Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
V
ið stóðum fyrir utan
Bókakaffið – en dyra-
vörðurinn hikaði við
að hleypa okkur inn.
Hann sagði að tón-
leikarnir væru bráðum búnir og
að það tæki því ekki fyrir okkur að
koma inn.
Bókakaffið er í Harare í Zimb-
abve í sunnanverðri Afríku – og
okkur tókst að kaupa okkur inn
með því að suða í dyraverðinum.
Við reyndumst eina hvíta fólkið
á staðnum og sennilega bjóst
dyravörðurinn ekki við að við gæt-
um dansað við tónlist Mbira Dze-
Nharira – sem semur verk sín út
frá hefðbundinni Zimbabve-tónlist
þar sem hljóð-
færið Mbira
er í öndvegi.
Mbira á sér
sess í þúsund
ára sögu
Shona-
fólksins. (sjá: www.mbira.org).
Á bókakaffinu er lítið svið og
ekki stórt dansgólf en þar var
dansað af krafti. Ég stóð við dans-
gólfið og langaði út á það, þannig
að ég var fljótlega dreginn í dun-
andi dansinn. Tvær konur sýndu
mér útfærslu á afródansi þannig
að ég gæti bjargað mér. Það ríkti
mikil gleði á bókakaffinu og tón-
listin var mögnuð.
Ég dvaldi nýlega hálfan mánuð
í Zimbabve, í höfuðborginni
Harare og fór í ferðalag suðaustur
á bóginn. Þótt tvær vikur séu ekki
langur tími og ég sé vissulega
grænjaxl – nægði það til að hefja
endurskoðun á ímynd minni af
Afríku. Í Zimbabve er margt af
því flottasta í heiminum hvort sem
það er af náttúrunnar eða mann-
anna hendi.
Afríka í (eldri) skólabókum og
fjölmiðlum var heillandi þegar
fjallað var um kynstrin öll af dýr-
um: Fílum, blettatígrum, ljónum,
nashyrningum, gíröffum og sebra-
hestum. Fréttir af íbúum hafa aft-
ur á móti flestar verið dapurlegar,
falist í hungursneyð, sjúkdómum í
formi faraldra, borgarastyrjöldum
o.s.frv. Fréttir af dýrum hafa þó
orðið dapurlegar á síðustu árum
sökum útrýmingarhættu tegund-
anna.
Ég gæti fylgt þessari neikvæðu
línu og einblínt á efnahagslegan
ófögnuð stjórnar Róberts Mugabe
– því fall dollarans í landinu er því-
líkt um þessar mundir. Sjötíuþús-
und zim-dollarar voru eittþúsund
íslenskar fyrrihluta nóvember. En
ég náði bara ekki að festa hugann
við þetta neikvæða því það var
annað sem kom mér á óvart og var
ekki skýrt í ímyndinni – það voru
heimamenn.
Skólakerfið í Zimbabve hefur
t.d. lengi verið talið gott, og metn-
aður foreldra fyrir hönd barna
sinna varðandi nám. En Zimbabve
er þriðja heims land – og þar búa
flestir þröngt – en þar er einnig
rík millistétt og launamunurinn er
ægilegur. Margfalda má laun
verkamanns þrjúhundruð og
fimmtíuþúsund sinnum til að fá út
laun forstjóra í Harare. Opinbert
atvinnuleysi er um 70% í landinu –
en sú tala er sem betur fer lægri
því margir sjá sér farborða með
því að selja t.d. afurðir eins og
grænmeti sem þeir rækta, eða
listmuni sem þeir skapa.
Einnig er alnæmisfaraldur í
landinu og jafnframt þöggun á
sjúkdómnum. Landmenn eru um
15 milljónir og eru 33% smituð af
HIV-veirunni. Jarðarfarir eru svo
tíðar að settur var tímakvóti á
þær: 15 mínútur og starfsmenn
fyrirtækja fá aðeins klukkustund
á dag til að fara í jarðarför. Það
gengur ekki að taka hálfan daginn
undir jarðarför. Munaðarlausum
börnum fjölgar ótt og títt og full-
orðnir sem eftir lifa treysta sér
ekki til að taka fleiri börn að sér
en þegar er gert.
