Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 79
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 79 ÁRNI Gautur Arason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, átti fund með forráðamönnum austur- ríska liðsins Sturm Graz í gærkvöld en eins og fram hefur komið hefur félagið gert honum tilboð. Árni Gautur lék sinn síðasta leik með norska meistaraliðinu Rosenborg í fyrrakvöld og átti mjög góðan leik í 1:0 sigri þess á Rauðu stjörnunni en samningur hans við Rosenborg rennur út um áramótin. „Það er ekkert orðið klárt ennþá en ég tel þó mjög líklegt að ég gangi til liðs við Sturm og það get- ur farið svo að ég gangi frá mál- unum um helgina,“ sagði Árni Gautur við Morgunblaðið í gær- kvöld. Árni sagði að hann hefði fengið fyrirspurnir frá félögum í Skandin- avíu en eins og málin stæðu þá væri langlíklegast að hann tæki tilboði Sturm. „Ég hef ekki fengið önnur tilboð en frá Sturm en ég heyrt af áhuga einhverra liða í Skandinavíu. Ég vil hins vegar breyta til og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Árni. Árni Gautur verður á meðal áhorfenda á leik Sturm Graz og Paching í austurrísku deildinni í dag og þá er ráðgert að hann gang- ist undir læknisskoðun hjá liðinu í dag. Sturm Graz hefur vegnað illa á leiktíðinni og er í næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Kärnten, liði Helga Kolviðs- sonar. Tvær umferðir eru eftir fyr- ir vetrarhlé en deildin hefst að nýju í febrúarmánuði. Árni Gautur Arason ræddi við Sturm Graz Á HEIMASÍÐU körfuknatt- leiksdeildar KR er sagt frá því að Ingvaldur Magni Hafsteins- son, leikmaður liðsins, hafi sett met í vörðum skotum á fimmtudag þegar KR-ingar báru sigurorð af Þór frá Þor- lákshöfn í Intersportdeild karla í körfuknattleik á heimavelli, 109:88. Ingvaldur Magni varði alls 11 skot og bætti þar með met Mike Bargen, fyrrum leik- manns Hauka, og Michail Antropov, fyrrum leikmanns Tindastóls, en þeir höfðu varið mest 10 skot í leik. Frá tíma- bilinu 1995-1996 hefur verið haldið utan um varin skot í úr- valsdeild karla með tölfræði- skráningu. Ingvaldur Magni náði einn- ig þrefaldri tvennu í leiknum þar sem hann skoraði 13 stig, tók 11 fráköst og varði 11 skot. Þess bera að geta Ingvaldur Magni spilaði einungis 27 mín- útur í leiknum gegn Þór og hvíldi allan fjórða leikhluta eða rúmlega ¼ af leiktím- anum. Met hjá Magna Greinilegt var í byrjun hvort lið-ið langaði meira í sigur og var tilbúið til að berjast fyrir honum, Afturelding, en Vík- ingum tókst samt að hanga í heimamönn- um fram eftir fyrri hálfleik. Mosfelling- ar tóku Tomas Kavolius, skyttu Víkinga, úr umferð strax eftir hlé og hann virtist sáttur við það, beið rólegur á miðjum vellinum. Þá kom hinn þrautreyndi Bjarki Sigurðsson inná og fljótlega tókst félögum hans í Víkingi að ná yfirvegun í vörnina, sem skilaði sér strax í sókninni og 19:18 forystu á 10. mínútu. Nokkuð var dregið af Mosfellingum en þeir gáfust ekki upp og héldu jöfnu 24:24 en endaspretturinn var Vík- inga, sem þó geta þakkað Reyni Þór Reynissyni fyrir góða markvörslu þegar þeir voru að síga fram úr. „Okkur vantaði herslumun til að gera út um leikinn,“ sagði Karl Er- lingsson, þjálfari Aftureldingar, eft- ir leikinn. „Okkur vantaði reynslu til að gera út um leikinn því við byrjuðum að reyna að halda fengn- um hlut. Ég get samt verið sáttur við liðið mitt, þeir spiluðu lengi skipulega og skutu rétt á Reyni Þór, markvörð Víkinga, eins og verður að gera. Þetta er allt á réttri leið en tekur tíma.