Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGINGAR LÆKKA Tryggingafélögin ætla öll að lækka lögboðnar ökutækjatrygg- ingar um allt að 10% um næstu ára- mót. Einnig hafa nú öll félögin tekið upp endurgreiðslur til tjónlausra viðskiptavina. Uppnám á Norður-Írlandi Óvíst er um afdrif friðarsam- komulagsins á Norður-Írlandi eftir að hinn Lýðræðislegi sam- bandsflokkur, flokkur harðlínu- mannsins Ians Paisleys, vann sigur í kosningum til heimastjórnarþings sem fram fóru á miðvikudag. Flokk- ur Paisleys fékk 30 þingmenn kjörna en Sambandsflokkur Ulsters, flokk- ur Davids Trimbles, fékk 27. Hjá kaþólikkum gerðust þau tíðindi að Sinn Féin, stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins (IRA), fékk nú fleiri þingmenn kjörna en flokkur hóf- samra kaþólikka, SDLP. Sameining spítala Enginn fjárhagslegur ávinningur varð af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík en faglegur styrkur jókst, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Uppsagnir í Keflavík Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að engar tilkynningar hefðu borist um frekari uppsagnir starfs- manna varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að svo verði.“ L a u g a r d a g u r 29. n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 3 Laugardagur 29. nóvember 2003 Hver er langalgengasti sjúkdómurinn? Prentsmiðja Árvakurs hf. NÚ ER verið að sýna jólamyndina Álfur í bíó. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og fjallar meðal annars um það hvað jólastressið getur farið illa með hinn sanna jólaanda. Í myndinni flýgur jólasveinninn nefnilega um á sleða sem er knúinn áfram af flugvélahreyfli þar sem það er ekki lengur til nógu mikill jólaandi til að halda honum á lofti. Hlédís Öser Dolma Helgudóttir, sem er fjögurra ára, fór á myndina og fannst hún mjög skemmtileg. Við báðum Hlédísi að segja okkur aðeins frá henni. Um hvað var myndin? Um álf sem fór frá jólasveininum og í borg- ina til að leita að pabba sínum. Hvað gerðist í borginni? Bílarnir voru alltaf að keyra á hann af því að hann gleymdi að líta þangað og þangað. Svo voru löggurnar alltaf að henda honum út úr vinnunni hjá pabba hans. Var hún fyndin? Já, álfurinn borðaði spaghettí í morgunmat og setti smarties og nammi og súkkulaðisósu og síróp á matinn sinn. Svo borðaði hann með höndunum. Það var líka fyndið þegar hann gaf pabba sínum balletföt með skrauti. Varstu einhvern tíma hrædd? Þegar mennirir voru að slást og þegar vondi karlinn litli og álfurinn voru að berjast og hann hélt honum svo hann andaði ekki. Hvernig leist þér á jólasveininn? Hann var að fljúga á sleða. Jólasveinninn gerir það bara í útlöndum. Á Íslandi labbar hann bara og Grýla er mamman. Fljúgandi jóla- sveinn og spagh- ettí með nammi Morgunblaðið/Jim Smart Krakkarýni: Álfur ÞAÐ ER oft mikið að gera í desember en við ætlum nú samt að biðja ykkur um að teikna myndir af því sem kemur ykkur í jólaskap og senda okkur. Við ætlum síðan að birta sem flestar myndir þannig að enginn gleymi því hvað það er sem skiptir máli á jólun- um eins og gerist í jóla- myndinni Álfur. Tíu heppnir krakkar sem senda inn myndir fyrir 9. desember fá jóla- kúlur með álfinum í verð- laun. Heimilisfangið er: Morgunblaðið Börn/Jólaskap Kringlunni 1 Reykjavík Í leit að jólaskapinu Á MORGUN byrjar jólafastan, eða aðventan, en hún byrjar alltaf fjórða