Morgunblaðið - 11.12.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.12.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þar liggja Bensín-bræður í því. Þjóðmenningarleg ráðgjöf Fræðsla og ráð- gjöf á oddinum Miðstöð á sviði þjóð-menningarlegrarráðgjafar og kennslu auk túlkaþjón- ustu hefur tekið til starfa. Miðstöðin hefur hlotið nafnið ICI - Inter Cultural Iceland. Framkvæmda- stjóri ICI er Guðrún Pét- ursdóttir og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur fyrst, hvað heitir fyrirtækið og fyrir hvað stendur nafn þess? „Fyrirtækið gengur venjulega undir nafninu ICI en það stendur fyrir Intercultural Iceland.“ – Hver eru helstu verkefni sem fyrirtækið gengst fyrir? „Helstu verkefni okkar eru fræðsla og ráðgjöf um flest það er viðkemur fjölmenningarlegum samfélögum auk þess sem við er- um með túlkaþjónustu. Við leggj- um mikla áherslu á fræðsluþátt- inn og má þar t.d. nefna fyrirlestra og námskeið um þróun innflytjendamála á Íslandi, for- dóma, námskeið um fjölmenning- arlega kennslu fyrir kennara, fólk af ýmsum uppruna er með fræðslu um sína upprunamenn- ingu og einnig matreiðslunám- skeið. Fræðslan er bæði ætluð börnum og fullorðnum. Annar mikilvægur þáttur starfseminnar er túlkaþjónustan enda eru sífellt fleiri stofnanir að átta sig á mik- ilvægi þess að kalla til túlk þegar veita á þjónustu fólki sem ekki hefur náð valdi á íslensku. Á heimasíðu okkar ,www.ici.is, er hægt að skoða helstu verkefni okkar og fræðslutilboð.“ Hver eru helstu markmið svona fyrirtækis ... og helstu áherslur? „Helstu markmið okkar eru að vinna gegn fordómum og mis- munun gagnvart fólki af erlend- um uppruna með markvissri fræðslu og ráðgjöf. Við lítum svo á að þekking og reynsla þessa hóps sé vannýtt í samfélaginu og því viljum við vekja athygli á kostum fjölbreytileikans í stað þess að líta á hann sem vandamál. Það er alveg ljóst að aukin fræðsla um fjölmenningarleg málefni og jákvæð samskipti milli fólks slær verulega á fordóma og mismunun.“ – Hvað eruð þið mörg sem starfið við ICI? „Við erum fimm konur sem stofnuðum ICI en við höfum allar menntun eða langa reynslu af málefnum innflytjenda. Einn stofnandi félagsins starfar við sambærilega miðstöð í Þýska- landi og erum við því í góðri sam- vinnu við það félag. Auk okkar stofnendanna starfar með okkur hópur fólks af erlendum uppruna, bæði sem túlkar og við fræðslu.“ – Hver er þörfin fyrir þá þjónustu sem þið bjóðið? „Þörfin fyrir fræðslu á þessu sviði er óumdeild og það er mikilvægt að slá aldrei slöku við varð- andi fræðslu um þessi mál. Fordómar og ein- elti eru vandamál í samfélaginu þótt það fari ekki hátt enda reynir fólk sem verður fyrir niðurlægingu og mismunun af ýmsu tagi frekar að láta lítið fyrir sér fara og talar helst ekki upphátt um þá reynslu. Námskeiðin okkar vinna í raun gegn öllum tegundum fordóma þó við leggjum sérstaka áherslu á fordóma gagnvart fólki af erlend- um uppruna því það er sá hópur sem við þekkjum best til. Reynsl- an af námskeiðunum okkar er mjög oft sú að þátttakendur þekkja ekkert fólk af erlendum uppruna persónulega og eina myndin sem þeir hafa eru alhæf- ingar byggðar á sögusögnum eða neikvæðum staðalmyndum úr fjölmiðlum. En námskeiðin okkar um ólíka menningu eru ekki síður gagnleg til að víkka sjóndeildar- hring fólks og sýna jákvæðar hliðar fjölbreytileikans. Skólar, félagasamtök og jafnvel sauma- klúbbar hafa verið duglegir að nýta sér þá fræðslu.“ – Hvernig hafa móttökurnar verið það sem af er? „Móttökurnar hafa verið mjög góðar og oftast er fólk mjög þakklátt fyrir þessi námskeið og fræðslu sem við bjóðum upp á. Hins vegar höfum við haft lítinn tíma til að kynna félagið þannig að margir vita ekki af okkur ennþá.“ – Á fyrirtækið sér einhverja fyrirmynd? „Nei við eigum okkur enga sér- staka fyrirmynd og reyndar hafa okkar áherslur í þessum málum vakið nokkra athygli þar sem við höfum kynnt þær erlendis. Þjóð- verjar hafa t.d. sýnt námskeiðun- um okkar mikinn áhuga. Megin munurinn á okkar áherslum og því sem er algengast hjá sam- bærilegum félögum í Þýskalandi, er að við bjóðum aðallega upp á námskeið fyrir „inn- fædda“ en þeir fyrir innflytjendur. Okkar skoðun er sú að allir hópar hins fjölmenningarlega samfélags þurfi að gera sér grein fyrir kostum fjölbreytileikans fyrir samfélagið í heild. Ég held að fólk muni smám saman átta sig á því að ólík hæfni, reynsla, tungumálakunnátta og þekking á ólíkri menningu eru ómetanlegir kostir fyrir nútímasamfélag – ekki vandamál.“ Guðrún Pétursdóttir  Guðrún Pétursdóttir fæddist í Hafnarfirði árið 1961. Hún lauk MA-prófi í félagsfræði frá Freie Universität Berlin árið 1990 með aðaláherslu á rasisma og fjöl- menningarleg samfélög. Auk þess nam hún fjölmenningarlega kennslu við Institut für Inter- kulturelle Erziehung. Árið 1999 lauk hún kennslufræði við Há- skóla Íslands. Á árunum 1999 til 2003 vann hún sem verkefna- stjóri fræðsludeildar hjá Miðstöð nýbúa og Alþjóðahúsi. Nýlega kom út hennar önnur bók um fjölmenningarlega kennslu, „All- ir geta eitthvað – enginn getur allt“. Guðrún á tvær dætur, Hrefnu An og Sólveigu Maríu Thomasdætur. Oftast er fólk mjög þakklátt fyrir þessi námskeið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.