Harare er nútímaborg með
framúrskarandi veitingastöðum,
listasöfnum, þjónustu og fag-
mennsku. En sveitafólkið býr í
hefðbundnum afrískum strákofum
og allar aðstæður erfiðar. Hrein-
læti er samt mjög hátt skrifuð
dyggð: Konur, menn og börn í
tandurhreinum fatnaði – sé það
mögulegt. Æðruleysi er sennilega
ríkulega gefin sálargáfa. Hlýja í
samskiptum var greinileg.
Löng listahefð er í landinu og
hvar sem við fórum voru listmunir
til sölu, í búðum eða við þjóðvegi.
Listrænir hæfileikar búa aug-
ljóslega með þjóðinni og eru lista-
menn í hávegum hafðir í samfélag-
inu. Mér var sagt að í Harare
væru þeir efnilegustu sem ynnu
að list á götunni valdir og kostaðir
í nám. Efnið sem unnið er með er
m.a. steinn, viður, járn og endur-
unninn fílakúkur auk efnis sem
notað er í klæðnað og teppi. Þjóð-
in er þekkt fyrir munstur í kart-
öflur sem notaðar eru sem stimpl-
ar, t.d. á teppi og kodda.
Zimbabve er í raun ríkt land af
auðlindum, þar eru gull- og dem-
antanámur, gróðursæl jörð og
mjög miklir möguleikar á vist-
vænni ferðaþjónusta. Viktor-
íufossar eru stundum taldir með
sjö mestu undrum náttúrunnar og
þar er villiflóran fjölbreytt.
Við fundum aðeins kurteisi í
okkar garð og brosmildi, og eng-
inn greinarmunur gerður á fram-
komu gagnvart hvítum eða svört-
um. Samt hefur ríkisstjórn
Mugabes grafið undan hvítum
bændum, svift þá jörðum sínum
og gert að blórabögglum óreið-
unnar. Ríkisstjórnin hefur látið
reka alla erlenda fréttaritara úr
landinu, loka eina stjórnarand-
stöðudagblaðinu.
Fólkið kvelst vissulega undan
stjórnarfarinu. 24. nóvember sl
voru t.d. mótmælaborðar á lofti:
„No more torture in Zim“ – sjötíu
mótmælendur voru handteknir!
Ég gæti haldið svona áfram - en
vil ekki missa sjónar á fólkinu sem
stenst allar þessar þrengingar.
Fólkið á skilið stærri hlut í ímynd
Afríku. Þessi þjóð á eftir að njóta
velmegunar – eins og Íslendingar
– sem bjuggu við matarskort,
sjúkdóma og misjafnt yfirvald
fyrr á öldum. Ímynd Afríku á
Vesturlöndum er skökk. Hana
skortir andblæ fólksins.
Set Mbira DzeNharira á fóninn
og loka augunum.
Ímyndir
Afríku
Myndir frá Afríku í fjölmiðlum og sögu-
bókum gefa skakka mynd af álfunni.
Vestræna ímynd Afríku skortir andblæ
fólksins. Líf fólks við þriðja heims að-
stæður er þungt en þjóðarkarakterinn
er sterkur einsog viljinn til breytinga.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
✝ Jóel KristinnSigurðsson
fæddist í Reykjavík
5. nóvember 1924.
Hann andaðist á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 28. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sigurð-
ur Jónsson, verka-
maður og bifreiða-
stjóri í Reykjavík, f.
13. janúar 1884 í
Framnesi á Stokks-
eyri, d. 25. júní 1930 í
Reykjavík, og kona
hans Halldóra
Bjarnadóttir, f. 7. mars 1895 á
Stokkseyri, d. 1. október 1990 í
Reykjavík. Bræður Jóels eru Sig-
urður, f. 27. desember 1922, Ingi
Björgvin, f. 14. desember 1927, d.
12. júní 1992, og Guðmundur, f. 13.
júlí 1929, d. 28. janúar 1976.
Jóel kvæntist Sigurdísi Sæ-
mundsdóttur 2. nóvember 1946.
