Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 73 BRÉFRITARI segir að ég tali með hroka og lítilsvirðingu til bænda en gerir sér lítið fyrir og notar sjálfur þessa „aðför“ sem hann ásakar mig um. En satt er það að ég sagði bréf Guðrúnar Jóhannsdóttur bæði sund- urlaust og illskiljanlegt. Stend ég við það og freistandi væri að fara ofan í saumana á því við tækifæri, máli mínu til sönnunar. Aftur á móti sagði ég ekki slíkt um bréf Eysteins G. Gíslasonar, eins og bréfritari heldur fram, heldur neyddist ég til að leið- rétta rangtúlkanir hans á orðum mínum, sem ég vissi ekki af hverju stöfuðu. Þessir bændur sem mér svarað hafa eru líka allir við sama heygarðs- hornið er að „málefnalegum rök- stuðningi“ kemur. Dæmi: „Og vill ekki frúin bara þetta..., ætlar konan bara ekki að útrýma..., áðurnefnd frú ætlar kannski að..., Skagakonan heldur bara kannski að..., konan góð ætti nú heldur að tala um..., veit frúin ekki að...“ o.s.frv. Hroki? Eftir því sem bréfritari segir, er fólk, sem vogar sér að mótmæla þessum löngu úrelta sauðfjárbúskap, „afbrigði“. Þar höfum við það. Það er eitthvað afbrigðilegt við að vera reiður út í beingreiðslur, offram- leiðslu á „rauðu ríkiskjöti“, af- og of- beit, gróðureyðingu og jarðvegsrofi og jarðvegsfoki! Satt er það hjá bréfritara að alltaf er hætta á smitsjúkdómum, og trú- lega hjá öllum skepnum jarðarinnar, líka rollum. Nægir þar að nefna kýla- pest, garnaveiki og riðu, sem, ein og sér, orsakar árlegan „niðurskurð“ á mörgum jörðum á Íslandi, og sem landinn þarf svo að taka þátt í að borga. Og mér sýnist þær ekkert frekar þurfa að vera í hólfum til þess að smitast, koma veikar af þessum „ómenguðu“ fjöllum okkar á haustin. En hvort krabbamein sé algengara í útlöndum en á Íslandi, og hvort menn hafi komist að þeirri niður- stöðu að það stafi af svínakjötsáti, hef ég ekkert heyrt né lesið um og tjái mig því ekkert um málið. Enda kemur það beingreiðslum, offram- leiðslu á rollukjöti, ofbeit og gróður- og jarðvegseyðingu ekkert við. Veit ég vel að landbúnaður er styrktur í mörgum öðrum löndum, reyndar margfalt minna en hér, en... menn þar í óða önn við að losa sig undan því oki. Ég held ég láti stærðfræðikennara landsins um að þakka bréfritara rass-stimpilinn, sem hann hefur gef- ið þeim. (Hvaðan hefur hann þær upplýsingar að ég sé stærðfræði- kennari?) Og í sambandi við „kennsluleiðbeiningar“ bréfritara til handa þessum okkar stærðfræði- kennurum vil ég benda honum á að líta í eigin barm og reyna að reikna út hvað ein rolla, með fjórar lappir, gefur bóndanum í arð. Bullandi tap, ekki satt? Þó svo hann noti skattpen- inga landsmanna við framleiðsluna og upp í óselt kjöt. Og það get ég sagt bréfritara að þeir stærðfræðikennar- ar sem ég þekki eru það góðir í stærðfræði að þeim dytti aldrei til lif- andis hugar að fara að stunda arð- lausan rollubúskap á kostnað lands- manna. Endurtek svo að kennarar eru í vinnu hjá skattborgurunum og þess vegna borga skattborgararnir þeim laun. Hafi málefnin farið fram hjá bréf- ritara þá eru þau þessi: 1. Ég er á móti beingreiðslum og öðrum styrkjum til bænda. 2. Ég er á móti offramleiðslu á „rauða ríkiskjötinu“ og vil láta fækka rollum (og hrossum). 3. Ég er á móti óþarfa af- og ofbeit. 4. Ég vil koma í veg fyrir frekari jarðvegsskemmdir með friðun á villt- um gróðri, þar með talið öllu kjarri. 5. Ég vil stórauka landgræðslu og skógrækt. Hver sem er gæti sótt um störf við þá vinnu og yrði þá viðkom- andi á kaupi frá ríkinu. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. melteigur@simnet.is Skagakonan Margrét Jónsdóttir Frá Margréti Jónsdóttur svarar bréfi Birgis Péturssonar, fv. bónda, frá 22.11. sl. ÞEIM sem safna peningum og völdum eins og hver dagur sé þeirra síðasti er nokkur vorkunn. Peningar eru forgengilegir og frægir fyrir að bregðast elskendum sínum og mörg- um manninum mikil raun að komast ekki með þá á bláu eyjuna. Eimskip, fyrr- verandi óskabarn þjóðarinnar, er nú orðið peð í tafli fjárafla- manna. Svo er um bankana og verður erfitt að keppa gegn fyrir- tækjum í þeirra eigu. Von mín er að Björgólfur Guð- mundsson, sem í mínum augum er drengskaparmaður, beri gæfu til að vinna þjóð sinni vel. Hann er afreks- maður og ólíkur fjáraflamönnum þeim sem féflett hafa þjóðina og eru henni eins og hver önnur sníkjudýr. Í vissum þáttum á einkavæðing rétt á sér, en hún er engin allsherjar bjargvættur. Í Morgunblaðinu 4.10. segja tveir þingmenn á ríkisþingi Kaliforníu frá slæmri reynslu af einkavæðingu raforkunnar. Fyrir- tækin misnotuðu aðstöðu sína. Á ein- um mánuði tvöfölduðust eða jafnvel þrefölduðust orkureikningar fólks í San Diego. Einkavæðing bresku járnbrautanna hefur valdið fjölda mannskæðra slysa. Einkavæðing auðlinda okkar er að hrekja lands- byggðarfólk á vonarvöl. Neyða það frá fallegu sjávarplássunum þar sem fiskurinn er nánast við bæjardyrnar. Einkavæðing íslensku póstþjónust- unnar hefur hækkað verð og minnk- að þjónustu. Einkavæðing margs- konar þjónustu og ræstinga hefur hrakið miðaldra fólk á atvinnuleys- isbætur og um leið gert störfin erf- iðari og dýrari. Yfirvöld heilbrigðis- mála horfa skilningsvana á fólk kveljast mánuðum saman í bið eftir liðskiptum og öðrum fljótlegum læknisaðgerðum. Ekkert lán er hag- stæðara en koma fólkinu aftur í vinnu. Já, það er þetta með Fram- sóknarflokkinn: Getur verið að hann sé þjóðfélagslegt vandamál sem eng- in lækning fæst við? Fáir þekkja verkalýðsmálin eins vel og Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingur Imp- regilo, en hann gæti verið Trójuhest- ur þeirra. Á Kárahnjúkasvæðinu hefur framkoma þessa ítalska stór- fyrirtækis við verkafólk og aðbúnað- ur á svæðinu vakið almenna hneyksl- an. Ekki þó ráðherra félagsmála, hann er ánægður, enda sá fyrsti til að klípa af atvinnuleysisbótum og er því á líkum nótum. Hann ætlar líka að standa við eina kosningaloforðið sem ekkert vit er í. Landsvirkjun sér um aðalsamninga en neitar ábyrgð á framferði verktaka sinna. Þegar herrunum á þeim bæ hentar kemur þeim hitt og þetta ekkert við. Þar er vísað frá Heródesi til Pílatusar um flesta hluti. Ráðherrar Framsóknar hafa verið Impregilo innan handar en sá með atvinnumálin hefur verið þeim sérlega eftirlátur. Það er við ramman reip að draga fyrir verka- lýðinn á Kárahnjúkasvæðinu að hafa sér í móti allan Framsóknarflokkinn, svo undarlega valdamikill sem hann er þrátt fyrir sáralítið kjörfylgi. Impregilo hefur niðurlægt íslensku þjóðina með fyrirlitlegri framkomu sinni á flestum sviðum. Forsvars- menn ítalska fyrirtækisins kunna greinilega ekki mannasiði en fram- koma þeirra við útlent verkafólk verður auðvitað skömm fyrir Íslend- inga, því það er ekki vinsælt að stela af launum. Öryggi Rúmenans sem rekinn var fyrir að upplýsa launa- þjófnað undirverktaka Impregilo er ekki hægt að tryggja komi hann aft- ur til vinnu. Fyrir hverjum er hann í hættu? Hvaða fólk er verið að flytja inn í landið? Undanlátssemi stjórn- valda gagnvart Ítölunum er hættu- leg. Í landinu eiga íslensk lög að gilda en allra síst mafísk siðfræði Impregilo. Fimm hundruð og fimm- tíu erlendir starfsmenn með atvinnu- leyfi hafa sama rétt og þeir þrjú hundruð Íslendingar sem þar vinna. Stór hluti erlendra lána fer strax úr landi í greiðslum til útlendinga á meðan okkar fólk vantar vinnu. Þannig efna stjórnvöld loforðin við þjóðina. Augljósara með hverjum deginum að Kárahnjúkafram- kvæmdin er allsherjar vitleysa frá upphafi. Hvað sem því líður er kúgun á erlendu fólki lágkúra okkar og áfellisdómur á samfélagið. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Fjármálamenn og flokkur í villu Frá Alberti Jensen Albert Jensen Opið mán-fös 10-18, lau- gard. 11-16 Bæjarlind 4, 201 Kóp. s. 544 5464 www.arthusgogn.is Jóla t i lboð Max leðurborðstofustólar Verð áður kr. 22.800 Verð nú kr. 15.500 á meðan birgðir endast Einnig fáanlegir með ljósum fótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.