerta möguleika Dóra til að tjá sig síðustu árin var ljóst að hugur hans var við hrossin. Oft var manni ekki ljóst hvort hann skyldi allt það sem við hann var sagt eins og oft vill verða með fólk sem lendir í álíka áföllum og hann. Eitt sinn er við faðir minn sátum hjá honum fór ég að segja honum frá ferð sem ég fór ríðandi um Suðurland og var alls ekki viss um að hann næði neinu af því sem ég var að segja frá. Nefndi ég m.a. að ég hefði riðið Þjórsá og það hefði minnt mig á hestaferðir í Stokkhólma og við Héraðsvötnin. Þá sagði hann allt í einu upp úr eins manns hljóði: „Ég öfunda þig.“ Þrátt fyrir að Dóri hafi fengið við- urnefni sitt úr iðn sinni og verið kenndur við málm þann sem er tal- inn fremstur eðalmálma tel ég samt að hann hafi líkst meir þeim íslensku náttúrusteinum sem hann fór að nota í smíðisgripi sína. Sérstakur glampi íslenska eðalsteinsins með fremur óreglulegt, ógagnsætt og hrjúft yfirborð gat minnt á hann. Síðustu starfsár Dóra áður hann veiktist voru honum erfið á ýmsa lund. Leiddi það hann inn á óheppi- legar leiðir á stundum en hesta- mennskuna sagði hann aldrei skilið við eins og áður er getið. En annað er það sem vert er að geta og ekki síður mikilvægt er það er að hann leitaði þá til Skapara síns og reyndi að finna athvarf í trúnni. Hverju sú leit skil- aði er einkamál þeirra tveggja og hvorki mitt né annarra að dæma um. Er mér næst að halda að frændi minn hefði getað tekið undir með öðrum Skagfirðingi, skáldinu höfð- ingjanum og hestamanninum Kol- beini Tumasyni sem kvað fyrir nær 800 árum, skömmu fyrir dauða sinn: Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helzt hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. Ég bið öllum aðstandendum Hall- dórs Guðs blessunar. Guðm. Ingi Leifsson. Ég kynntist Halldóri fyrst ungur maður í Verzlunarskóla Íslands, er hann rak skartgripaverslun sína á Skólavörðustígnum. Mjög er mér minnisstætt að fara á Þorláksmessu ár hvert og kaupa jólagjafir hjá Hall- dóri. Það lá við að maður þyrfti að taka með sér skóhorn til að komast inn í búðina, svo mikill var mann- fjöldinn að versla, en alltaf var sama góða viðmótið og upp frá þessum tíma hófst vinátta okkar sem hélst alla tíð. Ég byrjaði hestamennsku á þess- um árum og stofnaði hestaleiguna 1968 og leitaði strax ráða hjá Hall- dóri. Stofninn af mínum hestum kom því frá Halldóri. Voru þær ekki fáar ferðirnar sem við fórum að Stokk- hólma saman, ég til að versla og hann til að líta eftir hrossabúskap sínum þar. Allan minn fróðleik um hross á þessum tíma fékk ég því hjá Halldóri. Og ógleymanlegar eru þær sögur er hann sagði mér frá upp- vaxtarárum sínum í Stokkhólma og úr Skagafirði. Hestglöggur var Halldór með af- brigðum og enginn einn maður á Ís- landi hefur selt og verslað jafn mikið með hross og hann. Heilu flugfarm- arnir voru að hans frumkvæði sendir og seldir erlendis. Aðallega til Þýskalands og Danmerkur, annars út um allan heim, t.d. til Hong Kong. Svo sannarlega var Halldór frum- kvöðull að útflutningi hrossa og kynningu á þessari búgrein erlendis. Þetta starf hans var íslenskum bændum og hrossabúskap á Íslandi ómetanlegt. En því miður tel ég að það hafi verið vanmetið, Halldór var umdeildur og mikið er um öfund í hestamennskunni. Ég hef reynt í fáum orðum að spanna lífsferil þessa einstaka Ís- lendings, en áður en hann veiktist unnum við saman hér í Laxnesi við að sinna ferðamönnum og áhugamáli okkar beggja, hestum. Verða þessi þrjú ár mér ávallt ógleymanleg. Kveð þig með söknuði gamli vinur, Þórarinn Jónasson í Laxnesi. Halldór er maður sem ég gleymi aldrei. Svo einstaklega skemmtileg- ur, fróður og duglegur en líka þver og erfiður. Ég er búin að þekka Hall- dór frá því ég var 7 ára, þá gerði hann göt í eyru mín og fylgdi heilt af- mæli á eftir, foreldrunum til mikillar gremju. Ég man að ég var hálfhrædd við þetta hrjúfa útlit, lyktandi af nef- tóbaki, en vinsemdin vó þungt á móti. Stuttu seinna varð Halldór tíð- ur gestur í Laxnesi og var alltaf gaman að skoða með honum hesta og fræðast og alltaf var hann að selja, enda