Hún fæddist 1. nóvember 1925 í
Reykjavík og andaðist 25. nóvem-
Guðrún Brynjólfsdóttir. Þau eiga
tvo syni: Jóel Ísak og Júlían Má. 5)
Gerður, f. 27. júlí 1963, viðskipta-
fræðingur, maki Rafn Svanur
Oddsson. Þau eiga eina dóttur,
Svandísi. Fyrir á hún einn dreng,
Matthías.
Á yngri árum starfaði Jóel sem
lögreglumaður, lengst af í Reykja-
vík og síðar á Húsavík. Hann nam
múrverk við Iðnskólann í Reykja-
vík og varð múrarameistari 1965.
Jóel starfaði sem yfirskálastjóri í
Álverinu í Staumsvík frá 1967 til
1990.
Jóel var mikill afreksmaður í
íþróttum. Hann keppti í spjótkasti
á Evrópumeistaramótinu sem
fram fór í Ósló 1946 og í Brussel
1950. Jóel keppti á Ólympíuleikun-
um í London árið 1948. Ári síðar
setti hann Íslandsmet í spjótkasti
66,99 metra, sem stóð í 25 ár. Árið
1951 var hann í sigursveit Íslands
sem vann Norðmenn og Dani í
landskeppni í frjálsum íþróttum á
Bislett-leikvanginum í Ósló. Jóel
var einnig í sigurliði ÍR í hand-
knattleik árið 1946 er þeir unnu
sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil
fyrir hönd félagsins.
Útför Jóels verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ber 1994. Hún var
dóttir hjónanna Sæ-
mundar Sigurfinns
Kristjánssonar fisk-
sala og Þorgerðar
Valgerðar Sveinsdótt-
ur. Börn Jóels og Sig-
urdísar eru: 1) Sæþór,
f. 10. desember 1946,
sjómaður, d. 19. maí
1974. Hann átti þrjú
börn: Önnu Dóru sem
á þrjú börn, Írisi sem á
tvær dætur og Gunnar
sem á einn son. 2)
Dóra, f. 29. maí 1951,
íþróttakennari, maki
Ólafur Guðmundsson. Þau eiga tvö
börn: Sæþór sem á eina dóttur og
Sigurdísi. 3) Snorri, f. 27. maí
1956, starfsmannastjóri, maki Ás-
dís Björnsdóttir. Þau eiga tvö
börn: Guðrúnu og Snorra Björn.
Fyrir á hann fjögur börn: Sigurð
Þór sem á einn dreng, Ragnar
Tryggva, Ingibjörgu Eddu og
Fannar Stein. 4) Jóel, f. 3. október
1957, húsasmíðameistari, maki
Kær vinur og félagi Jóel Sigurðs-
son múrarameistari lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 28. nóvember sl.
Kynni okkar hófust í Íþróttafélagi
Reykjavíkur fyrir rúmum 60 árum.
Jóel var einn mesti afreksmaður Ís-
lands um miðbik síðustu aldar. Sér-
grein hans var spjótkast þar sem
hann átti Íslandsmet í 25 ár.
Hann keppti á Evrópumeistara-
mótinu í Ósló 1946 og 1950 í Brussel,
Ólympíuleikunum í London 1948,
auk Norðurlandanna. Ógleymanleg-
ar eru keppnis- og sýningarferðirnar
með ÍR heima og erlendis svo sem
Norðurlandaför 1947, Húsavík 1943
og Vestfirðir 1944. Skotland og Ír-
land 1949, svo eitthvað sé nefnt.
Jóel var einnig liðtækur í öðrum
íþróttagreinum og var m.a. Íslands-
meistari og Reykjavíkurmeistari í
handknattleik 1945 og 1946. Fim-
leika, badminton og hnefaleika
stundaði hann um tíma.
Jóel var mjög eðlisgreindur maður
og fylgdist vel með því sem var að
ske í landsmálunum á hverjum tíma
og hafði ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum.
Hann missti ungur föður sinn og
þurftu bræðurnir fjórir að byrja
snemma að vinna til aðstoðar stórri
fjölskyldu.
