Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 78
ÍÞRÓTTIR 78 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT SAMNINGA- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands úrskurð- aði í gær í máli Vals gegn FH vegna fé- lagaskipta knattspyrnumannsins Ár- manns Smára Björnssonar úr Val í FH. Niðurstaða félagaskiptanefndarinnar var sú að hún mælir með því að stjórn KSÍ veiti FH-ingum áminningu. Krafa Valsmanna var sú að FH yrði beitt viðurlögum en FH-ingar kröfðust þess að Valsmenn gengu frá fé- lagaskiptunum. Tilraunir félaganna til að ná sáttum reyndust árangurslausar og var málinu því skotið til Saminga- og félagaskipta- nefndarinnar. Málavextir voru þeir að Ármann Smári var samningsbundinn Val til loka árs 2004 en með uppsagnarákvæði á tímabilinu 15.–30. október 2003. Að frumkvæði FH hóf félagið viðræður við Ármann Smára sem enduðu með því að FH sendi beiðni til Vals um beiðni fyrir félagaskipti fyrir leikmanninn þann 28. október. Valur telur að Ár- manni Smára hafi verið óheimilt að ganga til viðræðna við FH án leyfis frá Val og þar með að skrifa undir fé- lagaskiptin yfir í FH þar sem samn- ingur var enn í gildi milli Vals og Ár- manns Smára. Hvorki FH né Ármann Smári óskuðu eftir leyfi frá Val um að hefja viðræður. Í niðurstöðu Samninga - og félaga- skiptanefndar KSÍ kemur fram að nefndin telji að FH hafi brotið gegn fyrstu málsgrein g- liðs í kafla 1 í reglu- gerð KSÍ um samninga og stöðu félaga. Með hliðsjón af málavöxtum málsins og að hér er um fyrsta brot að ræða telur nefndin hæfilegt að veita FH áminningu. Félagaskiptanefnd mælir með áminningu á hendur FH-ingum Ármann Smári Björnsson Leikurinn á morgun fer fram íknattspyrnuhöllinni Valhöll í Ósló. Ásthildur sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hlakkaði mikið til að mæta Katrínu öðru sinni og að sænsku leikmenn- irnir settu það ekki fyrir sig að leik- urinn færi fram innanhúss. „Við kvíðum því ekki að leika á gervigrasinu í Noregi því við höfum æft á samskonar grasi hér í nágrenni Malmö alla vikuna. Þetta er svipað gervigras og er heima á Fífunni og Egilshöllinni og það verður ekkert mál að spila við slíkar aðstæður. Ekki síst eftir að hafa spilað fyrri leikinn á okkar heimavelli í hálf- gerðri mýri, völlurinn var hræðilega blautur og ég tel að það hafi bitnað frekar á okkar liði.“ Vorum innstilltar á að sigra 4:0 Útlit var fyrir að afar erfitt verk- efni biði sænska liðsins þegar við blasti að það færi til Noregs með 3:0- tap á bakinu, enda fordæmi fyrir slíku hjá UEFA í sams konar mál- um. „Við reiknuðum alfarið með því að leikurinn yrði dæmdur okkur tapað- ur, 3:0. En við vorum strax innstillt- ar á að þá færum við bara til Noregs með það markmið að vinna 4:0 og höfðum fulla trú á að við gætum það. Með 2:0-forskot erum við hins vegar með pálmann í höndunum fyrir þennan leik og ég tel að það eigi að nægja okkur fyllilega því við erum með mun sterkara lið en Kolbotn. Við ætlum okkur sigur í Noregi því við viljum taka af allan vafa um að við eigum skilið að halda áfram keppni.