Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 55

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 55 Agnar ekki Arnar Í umfjöllun um jólaföt barnanna á síðum Daglegs lífs í gær misrit- aðist nafn annars drengsins sem sýndi föt frá Englabörnum ásamt tvíburabróður sínum. Hann heitir Agnar, en ekki Arnar. Agnar er beðinn afsökunar á mistökunum. Rangfeðraður Í frétt á baksíðu blaðsins í gær um að bandarísk-íslenska kvik- myndin One Point O væri komin á kvikmyndahátíðina í Sundance í Bandaríkjunum er Marteinn Þórs- son rangfeðraður. Hann og aðstandendur hans eru hér með beðnir afsökunar á þeim mistökum. Áfrýjunarnefnd fjallaði ekki um lögmæti starfatorgs Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um beiðni Nettengsla, sem rekur vefinn job.is, um endurupp- töku á máli þess vegna reksturs fjármálaráðuneytis á vefnum starf- atorg.is er rétt að taka fram að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur aldrei fjallað efnislega um þá spurningu hvort starfatorgið sé í anda samkeppnislaga. Sam- keppnisráð fjallaði um málið á sín- um tíma og niðurstaða þess var kærð til áfrýjunarnefndar, en kær- an kom of seint og því tók nefndin hana aldrei fyrir. Nettengsl ósk- uðu eftir að sam- keppnisráð tæki málið upp aftur með vísan til nýrra gagna í málinu. Því hafnaði samkeppn- isráð og áfrýjunar- nefnd hefur staðfest þá niðurstöðu. Desemberuppbót 37.000 kr. hjá Raf- iðnaðarsambandinu Vegna fréttar um desemberuppbót í blaðinu í gær vill Raf- iðnaðarsamband Ís- lands taka fram að vegna breyt- inga við endurskoðun á svokölluðum rauðum strikum 2002 hafi desemberuppbót fyrir árið 2003 hækkað úr 31.000 kr. í 37.000 kr. hjá félagsmönnum RSÍ. Þá er rétt að árétta að engin desem- beruppbót er greidd til þeirra sem fá laun samkvæmt samningi Raf- iðnaðarsambandsins við Samtök verslunarinnar vegna Félags ís- lenskra stórkaupmanna. LEIÐRÉTT Afmælisspurningakeppni í Al- þjóðahúsi Í kvöld kl. 21 fer fram af- mælisveisla Alþjóðahúss sem er tveggja ára um þessar mundir. Þá fer fram „pub quiz“ spurningakeppni á kaffihúsinu. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Keppnin fer fram á íslensku og ensku. Jólasala iðjuþjálfunar Árleg jóla- sala iðjuþjálfunar geðdeildar verður haldin fimmtudaginn 4. desember kl. 12–15.30 á 1. hæð í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut. Til sölu verða handgerðar vörur sem unnar eru í iðjuþjálfun. Kaffi og veitingasala verður á staðnum. Jólafundur Styrks Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra, verður með jólafund í Kiwanishúsinu við Engjateig í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 4. desember, kl. 20. Þráinn Bertelsson les upp úr bókinni „Einhvers konar ég“. EKKÓ–kórinn syngur jólalög. Stjórnandi er Jón Hjörleifur Jónsson og undirleikari Sólveig Jónsson. Þor- grímur Þráinsson flytur jóla- hugvekju. Veitingar eru í boði Kiw- anisklúbbsins Esju. Allir velunnarar félagsins velkomnir. Í DAG Fyrirlestur um umhverfi alþjóða- viðskipta í skugga hryðjuverka og hvaða kröfur það gerir til menntunar á sviði alþjóðaviðskipta. Michael R. Czinkota, prófessor í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, heldur fyr- irlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands á morgun, föstudaginn 5. desember, kl. 16-17. Fyrirlesturinn kallast: „The environment for trade, terrorism and the need for new educational approaches“ og verður fluttur á ensku. Að loknum fyrirlestri mun Czinkota svara fyrirspurnum úr sal. Michael R. Czinkota er prófessor í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við McDonough School of Business sem er hluti af Georgetown háskól- anum í Washington. Czinkota er gistikennari við MBA-námið í Há- skóla Íslands. Fyrirlesturinn er á vegum MBA-námsins í Háskóla Ís- lands og er liður í kynningu á náminu. Á MORGUN Basar Kristniboðsfélags kvenna verður laugardaginn 6. desember kl. 14–17 á Háaleitisbraut 58–60. Á boð- stólum verða m.a. kökur, handunnir munir, jólakort og skyndihapp- drætti. Kaffi og súkkulaði og nýbak- aðar vöfflur. Allur ágóði rennur til kristniboðs í Eþíópíu og Kenýa. Á NÆSTUNNI Fréttasíminn 904 1100 UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Borg 1, Sveitarfélaginu Árborg, eignarhl. gerðarþ., fastanr. 