Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 75
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert ögrandi og vilt vekja
aðra til umhugsunar. Þú legg-
ur meiri áherslu á hugsjónir
þínar en metnað. Nýtt upphaf
bíður þín á komandi ári. Gerðu
tilkall til alls hins besta.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú munt eiga mikilvægar
samræður við vinkonur þínar.
Þú munt hugsanlega komast
að því þér til undrunar að þú
eigir þér öfundarmenn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þig langar virkilega til að
víkka sjóndeildarhring þinn.
Þig langar til að ferðast um
með glæsibrag og skoða fram-
andi slóðir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Samræður við maka þinn
skipta óvenju miklu máli
þessa dagana. Mundu að til
þess að sambandið gangi verð-
ur þú að henta maka þínum
ekki síður en hann þér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur þörf fyrir að skipu-
leggja þig og gera hreint í
kringum þig. Notaðu tækifær-
ið á meðan þú ert í skapi til
þess.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sköpunargáfa þín er með
mesta móti. Leitaðu allra leiða
til að nýta það. Tekjur þínar
ættu að aukast á þessu ári.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Skemmtilegt daður lífgar upp
á daginn hjá þér. Þú nýtur
einnig listsköpunar og sam-
vista við börn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur mikla þörf fyrir að
tjá þig í dag. Farðu út á meðal
fólks. Farðu á kaffihús eða
hringdu í vin þinn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert að gera þér grein fyrir
því hvað það er mikil ást í
hversdagslífi þínu. Varastu að
taka hana sem sjálfsagðan
hlut. Eitt af því mikilvægasta
sem við gerum er að meta það
sem við höfum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það eru þrjár plánetur í merk-
inu þínu sem veita þér aukinn
kraft. Mundu að það er í lagi
að setja sjálfa/n sig í fyrsta
sætið.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Reyndu að gefa þér tíma til
einveru í dag. Þú þarft tíma til
að ná áttum áður en þú heldur
áfram. Við getum ekki alltaf
sinnt öllum þörfum allra í
kringum okkur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ræddu við vini þína um fram-
tíðarvonir þínar. Það getur
hjálpað þér að átta þig á því
hvað það er sem þú raunveru-
lega vilt og skipt þig miklu
máli.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hikaðu ekki við að taka á þig
aukna ábyrgð sem er ýtt að
þér í dag. Þú munt standa þig
með sóma og það mun færa
þér aukið traust.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LEIRKARLSVÍSUR
Skyldir erum við skeggkarl tveir,
skammt mun ætt að velja,
okkar beggja’ er efni leir,
ei þarf lengra telja.
Við höfum það af okkar ætt,
efnið slíkt ég þekki,
báðum er við broti hætt,
byltur þolum ekki.
Það er annað ættarmót,
að okkar hætti réttum,
við höfum báðir valtan fót,
veit ei nær við dettum.
- - -
Hallgrímur Pétursson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29.
nóvember, er sextugur Gísli
Steinar Sighvatsson,
Tunguvegi 74, Reykjavík.
Eiginkona hans er Ólöf
Steinunn Ólafsdóttir. Þau
eru að heiman.
80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29.
nóvember, er áttræð Kristín
Þorleifsdóttir, Þverá, Eyja-
og Miklaholtshreppi. Hún
verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
FRAMHJÁ því verður aldr-
ei litið að fyrsta útspil er
skot í myrkri. Vissulega eru
til meginreglur og rök sem
virka vel þegar til lengri
tíma er litið, en í einstökum
spilum er alltaf um vissa
ágiskun að ræða. Og hvert
spil er jú einstakt og þar
með er aldrei á vísan að róa.
Norður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ D10874
♥ 94
♦ G93
♣Á97
Vestur Austur
♠ G52 ♠ K
♥ K1086532 ♥ DG7
♦ D7 ♦ ÁK652
♣8 ♣10632
Suður
♠ Á963
♥ Á
♦ 1084
♣KDG54
Spilið er frá undan-
úrslitum HM í Monte Carlo.
