Morgunblaðið - 04.12.2003, Síða 57

Morgunblaðið - 04.12.2003, Síða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 57 Gefðu húðinni þinni þá frábæru meðferð sem hún á skilið. Prófaðu nýjasta rakakremið. Sjáðu sjálfa þig í nýju ljósi. Kaupirðu Estée Lauder vörur fyrir 4.200 kr. eða meira í Lyf og heilsu, Austurstræti, dagana 4.-10. desember, færðu glæsilega gjöf með eftirfarandi glaðningi:* Gjöfin þín! Nýtt - Daywear Plus Multi Protection Anti-Oxidant Créme SPF 15 dagkrem Pure Color augnskuggasett Nýtt - Pure Color Lip Vinyl - varagloss og bursti Estée Lauder Pleasures Intense EDP spr. - ilmvatn Lines/Wrinkles - eyðir hrukkum Pure Color Lipstick - varalitur Falleg handtaska * Meðan birgðir endast * Verðgildi gjafarinnar er kr. 8.700. Nýtt DayWear Plus Multi Protection Anti-Oxidant Moisturizers SPF 15 Notaðu það til að færa húðinni raka og heilbrigt útlit. Notaðu það til að vernda gegn sjáanlegum línum síðar meir. Leyndardómurinn? Virk andoxunarefni ásamt einstaklega mildri SPF 15 sólarvörn og öflugum rakagjöfum. Enn frekari nýjungar: 3 sérhannaðar blöndur fyrir mismunandi húðgerðir og Sheer Tint Release með lit, sem færir þér fallega geislandi húð á stundinni. Notaðu DayWear Plus og sjáðu árangurinn. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í verslunini í dag og á morgun kl. 11-16. Austurstræti, sími 562 9020 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá fjölskyldu Hjálmars Björnssonar sem lést í Hol- landi í fyrrasumar. „Í kjölfar viðbragða embættis Rík- islögreglustjóra í Morgunblaðinu þann 26. nóvember 2003, í Frétta- blaðinu þann 29. nóvember 2003 og á Morgunvaktinni í Ríkisútvarpinu í morgun, þann 3. desember, vill fjöl- skylda Hjálmars Björnssonar að eft- irfarandi komi fram: 1. Þetta mál sýnir ótvírætt að rétt- arstaða fórnarlamba og aðstand- enda þeirra er mjög slæm. Ekki virðist vera nokkurt virkt aðhald með saksóknurum, en að sjálf- sögðu þarf að tryggja að öll mál fái sanngjarna og svo skjóta máls- meðferð sem unnt er. Það hefur svo sannarlega ekki verið í þessu máli og öllum í stjórnkerfum bæði Íslands og Hollands virðist standa á sama. 2. Um ótrúlegan tvískinnung er að ræða hjá embætti Ríkislögreglu- stjóra um hvort í gangi sé opinbert mál sem þeir eru að vinna fyrir hol- lensk lögregluyfirvöld eða einka- mál sem aðeins er unnið fyrir fjöl- skylduna. Þannig er fjölskyldunni heimilaður aðgangur að sumum gögnum en meinaður að öðrum, t.d. bráðabirgðaniðurstöðu krufn- ingar, að sögn vegna þess að það geti skaðað rannsókn í Hollandi á hugsanlegu sakamáli. Þá virðist sem erindin er Ríkislögreglustjóri hefur sent til Hollands hafi verið gerð í nafni fjölskyldunnar og skortur á viðbrögðum við erindun- um hefur verið látinn afskiptalaus. 3. Með þessum ótrúlega hringlanda- hætti hefur embætti Ríkislög- reglustjóra haldið málinu í sjálf- heldu í meira en ár. 4. Þessari sjálfheldu verður að linna, en ófyrirleitni saksóknarans í Hol- landi er með ólíkindum, því á sama tíma og hann segist ekki geta lokað málinu vegna þess að hann sé að bíða eftir niðurstöðum réttar- krufningar á Íslandi, notar hann hvert tækifæri til að koma í veg fyrir að Þóra Steffensen geti lokið sinni vinnu. Þannig meinaði hann henni að taka með sér lífssýni til Íslands í lok ferðar sinnar til Hol- lands sem farin var til að rannsaka málið og sendi röng lífssýni nokkr- um mánuðum síðar eftir að farið var fram á að fá þau til rannsókn- ar. 5. Stærstu mistök embættis Ríkislög- reglustjóra verða því tvímælalaust að teljast vera þau að hafa ekki afl- að heimilda fyrir því að Þóra Stef- fensen gæti tekið með sér lífssýni áður en hún fór utan eða á meðan hún dvaldist í Hollandi. Í dag er svo unnið að rannsókn á röngum lífssýnum og á fundi þann 22. ágúst síðastliðin lofuðu Þóra Steffensen og Gísli Pálsson niðurstöðum inn- an eins til tveggja mánaða en enn bólar ekkert á þeim né heldur út- skýringum á því hvað veldur þess- um drætti. 6. Það getur ekki flokkast undir neitt annað en fúsk hjá Ríkislögreglu- stjóra að setja fé og mannskap í rannsókn á láti Íslendings í öðru landi en hafa svo ekki manndóm í sér til að viðurkenna það við hið er- lenda stjórnvald og fara með form- legum hætti fram á öll gögn máls- ins. 7. Þá kemur mjög á óvart í ljósi þeirr- ar vanvirðingar sem Ríkislög- reglustjóraembættinu hefur verið sýndur af hollenska saksóknaran- um og þeirra stórkostlegu mistaka sem klárlega voru gerð við rann- sókn málsins, sem eru einmitt ástæða þess að rannsókn þess hef- ur teygt sig til Íslands, þá skuli rík- issaksóknari ekki vera búinn að grípa í taumana og taka málið að sér. En minna má á að erlend stjórnvöld krefja íslensk lögreglu- yfirvöld iðulega um formlegar skýringar er erlendir ríkisborgar- ar hafa látist hér á landi og það að minna tilefni en er í máli Hjálmars Björnssonar. 8. Þá veldur þetta mál miklum efa- semdum um Schengen-samstarfið en samskipti lögregluyfirvalda Ís- lands og Hollands eru einungis bréfleg og tekur allt að tvo mánuði að fá svör við einföldum fyrir- spurnum.“ Yfirlýsing frá fjölskyldu Hjálmars Björnssonar Jólavara frá Íslandi Klapparstíg 44, sími 562 3614 Laufabrauðsjárn Verð frá kr. 3700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.