Morgunblaðið - 04.12.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 04.12.2003, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 45 SHREDDER-skákforritið hreppti heimsmeistaratitil skákfor- rita eftir harða keppni við Fritz, sem nýlega gerði jafntefli við sjálf- an Kasparov í fjögurra skáka ein- vígi í New York. Þessi tvö forrit fengu bæði 9½ vinning í aðalkeppn- ina þar sem 16 skákforrit tefldu 11 umferðir. Þau voru því látin tefla tveggja atskáka úrslitaeinvígi. Fyrri skákinni lauk með jafntefli, en Shredder sigraði af öryggi með svörtu í þeirri síðari. Ýmsir hafa talið að styrkleiki Shredder lægi fyrst og fremst í löngum skákum, en að forrit á borð við Fritz væru mun sterkari í hrað- skákum og „taktík“. Shredder af- sannaði þessa kenningu í Graz þeg- ar það sigraði einnig á heims- meistaramótinu í hraðskák og státar því af tveimur heimsmeist- aratitlum þetta árið. Heimsmeistarakeppnin var sögu- leg og miklar umræður urðu um at- vik sem átti sér stað í síðustu um- ferð mótsins og hafði afgerandi áhrif á úrslit þess. Eftirfarandi staða kom þá upp í viðureign Shred- der og Jonny. Þegar hér var komið sögu var Shredder með gjörunnið tafl og mat yfirburði sína svipað og það væri drottningu yfir. Hins vegar varð framhaldið einkennilegt: 34. Hh4+ Kg8 35. Hg4+ Kh7 36. Hh4+ Kg8 37. Hg4+ Hér benti Jonny, eða öllu heldur notendaviðmótið sem Jonny keyrði undir, á að sama staðan kæmi upp í þriðja skipti eftir 37 … Kh7. Hinn ungi höfundur forritsins, Johannes Zwanzger, lék næsta leik, ýtti á klukkuna og kallaði síðan til skákdómarann. 37 … Kh7 Þegar skákdómarinn kom að borðinu sá hann að leiknum sem leiddi til þriðju endurtekningar á stöðunni hafði þegar verið leikið. Hann ákvað því að skákinni skyldi haldið áfram, en samkvæmt skákreglum á að krefjast jafnteflis áður en leiknum er leikið. Einhver misskilningur var á milli Johannesar og skákdómar- ans, því hann var ekki að krefjast jafnteflis fyrir forritið heldur vildi hann þvert á móti halda taflinu áfram. Johannes gerði sér nefnilega grein fyrir að endurtekningu leikj- anna mátt rekja til villu í Shredder og hann vildi ekki nýta sér rétt sinn við þær aðstæður. Skákinni var haldið áfram og Shredder lauk henni á afgerandi hátt: 38. Bc4! Hxb2+ 39. Ka1 Hxc4 Nú á hvítur þvingað mát í 12 leikjum. 40. Hh4+ Kg8 41. Dd8+ Df8 42. Hg4+ Kf7 43. Dd7+ De7 44. Hf4+ Kg6 45. Dxe7 Hxa2+ 46. Kxa2 Ha4+ 47. Kb3 Hb4+ 48. Kxb4 a5+ 49. Kxc3 a4 50. Df6+ Kh5 51. Hh4 mát. Eftir skákina og nánari skoðun ákvað skákdómarinn að þessi úrslit skyldu standa og Shredder vann sér þar með rétt til að tefla úrslitaein- vígi við Fritz. Í efstu sætum á mótinu urðu: 1. Shredder 7.10 9½ v. 2. Fritz X3D 9½ v. 3. Deep Junior 9 v. 4. Brutus 8½ v. Þessi forrit voru í sérflokki á mótinu. Fritz tefldi á nákvæmlega sama vélbúnaði og gegn Kasparov. Vélbúnaður Fritz var um það bil tvöfalt öflugri en sá sem Shredder notaði. Hannes sigraði í sjöundu umferð í Santo Domingo Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.567) sigraði finnska stórmeistarann Heikki Kallio (2.493) í sjöundu umferð Santo Domingo Open-skákmótsins, sem fram fer í Dómíníska