“ Ásthildur hóf að leika með Malmö FF í október en hún flutti þá til Sví- þjóðar þar sem hún stundar mast- ersnám í byggingaverkfræði og áætlar að ljúka því á hálfu öðru ári. Hún fór vel af stað með liði Malmö FF, lék með því í þremur síðustu umferðum úrvalsdeildarinnar og skoraði tvö mörk, auk þess að skora í bikarkeppninni, og þá lagði hún upp síðara markið í leiknum gegn Kol- botn á dögunum. „Mér hefur gengið betur að falla inn í liðið en ég bjóst við og kann virkilega vel við mig hér í Malmö. Ég hef leikið í framlínunni, sem er nýtt fyrir mér, en ég kann vel við það og líkar vel við liðið og þjálfarann, auk þess sem mér hefur gengið ágætlega að ná valdi á sænskunni. Það voru gífurleg viðbrigði að byrja að æfa með Malmö FF og mér leið eins og ég væri komin á æfingu hjá Real Madrid. Þarna eru sjö leikmenn úr sænska landsliðinu sem lék til úrslita um heimsmeistaratitilinn í október, hraðinn á æfingunum er mikill og harkan eftir því, ekki dæmt á neitt, þannig að þetta getur orðið ansi skrautlegt. En ég hef virkilega gott af þessu, ég hef fundið á hvaða svið- um ég get bætt minn leik, nokkuð sem ég fann ekki fyrir heima, og það á eftir að koma mér til góða,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. LOGI Geirsson, handknattleiksmað- urinn snjalli úr FH, gengur til liðs við þýska stórliðið Lemgo á næsta tímabili. Logi átti fund með forráða- mönnum Lemgo í Þýskalandi í gær þar sem hann fékk í hendur tilboð frá félaginu og einhvern næstu daga mun hann skrifa undir þriggja ára samning við liðið. Logi hefur verið undir smásjá þýska liðsins um hríð og síðastliðið vor lýstu forráðamenn félagins því yfir, að þeir hefðu mik- inn hug á að fá leikmanninn í sínar raðir. Það var svo í fyrradag sem Logi fékk upphringingu frá Lemgo þar sem hann var beðinn að koma út og ræða um samninginn sem hann fékk í hendur í gær. Logi er 21 árs gamall og hefur leikið stórt hlutverk með liði FH undanfarin ár. Hann varð næst markahæsti leikmaðurinn á Íslands- mótinu á síðustu leiktíð og þá er hann byrjaður að láta að sér kveða með íslenska landsliðinu. Hann á ekki hæfileikana langt að sækja því karl faðir hans, Geir Hallsteinsson, var um árabil fremsti handknatt- leiksmaður þjóðarinnar en segja má að Logi feti í fótspor föður síns því Geir gerði atvinnumannasamning við þýska liðið Göppingen þegar hann var á hátindi ferils síns. Logi á að vera mættur til Lemgo fyrir 1. júní á næsta ári en hann á að leysa hornamanninn Carlos Lima af hólmi en samningur þessa 33 ára gamla svissneska landsliðsmanns rennur út eftir tímabilið og verður ekki endurnýjaður. Lemgo varð þýskur meistari síð- astliðið vor en liðið er samansafn af frábærum leikmönnum og skipar Lemgo sér á bekk meðal bestu handknattleiksliða heims. Uppistað- an í þýska landsliðinu eru leikmenn úr röðum Lemgo en sex þýskir landsliðsmenn leika með þýsku meisturunum, Christian Ramota, markvörður, Daniel Stephan, Floir- an Kehrmann, Wolker Zerbe, Christian Schwarzer og Markus Baur og þá leikur svissneska stór- skyttan, Marc Baumgartner, með liðinu. Lemgo er sem stendur í 2.