Morgunblaðið - 04.12.2003, Síða 58
DAGBÓK
58 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
ÉG fór á dögunum í Iðnó
til að sjá Tenórinn með
Guðmundi Ólafssyni. Ég
vissi voða lítið um verkið
og fór með opnum huga til
að skemmta mér, en maður
fer einmitt í leikhús til að
skemmta sér þegar
skammdegið hellist yfir
mann.
Sýningin tók um tvo
tíma og þegar henni lauk
hefði ég getað setið tvo
tíma í viðbót og haldið
áfram að hlæja. Þessi sýn-
ing er í einu orði sagt frá-
bær. Guðmundur er frá-
bær söngvari og góður
leikari. Guðmundur hefur
margsýnt það að hann er
góður rithöfundur enda
fengið viðurkenningar fyr-
ir það. Hann skrifar Ten-
órinn sjálfur og hefur það
tekist sérlega vel. Húmor-
inn í verkinu er óborgan-
legur.
Ekki skemmir það að
meðleikari hans sem er
undirleikari tenórsins, Sig-
ursveinn Kr. Magnússon,
fer á kostum í sínum ein-
faldleika. Fyrir utan falleg
einsöngslög sem Guð-
mundur syngur mjög vel
er ógleymanlegt rapp-at-
riði, sem ég hefði viljað sjá
endurtekið.
Þeir sem vilja fara í leik-
hús til að hlæja og gleyma
sorg og sút í skammdeginu
ættu að fara og sjá Ten-
órinn í Iðnó.
Magnús Ólafsson,
Hafnarfirði.
Hjálpum þeim
MIG langar að koma á
framfæri beiðni til stjórn-
valda hérna á Íslandi að
reyna að hjálpa þessu unga
flóttafólki sem fékk land-
vistarleyfi hér. Sá í fréttum
að þau eignuðust sitt fyrsta
barn á dögunum. Óska ég
þeim innilega til hamingju.
Eins sá ég að þau mega
vera hérna í eitt ár, hvað
gerist eftir það? Á svo að
henda þeim upp í flugvél
og bara í opinn dauðann
með barnið sitt?
Hvernig haldið þið að
nýbakaðri móður og föður
líði með litla barnið sitt?
Þetta ætti að vera
ánægjulegur tími fyrir
þau, ekki óöryggi og kvíði
fyrir framtíð sinni og
barnsins.
Efast ég nú ekki um að
Rauði kross Íslands hjálpi
þeim af bestu getu.
Við Íslendingar erum nú
brjóstgóð og hjálpsöm þeg-
ar á reynir. Annað eins
höfum við hjálpað til með
og væri óskandi að þetta
fólk fengi að vera hérna í
landinu og ala upp barn
sitt í öruggu umhverfi.
Kveðja,
Anna Helga.
Tapað/fundið
Kventaska í óskilum
SVÖRT kventaska fannst í
Hafnarstræti 30. nóvem-
ber. Upplýsingar í síma
551 3602.
Flauelsjakki týndist
SVARTUR flauelsjakki
týndist á Kaffi Viktor sl.
laugardag. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
695 1443.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Frábær
Tenór
NÚ er unnið að ritun
Sögu bílsins á Íslandi
1904–2004 sem á að
koma út árið 2004, þeg-
ar 100 ár eru liðin frá
því að fyrsti bíllinn kom
til Íslands. Meðal þeirra
mynda sem safnast hafa
er sú sem hér fylgir
með, af bíl sem hefur
blotnað og stendur fast-
ur í á.
Ef einhver ber kennsl
á fólkið á myndinni og/
eða kann sögu um kring-
umstæðurnar væri vel
þegið að hann hefði sam-
band við söguritara, Sig-
urð Hreiðar, í síma
566 6272 eða á netfang
auto@simnet.is.
Hver kannast við fólkið?
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fréttir
Bókatíðindi 2003.
Númer fimmtudagsins
4. desember er 08029.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, jóga, kl. 10
boccia, kl. 13 myndlist.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 9–12.30
bókband, kl. 9.30
boccia, kl. 10.30–10.55
helgistund, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13–16.30 smíð-
ar og handavinna, kl.