“ Óhætt er að taka undir orð þjálfarans því fram- an af sýndu ungu Mosfellingarnir góða takta og voru með undirtökin en síðustu tíu mínúturnar skilja milli feigs og ófeigs, þá reynir á leikreynsluna og klókindin, sem fylgja henni.“ Gunnar þjálfari var ekki eins ánægður með leikinn. „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik, komumst aldrei í takt við leikinn, gerðum aragrúa mistaka í vörn og sókn. Við höfum unnið fjóra leiki í röð og það getur verið að mínir menn hafi ver- ið einum of öruggir með sig, jafnvel innst inni haldið að þeir gætu spar- að sig á móti Aftureldingu. Við lærðum samt mikið í þessum leik og þetta kemur ekki fyrir aftur en við sýndum góða baráttu með því að ná forystu í lokin,“ bætti Gunnar við. Gleðisnauður ÍR-sigur Selfyssingar sóttu ÍR-inga heim íAusturbergið í gærkvöldi en höfðu þar ekki erindi sem erfiði. Þrátt fyrir mikla baráttu og greini- legan sigurvilja var getumunurinn of mikill. ÍR-ingar sigruðu með sex marka mun, 32:26. Hefðu heimamenn hins vegar haft snefil af þeirri baráttu sem Selfyss- ingar sýndu hefði sigurinn orðið talsvert stærri. ÍR-ingar náðu fljótt forystu og eftir stundarfjórðung höfðu þeir yf- ir 11:5. Heimamenn virkuðu þó á köflum áhugalausir og var ekki að undra að Selfyssingar hefðu náð að minnka muninn niður í aðeins tvö mörk þegar flautað var til hálfleiks, 15:13. Gestirnir náðu þó ekki að fylgja eftir góðum leik í síðari hálf- leik og ÍR-ingar gerðu skyldu sína, sigruðu eins og áður segir, 32:26. „Þetta var nokkuð kaflaskiptur leikur og við áttum það til að tapa svolítið einbeitingu. Við vorum slak- ir síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og hleyptum þeim inn í leik- inn og það gerði okkur erfitt fyrir. En þegar leið á seinni hálfleik hrist- um við þá af okkur,“ sagði Júlíus Jónasson, leikmaður og þjálfari ÍR- inga. „Við erum alls ekkert sáttir þó að við höfum unnið því í heildina spiluðum við ekki vel. Fyrst og fremst hefði ég viljað sjá meiri takta hjá okkur, meiri gleði og að við hefðum haft gaman af þessu - til þess er leikurinn gerður,“ bætti Júlíus við. „Það er alveg ljóst að getumun- urinn á liðunum er gríðarlegur en við ætluðum að nýta okkur það að þeir myndu ekki koma tilbúnir til leiks. Við reyndum eins og við gát- um og það gekk um tíma. Við nýtt- um okkur samt tækifærið ekki nógu vel, við misstum þrjá menn útaf meidda og einn með rautt spjald. Eftir það sprungum við einfaldlega á þreki. Við vorum ekki nógu klókir síðustu fimmtán mínúturnar, hefð- um getað farið með hagstæð úrslit héðan, kannski ekki sigur, en klár- að leikinn með sæmd. Við eigum neðri deildina eftir áramót og för- um þangað með fulla trú á okkur,“ sagði Sebastian Alexanderson, leik- maður og þjálfari Selfyssinga.  