Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 48

Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Pentax Optio S4 Pentax 33WR 3.2 milljón díla stafræn myndavél sem er vatnsheld (þolir að vera á 1 meters dýpi í allt að 30 mín)! 2.8x linsuaðdráttur (38-104mm). Tekur kvikmyndir í 320x240 eða 160x120 dílum með hljóði á 15 römmum á sekúndu. Þrír ljósmælingarmöguleikar, tíu tökuhættir, þrjár stillingar á fjarlægðarmælingu, fimm punkta víðmæling, blettmæling og óendanlegt. Notar SD minniskort. Sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Ein minnsta 4.0 milljón díla stafræna myndavélin í heimi. 3x linsuaðdráttur (35-105mm). Ótrúlega létt álhús, aðeins 98gr! Frábær raddupptaka. Tekur 60 sek kvikmyndir með hljóði. Bjartur skjár sem virkar vel úti. Fjöldi aukamöguleika, t.d. sjö tökuhættir, þrír ljósmælingarmöguleikar, marghlutamæling, miðjumæling, blettmæling. Þrjár stillingar á fjarlægðarmælingu, sjö punkta víðmæling, blettmæling og óendanlegt. Lithium-Ion rafhlaða með langan endingartíma. Innbyggð vekjaraklukka með hljóð og myndavakningu! Notar SD minniskort og 11MB innbyggt minni. Öflug sú litla! Verð kr. 46.900,- Verð kr. 54.500,- Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 AÐ undanförnu hefur staðið yfir í fjölmiðlum umræða um skólamál. Það er jákvætt þegar skólamál vekja áhuga og umræðu meðal fólks, en slæmt þegar sú umræða verður ómálefnaleg og einhliða. Áherslur í stærðfræðikennslu hafa verið ræddar og agamál hefur líka borið á góma, m.a. í Ríkisútvarpinu. Kennaraháskólinn hefur gjarna verið nefndur til sögunnar og spurt hvort bæta þurfi það starf sem þar fer fram, enda er Kennaraháskólinn helsta kennaramenntunarstofnun landsins þótt aðrir háskólar mennti einnig leik-, grunn- og framhalds- skólakennara. Þrátt fyrir mikinn áhuga á kennaranámi er staðreyndin samt sú að tæplega 20% þeirra sem starfa í grunnskólum hafa ekki lokið kennaranámi og þeir eru enn fleiri í framhaldsskólum eða rúmlega 30%. Ekki skal dregin dul á það að vel má efla kennslu í stærðfræði og aga- málum í Kennaraháskólanum. Hið sama gildir áreiðanlega um aðrar kennaramenntastofnanir. En því fer fjarri að þessi viðfangsefni séu ekki á dagskrá eins og látið hefur verið í veðri vaka. Allir nemendur sem braut- skrást úr grunnskólakennaranámi frá Kennaraháskólanum hafa lokið tveim- ur skyldunámskeiðum í stærðfræði. Þeir sem sérhæfa sig í byrjenda- kennslu bæta við sig námskeiðum um stærðfræðinám ungra barna. Þá geta kennaraefni sérhæft sig í stærðfræði- kennslu og bætt 30 einingum við skyldunámskeiðin. Það er þriðjungur kennaranámsins í heild. Fjallað er um agavanda og aga- stjórnun á fjölmörgum námskeiðum í kennaranámi, bæði á skyldu- námskeiðum og valnámskeiðum sem nemendum gefst kostur á. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að allir nem- endur fara í starfsþjálfun á vettvangi í alls þrjá mánuði á námstíma sínum. Þar njóta þeir handleiðslu reyndra kennara sem leiðbeina þeim um kennslu, samskipti, aga- og bekkjar- stjórnun. Námið í Kennaraháskólanum er í sífelldri þróun og þar er markvisst innra gæðaeftirlit sem m.a. á að stuðla að því að bæta það sem miður fer og gera enn betur það sem gott er. Nám við Kennaraháskólann hefur tekið talsverðum breytingum á und- anförnum árum. Ein stærsta breyt- ingin hefur verið fólgin í stækkun kjörsviða, en þar öðlast nemendur dýpri þekkingu á þeim námsgreinum grunnskólans sem þeir kjósa að sér- hæfa sig í. Auðvitað væri æskilegt að geta gert enn betur. Staðreyndin er hins vegar sú að grunnskólakennaranám hér á landi er aðeins 90 einingar, stysta kennaranám sem um getur á Vest- urlöndum. Kröfur um viðfangsefni sem gera þarf skil í kennaranámi aukast hins vegar stöðugt. Eina leiðin til að auka og efla kennslu í ofan- greindum þáttum, sem og svo mörg- um öðrum, er að lengja kenn- aranámið. Á því má ekki verða bið. Um agavanda, stærðfræði- kunnáttu og kennaramenntun Eftir Ingvar Sigurgeirsson Höfundur er prófessor og deildarforseti grunndeildar Kennaraháskóla Íslands. NOKKRIR íslenskir vísindamenn hafa komið á fót líftæknifyrirtækinu ORF-líftækni, m.a. í því augnamiði að rækta erfðabreytt bygg sem myndar prótín til lyfja- og iðn- aðarframleiðslu. Eins og títt er meðal fræði- manna elska þeir sín vísindi og vilja fyrir hvern mun stunda þau. Það er út af fyrir sig ágætt, en við kynningu meðal almennings á áform- um um ræktun erfðabreytts byggs ætti gera nákvæma grein fyrir tegund og umfangi áhættunnar sem fylgir því að meðhöndla erfðavísa – þessar grunneiningar lifandi efnis – ekki síst vegna skorts á vísindaþekkingu sem tryggt getur öryggi þess. Skilningur á