Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 66

Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 66
66 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR ungir og ofurvenjulegir íbú- ar höfuðborgarsvæðisins eru við- fangsefni heimildarmyndar sem Hulda Rós Guðnadóttir mannfræð- ingur er að ljúka við að gera. Mynd- in hefur ekki fengið nafn enn þá en ber vinnuheitið Maður/Kona. „Mér fannst vanta myndir um fólk sem er í miðju samfélagsins, en ekki á jaðrinum, annars halda kannski þeir sem skoða heimildarmyndir eftir hundrað ár að Íslendingar hafi verið sérvitringar upp til hópa eftir að sögutíma lauk,“ segir Hulda. Hún telur að þessi sérvitringa- ímynd sé þegar farin að hafa áhrif á Íslendinga. „Fólk hér er farið að trúa ímyndinni sem við höfum, að við séum álfar og sérvitringar. Okk- ur finnst við vera brjálæðislega sér- stök en gleymum því að flest erum við íbúar í millistéttarúthverfum og eigum okkur ósköp venjulegt líf rétt eins og fólk víðsvegar um heiminn.“ Hulda bendir á að erfitt hafi verið að reyna að finna einhvern sem taldist dæmigerður Reykvíkingur eða „venjulegur“ enda sé afar erfitt að skilgreina slíkan hóp. Hún segist hafa haft umræðu um jafnrétti að leiðarljósi þegar hún valdi viðfangs- efnin en hún fylgdi þeim eftir í átta mánuði á meðan hún var að taka myndina. „Ég valdi konu sem gæti talist svokölluð ofurkona. Allt virð- ist fullkomið hún er í góðu starfi, vel menntuð, á mann, hús, jeppa og er í björgunarsveit.“ Strákurinn í mynd- inni er ungur sálfræðinemi sem tek- ur langan tíma í að klára námið og skemmtir sér. Hún bendir á að hann sé ekki að búa sig undir að vera fyr- irvinna fjölskyldu á næstunni eins og krafist var af ungum miðstéttar- strákum hér áður fyrr. „Mér finnst stundum gleymast að jafnréttisbar- áttan hefur líka fært körlum mikið frelsi rétt eins og konum.“ Hömluleysi í næturlífinu Blaðamaður spyr hvort mann- fræðingurinn hafi gert einhverjar merkar uppgötvanir um lífshætti íbúa á höfuðborgarsvæðinu við gerð myndarinnar. „Myndin fjallar bara um tvo ein- staklinga sem eiga að vera fulltrúar ákveðinna hópa svo það er erfitt að alhæfa neitt út frá þeim. Hins vegar get ég sagt að Reykvíkingar virðast margir lifa ofboðslega hratt og hreinlega gleyma að líta sér nær. Þá sýnir myndin líka að ungt fólk skemmtir sé rosalega mikið og það er ákveðið hömluleysi í næturlífinu sem er talið eðlilegt.“ Hulda segir að byrjað sé að vinna að dreifingu erlendis en þegar hafi nokkrir m.a. finnska sjónvarpið sýnt henni áhuga. Hún er með aðra mynd í bígerð en sú fjallar um sam- vinnu íslenskra raftónlistarmanna, Hilmars Arnar Hilmarssonar og Steindórs Andersen kvæðamanns við ástralska frumbyggja. Heimildarmynd um íbúa höfuðborgarsvæðisins Lifa hratt og skemmta sér mikið Hulda Rós Guðnadóttir hafði jafnréttisumræðuna að leiðarljósi er hún valdi viðfangsefni fyrir myndina. FJÖLMENNI mætti er myndlistarmaðurinn og leikkonan úr kvikmynd- inni Salt, Melkorka Þ. Huldudóttir, opnaði sýn- inguna Myrkraverk í Kling & Bang galleríi á laugardag. Í myrkvuðu galleríinu mátti sjá afrakstur söfn- unaráráttu sem hefur ver- ið fönguð í krukkur sem enduðu í kjallara uppi á annarri hæð Kling & Bang. Sýningin stendur til og með 14. desember. Melkorka Þ. Huldudóttir opnar sýningu Sýndi myrkraverk Morgunblaðið/Árni Sæberg Melkorka Þ. Huldudóttir við verk sín á sýningunni. Gestir virða íbyggnir fyr- ir sér verkin í myrkrinu. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 3D gleraugu fylgja hverjum miða Kl. 4, 6 og 8. B.i. 10. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 4. Medallían er annað öflugasta vopn í heimi. Hann er það öflugasta! Frábær mynd stútfull af gríni og spennu! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10.Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14 ára Stranglega bönnuð innan 16 ára! Sýnd kl. 10. B.i. 16. Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10.  Kvikmyndir.com Stranglega bönnuð innan 16 ára! Beint átoppinn í USA! Kl. 8 og 10. B.i. 16. Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuð- um frændum sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum. Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Will Ferrell Tilboð 500 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.