13.30 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 13–16
bókband.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinna.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 postulín,
kl. 13 handavinna.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Kl. 9 smíðar og
útskurður og handa-
vinna. Boccia fellur
niður í dag og salurinn
verður lokaður eftir
hádegi vegna aðventu-
skemmtunar í kvöld.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 10–11
leikfimi, kl. 13.30 söng-
hópur, kl. 15.15 dans.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 13 handa-
vinna. Bingó kl. 15.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 9.45 gler-
bræðsla, kl. 12 Thai-
Chie, kl. 13.15 leikfimi
karla og bútasaumur,
kl. 14 biblíufræðsla í
Garðabergi.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli.
Opnað kl. 9, vídeókrók-
urinn opinn, pútt kl.
10–11.30, leikfimi í
Bjarkarhúsi kl. 11.20,
glerlist kl. 13, bingó kl.
13.30, kóræfing hjá
Gaflarakórnum kl. 17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Brids kl. 13, framsögn
kl. 16.15, félagsvist kl.
20. Aðventukaffi verð-
ur sunnud. 7. des. í
Hestheimum. Farið frá
Ásgarði, kl. 13. Ásta
Begga syngur í Hest-
heimum. Komið við í
Handverkshúsinu á
Hellu.
Skráning á skrifstofu
FEB í s. 588 2111
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellssveit. Kl.
13 bókband og tré-
skurður, kl. 13.30 les-
klúbbur, kl. 17 starf
kórs eldri borgara.
Gerðuberg, félags-
starf. Kl. 10.30 helgi-
stund, frá hádegi spila-
salur og vinnustofur
opnar.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–15 handavinna,
kl. 9.05 og 9.55 leikfimi,
kl. 9.30 glerlist og ker-
amik, kl. 10.50 leikfimi,
kl. 13 gler- og postulín,
kl. 14 handverksmark-
aður, kl. 20 gömlu
dansarnir, kl. 21 línu-
dans.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulín, kl.
10 ganga, kl. 13–16
handavinna brids kl.
13.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, perlu-
saumur, kortagerð og
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–13 bútasaumur, kl.
10–11 boccia, kl. 13–16
hannyrðir, kl. 13.30–16
félagsvist. Fótaaðgerð-
ir virka daga, hár-
snyrting þriðju- og
föstudaga.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun, föstudag,
sundleikf. Grafarvogs-
laug kl. 9.30.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 samveru-
stund og leir.
Vesturgata. Kl. 9.15–
15.30, handavinna, kl.
9–10 boccia, kl. 10.15–
11.45 enska, kl. 13–14
leikfimi, kl. 13–16 kór-
æfing.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9.30 gler-
skurður, perlusaumur
og morgunstund, kl. 10
boccia, kl. 13 hand-
mennt og bridge.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Opið kl.
9–14. Kl. 9.15 leikfimi,
kl. 10–12 verslunin.
Gullsmárabrids. Brids
í félagsheimilinu að
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtud. Skráning kl.
12.45. Spil hefst kl. 13.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa salnum
kl. 11.
Kiwanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ.
Félagsvist í kvöld kl.
20.30 í Kiwanishúsinu .
Kristniboðsfélag
kvenna, fundur að
Háaleitisbraut 58–60.
kl. 17. Undirbúningur
fyrir basarinn 6. des.
Lífeyrisþegadeild
SFR, jólafundurinn
verður í félagamiðstöð-
inni Grettisgötu 89,
laugard. 6. des. kl. 14.
Kvenfélag Hreyfils,
jólafundurinn verður
föstud. 5. des. kl. 20,
munið eftir jólapökk-
unum.
Ný dögun, fundur í
Fossvogskirkju í kvöld
kl. 20–22. Guðrún Ás-
mundsdóttir flytur
hugleiðingu.