220-0369, þingl. eig. Ásmundur Sigurðsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 11:45. Efri-Brú lóð 168469, Grímsnes- og Grafningshreppi, fastanr. 220-7346, þingl. eig. Guðmundur Tómasson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Rvíkur og nágr., útibú, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 16:00. Glóra, land, Hraungerðishreppi, fastanr. 221-3512, þingl. eig. Ragn- heiður Ósk Traustadóttir og Sigurjón Ingi Gíslason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Selfossveitur bs, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 11:00. Grundartjörn 11, Selfossi, fastanr. 218-6212, þingl. eig. Björn Heiðrek- ur Eiríksson og Arnheiður Húnbjörg Bjarnadóttir, gerðarbeiðendur Dýralæknaþjónusta Suðurl. ehf., Íslandssími hf., Lífeyrissjóðurinn Lífiðn og Skógrækt ríkisins, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 10:00. Nýibær, fastanr. 166202, Sveitarfél. Árborg, þingl. eig. Svínabúið Nýjabæ ehf., gerðarbeiðandi Óli Andri Haraldsson, miðvikudaginn 10. desember 2003 kl. 14:00. Nýibær, lóð 193693, fastanr. 220-0602, Sveitarfél. Árborg, eig. skv. þingl. kaupsamn. Auðbjörn F. Kristinsson og Svínabúið Nýjabæ ehf., gerðarbeiðandi Óli Andri Haraldsson, miðvikudaginn 10. desem- ber 2003 kl. 14:15. Oddabraut 10, Þorlákshöfn, fastanr. 221-2574 og eignarhl. gerðarþ. í fastanr. 221-2576, þingl. eig. Magnús Georg Margeirsson, gerðar- beiðendur Heiðar Sigurðsson, sýslumaðurinn á Selfossi og Vátrygg- ingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 13:30. Skálholtsbraut 17, Þorlákshöfn, fastanr. 221-2831, þingl. eig. Þorleifur Björgvinsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., útibú 0586, Íslands- banki hf., útibú 528 og sýslumaðurinn á Selfossi, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 14:00. Öndverðarnes 2, lóð nr. 14a, Grímnes- og Grafningshreppi. Fastanr. 220-8681, þingl. eig. Hjörtur Lárus Harðarson, gerðarbeiðandi Spari- sjóður Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 15:30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 3. desember 2003. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fannafold 131, 0102, Reykjavík, þingl. eig. Eiríkur Pétursson, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 10:30. Funahöfði 19, 020001, 020002 og 020003, Reykjavík, þingl. eig. Þrb. Kraftvaka ehf., b.t. Kristjáns Ólafssonar hrl., gerðarbeiðendur Toll- stjóraembættið og Þróttur ehf., mánudaginn 8. desember 2003 kl. 11:30. Gnoðarvogur 44, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Upp ehf., gerðarbeið- endur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar, Tollstjóraembættið og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 8. desember 2003 kl. 14:00. Snorrabraut 40, 0101, 50% eignarhl. Reykjavík, þingl. eig. Óskar Vikar Haraldsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 13:30. Sólheimar 18, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Eðvarð Lárus Árnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudag- inn 8. desember 2003 kl. 14:30. Stakkhamrar 21, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Hafsteinsson og Rósa G. Gestsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna og Tollstjóraembættið, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 11:00. Vallarhús 55, 0101, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Fjóla Þórdís Frið- riksdóttir, gerðarbeiðandi Leikskólar Reykjavíkur, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 3. desember 2003. RAÐAUGLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.