Í leik Ítala og Norðmanna
varð suður sagnhafi í fjórum
spöðum á báðum borðum:
Vestur Norður Austur Suður
Boye Bocchi Erik Duboin
– Pass 1 tígull 2 lauf
Dobl * 2 hjörtu * Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Bocchi og Duboin eru
með yfirfærsluæði. Sú er
skýringin á tveggja hjarta
sögn Bocchi – hann er að
melda spaða. Og Duboin
lætur ekki segja sér það
tvisvar og veður í fjóra.
Lítum á hitt borðið:
Vestur Norður Austur Suður
Fantoni Helness Nunes Helgemo
– Pass 1 tígull 2 lauf
2 hjörtu Dobl * 3 hjörtu 3 spaðar
4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass
Pass
Kannski heldur skilj-
anlegri sagnir, en sama nið-
urstaða – fjórir spaðar í suð-
ur.
En nú er komið að kjarna
málsins: útspilinu. Boye
Brogeland ákvað að fylgja
heilræði Garozzos og spila
út einspilinu í laufi, þó svo
að suður hefði sagt litinn.
Það gafst ekki vel. Sagnhafi
lagði niður spaðaásinn,
verkaði spaðann og tók tólf
slagi.
Hinum megin valdi Fant-
oni að fylgja þeirri hvers-
dagslegu reglu að spila út í
lit makkers og lagði af stað
með tíguldrottningu. Vörnin
tók þá þrjá fyrstu slagina á
tígul og vestur henti laufi í
þann þriðja. Fjórði slag-
urinn kom með laufstungu
og samningurinn var því
kominn niður áður en sagn-
hafi komst að. 11 IMPar til
Ítala.
Má læra eitthvað af
þessu? Sennilega ekki.
Nema þá það að útspilin eru
alltaf skot í myrkri.
BRIDS
Guðmundur
Páll Arnarson
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 29. nóvember, eiga
50 ára hjúskaparafmæli heiðurshjónin Fjóla Kr. Ísfeld og
Guðmundur Stefánsson, Furulundi 7a, Akureyri. Þau
verða að heiman.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3
Rf6 4. d4 exd4 5. Rxd4 Bb4
6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8.
exd5 cxd5 9. 0-0 0-0 10. Bg5
c6 11. Df3 Bd6 12. Hae1
Hb8 13. Rd1 h6 14. Bxf6
Dxf6 15. Dxf6 gxf6 16. b3
Bd7 17. Re3 Bb4 18. Hd1
Hfe8 19. Bf5 Be6 20. Hd4
Bf8 21. Hfd1 Kh8 22. Hh4 c5
23. Bd3 d4 24. Rf5
Bxf5 25. Bxf5 He5
26. Bd3 Hbe8 27. f4
He3 28. Hh5 Hd8 29.
Kf2 Kg7 30. He1
Hxe1 31. Kxe1 Bd6
32. g3 Hd7 33. Kf2
Hd8 34. Kf3 Bf8 35.
Ke4 He8+ 36. Kd5
He6 37. a4 Be7 38.
Kc4 Hb6 39. a5 Hb8
Staðan kom upp í
áskorendaflokki
Mjólkurskákmótsins
sem lauk fyrir
skömmu á Hótel Sel-
fossi. Róbert Harð-
arson (2.285) hafði hvítt
gegn Regínu Pokornu
(2.429). 40. Hxc5! Bxc5 41.
Kxc5 Hd8?! 41. …Kf8 hefði
verið betra. Í framhaldinu
ræður svartur ekkert við
framrás hvítu peðanna á
drottningarvæng. 42. b4
Kf8 43. b5 Ke7 44. Bf5 d3
45. cxd3 He8 46. Kc6 Kd8
47. b6 axb6 48. a6 He7 49.
Be4 Kc8 50. Kxb6 Kb8 51.
Bb7 He6+ 52. Bc6 He7 53.
d4 og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
GAMALT ÍSLANDSKORT
Til sölu afar sjaldgæft danskt strandkort af Norðurlandi frá
1821. Kortið er myndskreytt og handlitað, stærð 123x59 cm.
Verð 300.000 kr. Uppl. í síma 552 0326 eftir kl. 16.
