Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 26

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ er um að ræða nafnlausa einstak- linga sem sýningargestir hafa ein- ungis fullyrðingu listamannanna, þeirra Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörðs, fyrir að séu merkiskarlar og -konur. Myndirnar hafa þau Sigríður og Leifur unnið á sl. tveimur árum, þótt samstarf þeirra tveggja á vettvangi mynd- vefnaðar og kirkjutextíls nái allt aftur til ársins 1974. Líkt og nafn sýningarinnar, Mannamyndir, gefur til kynna er efniviður myndvefnaðarins í flest- um tilfellum uppstilltar portrett- ÞAU eru heldur óvenjuleg port- rettverkin sem Gerðarsafn geymir þessa stundina, en að stórum hluta myndir og má í raun segja að innan þessara verka sé eins konar þrí- skipting í gangi. Merkismenn, söguhetjur og hefðarkonur skipa þar öll sinn flokkinn, sem er ekki síður skilgreindur með ólíkri lita- og stílnotkun en í gegnum sjálfa efnisflokkana. Þannig eru söguhetj- urnar hafðar í daufum, allt að því upplituðum jarðlitum er gefa þeim fortíðarlegt yfirbragð á meðan sterkir og líflegir litir eru alls ráð- andi við myndgerð merkismann- anna og hefðarkvennanna. Fígúrat- íf nálgun við myndefnið er ennfremur ríkari í söguhetjunum, persónum á borð við Galdra-Brand og Stjörnu-Odd, en í tilfelli hinna nafnlausu og allt að því abstrakt- legu og tvívíðu merkismanna. Í báðum tilfellum eru svipbrigði hvers manns hins vegar aukaatriði. Söguhetjurnar eru allt að því and- litslausar og sami prófíll prýðir hvern merkismanninn á fætur öðr- um. Hér felast persónueinkennin ekki í andlitsfalli, augnaráði eða svipbrigðum heldur þeim verald- legu munum er mennina einkenna. Umbúðirnar eru einar eftir í tilfelli söguhetjanna á meðan óljóst er hverjir munu klæðast jakkafötum framtíðar. Bindið og jakkafötin gefa þannig Merkismanni 4 við- skiptalegt yfirbragð, en sjálfur er hann líkt og óskrifað blað, og galdratákn eru jarðnesk arfleifð Galdra-Brands, sem að öðru leyti er holur ásýndar. Allt annað yfirbragð er hins veg- ar yfir portrettum hefðarkvenn- anna. Vissulega eru þær litríkar líkt og merkismennirnir og ab- strakt formmótun allt að því leysir upp líkamsholninguna á hverjum Merkismenn og minnisstæðar byggingar MYNDLIST Gerðarsafn Sýningarnar eru opnar alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Þeim lýkur 7. desember MANNAMYNDIR – SIGRÍÐUR JÓHANNS- DÓTTIR OG LEIFUR BREIÐFJÖRÐ JAP- ÖNSK SAMTÍMABYGGINGARLIST 1985–1996 Morgunblaðið/Sverrir Hefðarkona 3 eftir Sigríði Jóhannsdóttur og Leif Breiðfjörð.Heimavist kvenna í Saishunkan Seiyaku eftir arkitektastofu Kazuyo Sejima.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.