Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 70
FRÉTTIR 70 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, selur nú eins og áður jólakort til ágóða fyrir starfsemi samtakanna. Á kortinu er vetrarmynd eftir Bjarna Jónsson listmálara. Kortin verða m.a. seld á skrifstofu Krabba- meinsfélagsins. Jólakort Styrks EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Hollvinasamtökum Ríkis- útvarpsins: „Ríkisútvarpið er þjóðarútvarp og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Stjórn Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins hvetur stjórnvöld til að gera átak til að skjóta fjárhags- legum stoðum undir rekstur Ríkisút- varpsins svo það megni að bjóða landsmönnum fjölbreytta og vand- aða dagskrá í samræmi við sérstakt menningar- og lýðræðishlutverk sitt. Mikilvægasta hlutverk Ríkisút- varpsins er í þágu lýðræðisins, sem endurspeglast í því að Ríkisútvarp- inu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðun- um.“ Starfsmenn haldi faglegu sjálfstæði sínu „Að gefnu tilefni vilja Hollvinir Ríkisútvarpsins vara við aðgerðum sem auka miðstýringu innan stofn- unarinnar og ítreka mikilvægi þess að stofnunin og starfsmenn hennar haldi faglegu sjálfstæði og breidd í innra starfi,“ segir í ályktuninni. Hollvinasamtök RÚV Vara við aðgerðum sem auka miðstýringu 30. nóv. Dagsferð. Helgafell, 338 m. Gengið um Hvalfjarðar- eyri og nágrenni. Fararstjóri: Steinar Frímannsson. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð 1.500/ 1.700 kr. 6.-7. des. Aðventuferð jeppa- manna í Bása. Uppselt. 30. des.—2. jan. Áramót í Básum. Skemmtileg og fjölbreytt dag- skrá að hætti Útivistar, göngu- ferðir, kvöldvökur, flugeldar og áramótabrenna. Ferð fyrir hresst fólk sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér saman í faðmi fjalla og jökla. Fararstjórar: Bergþóra Bergsdóttir og Reynir Þór Sigurðsson. Verð 12.600/ 14.100 kr. FÉLAGSLÍF Uppboð Framhald uppboðs á neðangreindri eign í Bolungarvík, verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 3. desember 2003 kl. 14.30: Holtastígur 11, þingl. eig. Ingibjörg Vagnsdóttir, gerðarbeiðendur Garðar Svavarsson, Landsbanki Íslands og Sparisjóður Bolungarvíkur. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 28. nóvember 2003. NAUÐUNGARSALA Lagerútsala Þar sem við munum hætta sölu á leikföng- um og fleiru erum við með opið í dag, laugar- daginn 29. nóvember frá kl. 13.00 til kl. 17.00 og alla daga til jóla frá kl. 13.00 til kl. 17.00 nema föstudaga til kl. 16.00. Bjóðum mikið úr- val leikfanga á heildsölu- og kostnaðarverði, til dæmis allt í skóinn, gervijólatré, plastborð- dúka, plasthnífapör, herðatré plast og tré, verk- færakassa, fjöltengi, trjágreinasagir, expressó- kaffivélar, rafmagnsrakvélar, fjögra sneiða brauðristar, hárþurrkur, grænmetisrifjárn, veið- arfæri, samanbrotnir stólar og borð ásamt fleiru á hagstæðu verði. Lítið við í Skipholti 25 og gerið góð kaup. Kredit- og debitkorta- þjónusta. Missið ekki þetta tækifæri. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TIL SÖLU mbl.is ATVINNA RAÐAUGLÝSINGAR AÐALFUNDUR BSRB hvetur rík- isstjórnina til að standa við sam- komulag sem gert var við Öyrkja- bandalag Íslands um hækkun á grunnlífeyri öryrkja og breytingar á kerfi örorkulífeyris. Með þessu sam- komulagi átti að aldurstengja ör- orkubætur og þannig tvöfalda bætur þeirra sem yngstir verða öryrkjar. Þetta segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi BSRB í gær. Almenn sátt um samkomulagið í þjóðfélaginu Þar segir ennfremur að fyrir kosn- ingar hafi því verið lofað, m.a. af heil- brigðisráðherra, að þessar breyting- ar kæmust allar til framkvæmda 1. janúar 2004. Aðalfundur BSRB bendir á að al- menn sátt var um þetta samkomulag í þjóðfélaginu þegar það var gert fyr- ir kosningar sl. vor og kom fram hjá fulltrúum allra stjórnmálaflokka að þetta væri mikið þjóðþrifaverk sem allir ætluðu að standa við ef þeir kæmust í þá stöðu. „Svo bregður við að ríkisstjórnin ætlar nú einungis að uppfylla hluta af samkomulaginu og er því borið við að þessi breyting reyndist dýrari en áformað var. Slík framkoma er rík- isstjórninni til vansa,“ segir í álykt- uninni. Ályktun aðalfundar BSRB Framkoma sem er ríkisstjórninni til vansa STYRKTARFÉLAG vangefinna hefur fengið jólakortastyrk Opinna kerfa í ár, en sú hefð hefur skapast að styrkja gott