Jóel lauk námi við Héraðsskólann
á Laugarvatni og gerðist lögreglu-
maður, en það starf stundaði hann í
tæp 20 ár. Þegar álverksmiðjan tók
til starfa gerðist hann liðsmaður þar
frá upphafi og var sendur ásamt úr-
valsliði til Sviss til þess að læra verk-
stjórn og var yfirverkstjóri í ker-
skála þar til hann hætti störfum
sakir aldurs.
Múrverk lærði Jóel meðan hann
stundaði lögreglustörfin og vann við
það ásamt aðalstarfinu. Hann var
hamhleypa til vinnu. Hann byggði
sér fallegt hús á Sunnuflöt í Garða-
bæ. Í sama bæ byggði hann veglegt
iðnaðarhúsnæði. Hann sat aldrei
auðum höndum.
Síðustu árin stundaði hann sund
reglulega með okkur félögum úr ÍR,
meðan heilsan leyfði, og fengum við
okkur gjarnan kaffisopa á eftir og
ræddum málin, þar sem íþróttir bar
að sjálfsögðu á góma.
Við þökkum Jóel samfylgdina.
Ættingjum hans og venslafólki send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Finnbjörn, Ingólfur og Magnús.
Kveðja frá ÍR
Íþróttafélag Reykjavíkur kveður
góðan félaga, Jóel Kristin Sigurðs-
son.
Jóel var mikill afreksmaður í
frjálsum íþróttum og handbolta og
landsþekktur frá unga aldri.
Hann átti stóran þátt í að gera ÍR
að stórveldi í frjálsum íþróttum og
bar uppi merki félagsins með afrek-
um sínum.
Jóel keppti í spjótkasti á Evrópu-
meistaramóti, Ólympíuleikum og tók
þátt í landskeppnum. Hann átti Ís-
landsmetið í spjótkasti í heil 25 ár,
sem er einstakt afrek. ÍR kveður Jó-
el með þakklæti og vottar aðstand-
endum samúð.
Íþróttafélag Reykjavíkur.
Félagar í frjálsíþróttadeild
Íþróttafélags Reykjavíkur kveðja í
dag kæran vin og íþróttafélaga, Jóel
Kristin Sigurðsson, fyrrverandi lög-
reglumann, múrarameistara og síð-
ast yfirverkstjóra hjá Ísal í Straums-
vík.
Jóel hóf ungur eða um 1940 að æfa
íþróttir með ÍR. Hann varð á keppn-
isferli sínum margfaldur Íslands-
meistari og methafi, einkum í spjót-
kasti og var fastur landsliðsmaður í
þeirri grein á þeim tíma sem nefndur
hefur verið „Gullaldartímabil“
frjálsra íþrótta hér á landi og reynd-
ar í fjölmörg ár eftir það. Þá varð
hann Íslandsmeistari í handbolta
með ÍR árið 1946, í eina skiptið sem
félagið hefur unnið til þess titils enn
þá.
Árið 1949 setti hann með tréspjóti
með snærisvafningi Íslandsmet í
spjótkasti, 66,99 m sem var mjög
gott afrek á þeim tíma. Það met stóð
í 25 ár eða þar til það var bætt af fé-
laga hans í ÍR, Óskari Jakobssyni,
árið 1974. Síðasta keppni hans var
laust upp úr 1960. Hafði þá keppn-
isferill hans staðið með glæsibrag í
tvo áratugi. Hélt hann einna lengst
út í keppni af þeim er skipuðu „Gull-
aldarliðið“.
Jóel var skemmtilegur og góður
félagi sem lífgaði oft hressilega upp á
andrúmsloftið á æfingum og í keppn-
um.
Það varð honum, og okkur, gleði-
efni þegar sonur hans, Snorri, fetaði
í fótspor hans og náði prýðisárangri í
spjótkasti undir góðri leiðsögn föður
síns, gamla meistarans.
Eftirlifandi börnum Jóels og öðr-
um ættingjum vottum við innilega
samúð nú við fráfall hans og þökkum
góðar samverustundir og minningar
frá liðnum árum.
Blessuð sé minnning Jóels Sig-
urðssonar.
F.h. frjálsíþróttadeildar ÍR,
Jón Þórður Ólafsson.
