Morgunblaðið - 04.12.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.12.2003, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Áskirkja. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkjuleiðir söng. Allir vel- komnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Landspítali háskólasjúkrahús. Arnar- holt. Guðsþjónusta kl. 15. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið frá kl. 12. Þjónustu annast Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson, meðhjálpari. Kl. 12.30 er léttur máls- verður í boði í safnaðarheimilinu. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ unglingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 6. des. kl. 13. Ath. breyttan tíma. Jólahlað- borð á Hótel Loftleiðum. Þátttaka til- kynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúð- um aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar í sam- vinnu leikmannaskólans og Reykjavík- urprófastsdæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Stelpustarf fyrir stelpur í 3., 4. og 5. bekk kl. 16.30. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Kl. 17.30 námskeið um efri árin félagsleg og kirkjuleg starf- semi aldraðra. Guðrún Jónsdóttir segir frá starfseminni í Gerðubergi, Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni segir frá starfsem- inni í kirkjunni og Stefán Ólafur Jónsson, framkvæmdastjórnarmaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík segir frá starfsemi félagsins. Kaffiveitingar verða í boði. Kvöldandakt kl. 18.45 í kirkjunni. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtileg- ar og fræðandi samverustundir. Kirkju- krakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Grafarvogskirkju og einn- ig í Húsaskóla á sama tíma. Æskulýðs- félag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogs- kirkju kl. 20. Hjallakirkja. Opið hús kl. 12. Kirkju- prakkarar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borg- um. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrir- bænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára krakka kl. 16.30–18. Keflavíkurkirkja. Spilakvöld eldri borg- ara í Kirkjulundi kl. 20. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldr- aðra og öryrkja fimmtudaginn 4. desem- ber kl. 20 og verður í Keflavíkurkirkju vegna tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Umsjón félagar úr Lionsklúbbi Njarðvík- ur, Ástríður Helga Sigurðardóttir og sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Natalía Chow organisti leikur á orgel við helgistund að spilum loknum. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10.00 mömmumorgunn í fyrstu viku að- ventu. Kaffi á könnunni og djús. Sr. Þor- valdur Víðisson. Kl. 18 Kóræfing hjá Litlum lærisveinum. Aukaæfing. Kl. 20.00 tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu. Fjölskylduhópar hafa verið myndaðir og hefur þeim verið lokað. Umsjónarfólk. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. AD KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. Bach og Bergman, tónlist í kvik- myndum Bergmans. Halldór Hauksson útvarpsmaður sér um efnið. Hugleiðing sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Allir karl- menn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Ungmenni úr Menntaskól- anum á Akureyri flytur hugvekju. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðar- heimili eftir stundina. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Ávarp: Ungmenni úr Menntaskólanum á Akureyri. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir flytur bænarorð. Óskar Pétursson syngur við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar. Tískusýning frá JMJ og Tískuverslun Steinunnar. Hljóðfæraleik- ur og almennur söngur. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Glerárkirkja. Mömmumorgunn alla fimmtudaga kl. 10–12. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 unglingafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Safnaðarstarf Aðventukvöld í Þorgeirskirkju LAUGARDAGINN 5. desember verður aðventukvöld í Þorgeirs- kirkju að Ljósavatni og hefst það kl. 20.30. Þetta er sameiginleg að- ventudagskrá þriggja sókna í Ljósavatnsprestakalli og sameinast kirkjukórar svæðisins í söng undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur og Ingu Hauksdóttur. Tónlistarnemendur úr Stóru- tjarnaskóla leika á hljóðfæri undir stjórn kennara sinna, Dagnýjar Pétursdóttur, og hjónanna Jaan og Mariku Alavere. Tónlistarkenn- ararnir leika einnig sjálfstætt á hljóðfæri. Hugleiðingu kvöldsins flytur Jó- hann Guðni Reynisson sveitarstjóri, en nemendur úr Stórutjarnaskóla flytja brúðuleikrit um Rebba og Sólveigu. Þá syngja börnin úr kirkjuskól- anum og fermingarbörnin sýna ljósahelgileik. Að lokum fá öll börn- in í kirkjunni ljós í hönd. Aðventukvöld í Svalbarðskirkju FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 5. desem- ber verður aðventukvöld í Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd, og hefst dagskráin kl. 20.30. Kirkjukórinn syngur jólalög und- ir stjórn Hjartar Steinbergssonar organista. Börn úr Valsárskóla flytja helgileik um fæðingu frels- arans undir stjórn kennara Vals- árskóla, og aðstoðar kirkjukórinn börnin með söng. Tónlistarnemendur leika á hljóð- færi sín undir stjórn Helgu Kvam og kirkjuskólabörnin