sunnudaginn fyrir jól. Jólafastan er eiginlega undirbúningstími fyrir jólin og í gamla daga máttu kristnir menn ekki borða kjöt alla jólaföstuna. Hugsið ykkur það! Þótt við séum löngu hætt að fasta fyrir jólin er samt margt sem er líkt með jólaföstunni nú og í gamla daga eins og til dæmis jólastressið. Það hefur nefnilega alltaf verið mikið að gera á jóla- föstunni og í gamla daga þurfti fólk oft að vinna langt fram á nætur til að búa til ullarvörur sem síðan voru seldar til þess að fólkið gæti haldið upp á jólin. Jólastressið er því alls ekkert nýtt fyrirbæri þótt það sé stundum talað þannig. Eins og nútíminn sé alveg að eyðileggja jólin. Margt nútímafólk reynir líka virkilega að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar þótt það sé mikið að gera fyrir jólin. Á morgun verður til dæmis kveikt á fyrsta kertinu í aðventukrans- inum og þá gera örugglega margar fjölskyldur eitthvað huggulegt saman. Á mánudaginn má svo opna fyrsta gluggann á jóladagatalinu og það eru örugglega margir krakkar farnir að hlakka til þess. Stress og stemmning á aðventunni JÓLADAGATALIÐ byrjar í sjónvarpinu á mánudaginn en í ár heitir það Klængur sniðugi. Við hittum Bárð og Birtu úr Stundinni okkar og báðum þau að segja okkur frá Klængi og því sem þau ætla að gera í desember. Þekkið þið þennan Klæng sniðuga? Bárður: Já, ég hef heyrt um hann. Ég held hann verði í jóladagatalinu. Birta: Já, Bárður. Ég var búin að segja þér frá þessu. Við erum búin að kaupa dagatalið og við ætlum að opna það á hverjum einasta degi og fylgjast mjög spennt með. Svo ætlum að borða saltstangir á meðan. Bárður: Af því það er ekki óhollt og svo ætl- um við að drekka mjólk. Birta: Já og stundum vatn. Vitið þið um hvað sagan er? Birta: Já, ég er sko búin að kynna mér sög- una. Þetta er um hann Klæng sem er svakalega sniðugur vísindamaður. Hann smíðar sér vængi og setur þá á sig og flýgur í burtu, bara eitthvað út í buskann. Svo er spurningin: Kemst hann til baka fyrir jólin? Hann á nefnilega kærustu, hana Lovísu, og hann verður að komast til baka til hennar en það er ekki alveg vístað það takist. Á leiðinni hittir hann mjög margar sniðugar persónur sem aðstoða hann við það. Þetta er víst mjög skemmtilegt og við erum mjög spennt. En hvað ætlið þið að gera í desember? Bárður: Við erum að hugsa um að fara kannski til Súper. Birta: Það er sko planið af því að þegar Bárð- ur kom til jarðarinnar hafði hann ekkert heyrt um jólin og hann átti engan afmælisdag. Bárður: Svo þegar við fórum til Súper í sum- ar, sögðum við öllum frá því hvað jólin væru æð- isleg og skemmtileg og þá bauð pabbi, kóng- urinn á Súper, okkur að koma og taka jólin með okkur og við erum að hugsa um það hvernig við getum gert það. En fyrst ætlum við samt að föndra og fá alls konar skemmtilegt fólk í heim- sókn. Birta: Og við ætlum að reyna að muna eftir boðskap jólanna því við gleymdum honum svo- lítið í fyrra. Bárður: Já, það kom engill og sagði okkur frá boðskapnum en það voru nú aðallega Birta og Bíbí sem gleymdu sér. Birta: Svo skaut Bárður engilinn niður. Bárður: Það var sko óvart og þetta var líka í fyrra. Birta: Núna ætlum við að passa okkur á því að skjóta ekki niður neina engla og að hugsa um boðskapinn. Morgunblaðið/Ásdís Klængur á ferð og flugi Svar: Kvef Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 50/54 Viðskipti 13 Minningar 55/59 Erlent 14/19 Messur 60/61 Heima 22 Kirkjustarf 62/63 Höfuðborgin 26/27 Myndasögur 72 Akureyri 28 Bréf 72/73 Suðurnes 30 Staksteinar 74 Árborg 31 Dagbók 74/75 Landið 32 Brids 75 Listir 33/36 Íþróttir 76/79 Daglegt líf 40/42 Leikhús 80 Ferðalög 43 Fólk 80/85 Forystugrein 44 Bíó 82/85 Viðhorf 48 Ljósvakamiðlar 86 Úr vesturheimi 48 Veður 87 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Lancome. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SIGURÐUR Björnsson krabbameinslæknir hefur náð samkomulagi við Landspítala - háskólasjúkrahús (LSH) og hefur tekið við störfum yfir- læknis lyflækninga krabba- meina að nýju. Sigurður segir þetta ekki þýða að hann sé hættur við málsókn. Samkomulag sem Sigurður gerði við stjórn LSH felur í sér að hann hefur dregið til baka stjórnsýslukæru sem hann sendi heilbrigðisráðuneytinu og sömuleiðis öll önnur bréf sem hann hefur sent frá sér vegna deilunnar við LSH. Hann segir ennfremur að hann hafi ekki sinnt sjúklingum á læknastofu sinni síðan 4. nóvember og muni að óbreyttu ekki sinna þar sjúklingum í framtíðinni. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að hann sé með þessu samkomulagi ekki að draga málsókn sína til baka, það sé stjórnarskrárbund- inn réttur hvers manns að láta reyna á mál fyrir dómstólum. Hann segist muni skoða stöðuna í framhaldinu og taka ákvörðun um málshöfðunina. Segir orðalag tilkynningar orka tvímælis „Það er ekki hluti þessa samkomulags að Sig- urður falli frá rétti sínum til að höfða mál gegn spítalanum til úrlausnar á þessu ágreiningsefni, hvort hann megi eða megi ekki hafa opna stofu,“ segir Einar Páll Tamini, lögfræðingur Sigurðar. Einar segir orðalag á tilkynningu frá LSH orka tvímælis, en þar segir að Sigurður hafi „gengið að skilyrðum sem sett hafa verið fyrir því að gegna störfum yfirlæknis“. Einar segir ekkert hafa breyst annað en Sigurður sé kominn aftur til vinnu og stjórnsýslukæra vegna brottvikningar hans hafi verið dregin til baka. „Það er ekki við hæfi að einstakir aðilar deil- unnar séu að slá sig til riddara á því að allir hafi ákveðið að sættir væru besta leiðin,“ segir Einar. Í tilkynningu spítalans segir að það sé afdrátt- arlaus stefna hans að þeir sem gegni yfirlækn- isstöðum stundi ekki á sama tíma eigin stofu- rekstur og því hafi Sigurður verið færður úr starfi yfirlæknis í starf sérfræðings. Lausn þessa deilu- máls styrki þá stefnu sem mótuð hafi verið af framkvæmdastjórn og stjórnarnefnd spítalans. Sigurður Björnsson yfirlæknir að nýju og dregur stjórnsýslukæru til baka Sigurður Björnsson Áskilur sér rétt til málsóknar JÓEL Kristinn Sigurðs- son, afreksmaður í frjáls- um íþróttum á gullaldar- árunum svonefndu, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði í gærmorg- un, 28. nóvember, 79 ára að aldri. Jóel fæddist 5. nóvem- ber árið 1924 í Reykja- vík, sonur Sigurðar Jóns- sonar, verkamanns og bifreiðastjóra, og Hall- dóru Bjarnadóttur hús- móður. Eftir hefðbundna skólagöngu lærði Jóel múrverk og varð múrarameistari árið 1959, var lengi félagi í Múrarafélagi Reykjavík- ur og síðar Múrarameistarafélagi Reykjavíkur. Hann starfaði sem lög- reglumaður í 19 ár, lengst af í Reykja- vík en einnig á Húsavík um tíma. Árið 1967 hóf hann störf við álverið í Straumsvík sem yfirskálastjóri og gegndi þeim sleitulaust til 1990, eða í 23 ár, að hann hætti fyrir aldurs sakir. Jóel