Kveðja frá Frjálsíþrótta-
sambandi Íslands
Fallinn er í valinn einn besti liðs-
maður gullaldarliðs okkar í frjáls-
íþróttum. Með Jóel er einnig geng-
inn einn dugmesti og farsælasti
keppnismaður íslenska frjálsíþrótta-
landsliðsins á síðustu öld. Afrek hans
voru mörg á íþróttaferlinum og þó að
Íslandsmet hans í spjótkasti bæri af,
met sem stóð í aldarfjórðung.
Ferill Jóels á íþróttavellinum var
glæsilegur og meiri og lengri en
margir geta státað af, en hann var
keppandi í fremstu röð í rúma tvo
áratugi og varð Íslandsmeistari í
grein sinni, spjótkasti, 11 ár í röð.
Fyrsti sigur hans í spjótkasti var á
drengjamóti Ármanns árið 1939, en
þá var hann aðeins 14 ára að aldri.
Jóel tók þátt í landskeppnum á
fimmta og sjötta áratugnum og var
m.a. í liðinu sem bar sigurorð af bæði
Dönum og Norðmönnum á Bislet-
leikvanginum í Ósló í júní 1951,
ásamt því að vera í fyrstu lands-
keppninni sem fram fór gegn Noregi
á Melavellinum í Reykjavík árið
1948. Jóel var líka fulltrúi lands og
þjóðar á erlendum stórmótum, en
hann keppti á Ólympíuleikunum í
London 1948, Evrópumeistaramót-
unum í Ósló 1946 og í Brussel 1950,
sem á þeim tíma var helsta mótið í
frjálsíþróttum að Ólympíuleikunum
frátöldum.
En Jóel var ekki aðeins mikill af-
reksmaður á vellinum, hann var líka
góður félagi og vinur utan vallar.
Hann var mikill áhugamaður um
frjálsíþróttir og mætti á flest helstu
mót innan hreyfingarinnar fram á
síðustu ár. Jóel hlaut gullmerki FRÍ
fyrir framlag sitt og þátttöku í
íþróttinni árið 2001.
Aðstandendum færi ég samúðar-
kveðjur og þakkir fyrir framlag Jó-
els til íþróttarinnar.
Jónas Egilsson, formaður
Frjálsíþróttasambands Íslands.
Þær eru smám saman að týna töl-
unni íþróttahetjurnar okkar frá gull-
aldarárum frjálsra íþrótta um miðja
síðustu öld. En deyr fé, deyja frænd-
ur en orðstír deyr aldrei. Sá orðstír
sem fór af þessum köppum mun lifa
með þjóðinni svo lengi sem Ísland er
byggt. Svo mikill dýrðarljómi fór af
þeim, svo stór skerfur var framlag
þeirra til sjálfstæðis og fullveldis ís-
lensku þjóðarinnar. Og svo mikil
voru afrek þeirra við erfiðar og oft
frumstæður aðstæður.
Jóel Sigurðsson var í hópi þessara
gullaldardrengja. Meðan aðrir hlupu
og stukku, kastaði Jóel spjótinu og
reyndar var hann einnig mjög fram-
bærilegur kúluvarpari. En það var
spjótkastið sem hann lagði mesta
áherslu á og var þar alger yfirburða-
maður. Met hans, 66,99 metrar, stóð
í aldarfjórðung eftir að keppnisferli
hans lauk. Hann var með í lands-
keppninni frægu gegn Dönum og
Norðmönnum, þann eftirminnilega
dag, 29. júní 1951, og hann var í
landsliði Íslendinga sem keppti á
Evrópumeistaramótunum 1946 og
1950, tók þátt í Ólympíuleikunum
1948 og átti langan og farsælan feril.
Jóel er gott dæmi um gildi íþrótta-
iðkunar en hann sagði svo frá í viðtali
að hann hefði verið væskilslegur
krakki og hvattur til þess sem ung-
lingur að leggja stund á íþróttir til að
bókstaflega halda lífi. Alvarleg
kirtlaveiki var að draga hann til
dauða tíu ára gamlan.
Það var ekki að sjá á Jóel þegar
hann var upp á sitt besta og raunar
til síðasta dags. Þar fór maður
JÓEL KRISTINN
SIGURÐSSON