-3. sæti í þýsku Bundesligunni með 22 stig eins og Magdeburg en Flensburg er í toppsætinu með 24 stig. Lemgo er öruggt í 16-liða úrslit Meistaradeild- ar Evrópu. Logi verður í dag við- staddur leik Lemgo og spænska liðs- ins Ciudad Real, liðs Ólafs Stefánssonar, sem leika til úrslita um efsta sætið í A-riðli meistara- deildarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Logi Geirsson skorar í sínum fyrsta landsleik gegn Slóvenum sem fram fór í Kaplakrika í janúar. Logi fer í Lemgo HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1.deild kvenna, RE/MAX-deildin: Víkin: Víkingur - Grótta/KR .....................14 Ásgarður: Stjarnan - KA/Þór....................16 Fylkishöll: Fylkir/ÍR - FH ........................16 Ásvellir: Haukar - Fram............................17 1.deild karla, RE/MAX-deildin, norðurriðill: Höllin Akureyri: Þór - Fram .....................16 Valsheimili: Valur - Gróttur/KR ..........16.30 suðurriðill: Vestamannaeyjar: ÍBV - Breiðablik.........14 Sunnudagur: 1.deild karla, RE/MAX-deild karla, suðurriðill: Ásgarður: Stjarnan - HK...........................17 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Hópbílabikar kvenna, undanúrslit: Keflavík - ÍS................................................14 Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar, 32-liða úrslit: Grindavík: Grindavík - Breiðablik ............15 Grindavík: ÍG - Haukar .............................17 Grundafj.: Grundafj./Reynir H - Smári V14 Keflavík: Keflavík B - HK .........................16 Njarðvík: Njarðvík - KR............................17 Sandgerði: Reynir S - Valur .................16.30 Vogar: Þróttur V - Keflavík.......................14 Sunnudagur: Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar, 32-liða úrslit: Ásgarður: Stjarnan - Snæfell ...............19.15 Borgarnes: Skallagrímur - Hamar ......19.15 Laugardalsh.: Árm./Þróttur - Þór Þorl....16 Höllin Akureyri: Þór - Tindastóll .............18 Selfoss: Selfoss - KFÍ.................................18 BLAK Laugardagur: Bikarkeppni karla: Neskaupstaður: Þróttur N - Stjarnan......14 Bikarkeppni kvenna: Neskaupstaður: Þróttur N - KA...............16 Seljaskóli: ÍK - Þróttur..............................16 Sunnudagur: 1.deild kvenna: Neskaupstaður: Þróttur N - KA..........13.30 KNATTSPYRNA Íslandsmót meistaraflokka innanhúss held- ur áfram um helgina, en þá fer fram keppni í 1. deild karla, 1. deild kvenna, 2. deild kvenna og 4. deild karla. Leikið er í Laug- ardalshöll, Austurbergi og Varmá. Úrslita- keppni 1. deildar karla og 1. deildar kvenna fer fram sunnudaginn 30. nóvember í Laugardalshöll. Áætlað er að úrslitaleik- urinn í kvennaflokki hefjist kl. 13.20 og karlaleikurinn hálftíma síðar. KRAFTLYFTINGAR Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu verð- ur haldið fer fram í dag í íþróttahúsinu í Njarðvík og hefst kl. 14.00. UM HELGINA HANDKNATTLEIKUR Afturelding -Víkingur 24:28 Varmá, Mosfellsbæ, Íslandsmót karla, RE/ MAX-deildin, norðurriðill, föstudaginn 28. nóvember 2003. Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 4:3, 5:5, 7:7, 9:7, 9:9, 1:9, 13:10, 14:12, 15:14, 17:14, 18:15, 18:19, 19:21, 21:21, 21:23, 23:23, 24:28. Mörk Aftureldingar: Hrafn Ingvarsson 5, Einar I. Hrafnsson 5/3, Hilmar Stefánsson 5/4, Vlad Trufan 4, Daníel B. Grétarsson 2, Reynir Árnason 1, Ásgeir Jónsson 1, Ernir Arnarson 1. Varin skot: Stefán Hannesson 8 (þar af fóru 2 aftur til mótherja), Davíð Svansson 5. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Víkings: Ásbjörn Stefánsson 6, Thomas Kavolius 5, Bjarki Sigurðsson 5, Andri Berg Haraldsson 3, Þröstur Helga- son 3/3, Davíð Guðnason 2, Björn Guð- mundsson 2, Benedikt Jónsson 1, Þórir Júl- íusson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 19 (þar af fóru 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson. Áhorfendur: Um 160. Staðan í norðurriðli: KA 10 6 2 2 301:266 14 Valur 9 5 2 2 240:214 12 Grótta/KR 9 5 2 2 243:223 12 Víkingur 11 5 2 4 283:274 12 Fram 9 5 2 2 240:232 12 Afturelding 10 2 1 7 244:285 5 Þór 10 0 1 9 248:305 1 ÍR - Selfoss 32:26 Austurberg, Reykjavík, suðurriðill: Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 5:2, 7:3, 10:5, 13:8, 15:13, 17:15, 21:15, 22:18, 25:20, 29:20, 30:24, 32:26. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 9/6, Einar Hólmgeirsson 9, Bjarni Fritzson 6, Hannes Jón Jónsson 5/1, Ingimundur Ingimund- arsson 1, Lárus Jónsson 1. Varin skot: Ólafur Gíslason 10, Stefán Pet- ersen 2. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Selfoss: Ramunas Kalendauskas 8, Haraldur Þorvarðarson 6/1, Hjörtur Pét- ursson 3, Ramunas Mikalonis 3, Arnar Gunnarsson 2, Atli Kristinsson 2, Guð- mundur Eggertsson 1, Guðmundur Guð- mundsson 1. Varin skot: Erlingur Reyrmezon 7/1, Seb- astian Alexanderson 8/1 (Þar af fór eitt skot aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Ramunas Mika- lonis fékk rautt spjald fyrir þrjár brottvís- anir. Dómarar: Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson. Áhorfendur: 215. Staðan í suðurriðli: ÍR 12 10 1 1 367:300 21 Haukar 11 8 0 3 337:291 16 HK 11 7 1 3 310:284 15 Stjarnan 11 7 1 3 295:288 15 FH 11 6 0 5 315:289 12 ÍBV 11 2 1 8 318:340 5 Breiðablik 11 2 0 9 278:363 4 Selfoss 12 1 0 11 312:377 2 Þýskaland Wetzlar - Gummersbach...................... 27:32 KÖRFUKNATTLEIKUR KFÍ - ÍR 91:84 Íþróttahúsið Ísafirði, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 27. nóv. Gangur leiksins: 26:24, 46:45, 67:64, 91:84. Stig KFÍ: Adam Spanich 34, Darko Ristic 22, Jeb Ivey 16, Sigurbjörn Einarsson 7, Baldur I. Jónasson 4, Pétur M. Sigurðsson 4, Lúðvík Bjarnason 4. Fráköst: 26 í vörn - 3 í sókn. Stig ÍR: Eugene Christopher 18, Kevin Grandberg 15, Ómar Örn Sævarsson 14, Eiríkur Önundarson 12, Ólafur Sigurðsson 8, Ólafur Þórisson 7, Ásgeir Hlöðversson 4, Ryan Leier 3, Fannar Helgason 2, Geir Þorvaldsson 1. BLAK 1. deild kvenna Þróttur N. - KA ........................................ 3:1 (25:23, 23:25. 25:19, 25:22) KNATTSPYRNA Holland Groningen - Roosendaal .......................... 2:0 „Ætlum okkur sigur í Valhöll“ ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er komin til Noregs. Þar leikur hún ásamt liði sínu, Malmö FF, gegn Kolbotn, liði Katrínar Jónsdóttur, í átta liða úrslitum UEFA-bikars kvenna á morgun. Malmö FF vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 2:0, og stendur því ágætlega að vígi um að komast í undanúrslit keppn- innar. Reyndar voru blikur á lofti, flestir reiknuðu með því að Kol- botn yrði dæmdur 3:0-sigur þar sem Malmö FF skipti inn á leik- manni sem ekki var á leikskýrslu, en UEFA ákvað að láta nægja að sekta sænska félagið. Eftir Víði Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.