lýðveldinu. Hannes hefur 5½ vinning og er í þriðja sæti ásamt fleiri skákmönn- um, aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Haraldur Baldurs- son (2.054) tapaði fyrir heimamann- inum Tirso Tavera og hefur 2½ vinning. Efstir með 6 vinninga eru sviss- neski stórmeistarinn Vadim Milov (2.574) og rúmenski stórmeistarinn Liviu-Dieter Nisipeanu (2.675), en hann er stigahæstur allra kepp- enda. Alls taka um 150 skákmenn þátt í mótinu, sem er opið, og meðal þátt- takenda eru u.þ.b. 50 stórmeistarar. Fimmtíu krakkar á skákmóti á Akureyri Hið árlega Kiwanisskákmót sem Skákfélag Akureyrar heldur í sam- vinnu við Kiwanisklúbbinn Kaldbak fór fram sl. laugardag. Að þessu sinni tóku tæplega 50 krakkar þátt sem er mun færra en undanfarin ár. Hart var þó barist að vanda og þurfti m.a. tvö einvígi til að skera úr um úrslit í eldri flokki stúlkna. Þeir Steinar Marínó Hilmarsson úr Glerárskóla og Alexander Þór- isson úr Giljaskóla urðu jafnir eftir mikla spennu í fimmta bekk, en Steinar hafði betur á stigum. Þá hafði Jón Heiðar Sigurðsson mikla yfirburði í áttunda bekk, lagði alla andstæðinga sína, átta að tölu. Ann- ars urðu úrslit sem hér segir: Stúlkur eldri: 1.–2. Ulker Gasanova, Lundarskóla. 1.–2. Fjóla Gunnlaugsdóttir, Brekkuskóla. 3.–4. Védís Valdimarsdóttir, Brekkuskóla. 3.–4. Ólöf Lilja Höskuldsdóttir, Síðuskóla. Stúlkur yngri: 1. Lára Einarsdóttir, Brekkuskóla. 2. Laufey Lára Höskuldsdóttir, Síðuskóla. 3. Sólrún Haraldsdóttir, Glerárskóla. 1.–3. bekkur: 1. Mikael Jóhann Karlsson, Brekkuskóla. 2. Ísak Freyr Valsson, Lundarskóla. 3. Árni Gunnar Ellertsson, Glerárskóla. Fjórði bekkur: 1. Kári Arnarson, Brekkuskóla. 2. Patrick Freyr Guðmundsson, Brekkuskóla 3. Bragi Halldórsson, Brekkuskóla. Fimmti bekkur: 1. Steinar Marínó Hilmarsson, Glerárskóla. 2. Alexander Arnar Þórisson, Giljaskóla. 3. Andri Þór Valdez, Giljaskóla. Sjötti bekkur: 1. Gunnar Atli Eggertsson, Lundarskóla. 2. Barði Benediktsson, Brekkuskóla. 3. Valur Gunnarsson, Lundarskóla. Sjöundi bekkur: 1. Jón Heiðar Sigurðsson, Lundarskóla. 2. Eyþór Arnarson, Brekkuskóla. 3. Gestur Baldvinsson, Brekkuskóla. Áttundi bekkur: 1. Aron Skúlason, Lundarskóla. 2. Auðunn S. Snæbjarnarson, Lundarskóla. 9.–10. bekkur: 1. Davíð Arnarson, Brekkuskóla. 2. Alex Cambray Orrason, Brekkuskóla. Grunnskólamót Skákfélags Selfoss, Lionsmótið Föstudaginn 28. nóvember fór fram Lionsmótið í skák. Mót þetta er haldið af Skákfélagi Selfoss og nágrennis, en styrkt af Lions og ætlað grunnskólanemendum á öll- um aldri á Suðurlandi. Mótið fór fram á Hellu að þessu sinni. Alls mætti 31 keppandi frá fjórum skólum, þ.e. Hvolsskóla, grunnskólanum á Hellu, Vallaskóla Selfossi og barnaskólanum á Eyr- arbakka og Stokkseyri. Keppt var í fjórum flokkum og verðlaun voru veitt fyrir hvern flokk fyrir sig. Keppni var jöfn og spennandi, en þó fengust hrein úrslit eftir sjö um- ferðir í öllum flokkum nema hvað tefla þurfti úrslitaskák um þriðja sætið í 1.–4. bekk. 1.–4. bekkur: 1. Ragnar Páll Ragnarsson, Hellu 7 v. 2. Valdís Bjarnadóttir, Hellu 6 v. 3. Karen Eva Sigurðardóttir, Hellu 4 v. 5.