Í dag er fimmtudagur 4. desem-
ber, 338. dagur ársins, Barbáru-
messa. Orð dagsins: Á þeim degi
munuð þér skilja, að ég er í föður
mínum og þér í mér og ég í yður.
(Jh. 14, 20.)
Þorbjörg Helga Vigfús-dóttir fjallar á tikin.is
um uppsagnarbréf ríkis-
starfsmanna til fjármála-
ráðherra.
Hún segir: „Á vinnustaðhjá almennu fyrir-
tæki jafnt sem stofnun
þarf óhjákvæmilega að
hagræða í rekstri, breyta
skipulagi og aðlaga vöru
eða þjónustu að nýju um-
hverfi. Ástæður fyrir sér-
stakri vernd opinberra
starfsmanna hjá ríkinu er
því til trafala fyrir skatt-
greiðendur og skilvirkni
þjónustu við þegna lands-
ins. Eðli málsins sam-
kvæmt eru uppsagnir
starfsmanna oftast vegna
þekktra aðstæðna og at-
vika og eru sjaldnast án
fyrirvara nema um gjald-
þrot eða alvarlega rekstr-
arerfiðleika sé að ræða.
Ef segja þarf upp starfs-
manni sem stendur sig
ekki nægilega vel er eðli-
legt að gefa viðkomandi
tækifæri til að bæta sig
áður en til uppsagnar
kemur enda örþrifaráð
og dýrt fyrirtækjum að
þurfa að segja upp starfs-
manni og þjálfa nýjan.
Viðbrögð sambanda rík-isstarfsmanna bera
vott um skiljanlegt óör-
yggi sem fylgir breyt-
ingum og nýjum áhersl-
um. Breytingin er þó, ef
að er gáð, jákvæð fyrir
framgöngu hæfra starfs-
manna ríkisins og bætt
starfsumhverfi þeirra.
Viðhorf almennings til
opinberra starfsmanna er
oft neikvæðara en við-
horf til starfsmanna
fyrirtækja í einkaeigu.
Þessi afstaða stafar að
miklum hluta til af því að
umhverfi þeirra er
verndaðra og mikilvægt
er að það viðhorf breyt-
ist.
Eftir að breytingarganga í gegn ættu
starfsmenn ríkisstofnana
einmitt að fagna því að
störf þeirra verði metin
eftir frammistöðu og að
stjórnendum sé gert
kleift að gera starfsum-
hverfi þeirra betra.
Starfsmanni sem hentar
ekki til starfans er einnig
greiði gerður með því að
kynna viðkomandi vanda-
málið fyrr en síðar og áð-
ur en að út í skriflegar
áminningar er farið eða
átök hefjast. Að lokum
gerir skilvirkni stofnana
og markvissar ráðningar
starfsmönnum einnig
kleift að vinna í rökrétt-
ari starfsþróun og endur-
menntun.
Núverandi lög eru tíma-skekkja og frum-
varpið þarf að fá fram-
gang á Alþingi. Frum-
varpið er jákvætt fyrir
alla aðila, aðila vinnu-
markaðarins, ríkisstarfs-
menn og skattgreið-
endur. Sambönd ríkis-
starfsmanna þurfa að
horfa fram á veginn og
horfa frekar á framvindu
einstaklingsins í starfi
sem mikilvægasta þáttinn
en að álykta gegn ráð-
herra og stefna þannig
kjarasamningum í upp-
nám.“
STAKSTEINAR
Uppsagnarbréfið
Víkverji skrifar...
Stundum þykir Víkverja skringi-lega til orða tekið þegar fjallað
er um veður og færð. Í útvarpi eru
ökumenn ósjaldan varaðir við „ís-
filmu“ í merkingunni fljúgandi
hálka. Sumir grípa jafnvel til tann-
læknisfræðinnar til að lýsa færðinni
og tala um „glerung“. Eins gott að
gæta sín á honum að vetrarlagi.
Hvað gætu ökumenn gert til að auka
öryggið þegar glerungurinn ógnar
því? Klína tannkremi á hjólbarðana?
