Morgunblaðið - 04.12.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.12.2003, Qupperneq 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 21 FYRSTA tölublaðið af nýju tímariti kemur út á Akureyri í dag. Það hef- ur fengið nafnið „Við“ og mun koma út mánaðarlega. Ásprent- Stíll hf. gefur tímaritið út en rit- stjóri og textahöfundur er Guðný Jóhannesdóttir. „Þetta er alfarið mín hugmynd, sem ég fór með til forsvarsmanna í Ásprent-Stíl. Þeim leist vel á hugmyndina og því var ákveðið að ráðast í útgáfuna, enda er skortur á prentmiðlum á lands- byggðinni,“ sagði Guðný í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að tímaritið spannaði alla tímaritaflóruna. „Við erum með viðtöl, matarumfjöllun, innlit, kíkjum út á lífið og svo er blaðauki fyrir strákana, umfjöllun um stangaveiði, myndir af fallegum norðlenskum stelpum og leikfang mánaðarins, svo eitthvað sé nefnt.“ Guðný sagði að efnistökin væru fyrst og fremst af Norður- og Aust- urlandi en blaðið verður selt víða um land og eingöngu í lausasölu fyrst um sinn. Aðalviðtölin í þessu fyrsta tölu- blaði eru annar vegar við Guð- brand Sigurðs- son, fram- kvæmdastjóra Brims, og hins vegar Díönnu Ómel frá Greni- vík, „konuna sem enn er strákur“ eins og Guðný orð- aði það. Fyrsta tölublaðið er 64 síð- ur, prentað á vandaðan pappír og með fjölmörgum litmyndum, sem flestar eru eftir Finnboga Marinós- son ljósmyndara, auk þess sem Guðný var sjálf á ferðinni með myndavélina. Guðný sagði að bæði auglýsendur og aðrir hefðu tekið þessari hug- mynd vel „og það hefur aldrei verið jafn auðvelt að fá viðmælendur,“ sagði Guðný, sem áður skrifaði greinar í hin ýmsu tímarit Fróða. Nýtt tímarit kemur út á Akureyri Guðný Jóhannesdóttir UMFANGSMIKLAR endurbætur eru hafnar á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti. Töluvert rask verð- ur á starfsemi lögreglunnar á næstu mánuðum en að sögn Daníels Guð- jónssonar yfirlögregluþjóns verður allri þjónustu sinnt eftir sem áður og hann vonast til að viðskiptavinir lög- reglunnar verði fyrir sem minnstum óþægindum. Vegna framkvæmdanna hefur rannsóknardeild lögreglunnar flutt sig um set, í húsnæði sýslumannsins við Hafnarstræti. Þá mun almenna deildin flytjast í sumarhús sem kom- ið verður fyrir á bílastæðinu við Þór- unnarstræti eftir áramót. Daníel sagði að húsnæðið hefði verið hann- að alveg upp á nýtt, því yrði það gamla rifið í burtu og allt endurnýj- að innanhúss. Hann sagði húsnæði lögreglunnar alveg nógu stórt í fer- metrum en með nýrri hönnun og skipulagi nýttist það enn betur. Ekki verður ráðist í endurbætur á fang- elsinu, aðeins á fangelsisgarðinum. Daníel sagði ekki yrði rask á þeirri starfsemi en þó væri viðbúið að menn ættu eftir að verða varir við hávaða og læti vegna framkvæmda. Fyrirtækið Hagleiksmenn á Akureyri vinnur að endurbótum lög- reglustöðvarinnar en fyrirtækið átti lægsta tilboðið í útboði. Sex tilboð bárust, öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæpar 70 millj- ónir. Hagleiksmenn buðust til að vinna verkið fyrir tæpar 74 milljónir. Verklok eru áætluð í nóvember á næsta ári. Þá hefur verið ákveðið að setja upp varastjórnstöð fyrir 112, Neyð- arlínuna, á lögreglustöðinni á Akur- eyri. Það þýðir að ef eitthvað kemur upp á hjá Neyðarlínunni við Skógar- hlíð í Reykjavík, hún teppist eða dettur út, eins og Daníel orðaði það, verður hægt að afgreiða neyðar- símtöl frá Akureyri. Hann sagði að lögreglu- og slökkviliðsmenn yrðu þjálfaðir til verksins. Umfangsmiklar endurbætur hafnar á lögreglustöðinni Morgunblaðið/Kristján Vegna breytinganna á lögreglustöðinni hafa börnin á leikskólanum Klöppum tekið Lúlla löggubangsa í fóstur í vet- ur þar sem hann er mjög viðkvæmur fyrir ryki. Börnin sóttu Lúlla á snjóþotu og drógu hann heim á leikskóla. Almenna deildin flyst í sumarhús á bílastæðinu Tré- og álrimlagardínur Sólvarnargardínur Felligardínur Flekar Strimlar NÝTT Bambusgardínur NÝTT Tauvængir og efni Smíðum og saumum eftir máli Stuttur afgreiðslutími Pílutjöld ehf. Faxafeni12, 108 Reykjavík s. 553 0095, www.pilu.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.