Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 8

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslenska jólasveinaflóran verður æ fjölbreyttari og nú hefur Seðlakrækir bæst í hópinn. Dagskrá Kvennasögusafnsins Kvöldvöku- og ráðstefnuhald Kvennasögusafn Ís-lands er meðmargt á prjónun- um á næstunni. Byrjað verður ákvöldvöku í húsa- kynnum safnsins í kvöld. Bæði hún og fleira, m.a. ráðstefna Kvennasögu- safnsins á næsta ári, bar á góma í samtali Morgun- blaðsins við Emilíu Sig- marsdóttur, stjórnar- manns í Kvennasögusafninu. – Fyrir hvað stendur Kvennasögusafnið? „Kvennasögusafn Ís- lands var stofnað árið 1975 af Önnu Sigurðar- dóttur sem rak það á heimili sínu uns það flutti í Þjóðarbókhlöðu árið 1995. Safnið er rekið sem sérstök eining og því er ætlað að safna og varðveita hvers konar prentað mál um konur, bækur og handrit eftir konur, óprentuð handrit og bréf kvenna, fundar- gerðir og skjöl hinna ýmsu kvennasamtaka og önnur gögn er tengjast sögu kvenna. Safnið gefur einnig út fræðslurit og heimildaskrár og greiðir götu áhugafólks um sögu íslenskra kvenna.“ – Segðu okkur frá kvöldvök- unni í kvöld. „Einn liður í starfsemi safns- ins er árleg kvöldvaka sem að þessu sinni er haldin 4. desember í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð og hefst dagskráin klukkan 20. Þar mun Sigurlaug Guðmundsdóttir lesa eigin ljóð og flautuleikarar úr Tónlistar- skóla Reykjavíkur flytja verk eftir þrjár íslenskar konur undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur. Hrafnhildur Schram listfræðing- ur flytur síðan erindi sem hún nefnir „Myndsálir. Konur og veruleiki“. Í Listasafni Íslands stendur nú yfir sýningin „Íslensk myndlist 1960–1980. Raunsæi og veruleiki“. Hrafnhildur mun bregða sterkara ljósi á nokkrar myndlistarkonur sem voru mjög sýnilegar í íslensku samfélagi og áttu þátt í því að setja fram nýjar hugmyndir um veruleikann og hlutverk listarinnar. Meðal þeirra eru Anna Þóra Karlsdótt- ir, Björg Þorsteinsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Jóhanna Boga- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Róska, Rúrí, Steina Vasulka, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Þor- björg Þórðardóttir. Kvöldvökunni lýkur svo á því að Freyja Bergsveinsdóttir og Guðrún Indriðadóttir opna sýn- ingu í Þjóðarbókhlöðu er þær nefna „Í orði og á borði. Skriftin og leirinn saman á ný“. Á sýning- unni eru skálar, vasar og kerta- stjakar úr steinleir sem listakon- urnar hafa unnið í sameiningu. Guðrún sýnir einnig nokkur verk úr postulíni og Freyja sýnir letur á pappír með vísun í handritin. Aðgangur að kvöldvökunni er op- inn og tekið vel á móti öllum.“ – Svo er á dagskrá ráðstefna á næsta ári, hvert er efni hennar og yfirskrift? „Kvennasögusafn Íslands vinnur ásamt Rannsóknarstofu í kvennafræð- um við Háskóla Íslands og NIKK, Nordisk Institutt for kvinne og kjönsforskning, að skipulagi norrænnar ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 10.–12. júní á næsta ári. Íslensk yfirskrift hennar er: „Kvenna- hreyfingar? Innblástur, íhlutun og irringar“ og skandinavíska: „Kvinneorörelser? Inspiration, intervention og irritation.“ Ráð- stefnan verður haldin í húsnæði Háskóla Íslands og Háskólabíói. Hún er styrkt af Norrænu ráð- herranefndinni, Háskóla Íslands, félagsmálaráðherra, Alþingi og Reykjavíkurborg.“ – Áherslur og markmið ráð- stefnunnar? „Markmið ráðstefnunnar er tvíþætt. Annars vegar að leiða saman fólk af vettvangi fræða- starfs, stjórnmála, fjölmiðla og félagasamtaka og einstaklinga sem hafa áhuga á eða sinna mál- efnum kvenna. Hins vegar að skoða áhrif kvennahreyfinga Norðurlandanna á samfélög sín og umheiminn, hvernig staða rannsókna er á þessu sviði á Norðurlöndunum og leggja drög að frekara samstarfi, bæði á sviði rannsókna og samvinnu milli ein- staklinga og félagasamtaka.“ – Er kominn vísir að dagskrá ráðstefnunnar? „Aðalstarfið fer fram í málstof- um sem munu taka fyrir kvenna- hreyfingar fyrr og nú, karlmenn og femínisma, samþættingu og ríkisfemínisma, mansal og vændi, fjölmiðla og kvennahreyf- ingar, menningu sem sprettur af kvennahreyfingum, t.d. á sviði tónlistar og myndmennta, rann- sóknir og skrásetningu og um- hverfi rannsókna á sviði kynja- fræða. Fyrirlestrar verða að morgni þess 11. og 12. júní og síðdegis verða pallborðsumræð- ur.“ – Fyrir hverja er ráðstefnan hugsuð? „Ráðstefnan er einkum hugsuð fyrir fólk úr heimi vísinda, stjórnmála og fjölmiðla og þá sem starfa innan kvennahreyfinga af hvaða tagi sem er. Ráðstefnugjald er kr. 14.000 og er innifalið í því ráðstefnugögn, há- degismatur og kaffi báða daga auk móttöku í Ráðhúsi Reykja- víkur 10. júní. Stúdentar, ein- staklingar og meðlimir félaga- samtaka sem ekki styrkja meðlimi sína geta sótt um lækk- un á ráðstefnugjaldi á vefsíðu ráðstefnunnar, sem er www.yo- urhost.is/island04. Fyrirlestrar og pallborð verða opnir almenn- ingi gegn mjög vægu gjaldi.“ Emilía Sigmarsdóttir  Emilía Sigmarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1950. Hún lauk háskólaprófi í íslenskum fræðum og starfar nú sem fagstjóri menningar og miðlunar hjá Landsbókasafni Íslands, Há- skólabókasafni og á sæti í stjórn- arnefnd Kvennasögusafns Ís- lands. Emilía er gift Ragnari Steinarssyni tannlækni og eiga þau þrjú uppkomin börn. Að skoða áhrif kvenna- hreyfinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.