Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 60

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 60
ÍÞRÓTTIR 60 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu er í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í Evrópuriðl- ana í undankeppni HM í Þýskalandi 2006 í Frankfurt á morgun. Leikið verður í átta riðlum, í Evrópu verða þrír riðlar með sjö liðum og fimm riðlar með sex riðlum. Sigurvegar- ar hvers riðils og tvö bestu liðin í öðru sæti í riðlunum átta fara beint í úrslitakeppnina í Þýskalandi, en hin sex liðin í öðru sæti leika um þrjú síðustu sæti Evrópu í umspili. Styrkleikaflokkarnir eru þannig skipaðir en eitt lið er dregið úr hverjum þeirra í hvern riðil: 1. flokkur: Frakkland, Portúgal, Svíþjóð, Tékkland, Spánn, Ítalía, England og Tyrkland. 2. flokkur: Holland, Króatía, Belgía, Danmörk, Rússland, Írland, Slóvenía og Pólland. 3. flokkur: Búlgaría, Rúmenía, Skotland, Serbía-Svartfjallaland, Sviss, Grikkland, Slóvakía og Austurríki. 4. flokkur: Úkraína, Ísland, Finn- land, Noregur, Ísrael, Bosnía, Lett- land og Wales. 5. flokkur: Ungverjaland, Georgía, Hvíta-Rússland, Kýpur, Eistland, Norður-Írland, Litháen og Makedónía. 6. flokkur: Albanía, Armenía, Moldavía, Aserbaídsjan, Færeyjar, Malta, San Marino og Liechten- stein. 7. flokkur: Það eru aðeins þrjár þjóðir: Andorra, Lúxemborg og Kasakstan. Dregið í riðla á HM 2006 í Þýskalandi í Frankfurt ÓLAFUR Stígsson knatt- spyrnumaður, sem á dögunum sagði upp samningi sínum við Molde, er þessa dagana til reynslu hjá þýska 2. deildar- liðinu Union Berlín. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns knattspyrnu- manna, þá var Ólafi boðið að koma út til Berlínarliðsins með skömmum fyrirvara og verður hann við æfingar hjá liðinu í vikutíma en Ólafur kom til landsins frá Noregi síðastliðinn sunnudag. Union Berlín er í 13.–16. sæti af 18 liðum í þýsku 2. deildinni. Ólafur Garðarsson segir vel koma til greina að nafni sinn leiki hér á landi næsta sumar. Fylkismenn hafa þegar rætt við sinn gamla liðsmann og þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að fleiri félög hér á landi vilji nýta sér krafta Ólafs, sem er 28 ára gamall miðvall- arleikmaður. Ólafur Stígs- son hjá Union Berlín  HÁKON Sigurjónsson verður eft- irlitsmaður á leik Fetsund og Kaup- mannahöfn í Áskorendabikarnum í handknattleik sem fram fer í Noregi 20. desember og Gunnar Gunnarsson verður eftirlitsmaður á leik Drott og Karvina í Evrópukeppni bikarhafa í Halmstad 14. desember.  HOLLENDINGAR dæma leik Hauka og Créteil í Hafnarfirði og dómarar frá Slóveníu dæma leik lið- anna í Frakklandi.  KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, aftekur með öllu að hann ætli að selja franska framherj- ann Nicolas Anelka til Man. Utd. fyr- ir 20 millj. punda eins og enskir fjöl- miðlar hafa ýjað að.  TUGAY Kerimoglu, tyrkneski miðvallarleikurinn hjá Blackburn, hefur ákveðið að hætta að leika með tyrkneska landsliðinu. Tugay segist vilja víkja fyrir yngri mönnum en hann er 33 ára gamall. Hann lék 92 leiki fyrir Tyrki, þann fyrsta gegn Írum árið 1990.  OLE Gunnar Solskjær, sem hafði hug á að leggja landsliðsskóna á hill- una, er hættur við þau áform eftir ráðningu Åge Hareide í starf lands- liðsþjálfara Noregs. Solskjær, sem er allur að braggast og verður væntan- lega kominn á ferðina með Manchest- er United í kringum jólin, þekkir til starfa Hareide en hann lék undir stjórn Danans hjá Molde.  JOHN Carew, norski framherjinn hjá Roma á Ítalíu, er eins og Solskjær mjög ánægður með ráðningu Hareide og segist reiðubúinn að leika með norska landsliðinu á nýjan leik. Car- ew lenti upp á kant við Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfara.  PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, sagði að hinn 16 ára Spánverji Fran- cesc Fabregas hafi verið hreint frá- bær í sigurleiknum gegn Úlfunum, 5:1. „Hann á mikla framtíð fyrir sér. Leikmaður sem getur hæglega gert út um leiki,“ sagði Vieira um leik- manninn, sem Arsenal fékk frá Barcelona sl. sumar,  FABREGAS, sem er yngsti leik- maðurinn til að skora fyrir Arsenal, tileinkaði markið móður sinni, föður og frænda, sem voru á Highbury og sáu hann skora. „Ég reiknaði ekki með að fá tækifærið hjá Arsenal svona fljótt. Fyrir einu ári horfði ég á leiki liðsins og Patrick Vieira – nú lék ég við hliðina á honum,“ sagði Fabregas, sem er mjög ánægður hjá Arsenal.  FRANSKI leikmaðurinn Jeremie Aliadiere skoraði tvö mörk fyrir Ars- enal og hrósaði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, honum fyrir leik sinn. „Hann hefur svipaðar hreyfingar og Thierry Henry, en á þó nokkuð í land að nálgast styrk Henrys.“ FÓLK vinna fyrstu tæklinguna þá náði ég að hrista af mér stressið og ég var bara mjög sáttur við mína frammi- stöðu,“ sagði Ólafur Ingi. Hvaða skilaboð fékkst þú hjá Ars- ene Wenger þegar þú varst að gera þig kláran að koma inn á? „Hann sagði mér að einbeita mér fyrst og fremst og fara að engu óðs- lega og verjast enda var staðan, 1:0, þegar ég kom inn á. Leikurinn þró- aðist hins vegar á þann veg að við skoruðum fljótlega eftir að ég kom inn á og fyrir vikið opnaðist leikur- inn. Ég gat ýtt mér framar á völlinn og var talsvert í boltanum. Wenger spjallaði við okkur inni í klefa eftir leikinn og sagðist hafa verið mjög ánægður með spilamennsku liðsins gegn sterkasta liði Úlfanna. Ég held Ólafur Ingi kom inn á á 55. mín-útu í stöðu hægri bakvarðar og hann kom við sögu í öðru marki liðs- ins. Hann átti góða sendingu á Sylvain Wiltord upp í hægra hornið og eftir fyrir- gjöf Wiltords skor- aði Kanu af stuttu færi. „Það kom mér á óvart þegar ég var beðinn um að gera mig kláran. Wenger var bú- inn að senda aðra þrjá varamenn að hita upp en hann kallaði einn þeirra til baka og sendi mig í staðinn. Ég var rétt byrjaður að skokka þegar kallið kom þar sem Justin Hoyte meiddist. Ég hafði því engan tíma til að gera mig kláran andlega. Ég var taugaóstyrkur fyrstu fimm mínút- urnar eða svo en þegar ég náði að að þessi úrslit sýni hversu mikil breidd er í liði Arsenal.“ Var ekki gaman að fá að spila með leikmönnum á borð við Patrick Vieira, Sylvain Wiltord og Kanu? „Það var alveg frábært. Ég var með Wiltord fyrir framan mig sem var mjög gott og Vieira var eins og kóngur á miðjunni. Þeir hjálpuðu okkur yngri leikmönnum og Vieira stappaði í mig stálinu þegar ég kom inn á. Hann sagði mér að slaka á og njóta þess að vera kominn inn á sem ég og gerði en stemningin á High- bury var frábær að vanda. Það er gaman að geta sagt að ég hafi spilað með mönnum eins og Vieira og Wilt- ord sem hafa unnið flest sem hægt er að vinna og þessi fyrsti leikur minn með Arsenal kemur örugglega til með að lifa lengi í minningunni.“ Ólafur Ingi vonast til að innkoma hans í aðalliðið hafi styrkt stöðu hans hvað samningamálin varðar og eins að vekja áhuga annarra liða en samningur hans við Arsenal rennur út eftir tímabilið í vor. Arsenal FC/ Stuart MacFarlane Ólafur Ingi Skúlason á ferðinni í sínum fyrsta leik með aðalliði Arsenal – sigurleik á Wolves. Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, stappaði stálinu í Ólaf Inga Skúlason, sem lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrrakvöld gegn Úlfunum „Slakaðu á og njóttu þess að vera inná“ „ÞETTA var hreint út sagt æðislegt tilfinning og algjör draumur að rætast hjá mér,“ sagði hinn 20 ára gamli Ólafur Ingi Skúlason í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en Ólafur Ingi fékk fyrsta tækifæri sitt með aðalliði Arsenal í fyrrakvöld þegar liðið burstaði Wolves, 5:1, í fjórðu umferð deildabikarkeppninnar fyrir framan 29 þús. áhorf- endur á Highbury. Reuters Michal Papadopulos fagnar Francesc Fabregas, sem er yngsti leikmaður Arsenal sem hefur skorað mark með aðalliðinu, 16 ára. Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.