–6. bekkur: 1. Sigurður Ingi Magnússon, Vallaskóla 6½ v. 2. Ólafur Valur Sigurðsson, Vallaskóla 6 v. 3. Jökull Jóhannsson, Hellu 5 v. 7.–8. bekkur: 1. Barði Páll Böðvarsson, Bsk. á Eyrarbakka og Stokkseyri 5 v. 2. Guðmundur Óskar Kristinsson, Vallaskóla 3½ v. 3. Sigurður M. Guðmundsson, Vallaskóla 2 v. 9.–10. bekkur: 1. Arnar Páll Gunnlaugsson, Bsk. á Eyrarbakka og Stokkseyri 7 v. 2. Agnar Logi Kristinsson, Vallaskóla 6 v. 3. Reynir Björgvinsson, Hvolsskóla 3½ v. Shredder heims- meistari skákforrita Daði Örn Jónsson dadi@vks. is SKÁK Graz, Austurríki XI HM SKÁKFORRITA 22.–30. nóv. 2003 Stefan Meyer-Kahlen stýrir Shredder gegn List á heimsmeistaramótinu. ÁGÆTI lesandi. Það er farið að hægja á öllu í náttúrunni, lauf trjánna löngu farið að fylla inn- keyrslur og stífla niðurföll, en tré og runnar standa nakin og lauflaus eftir. Þó halda stöku tré enn fast í sitt. Hjá mér vaxa nokkur gömul þingvíðistré sem eru ótrúlega fastheldin á laufið. Nú er okkur tamast að líta á víði- tegundirnar sem runna þótt margar þeirra geti orðið æði háar, a.m.k. í augum Íslendingsins, sem hefur kallað allar birkiþyrpingar skóg, svo framarlega sem þær hafi náð höfuð- hæð. En þingvíðirinn minn er hreinasta tré, líkega 6–8 m á hæð, að vísu krækl- óttur þótt hann hafi ákveðinn aðalstofn en stórmyndarlegur. Græni liturinn helst ótrúlega lengi á laufi þessa þingvíðis og það helst á greinunum töluvert fram í nóv- ember jafnel þótt Vetur konungur sé farinn að minna allnokkuð á sig og félagi hans, Kári, hafi heldur betur belgt sig og blásið að und- anförnu. Þingvíði sér maður lík- lega ekki í sölu hjá garðyrkju- stöðvum, en hann var töluvert ræktaður um fyrri hluta síðustu aldar, sennilega mest sem stakur runni eða tré en minna í limgerði, líklega of grófur til þeirra nota. Þingvíðirinn fór alveg hörmulega illa í aprílhretinu fræga fyrir 40 ár- um, sem nær þurrkaði út aspir og sitkagreni á Suðurlandi og hefur líklega ekkert verið á boðstólum eftir það. Sá þingvíðir sem mér er efst í huga hefur þó lifað þessar hremmingar af, hann er trúlega nær jafngamall lýðveldinu. Annar víðir heldur laufinu allan veturinn. Þetta er myrtuvíðir. Myrtuvíðir er gjörólíkur þingvíðinum, smávax- inn, verður ekki mikið yfir hálfur metri á hæð. Blöðin eru fremur lít- il, dökkgræn og egglaga, þau sölna á haustin en haldast engu að síður á greinunum. Vinsældir myrtuvíð- is hafa aukist töluvert síðustu ár, hann er talsvert notaður í þyrping- ar í runnabeðum en eins getur hann sómt sér ágætlega einn og sér í beði með fjölærum jurtum eða í stórri steinhæð, svona „sérvitrar“ plöntur geta verið mjög skemmti- legar. En það eru þó ekki lauftrén sem setja svip sinn á vetrargarðinn, ég hefði þó heldur átt að segja lit sinn, því svipur nakinna trjáa og runna getur svo sannarlega verið til- komumikill á vetrum. Það eru barrtrén sem sjá um litinn, einir, fura, greni. Litur þeirra getur ver- ið ótrúlega mismunandi, því grænt er ekki sama og grænt. Íslenski einirinn er gulgrænn, en himalaja- einirinn er til í mörgum litbrigðum, allt frá „venjulega“ grænum lit yfir í grænblá, grágræn eða silkigræn litbrigði. Fururnar hafa líka mis- munandi græna tóna sem gaman er að en hins vegar er grenið