höfum við átt margan gæðing- inn frá honum Halldóri: Stokk- hólma-Grána, Súperstjarna, Ófeig, Rjúpu o.fl. Einu sinni kom hann með hrikalega stóran hest, jarpskjóttan, sterkan djöful. Hágengan og flug- viljugan. Ég féll samstundis fyrir hestinum. En Halldór vildi alls ekki selja mér hestinn, hann var viss um að hann myndi drepa mig einn dag- inn, sagði hann vera geðveikan, ég er ennþá fúl. Ég fékk þó að fara á hon- um nokkrar ferðir, stórkostlegt! Ómetanlegt er líka allt sem Hall- dór hefur kennt mér og ógleymanleg eru síðustu árin sem Halldór var í Laxnesi. Þá vorum við á fullu að temja saman. Gekk þá á ýmsu, enda erum við bæði álíka áköf og ákveðin. Hrein unun var að fylgjast með hon- um í hesthúsi, natni hans og þekking á hverjum hesti var einstök og má segja að nánast hver hestur hafi ver- ið á sérfæði hjá honum, og þó var pabbi oft með yfir 100 hesta. Halldór, þú ert ótrúlegur. Hlakka til að takast á við þig að handan, Dísa á Skeggjastöðum. Elsku besti vinur. Mikið sakna ég þín. Ég er búin að þekkja þig síðan ég var lítil stelpa og ekki annað hægt að segja en vin- semdin og væntumþykjan hvors í annars garð hafi aukist með hverju árinu. Þú varst alltaf aðalhestakarl- inn í mínu lífi. Þegar ég var lítil þurftir þú alltaf að rölta með mér um hesthúsið og segja mér hvað þér fyndist um folana. Einu sinni svar- aðir þú mér: Þessi er ljótur. Svo óheppilega vildi til fyrir þig að þetta var uppáhaldshesturinn minn. Ógleymanleg er mér ævintýra- ferðin norður með þér og Margréti, mikið fannst mér gaman. Þú varst að kaupa hross til útflutnings og prófaði ég hrossin fyrir þig. Þú kallaðir mig litlu hestakonuna þína, það þótti mér æði. Þær voru ansi margar stundirnar sem við eyddum saman. Hestarnir voru okkar áhugamál. Þú komst dag- lega heim og unnum við vel saman, krafturinn og dugnaðurinn í þér var ótrúlegur í sambandi við hrossin. Það var erfið ákvörðun fyrir mig að fara í dýralæknanámið, segja skilið við hestana og framtíðaráætlanir, en þú ýttir á eftir mér og veittir mér mikinn styrk. Við vorum alltaf í sím- sambandi og skrifuðumst á. Er mér minnisstætt að þegar ég kom í fyrstu heimsóknina mína frá Danmörku komst þú hlaupandi yfir hlaðið með fullt fangið af rauðum rósum en kær- astinn minn hafði aðeins fært mér eina, þú varst flottastur. Ég mun aldrei gleyma hlátrinum þínum, skemmtilegu sögunum og því sem þú kenndir mér í sambandi við hrossin. Guð geymi þig. Þín Þórunn Lára (Tóta). HALLDÓR SIGURÐSSON Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin- manns míns, föður, stjúpföður, sonar og bróður, HLYNS SVEINBERGSSONAR, Álfaskeiði 74, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins, lækna og hjúkrunar- fólks krabbameinsdeildar Landspítalans. Njóla Jónsdóttir, börn, foreldrar og systkini hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARÓLÍNU K. SIGURPÁLSDÓTTUR, Laugarbrekku 15, Húsavík. Þorgeir Páll Þorvaldsson, Bryndís Jóhannsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Ásta Lóa Eggertsdóttir, Þóra Þorvaldsdóttir, Guðmundur Níelsson, Soffía Björg Þorvaldsdóttir, Gísli Guðbjörnsson, Magnús Þorvaldsson, Helga Kristjánsdóttir, Ásdís Þorvaldsdóttir, Snorri Már Egilsson, Ingvar Þorvaldsson, Árdís Björnsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓAKIM PÉTURSSON, lést á Hrafnistu Hafnarfirði fimmtudaginn 27. nóvember. Sigurður Jóakimsson, Kristrún Böðvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, EIRÍKUR BRAGASON, Úthaga 17, Selfossi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 26. nóvember. Útför hans fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Halldóra Jónsdóttir og fjölskylda. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegrar dóttur minnar, systur, mágkonu og frænku, RÓSU VALTÝSDÓTTUR, síðast til heimilis í Hátúni 10A. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka um- önnun og hlýhug. Steingerður Theódórsdóttir, Sólveig Valtýsdóttir, Hörður Einarsson, Bragi Valtýsson, Ragnheiður Valtýsdóttir, Sæmundur Einarsson, systradætur og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.