Hátíðarfatnaður
Pils - Blússur
Buxur - Peysur
Opið í dag 10-16
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ mánud. 24. nóv. 2003.
Spilað var á 9 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S:
Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 247
Eysteinn Einarss. – Kári Sigurjónss. 237
Ingibjörg Stefánsdóttir – Halla Ólafsd. 234
Árangur A-V:
Alda Hansen – Jón Lárusson 277
Björn E. Péturss. – Friðrik Herm. 270
Örn Sigfússon – Ólafur Ingvarsson 238
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtud. 27. nóv. Spilað var á 9 borð-
um.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 272
Jón Karlsson – Haukur Guðmundsson 263
Ingibjörg Stefánsd. – Halla Ólafsdóttir 251
Árangur A-V:
Hannes Ingibergss. – Friðrik Herm. 272
Eysteinn Einarsson – Kári Sigurjónss. 255
Viggó Nordquist – Þórólfur Meyvantss. 239
Afmælismót á Suðurnesjum
Í tilefni 55 ára afmælis Bridsfélags
Suðurnesja verður haldið veglegt af-
mælismót laugardaginn 6. desember
í félagsheimili bridsspilara á Suður-
nesjum en það er á Mánagrund við
gamla Sandgerðisveginn.
Spilamennskan hefst kl. 12 og
verða spilaðar 13 umferðir með Mon-
rad-fyrirkomulagi, fjögur spil milli
para eða 52 spil.
Vegleg verðlaun eru í boði en
fyrstu verðlaunin eru 80 þúsund kr.
Önnur verðlaun eru 50 þúsund og
þriðju verðlaun 30 þúsund auk fjölda
smærri verðlauna.
Keppnisgjald er 5.000 kr. á parið
og keppnisstjóri verður Björgvin M.
Kristinsson.
Formaður Bridsfélags Suðurnesja
er Kristján Örn Kristjánsson.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 24. nóvember var síð-
asta lotan, í A. Hansen-tvímenningn-
um spiluð.
Heildarúrslit mótsins urðu sem
hér segir:
Einar Sigurðsson – Halldór Einarsson 653
Gunnar Birgisson – Rúnar Einarsson 649
Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 637
Ómar Óskarsson – Helgi G. Sigurðsson 633
Hlöðver Tómass. – Sigurður Tómass. 624
Úrslitin síðasta spilakvöld í N/S:
Ómar Óskarsson – Helgi G. Sigurðsson 264
Guðni S. Ingvarss. – Guðlaugur Bessas. 226
Jón Páll Sigurjónsson – Trausti Valss. 224
A-V riðill:
Friðþjófur Ein. – Guðbrandur Sigurb. 248
Harpa F. Ingólfsd. – Hanna Friðriksd. 239
Gunnar Birgisson – Rúnar Einarsson 236
Meðalskor var 216 og skor Ómars
og Helga því 61,1%.
Næstkomandi mánudag, 1. desem-
ber, hefst svo aðalsveitakeppni fé-
lagsins, sem standa mun fram yfir
áramót.
Bridsfélag Borgarfjarðar
Fjórða kvöldið í aðaltvímenningi
félagsins var spilað mánudaginn 24.
nóvember sl. Baráttan harðnar á
toppnum en skor kvöldsins var venju
fremur jafnt. Jónsi á Kópa og Baldur
í Múlakoti höfðu flest stig sem vænt-
anlega er „huggun harmi gegn“ í
frekar slöku gengi. Úrslit kvöldsins
og heildarstaða er annars sem hér
segir.
Kvöldskor:
Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 48
Stefán Kalmannss. – Sigurður M. Ein. 38
Eyjólfur Sigurjónsson – Jóhann Oddss. 34
Haraldur Jóhannss. – Sveinn Hallgrímss. 32
Hildur Traustadóttir – Svanhildur Hall 28
Heildarstaðan:
Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 188
Eyjólfur Sigurjónsson – Jóhann Oddss. 155
Ásgeir Ásgeirss. – Guðmundur Krist. 123
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Úrslitin úr
spænska boltanum
beint í
símann þinn