var mikill afreksmaður í frjáls- um íþróttum. Árið 1946 keppti hann í spjótkasti á Evrópumeistaramótinu, sem fram fór í Ósló, og tveimur árum síðar keppti hann fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í London. Þann 23. júní árið 1949 setti Jóel Ís- landsmet í spjótkasti, 66,99 metra, sem stóð í heil 25 ár, eða til ársins 1974 að Óskar Jakobs- son setti nýtt met. Um þetta einstæða afrek Jóels var getið sér- staklega í heimsmeta- bók Guinness á sínum tíma. Árið 1951 var hann í sigursveit Ís- lands sem vann Norð- menn og Dani í lands- keppni í frjálsum íþróttum á Bislett-leikvanginum í Ósló 29. júní. Sá dagur hefur löngum verið talinn mesta sigurstund íslenskrar íþrótta- sögu þar sem Íslendingar lögðu einn- ig Svía í landsleik í knattspyrnu á Melavellinum. Jóel kvæntist Sigurdísi Sæmunds- dóttur, f. 1. nóvember 1925, árið 1946 og eignaðist með henni þrjá syni og tvær dætur. Sigurdís lést árið 1994 og þau misstu elsta soninn, Sæþór, árið 1974. Eftirlifandi eru Dóra, Snorri, Jóel og Gerður Jóelsbörn, barnabörn- in eru 15 talsins og langafabörnin orð- in átta. Andlát JÓEL KRISTINN SIGURÐSSON HJÁLMAR Árnason alþingismaður mun kynna hugmyndir um Ísland sem vetnissamfélag á ráðstefnu í Róm í dag en Hjálmar tekur þátt í henni í boði ítölsku ríkisstjórnarinn- ar og borgarstjórnar Rómar. Þema ráðstefnunnar er hvaða leiðir sé hægt að finna til þess að bæta lofts- lag í borgum. Ræðumenn á ráðstefnunni auk Hjálmars eru m.a. Míkhaíl Gorbat- sjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, borgarstjórar Rómar, Parísar, London og Moskvu. Hjálmar segir Íslendinga hafa náð þeirri stöðu í vetnismálum á alþjóða- vettvangi að nær alltaf sé leitað til þeirra vegna vetnismála og raunar nái menn ekki að sinna öllu sem þeir séu beðnir um. Hjálmar og Gorbatsjov ræða vetni í Róm  Ísland stórveldi/12 PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, leggur í dag hornstein að Náttúrufræðihúsi háskólans, en kennsla mun hefjast í húsinu 7. janúar 2004 og verður það form- lega vígt 27. febrúar. Húsið er um 8.000 fermetrar og í því verður pláss fyrir um 500 nemendur í kennslu samtímis í sjö misstórum kennslustofum og sjö rannsóknarstofum ætluðum til kennslu. Auk þess er skrif- stofuaðstaða og aðstaða til rann- sókna fyrir prófessora og kenn- ara í húsinu. Í húsinu verður einnig aðstaða fyrir nemendur, útibú frá Landsbókasafni – Há- skólabókasafni og kaffistofa með útsýni yfir friðlandið og Tjörnina. Í Náttúrufræðihúsinu fá líf- fræðiskor, jarð- og land- fræðiskor, jarðvísindahluti Raun- vísindastofnunar og Norræna eldfjallastöðin aðstöðu, en þessi starfsemi fer nú fram á sjö mismunandi stöðum á há- skólasvæðinu og víðsvegar um Reykjavík. Hornsteinn lagður að Náttúrufræðihúsi SKIPVERJAR á netabátnum Katr- ínu RE 375, sem er 20 tonna plast- bátur, fengu heldur betur óvæntan afla í þorskanetin hjá sér í gær er þeir voru að vitja um þau úti á Faxaflóa. Hrefna hafði vafið sig inn í netatrossurnar og tók nokkuð langan tíma fyrir þá félaga að skera netin utan af henni. Skipverj- arnir, sem eru þrír, komu með hrefnuna í togi til Akraness um klukkan þrjú í gær. Eftir að hrefn- an var hífð upp á bryggju hófu skipverjarnir á Katrínu hvalskurð sem stóð fram á kvöld. Hrefnan vó 4,2 tonn. Ljósmynd/Valentínus Ólason Fengu 4 tonna hrefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.