taka lagið. Þá verður flutt brúðuleikrit um Rebba og Sólveigu, og að lokum sýna fermingarbörnin ljósahelgileik og börnin í kirkjunni fá ljós í hönd. Aðventukvöld Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar KRABBAMEINSFÉLAG Hafnar- fjarðar og Hafnarfjarðarkirkja efna til aðventukvölds í Hafn- arfjarðarkirkju í kvöld, fimmtudag- inn 4. desember kl. 20.00. Gestur kvöldsins er Kristín Steinsdóttir rithöfundur. Aðalheiður Elín Pét- ursdóttir og Bergþór Pálsson syngja einsöng og Antonía Hevesí annast undirleik og leikur á orgel kirkjunnar. Sr. Þórhallur Heimis- son leiðir athöfnina. Að athöfn lokinni eða um kl.21.00 býður Krabbameinsfélag Hafn- arfjarðar upp á kakó og pipar- kökur í safnaðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Morgunstundir í Grafarvogskirkju ANNAÐ árið í röð er boðið upp á sérstakar helgistundir alla virka daga aðventunnar í Grafarvogs- kirkju kl. 7.00 á morgnana. Um er að ræða sautján skipti. Fyrsta morgunstundin var 1. des- ember sl. og sú síðasta verður að morgni Þorláksmessu. Hver morg- unstund samanstendur af ritning- arlestri, hugleiðingu og bæn. Að helgihaldi loknu gefst fólki kostur á að snæða morgunverð í safnaðarsal kirkjunnar. Þessar morgunstundir mæltust vel fyrir í fyrra. Þær gefa fólki tækifæri til þess að eiga friðar- og kyrrðarstund í erli aðventunnar, áður en haldið er af stað út í lífið til þess að sinna margvíslegum verk- efnum í dagsins önn. Foreldrar, börn og aðventan Á FORELDRAMORGNI í dag, fimmtudaginn 4. desember, fjallar Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni um „foreldra, börn og að- ventuna“ í stuttu fræðsluerindi á foreldramorgni í Háteigskirkju. Foreldramorgnar Háteigskirkju eru alla fimmtudaga frá klukkan tíu til tólf. Allir velkomnir. Basar á morgun KRISTNIBOÐSFÉLAG kvenna í Reykjavík heldur sinn árlega jóla- basar laugardaginn 6. desember kl. 14–17 í Kristniboðssalnum á Háa- leitisbraut 58–60. Á basarnum verða til sölu kökur, handunnir munir, jólakort og fleira. Einnig verður skyndihapp- drætti og hægt að fá sér heitt súkkulaði, kaffi og vöfflur. Allur ágóði af basarnum rennur til kristniboðs í Eþíópíu og Kenýa, þar sem kristniboðar vinna að alhliða fræðslu, hjúkrun, heilsuvernd og margs konar þróunarverkefnum, auk þess að boða trú á Jesú Krist. Kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju VIÐ upphaf aðventu er það huga, líkama og ekki síst hinum innra manni hollt að staldra við. Í hádegi á fimmtudögum fram að jólum er boðið til kyrrðarstunda í Hallgríms- kirkju. Sr. Jón Bjarman mun flytja hug- leiðingar í þeim öllum. Fimmtudag- inn 4. desember mun Hörður Ás- kelsson leika á orgelið á undan og eftir hugvekju og bæn. Kyrrðarstundin er um hálfur klukkutími. Allir velkomnir – nóg pláss! Námskeið um efri árin í Fella- og Hólakirkju FJÓRÐA og síðasta námskeiðs- kvöldið um efri árin verður í dag- ,fimmtudag, í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 17.30. Athugið að tím- inn er breyttur. Að þessu sinni munu Lilja Hall- grímsdóttir djákni, Guðrún Jóns- dóttir, forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Gerðubergi, og Stefán Ólafur Jónsson frá Félagi eldri borgara í Reykjavík tala og svara fyrirspurnum. Munu þau fjalla um félagsstarf aldraðra á vegum kirkju, sveitarfélags og frjálsra fé- lagasamtaka. Á eftir verður boðið upp á kaffi og samverunni lýkur með kvöldandakt um kl. 18.45. Þess má geta að öllum er frjálst að koma og kynna sér af eigin raun það fjölbreytta og þróttmikla starf sem unnið er á þessum vettvangi. Þátttaka í þessum námskeiðum er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þeir sem óska eftir að verða sóttir heim eða vilja far að loknu nám- skeiðinu eru vinsamlegast beðnir að hringja í kirkjuna í síma 557 3280 milli kl. 13 og 16 í dag. Sr. Svavar Stefánsson. Þorgeirskirkja við Ljósavatn. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.isSími 562 0200 Erfisdrykkjur Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Engl a s te ina r Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EGILL EINARSSON frá Hafranesi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 5. desember kl. 13.30. Inga Ingvarsdóttir, Þorgerður Egilsdóttir, Einar Jónsson, Einar Egilsson, Halla Svanþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ALFREDS EUGENS ANDERSON, Strandgötu 17B, Hafnarfirði. Biðjum Guð að blessa ykkur. Sigríður Ragnheiður Ólafsdóttir, Hendrikka J. Alfreðsdóttir, Pétur Ásgeirsson, Ólöf P. Alfreðsdóttir, Friðrik Hilmarsson, Sveinn Alfreðsson, Valdís Ólöf Jónsdóttir og barnabörn. Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR STEINGRÍMUR STEFÁNSSON, Brimnesvegi 10, Ólafsfirði, sem lést föstudaginn 28. nóvember, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 5. desember kl. 13.00. Björn Þór Ólafsson, Margrét Kristine Toft, Stefán V. Ólafsson, Hulda Þiðrandadóttir, Guðmundur Ólafsson, Olga Guðrún Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur frændi okkar, TRYGGVI JÓHANNESSON, Fremri-Fitjum, verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju föstu- daginn 5. desember kl. 14.00. Jónína Skúladóttir, Níels Ívarsson, Sigrún Eva Þórisdóttir, Guðrún Ósk Níelsdóttir, Helga Rós Níelsdóttir, Róbert Arnar Sigurðsson og aðrir aðstandendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.