málefni í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina. Á myndinni má sjá frá vinstri: Jónína Sigurðardóttir, skrif- stofustjóri Styrktarfélags vangef- inna, Þóra Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna, Gylfi Árnason, fram- kvæmdastjóri Opinna kerfa, og Halldóra Matthíasdóttir, markaðs- stjóri Opinna kerfa. Ljósmynd/Jón Svavarsson Styrktarfélag vangef- inna fékk jólakortastyrk NÝLEGA komu nokkrir nemendur af starfsbraut Fjöl- brautarskólans í Breiðholti í heimsókn á Morgunblaðið og kynntu sér starfsemina á blaðinu. Við þökkum þeim fyrir komuna. Morgunblaðið/Ásdís Nemar á starfsbraut FB EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Stúdentaráði Háskóla Ís- lands: „Háskóli Íslands stendur frammi fyrir afar erfiðum fjárhagsvanda. Fram til þessa hefur einkum verið bent á tvær leiðir til lausnar þess vanda; skólagjöld og almennar fjöldatakmarkanir. Stúdentaráð Háskóla Íslands tel- ur hvorugan þessara kosta koma til greina. Fjárhagsvanda Háskólans verður að leysa á annan hátt og bendir Stúdentaráð á tvær leiðir: Fjárveitingar til Háskóla Íslands eru byggðar á fjölda nemenda. Há- skólinn verður að fá greitt fyrir alla þá stúdenta sem stunda nám við skólann. Ríkið hefur ekki greitt fyrir alla sem stunduðu nám árin 2001 og 2002 og allt bendir til þess að árið 2003 muni ríkið ekki greiða fyrir um 300 virka nemendur við skólann. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra að stuðla að því að greitt verði fyrir alla þá sem stunda nám við Háskólann. Núverandi ástand er óviðunandi og gengur ekki lengur.“ Ríkið greiði fyrir hvern nemanda í HÍ STJÓRN Sögusetursins á Hvolsvelli hefur ákveðið að fara yfir, endur- skoða og móta framtíðarstefnu set- ursins. Sögusetrið á Hvolsvelli var opnað árið 1997 og var meðal fyrstu stofnana af sínu tagi hérlendis, þ.e. sjálfeignarstofnana með það að markmiði að miðla arfi Íslendinga- sagna á söguslóð. „Stjórnin hefur fengið Ferðamála- deild Hólaskóla til samstarfs um þetta verkefni. Guðrún Helgadóttir sérfræðingur á sviði menningar- tengdrar ferðaþjónustu við deildina mun sinna þessu verkefni ásamt nemendum sínum, sem fá Sögusetrið sem námsefni svo að segja. Þetta samstarf er beggja hagur, nemendur fá að fylgjast með raunverulegu dæmi um menningartengda ferða- þjónustu og aðstandendur Söguset- ursins fá mörg glögg gestsaugu til að skyggnast með sér inn í framtíðina, segir í frétt frá Sögusetrinu. Úttektin er í fullum gangi og verða fyrstu tillögur tilbúnar í desember. Stefnt er að því að stjórnin geti kynnt nýja stefnu fyrir Sögusetrið um áramót. Stefnumótun hjá Sögusetrinu á Hvolsvelli RÍKISENDURSKOÐUN hefur tekið í notkun nýja og endurbætta heimasíðu. Slóðin er þó óbreytt: http://www.rikisend.is/ eða http:// www.rikisend.althingi.is/. Með þessari heimasíðu vill Rík- isendurskoðun gera stofnunina sýnilegri en áður og sinna þeim kröfum samtímans að opinberar stofnanir miðli hagnýtu og upplýs- andi efni á greiðan og aðgengilegan hátt. Síðunni er í senn ætlað að veita almennar upplýsingar um stofnunina, lögboðið hlutverk henn- ar, markmið og starfsemi, og koma á framfæri þeim opinberu skýrslum, leiðbeiningarritum og fréttatilkynningum sem stofnunin sendir frá sér. Jafnframt eru þar tenglar við ýmsar innlendar og er- lendar stofnanir sem sinna endur- skoðun og listi yfir helstu lög sem varða starfsemi Ríkisendurskoðun- ar. Meðal nýjunga heimasíðunnar er ensk útgáfa hennar sem geymir helstu grunnupplýsingar um stofn- unina og stutta samantekt nýjustu fréttatilkynninga. Ný og endurbætt heimasíða Hvatningar- verðlaun NSÍ Á HAUSTFAGNAÐI Náttúru- verndarsamtaka Íslands í kvöld verða í fyrsta skipti veitt sérstök hvatningarverðlaun samtakanna. Verðlaunin verða veitt þeim ein- staklingi, hópi eða fyrirtæki sem að mati samtakanna hafa unnið gott og þarft starf í þágu náttúru- og um- hverfisverndar á árinu. Haustfagnaðurinn verður haldinn í Hlaðvarpanum en auk verðlauna- afhendingar verða ýmis atriði á dag- skránni, Guðmundur Steingrímsson flytur pistil, Jón Magnús Arnarsson og Steindór Andersen flytja rímur, Hálendisdiskurinn verður kynntur og Hörður Torfason og Hera Hjart- ardóttir spila og syngja. Húsið verður opnað kl. 20.30 en dagskráin hefst kl. 21. Miðinn kost- ar 1.500 kr. Frítt er fyrir nýja fé- laga á haustfagnaðinn að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.