JÓHANNES Harðarson lék síð- ustu 20 mínúturnar fyrir Groningen sem sigraði Roosendaal, 2:0, í hol- lensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Groningen komst með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinn- ar.  GUNNAR Berg Viktorsson skor- aði 6 mörk, þar af 5 úr vítaköstum, fyrir Wetzlar sem tapaði fyrir Gummersbach, 32:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Kórumaðurinn Yoon átti stórleik fyr- ir Gummersbach og skoraði 13 mörk.  INGI Jónsson, varaformaður dóm- aranefndar KSÍ, verður eftirlitsmað- ur UEFA á morgun þegar Kolbotn, lið Katrínar Jónsdóttur, mætir Malmö FF, liði Ásthildar Helgadótt- ur, í 8-liða úrslitum UEFA-bikars kvenna í knattspyrnu. Leikið er inn- anhúss, í Valhöll í Ósló. Þess má geta að Valhöll er eina knattspyrnuhúsið í Ósló en á því svæði býr um 1 millj. íbúa.  PEER Danefeld, þjálfari Kolbotn, er í þeirri einkennilegu stöðu að geta orðið andstæðingur Kolbotn í undan- úrslitum eða úrslitum keppninnar. Hann stýrir liðinu í síðasta skipti á morgun en tekur síðan við þjálfun kvennaliðs Bröndby, sem er öruggt með sæti í undanúrslitunum eftir stórsigur, 9:0, á Gömrükcü Baku frá Afganistan í fyrri leik liðanna.  KAROL Bielecki, leikmaður Kielce í Póllandi, er markahæstur eftir fimm umferðir í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Kielce hefur skorað 50 mörk, 10 að meðaltali í leik, og þó gerði hann aðeins 3 mörk í ein- um. Í tveimur leikjanna hefur Biel- ecki skorað 13 mörk.  BIELECKI var íslenska landsliðinu erfiður í landsleikjunum þremur við Pólverja hér á landi á dögunum og skoraði þá grimmt. Alfreð Gíslason hefur þegar samið við hann um að ganga til liðs við Magdeburg og hann kemur til félagsins í sumar.  STÉPHANE Stoecklin, Frakkinn gamalkunni hjá Chambéry, er næst- ur á markalistanum í meistaradeild- inni með 46 mörk og síðan kemur Stefan Kretzschmar sem hefur gert 43 mörk fyrir Magdeburg. Leikmenn Hauka hafa dreift markaskorinu mjög í keppninni en Robertas Pauz- uolis er efstur á blaði hjá þeim með 27 mörk. Hann er í 29.–32. sæti á markalistanum.  ANDREAS Andersson, fyrrum leikmaður Newcastle og AC Milan, hefur viðurkennt að vera knatt- spyrnumaðurinn sem sló blaðamann niður á veitingahúsi í Stokkhólmi í vikunni. Andersson, sem nú leikur með AIK, hefur beðist afsökunar á atvikinu en segir að viðkomandi blaðamaður hafi starað á sig og það hafi farið í skapið á sér. FÓLK Morgunblaðið/Sverrir Víkingurinn Benedikt Jónsson skorar hér eina mark sitt í Mosfellsbænum í gærkvöld. Hrafn Ingvarsson, leikmaður Aftureldingar, kemur litlum vörnum við en Víkingur fór með sigur af hólmi. Basl hjá Víkingum KÆRULEYSI Víkinga varð þeim næstum að falli í gærkvöldi þegar þeir sóttu unga og spræka Mosfellinga heim. Það var ekki fyrr en reynslan fór að skila sér í lokin að þeim tókst að merja 28:24 sigur. Þar með eru Víkingar komnir í baráttu um sæti í úrvalsdeildinni með 12 stig, jafn mörg og Valur, Grótta/KR og Fram en tveimur minna en KA. „Við erum við þröskuldinn yfir í efri hluta deildarinnar og ef eitt- hvað lið þar misstígur sig tökum við sæti þess,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Víkinga. Stefán Stefánsson skrifar Andri Karl skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.