hrein sorgarsaga. Sitkagrenið, sem hef- ur verið stolt annars hvers garð- eiganda og mikil bæjaprýði, stend- ur víða eftir líkt og það hafi lent í skógarbruna. Sitkalúsin, sem barst um líkt og eldur í sinu og olli verulegum skemmdum á ýmsum grenitegundum á útmánuðum þessa árs, olli því að víða féll mest- allt barr af eldri greinum og aðeins ársvöxturinn heldur nú græna litn- um. Trjáeigendur liggja nú á bæn og biðja um harðan vetur, a.m.k. verulega góðan frostakafla, svo þessi óværa deyi drottni sínum. En koma má almættinu til hjálpar með ýmsu móti. Sé uppáhalds- grenið ennþá lítið skemmt er sjálfsagt að reyna að koma því til liðs. Permasect er algengt skordýraeit- ur sem verkar líka á grenilús. Komi þurr og hlýr dagur, hiti helst 5–8 gráður svo ég tali nú ekki um meira, er upplagt að úða en þá með heldur sterkari blöndu en notuð er á venjulegar blaðlýs og maðk að vorlagi. Annað efni er komið á markað, FLORINA, sem er paraffínolíu- blanda. Þetta efni er þynnt í ákveðnum hlutföllum og úðað yfir tréð. Þannig leggst þunn olíufilma yfir, bannsett kvikindin ná ekki í súrefni og kafna. Dálítið dýrt, en þess virði að nota svona í garði, þótt skógarreitir séu of stórir fyrir úðun af þessu tagi. Þetta efni var prófað hér í nóvemberlok síðastlið- inn vetur og gaf mjög góða raun. Einfalt í meðhöndlun, en muna 5 gráða hiti og þurrt. En veturinn er tími hinna ljúfu drauma og garðeigandann getur dreymt ekki síður en aðra. Á vetr- arkvöldum dreg ég oft fram garða- bækur og læt hugann reika. Úrval- ið af garðyrkjubókum er töluvert á erlendum málum, en lítið er til á ís- lensku. Þó vil ég nefna tvær bæk- ur. Bókin Garðurinn, sem Garð- yrkjufélag Íslands gaf út í tilefni af 110 ára afmæli sínu, eftir þær Önnu Fjólu Gísladóttur, Auði Sveinsdóttur og Fríðu Björgu Eð- varðsdóttur, er sígild í mínum huga. Í þessari bók er einkum fjallað um skipulag garða og hún höfðar jafnt til eigenda gamalgró- inna garða og þeirra sem eru að láta sig dreyma um fyrsta garðinn. Þessa bók tek ég fram á hverjum vetri, blaða í og dáist að fallegum og lýsandi myndum og góðri fram- setningu. Hin bókin, sem mig langar til að nefna, kom út á þessu ári og heitir Garðverkin og er eftir Stein Kára- son. Eins og nafnið bendir til fjallar hún einkum um hagnýt at- riði; verkfæri og vélar sem notaðar eru við garðrækt, áburð og áburð- argjöf, steinhæðir, uppbyggingu þeirra og nokkrar steinhæða- plöntur og grasflötina og umhirðu hennar svo eitthvað sé nefnt. Góðir kaflar eru líka um laukjurtir og matjurtir. Einn er þó sá kafli, sem ég ætla að lesa ítarlega eftir ára- mót, ekki einu sinni heldur tvisvar. Það er kaflinn um klippingar, kafl- arnir ætti ég frekar að segja, því bæði er fjallað um klippingu stórra trjáa, skrautrunna og limgerða, þetta sem sífellt vefst fyrir mér en með góðar leiðbeiningar og skýr- ingarmyndir í höndunum verða mér allir vegir færir. Skýringarmyndir, vel á minnst, teikningarnar í bókinni eru alveg kapítuli út af fyrir sig, stórvel gerðar og skemmtilegar. S.Hj. VETRARÞANKAR VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 504. þáttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.