erfðavísindum er enn skammt á veg kominn. Vísindamenn geta skilgreint erfðavísa, einangrað þá og flutt úr einni lífveru yfir í aðra. En engum hefur enn tekist að sýna ná- kvæmlega fram á hvernig erfðavísar hegða sér, þ.e.a.s. hver eru innbyrðis tengsl þeirra, hvernig þeir hegða sér til lengri tíma litið og í mismunandi um- hverfi. Með öðrum orðum, afleiðingar þess að nota tækni við meðhöndlun erfðavísa eru í stórum dráttum óþekkt- ar. Það er óhætt að segja að vís- indamaður sem heldur því fram að hann geti flutt erfðavísi úr einni lífveru, t.d. marglyttu, í aðra lífveru, t.d. bygg- plöntu, og viti hvaða áhrif hin nýja erfðablanda hafi á byggjurtina og á matvæli eða lyf sem unnin eru úr af- urðum hennar, fari frjálslega með stað- reyndir um störf sín. Meðan ekki er fyrir hendi vísindaleg þekking sem tryggt getur öryggi erfðatækninnar er notkun hennar við að tengja saman erfðaefni úr lífverum sem aldrei mundu parast í náttúrunni hrein til- raunastarfsemi, þar sem sjálft um- hverfið og við mannfólkið erum til- raunastofan. Tæknin sem notuð er til að flytja erfðavísa úr einni tegund í aðra er ekki nákvæm. Ekki er hægt að skjóta erfða- vísum inn í plöntu nógu nákvæmlega til þess að tryggja að þeir verði eingöngu í einum hluta plöntunnar. Því er fráleitt að nota nokkurn hluta erfðabreyttra lyfjaplantna til fóðrunar búfjár því það fæli í sér beina sleppingu erfðabreyttra afurða – sem ætlaðar voru til lyfja- og iðnaðarframleiðslu – inn í fæðukeðju neytenda í gegnum neyslu þeirra á bú- fjárafurðum (kjöti, mjólk, eggjum, o.fl.). Hver mun bera ábyrgð á eyðingu úrgangs frá ræktun erfðabreytts byggs (alls þess sem til fellur að prót- íninu undanskildu) og tryggja að ekk- ert af honum komist í fæðukeðju dýra? Þó að erfðavísindin séu óáreiðanleg hafa líftæknifyrirtæki gripið á lofti tækni til flutnings á erfðavísum til að framleiða erfðabreyttar lífverur, fá einkaleyfi á þær og markaðssetja svo fljótt sem auðið er. Þessi markaðssókn byggist á því að tryggja öruggan hagn- að fremur en að auka öryggi afurða. Eins og flestir þekkja hefur þróun landbúnaðar á síðustu 4-5 áratugum leitt af sér ofgnótt afurða sem skortir mikilvæg næringarefni og inniheldur óásættanlegt magn aðskotaefna. Þeirri þróun ættum við að snúa við með því að draga úr áhættu í stað þess að auka hana, - þessvegna er notkun erfða- breyttra lífvera í landbúnaði skref í ranga átt. Það væri mun skynsamlegra að beina meiri fjármunum til lífrænnar ræktunar sem takmarkar efnanotkun og útilokar erfðabreyttar lífverur. Íslenskri löggjöf um erfðabreyttar lífverur er ætlað að tryggja samræmi við löggjöf ESB á þessu sviði, en ákvörðunum ESB er ekki hrundið í framkvæmd hér fyrr en eftir að stofn- anir EES hafa samþykkt að fella þær inn í samninginn um EES. Sú töf getur verið frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Þar til varnaglar og vernd sem fólgin eru í þremur nýjum gerðum ESB (tilskipun frá 2001 og tveimur reglugerðum frá júlí 2003) hafa tekið fullt gildi hér á landi, ber að fresta ræktun erfðabreyttra afurða á Íslandi. Önnur gild ástæða fyrir frestun frekari ræktunar hér á landi er sú að í Bandaríkjunum, föðurlandi erfða- tækninnar, er eftirlit og stjórnun á ræktun erfðabreyttra lyfjaplantna undir smásjá hins opinbera, og samtök vísindamanna krefjast þess að reglur þar að lútandi verði hertar að miklum mun. Innan vísindasamtaka UCS vinna nú sérfræðingar á sviðum gena- flæðis, fræ- og plöntuframleiðslu, sam- eindaafmörkunar og kornvinnslu, að mótun ítarlegra tillagna um leiðir til að fyrirbyggja mengun matvæla og fóð- urs af völdum erfðabreyttra lyfja- plantna. Skýrslu er að vænta á kom- andi ári. Niðurstöður hennar hljóta að skipta Ísland miklu máli meðan áform um ræktun erfðabreyttra lyfjaplantna eru enn á borðinu. Frestun ræktunar gæfi ORF- mönnum tíma til að láta alþjóðlega vís- indasamfélagið rýna ‘vísindi’ þeirra. Verði sýnt fram á að rannsóknir þeirra valdi straumhvörfum í því að tryggja öryggi við meðferð erfðavísa er þeim í lófa lagið að birta verk sín í vísinda- tímaritum, og koma sjálfum sér á framfæri við Nóbelsnefndina. Íslenska þjóðin fengi jafnframt ráðrúm til að fjalla um þessa umdeildu tækni og ákveða hvort skammtíma peningagróði er þess verður að spillt sé ímynd Ís- lands sem hreins og náttúrulegs lands – þeim þjóðarauði sem heilbrigði lands- manna, ferðamannaþjónustan og matvælaútflutningur okkar byggjast á. Erfðabreyttar plöntur leiða íslenskan landbúnað út á ranga braut Eftir Söndru B. Jónsdóttur Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og skrifar um matvæli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.