Svo er „snjóstormur“ að verða vin-
sælli á vörum landsmanna en sem
betur fer hafa hugtök á borð við hríð
og stórhríð ekki gleymst. Logndrífa
heyrist hins vegar æ sjaldnar og oft
er bara talað um „jólasnjó“ eða
„jólakortaveður“ í logndrífu. Skiptir
þá ekki máli hvaða mánuður er.
Hríðarhraglandi heyrist þá æ
sjaldnar. Sama má segja um útsynn-
ings- og landsynningsél og hunds-
lappadrífu. Súld er þá æ oftar köll-
uð„úði“ eða „regnúði“. Þá kallast rok
og rigning oft „brjálað veður“.
Veðurlýsingar í skáldsögu Þorgils
gjallandi, Upp við fossa, eru kjarn-
yrtar svo ekki sé meira sagt. Þar er
t.d. talað um harðviðris frost sem er
einkar hnyttilega að orði komist.
Víkverji minnist þess ekki að Þorgils
nefni „glerung“ eða „ísfilmu“ í sögu
sinni.
Það skyldi þó aldrei vera að hinn
nýbyrjaði desember verði álíka hlýr
og í fyrra? Desember í fyrra var
ótrúlega hlýr, 10 stiga hiti dögum og
vikum saman og alveg snjólaust á
gamlárskvöld, a.m.k. sunnanlands.
Talsverðu kuldakasti í nóvember
lauk síðasta dag þess mánaðar og
það sem af er desember hafa hlýind-
in ein ráðið ríkjum og útlit fyrir
áframhaldandi hlýindi.
x x x
Yfir í allt annað. Hnefaleikar eruað verða eitt helsta umræðuefni
í boðum þessa dagana og minnir um-
ræðan þá stundum á handbolta-
umræðu þegar íslenska landsliðinu
gengur sem best á heimsmeistara-
mótum. Þá hafa allir skoðanir, jafn-
vel þeir sem alla jafna fylgjast ekk-
ert með íþróttum. Og nú eru það
hnefaleikarnir sem allir tala um.
Skoðanir eru auðvitað misjafnar en
allir vilja leggja orð í belg. Eitt er
víst að allir finna sig í þessari um-
ræðu og það væri synd að segja að
hnefaleikar sameinuðu ekki heilu
fjölskyldurnar þessa dagana. Vík-
verji er alfarið á móti boxi, hvort
heldur er áhugamannabox eða at-
vinnubox. Höfuðhögg er dauðans al-
vara hvernig sem á það er litið. Þeir
sem enn halda því fram að box sé
örugg íþrótt miðað við margar aðrar
íþróttir hljóta að fara að hugsa málið
upp á nýtt í kjölfar slyssins í Eyjum
á laugardag. Höfuðhögg eru alltaf
meiðsli. Slík meiðsli koma hins vegar
ekki alltaf í ljós strax.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hann hlýtur að bragðast vel snjór-
inn hvar sem hann er þessa dagana.
LÁRÉTT
1 stuðningsmanns, 8 orð-
rómur, 9 skurðurinn, 10
hestur, 11 ledda, 13 til
viðbótar, 15 klettar, 18
slagi, 21 auðug, 22 dóna,
23 gotra, 24 atburðarás.
LÓÐRÉTT
:2 neita, 3 ríki dauðra, 4
andartak, 5 svipaðar, 6
samsull, 7 trylltum, 12
söngflokkur, 14 fáláta, 15
nakið, 16 bárur, 17
þyngdareining, 18 riti, 19
grasvöllur, 20 svelg-
urinn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hlýri, 4 forði, 7 leifi, 8 rúður, 9 nam, 11 regn,
13 brár, 14 óragi, 15 sult, 17 klám, 20 ann, 22 ærleg, 23
ansar, 24 trana, 25 tauta.
Lóðrétt: 1 hylur, 2 ýfing, 3 ilin, 4 form, 5 ræður, 6 iðrar,
10 akarn, 12 nót, 13 bik, 15 stælt, 16 lalla, 18 lustu, 19
merla, 20 agga, 21 naut.
Krossgáta